Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 5
DAGSBRÚN 80 ÁRA vorifhíbýli þSaSte átrum fyTrí "Mynd^g: VerkafÓ'kS 1 Úthverfi ReykjaVÍkur ^ á öldinni. Ljósm. Sig. Guttormsson. úr sögusafni verkalýðshreyfingarinn- Guttormsson. Úr sögusafni verkalýðshreyfingarinnar. Héðinn ur, Stefán Jóhann Stefánsson, Jó- hann Ólafsson, Jakop Möller og Haraldur Guðmundsson. Hús- næði verkafólks var ekki aðeins slæmt í Reykjavík og voru því byggingarsjóðir einnig stofnaðir á Akureyri, Siglufirði, Patreks- firði og Flateyri. I kjölfarið voru stofnuð byggingarfélög verka- manna á þessum stöðum. í apríl 1930 var Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík stofnað. Stofnfélagar voru 217 en formað- ur félagsins var Héðinn Valdim- arsson. Auk hans voru í stjórn félagsins þeir Pétur Hjaltesteð og Stefán Björnsson. Félagið fór þess strax á leit við Byggingar- sjóð Reykjavíkur að hann útveg- aði félaginu nægilegt lánsfé til þess að hægt væri að byggja um 100 íbúir árið 1931. Byggingarfé- lagið fékk svo lóð austan elli- heimilisins, á skikanum milli Hringbrautar og Ásvallagötu og árið 1932 voru fyrstu íbúðirnar tilbúnar. Voru það 54 íbúðir, tveggja og þriggja herbergja, all- ar sambyggðar. Á árunum 1931 til 1937 voru byggðar alls 172 íbúðir á vegum byggingarfélags verkamanna, þar af 79 tveggja herbergja íbúðir og93þriggjaherbergja. Öllhusin voru byggð úr steinsteypu, tvær hæðir og kjallari og einungis fjór- ar íbúðir.í hverjum stigagangi. Hverri íbúð fylgdi eldhús með eldavél og skápum og baðher- bergi vel búið hreinlætistækjum. I kjallara húsanna voru engar íbúðir heldur eingöngu rúmgóðar geymslur og sameiginleg þvotta- og þurrkherbergi. Mikil umskipti Það var Héðinn Valdimarsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sem lagði fram frumvarp um verkamannabústaði á Alþingi árið 1928. Frumvarp þetta var sett fram af brýnni þörf, húsnæð- isástandið í Reykjavík var bág- borið samkvæmt ýtarlegri húsn- æðisrannsókn sem fram fór um sama leyti. Niðurstöður þessarar rannsóknar og svo sú staðreynd að Alþingi hafði nýverið sam- þykkt að styrkja nýbyggingar í sveitum landsins voru sterkustu rökin með frumvarpinu og fór svo að það var samþykkt þó vissolega væru ekki allir alþingis- menn sammála um ágæti þess. Strax og frumvarpið var orðið að lögum var hafist handa. Bygg- ingarsjóðir voru stofnaðir og eins byggingarfélög og á árunum 1931 til 1937 voru byggðar 172 íbúðir á vegum byggingarfélags verka- manna í Reykjavík. Það er óhætt að segja að þessir fyrstu verka- mannabústaðir hafi verið vönduð og glæsileg húsakynni og hafa umskiptin eflaust verið mikil hjá þeim sem voru svo heppnir að fá íbúð í þessum bústöðum. Gerður Róbertsdóttir Launafólk, tryggiö Alþýdubankanum hlutdeðd í þróun peningamála. Þaö eru hagsmunir beggja! í þeim grannlöndum, þar sem lýðfrelsi er mest og Að stofnun Alþýðubankans stóð fjöldi félaga launa- < lífskjör best, eru alþýðubankar löngu grónar stofn- fólks um land allt og bankinn setti frá upphafi það 1 anir, sem átt hafa drjúgan þátt í heillavænlegri markmið, að gera hagsmuni launafólks að sínum | þróun efnahagsmála. hagsmunum; með það að leiðarljósi hefur hann i Þeir hafa ávaxtað bæði sjóði launafólks og sparifé, ávaxtað það fé, sem honum er trúað fyrir og veitt en jafnframt hlutast til um atvinnustefnu, stefnuna fjármagni sínu þangað sem það hefur komið vinn- í peningamálum, skipulag fjárfestinga og húsnæð- andi fólki að mestu gagni. Hvort sem þú færð laun ismál, alltaf með það fyrir augum að tryggja hags- þín í landbúnaði, útvegi, iðnaði eða verslun, þá er muni launafólks og stuðla að almennri velsæld. Alþýðubankinn banki þinn. Alþýöubankinn hf. LAUGAVEGI 31. SUÐURLANDSBRAUT 30. SKIPAGÖTU 14. AKUREYRI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.