Þjóðviljinn - 26.01.1986, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 80 ÁRA
HHnun t
Verkamannabústaöirnir í Reykjavík, sem Héðinn Valdimarsson var frumkvöðull aö. Myndina tók Stefán Ögmundsson. Ur sögusafni verkalýðshreyfingarinnar.
Fyrsta kröfugangan á íslandi var farin 1. maí, 1923. Þessa mynd tók óþekktur Ijósmyndari af henni. Mynd frá Ljósmyndasafninu.
byggingu verkamannabústaða
því húsnæðisvandræðin bitnuðu
einmitt harðast á verkafólkinu.
En hvaða undirtektir hlaut þessi
tillaga hans á Alþingi?
Viðhorf
alþingismanna
í greinargerð með frumvarp-
inu um verkamannabústaði kem-
ur fram að úrbætur í húsnæðis-
málum verkalýðsins sé hið mesta
nauðsynjamál og ekki mögulegt
nema til komi aðstoð ríkis og
sveitarfélaga. Víða sé það talin
skylda bæjarfélaga að hjálpa
þeim stéttum sem verst eru stadd-
ar, til þess að fá viðunandi húsa-
kynni. Ein aðalröksemdin fyrir
því að ríkið eigi að styrkja þessar
framkvæmdir var sú að hið opin-
bera hafði styrkt nýbyggingar í
sveitum, og þar með viðurkennt
skyldu sína í þessum efnum. Því
sé erfitt fyrir yfirvöld að neita að
styrkja almenning í þéttbýli. Al-
menningur í þéttbýli eigi sömu
kröfu á hendur ríkisvaldinu og al-
menningur í dreifbýli.
En þarna var einmitt komið að
viðkvæmum punkti á þessum
tíma. Togstreita milli dreifbýlis
og þéttbýlis var mikil og kom það
greinilega fram í umræðunni um
verkamannabústaði. Ýmsir töldu
frumvarp Héðins stórhættulegt
því ef það yrði að lögum þá færi
fólk að streyma til bæjanna. „... í
þeirri tálvon að það fái þar ágætt
húsrúm fyrir lítið verð.“ Margir,
þá sérstaklega bændur, álitu að
aðstreymi til bæjanna væri óeðli-
lega mikið. Nauðsynlegt væri því
að beina hugum fólks til
sveitanna á ný með stórfelldum
umbótum í sveitunum. Flestir
viðurkenndu þó að það væri
nauðsynlegt að bæta húsnæði
verkafólks í þéttbýli en sumir
voru hræddir um að það hefði
þau áhrif að fólksflóttinn úr
sveitunum yrði enn stórfelldari
en áður. Ekki voru allir sammála
þessum rökstuðningi. Haraldur
Guðmundsson, þingmaður Al-
þýðuflokksins, benti á að fólk
leitaði ekki til kaupstaðanna til
að fá betri íbúðir. Ástæðan væri
frekar sú að efnalausu fólki
veittist þar auðveldara að koma
upp eigin heimili. I sveitunum
væri það ógerlegt því þar þurfi
jörð og skepnur, en fjölskyldu-
fólk sætti sig ekki við að skipta sér
í vistir á marga bæi. í kaupstöð-
unum geti efnalítið fólk komið
sér upp heimili og fengið ein-
hverja vinnu. Pað væru því ekki
bíóin og böllin sem drægi fólk úr
sveitunum. Hann benti einnig á
að það væri nauðsynlegt að koma
upp smábýlum og gera efna-
minna fólki þannig kleift að búa í
sveitunum.
En það voru ekki bara
dreifbýlissinnar sem voru á móti
frumvarpi Héðins um verka-
mannabústaði. Ólafur Thors
viðurkenndi að fólk búi í íbúðum
sem vart geti talist mannabústað-
ir og úr þessu ófremdarástandi
yrði að bæta. Hann taldi þó frum-
varp Héðins ekki réttu lausnina á
þessu vandamáli því öll afskipti
hins opinbera dragi úr framtaki
einstaklingsins. Löggjöf yrði því
almenningi til skaða því hún
myndi draga úr húsbyggingum
einstaklinga. Eina ráðið væri að
útvega góð lán handa þeim sem
vildu byggja. Og ef almennum
húsbyggingum fjölgaði, lækkaði
húsaíeigan að sama skapi.
Það er því augljóst af framan-
sögðu að skoðanir voru skiptar í
þessu máli. Alþýðuflokkurinn
virðist hafa verið einhuga í bar-
áttunni fyrir þessu mikla
nauðsynjamáli alþýðunnar.
Sjálfstæðismenn voru á móti en
Framsóknarflokkurinn var klof-
inn í afstöðunni til verkamanna-
bústaðanna. Þó fór svo að þann
18. maí 1929 varð frumvarpið um
verkamannabústaði að lögum.
Framkvœmdir
Jafnskjótt og frumvarpið var
orðið að lögum var hafist handa
við að framfylgja þeim. í lögun-
um er kveðið svo á um að kjósa
þurfi fimm manna nefnd á hverj-
um stað. Nefnd þessi átti síðan að
færa rök að því að slíkrar opin-
berrar aðstoðar væri þörf. Hús-
næðisnefndvarþví kosin í bæjar-
stjórn Reykjavíkur síðla árs
1929. Skömmu síðar ályktaði
meirihluti nefndarinnar að stofna
skuli byggingarsjóð verkamanna
í Reykjavík. Nefndarmenn sóttu
rökin eingöngu í húsnæðis-
rannsóknina sem getið er hér að
framan og bentu sérstaklega á að
há húsaleiga, óheilsusamlegt
húsnæði og þrengsli séu nægar
ástæður fyrir því að hafist skuli
handa um byggingu verkamanna-
bústaða. Byggingarsjóðurvarþví
brátt stofnaður og fyrstu sjóðs-
stjórnina skipuðu þeir Magnús
Sigurðsson bankastjóri, formað-
Sjá síðu 5.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3