Þjóðviljinn - 05.02.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.02.1986, Blaðsíða 5
ÞJOÐMAL Spurt um... Þungir á brún hlýða þeir Skúli Alexandersson, Helgi Seljan og Svavar Gestsson á útskýringar Jóns Helgasonar um leiguna á Gæslu-fokkernum. Ljósm. Eöl. . r i i uœslu-fokkerinn Menn leigja ekki hjarta- bílinn til skemmtiferða Skúli Alexandersson: Vélin verðurað vera tilstaðar hvenœr sem þörf krefur ... útflutning á ferskum fiski Sighvatur Björgvinsson og Helgi Seljan spyrja sjávarútvegs- ráðherra hvort hann sé reiðubú- inn til að beita sér fyrir því að komið verði í veg fyrir að einstök veiðiskip selji meiri hluta fiskafla síns ferskan til útlanda. ...vanskil korthafa Guðmundur Einarsson spyr viðskiptaráðherra hversu mikil vanskil korthafa hjá greiðslu- kortafyrirtækjum hafi verið um síðustu áramót. Hann óskar skriflegs svars. ... lektorsstöðu í bókmenntum Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir spyr menntamálaráðherra hvort hann telji ráðningu í stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við heimspekideild HÍ 27. des- ember s.l. vera í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. ... erlendar skuldir Guðrún Helgadóttir spyr fjár- málaráðherra hver greiðslubyrð- in af erlendum skuldum hafi ver- ið 1985 og hversu há prósentutala af útflutningstekjum þjóðarinn- ar. Til samanburðar óskar Guð- rún eftir sömu upplýsingum um árin 1979-1984. ... lausar stöður emb- ættismanna Kristín S. Kvaran spyr fjár- málaráðherra hvort lagaá- kvæðum varðandi auglýsingar um lausar stöður hjá ríkinu hafi verið stranglega framfylgt. Hún spyr hvort veitt hafi verið emb- ætti s.l. 4 ár án þess að svo sé og hver sé skýringin. ... menningarstefnu Helgi Seljan og Guðrún Helga- dóttir spyrja menntamálaráð- herra hvort hann hyggist beita sér fyrir vinnu að ákveðinni stefnu- mörkun í menningarmálum í samráði við helstu aðila um menningarstefnu. ... opinberar fram- kvæmdir Hjörleifur Guttormsson spyr fjármálaráðherra hvert hafi verið raungildi ríkisframlaga á árunum 1982-1986 til byggingar mennta- og fjölbrautaskóla, héraðsskóla, grunnskóla og íbúða fyrir skóla- stjóra, dagvistarheimila, íþrótt- amannvirkja, sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva og læknisbústaða, hafnarmannvirkja og lendingar- bóta og loks til framkvæmda á flugvöllum. ... mengunarvarnir Helgi Seljan spyr fjármálaráð- herra hvernig ríkisstjórnin hygg- ist beita sér fyrir útvegun fjár- magns til mengunarvarna í fiski- mjölsverksmiðjum í framhaldi af ákveðnum tilmælum meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar um nauðsyn á útvegun lánsfjár til þessa verkefnis. Skúli Alexandersson tók fyrir- hugaða leigu á Fokkervél Land- helgisgæslunnar til Flugleiða upp utan dagskrár á alþingi í gær og skoraði á Jón Helgason dómsmálaráðherra að hverfa frá þeirri fyrirætlan sinni. Fjölmarg- ir þingmenn tóku undir varnað- arorð Skúla, þeirra á meðal Kar- vel Pálmason, sem eins og Helgi Seljan benti á, þekkir nytsemi TF-SYN af eigin raun en hún flutti hann helsjúkan til London í haust. Jón Helgason bar því við að leiguféð væri Gæslunni nauðsynlegt til að hægt væri að skipta á litlu Gæsluþyrlunni fyrir aðra nýrri og betri. Skúli vitnaði í bréf Farmanna- og fiskimannasambands íslands þar sem varað er við þessum leigusamningi og sagði að þetta öryggis- og björgunartæki yrði að vera til staðar ef eitthvað brygði út af. Hann spurði ráðherra um hvernig þetta mál stæði og hvaða ástæður væru fyrir þessari ráða- breytni hans. Jón Helgason sagði að náðst hefði samkomulag um að leigja Flugleiðum vélina frá 1. júní til 15. september í sumar, 3 daga í viku hverri eða um 50 flugtíma á mánuði. Ástæðan væri fyrirhuguð aukning í áætlunar- flugi Flugleiða sem þó væri ekki nógu mikil til þess að standa undir kaupum á nýrri vél eða leigusamningi á heilli vél utan- lands frá. Hann sagði að TF SYN gætu engu að síður sinnt þeim 60 flugtímum á mánuði sem alþingi hefði skammtað henni með fjár- veitingum í ár og leiguféð væri nauðsynlegt til að hægt væri að fá betri þyrlu í stað þeirrar minni. Þannig væri verið að bæta búnað Gæslunnar með þessari ráðstöf- un. Árni Johnsen benti á að það gengi ekki upp að grípa til Gæsl- ufokkersins í neyð eins og ráðherrann sagði, þegar ljóst væri að Flugleiðir hygðist nota hana í flug til Færeyja og Skot- lands. Hann benti á að TF SYN er eina flugvélin hér heima sem getur haft radíósamband við skip, að hún getur miðað út gúm- björgunarbáta og hefur 10 tíma flugþol á móti 5 tíma flugþoli Flugleiðafokkeranna. Þá hefði hún meiri burðargetu og hægt væri að varpa úr henni gúmbjörg- unarbáti. Þessi sérstaða vélarinn- ar hefði margoft nýst við björg- unarstörf og ekki síður þegar flytja þyrfti sjúklinga milli landa. „Maðurleigirekki hjartabílinn til skemmtiferða," sagði Árni. Karvel Pálmason gekk hart að ráðherra eftir svörum við því hversu langan tíma tæki að gera vélina klára til björgunarstarfa ef þörf krefði og viðurkenndi ráðherrann að hann gæti ekki Aárinu 1984 lánaði Útvegs- banki íslands fimm stærstu viðskiptavinum sínum samanlagt tæpar 1950 miljónir króna sem var nær fjórfalt eigið fé bankans það árið. Þetta kom fram í svari Matthíasar Bjarnasonar við- skiptaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur á alþingi í gær, en vegna bankaleyndarinn- ar neitaði ráðherrann að upplýsa hverjir þessir fimm stærstu lán- takendur bankans hefðu verið. Eigið fé Útvegsbankans var 1984 tæpar 500 miljónir króna, reiknað á verðlagi í júní 1985. Á sama verðgrundvelli fékk stærsti lántakandinn 720 miljónir króna í bankanum 1984 eða 145% af eigið fé bankans. Lítill vafi er tai- inn leika á að þarna sé um að ræða Hafskip en næst stærsti lán- þeginn fékk 648 miljónir eða 130,6% af eigið fé bankans og telja menn að þar sé um að ræða eitt olíufélaganna. En þó Útvegsbankinn hafi lán- að nær fjórfalt eigið fé til fimm svarað því. Skúli benti á að það tæki minnst 2-3 tíma að breyta henni úr farþegavél í björgunar- vél þannig að notkunartími Flug- leiða yrði ekki 50 tímar á mánuði heldur mun lengri tími. Helgi Seljan sagði þessar fregnir hrollvekju fyrirsjómenn ogfólk á landsbyggðinni sem treysti á þetta björgunartæki ef illa færi. Þá mætti það ekki vera í milli- landaflugi. Eiður Guðnason og Kjartan Jóhannsson tóku í sama Ríkisbankarnir stærstu viðskiptavina sinna, þá var Landsbankinn á svipuðu róli, en hann lánaði þrefalt eigið fé til sinna „fimm stærstu" eða samtals 5,6 miljarða króna á verðlagi 1985. Búnaðarbankinn lánaði hins vegar tæplega tvöfalt eigið fé til sinna fimm eða 1370 miljónir. í máli ráðherra kom fram að streng. Kjartan sagði fráleitt að þingmenn hefðu samþykkt að skipta um minni þyrluna ef þeim hefði verið sagt að það kostaði að binda Gæslu-fokkerinn í leigu. Jón Helgason sagði að Land- helgisgæslan yrði að sníða sér stakk eftir vexti og ríkisstjórnin hefði gert margt gott til að bæta búnað hennar. Hins vegar myndi hann taka tillit til ábendinga þingmanna og taka ákvarðanir í ljósi þeirra. - ÁI hann er nú að láta vinna reglur um þak á lánveitingar til ein- stakra aðila miðað við eiginfjár- stöðu ríkisbankanna en Jóhanna Sigurðardóttir leggur til að það megi aldrei vera meira en 35% af eigið fé sem hver viðskiptavinur Alþingi Aætlun um eldvarnir Þingmenn AB leggjafram ar aðgerðir í eldvörnum Helgi Seljan og Svavar Gests- son hafa lagt fyrir alþingi tillögu að þingsályktun um eldvarnir í opinberum byggingum. Þeir leggja til að gerð verði fram- kvæmdaáætlun þar sem verkefn- um á þessu sviði er skipað í for- gangsröð, þannig að hefjast megi handa samkvæmt áætluninni strax á næsta ári. í greinargerð segir að alþingi geti ekki látið sem ekkert sé þeg- þingsályktun um raunhœf- í opinberum byggingum ar því er haldið fram að fjár- veitingavaldið hafi árum saman ýtt til hliðar brýnum verkefnum eins og eldvörnum í opinberum byggingum. Hinn hörmulegi at- burður á Kópavogshæli nú í árs- byrjun hafi orðið til þess að vekja menn til umhugsunar og þakka beri víðtæka söfnun Kiwanis- manna til eldvarna á Kópa- vogshælinu. -ÁI „Fimm stærstu“ fengu margfalt eigið fé Utvegsbankinn lánaðifimm viðskiptafyrirtœkjum samanlagt fjórfalt eigiðfé sitt á árinu 1984. Landsbankinn lánaði sínum fimmþrefalt eigiðfé og Búnaðarbankinn sínum tœplega tvöfalt Mlðvlkudagur 5. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.