Þjóðviljinn - 05.02.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.02.1986, Blaðsíða 14
VtÐHORF ( W getrmíha- VINNINGAR! 23. LEIKVIKA - 2. FEBRÚAR 1986 VINNINGSROÐ: 1X1 - 111 - 21X 1. VINNINGUR: 12 réttir, 111 kr. 154.515.- 51727(4/11) 533392(4/11) 82023(4/11)* 126461(6/11) 52140(4/11)* 56009(4/11)* 100692(6/11) 2. VINNINGUR: 11 réttir. kr. 1.964. 1280 41848 52633* 69660 81122** 102 596 125991* 131372* 3358 42378 52746 69741 81512 103161* 126136 131376* 5881 43288 53354 69857 81903* 103686 126152** 131511 8315 43412 53680 70099 95817 104045 126295* 132376 8456* 43889 54519 70210 95819 104361 126457* 132574* 9990 45460 56138 71006 96048 104969 126458* 132660* 10701 45497* 56447** 71054 •96355 105698 126470* 133206** 14015* 46878* 57861** 71147 96461* 105703 126471* 133211** 14887 46899* 58897 71923 96487* 106182 126487* 133601 14901 47262 58911 72120 98374* 106574 126795 133698 16826 47459 60245* 72125 99318 106698 126882 134106** 16859 48082* 60429 73248 99457 107536 126891 134577 17934 48771* 60862 73637* 99542 108139 127037 135590 20784 48856 61439 73780* 99561* 109047 127429 135765* 23457 48880* 61833 76429 99761* 109186 127689 135855 24146* 49060 62290** 77656** 100121 109206 127512 135969 25584 49515* 63457** 77658** 100249 109237 127933* 136255** 27439 50204 63893 77930 100333 110262 129251 136277 28898 50575* 64524* 78345 100365 110288 130816 136309* 40078 51153 66834 79466* 100792 111559 130916* 167377 40514 51758* 67998 80752 101823 111568 131311 183744 41516* 51979 69651 80878 102528 125891* 131320 * = 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 24. febr. 1986 kl. 12:00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnumog á skrifstofunni í Reykjavík Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknarstööur við Raunvísindastofnun Háskólans sem veittar eru til 1-3 ára: a) Tvær stöður sérfræðinga við efnafræðistofu. Æskilegt er að umsækjendur geti unnið að rann- sóknum á sviði eðlisefnafræði eða ólífrænnar efnafræði. b) Tværstöðursérfræðinga viðstærðfræðistofu, en á stærðfræðistofu fara fram rannsóknir í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Stöðurnar verða veittar frá 1. september n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða til- svarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnirtil rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu- lagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík, fyrir 15. mars n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjdnda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 31. janúar 1986. STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS í PORTÚGAL Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1986-87. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms í háskóla. - Umsóknar- eyðublöð fást í sendiráði Portúgala í Ósló, utanáskrift: Ambassade du Portugal, Josefines Gate 37, Oslo-2, Norge, pg þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní n.k. ' Menntamálaráðuneytið, 31. jánúar 1986. Ég ákæri Sigurður Árnason skrifar Sterk samvinnuhreyfing með ábata- sömum atvinnurekstri erforsenda þess að í landinu myndist mótvœgi við óhamið einkafjármagn, sem nú síðast veður uppi sem svokölluð frjálshyggja. Ég hefi lesið Þjóðviljann frá því ég man eftir mér og keypt hann eftir að ég komst að heiman. Þetta hefi ég gert vegna þess að mér var innrætt að það væri aðall hvers síðaðs manns að styðja heldur þá sem minna mega sín. Þá fremur en hina, sem alla tíð fljóta ofaná hvernig sem veður breytast í samfélaginu, enda virðast slíkir menn vera lík- ari korkinu en viti borinni félags- veru. Lengi trúði ég því að blaðið styddi þennan málstað. En skoðun mín breyttist eftir að ég varð læs og svo mun um fleiri. Nú er svo komið að Þjóðviljinn er í mínum augum málpípa nöldrara og fúskara. Nöldrara vegna stöðugs tóns óánægju og niðurrifs sem einkennir blaðið (mikill meirihluti af fyrirsögnum og greinum á for- og baksíðu eru þannig eðlis). Fúskara vegna þess að starfsmenn blaðsins vinna mál illa, skoða þau aðeins af lágum sjónarhóli. Um nöldrið ætla ég ekki að ræða, þótt það hafi gert það að verkum meir en annað, að nú les ég varla blaðið. Enda er slíkur tónn lítt til þess fallinn að koma góðum málum til leiðar. Ég kýs fremur að ræða svolítið um fúskið, sem hvílir einsog bölvun yfir íslenskri blaðamennsku og birtist nú síðast í Þjóðviljanum í frásögnum hans af svokölluðu „kaffibaunamáli". Fréttaflutn- ingur blaðsins af því máli er með slíkum eindæmum og endemum, að beinast liggur við að halda hvatirnar að baki slíkum skrifum tengdar einhverskonar brenglun- um (eða Guð veit hverju) hjá metnaðarsjúkum utanveltupóli- tíkusum, eða mönnum sem ekki hafa borið gæfu til þess að fá sér vinnu við það sem þeir hafa lært. „Hámarki“ ná þessi skrif Þjóð- viljans með leiðara blaðsins 28. jan. sl.. Þar reisir ritstjóri blaðs- ins sér og sínum níðstöng, með því að raða saman af kostgæfni rökvillum, tilbúningi og tilfinn- ingaþvælu. Eftirtalin dæmi nefni ég máli mínu til stuðnings: kaffiinnflutningi til landsins". Fyrri hluti: hvert heldur ritstjóri Þjóðviljans að ágóðinn af kaffi- sölunni hafi farið? í hvað eru „sjóðir sambandsmanna" (Þjv. 25/1) notaðir? Ef Þjóðviljarit- stjórnin hefði viljað beita heiðar- legum vinnubrögðum, hefði hún flett upp í skýrslum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og getað séð, að ágóðinn var notaður til að greiða tekjuafgang til kaupfélag- anna í landinu, til mín og væntan- lega þín. Eða telur ritstjórinn það verðugri notkun á hagnaði að auka enn á kaffiþamb íslendinga, með því að lækka verð á drykkn- um (verð á kaffi til neytenda var þá lægra hér á landi en annars staðar áNorðurlöndum), en það, að lækka örlítið almennt vöru- verð útá landi eða þá auka atvinnumöguleika fólksins utan höfuðborgarsvæðisins, í sveitum og kaupstöðum? Varla er það að- ferð Þjóðviljans til að rétta hlut þeirra sem minna mega sín? Eða hvað? Seinni hluti: „.. svindla á kaffiinnflutningi...“ Er það í samræmi við heiðarlega blaða- mennsku að hlamma sér í dóm- arastól? Staðreyndir málsins eru nefnilega þær að Kaffibrennsla Akureyrar leitaði tilboða á al- mennum markaði um kaup á þessu margumtalaða kaffi og Sambandið hlaut „hnossið“ og útvegaði kaffið á því verði sem tilboðið gerði ráð fyrir. Þetta hefði ÖS getað lesið í greinargerð frá Sambandinu ef hann hefði haft vilja til að leita sér upplýs- inga. 3. „... 200 milljónir ... “ Hefur rit- stjórinn gleymt því að dollarinn hefur hækkað mikið frá því að umrædd viðskipti áttu sér stað og þess vegna er út í hött að tala um 200 milljónir íslenskar? Nær væri að miða þetta við allt annan stað- al, nefnilega raunvirði 4 milljóna dollara hér á landi á þeim árum sem viðskiptin fóru fram. Hvort sá samanburður verður sam- vinnuhreyfingunni í hag eða ekki, hef ég ekki hugmynd um. Ég hirði ekki um að tína til fleira úr ofangreindum leiðara. Herra ritstjóri. Samvinnu- hreyfingin á íslandi er ekki full- komin frekar en önnur mannana verk: Hún er háð sömu annmörk- um og aðrar fjöldahreyfingar; hún verður aldrei betri né verri en mennirnir sem mynda hana, samvinnufólkið í landinu. Sterk samvinnuhreyfing með ábata- sömum atvinnurekstri er fors- enda þess að í landinu myndist mótvægi við óhamið einkafjár- magn, sem nú síðast veður uppi sem svokölluð frjálshyggja. En Þjóðviljamönnum virðist fyrir- munað að skilja þetta. Það er eins og þeim finnist að Sambandið eigi að starfa eftir allt öðrum lög- málum en gilda annars staðar í viðskiptalífi og atvinnurekstri. Slík ráð eru viðlíka viturleg og að ætla mönnum af hugsjónaástæð- um að aka vinstra megin í hægri umferð. Ef Þjóðviljamönnum er ennþá annt um þá hugsjón að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín, þá ættu þeir að snúast gegn raunverulegum óvinum. Séu þeir hinsvegar óánægðir með stefnu samvinnuhreyfingarinnar, þá er auðveldust leiðin að ganga í KRON eða annað kaupfélag og reyna að breyta hreyfingunni innanfrá, í stað þess að hamast gegn henni einsog naut í flagi, og berjast þannig við hlið þeirra sem vilja hana feiga. Reykjavík, 29. janúar 1986. Sigurður Árnason er læknir, samvinnumaður og féiagi í KRON. 1. „... stjórnast af gróðasókn- inni...“: Hefur Þjóðviljaritstjór- inn einhvern betri mælikvarða á rekstur atvinnufyrirtækis en hvort það ber sig eða ekki? Telur ritstjórinn kannski að samvinnu- hreyfingunni sé betur borgið með því að reka hana einsog tíðkast hefur þar sem Þjóðviljamenn hafa ráðið lögum og lofum? Að- ferð þeirra hefur orðið þess vald- andi að kaupfélagið, sem ég er félagi í, hefur misst markaðshlut- deild frá því að vera stórveldi í sölu dagvara hér á Reykjavíkur- svæðinu fyrir nokkrum áratug- um, niður í örlítið brot af því sem áður var. Auðvitað er hagnaður- inn það sem mestu skiptir og hvernig honum er varið. 2. „... haft hundruð milljóna af neytendum með því að svindla á Námsgagnastofnun Kennari óskast í hálft starf (síðdegis) við pöntunarþjónustu Námsgagnastofnunar. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, pósthólf 5192, 125 Reykjavík fyrir 12. febrúar nk. merkt „Pöntunarþjónustan“. Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason deildarstjóri. Faðir okkar, Þorlákur G. Ottesen fyrrverandi verkstjóri, lést í Landakotsspítala að morgni 3ja febrúar sl. Dætur hins látna. 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.