Þjóðviljinn - 14.02.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Ísland-Noregur
Fótboltaleikur
á lokaæfingunni!
Bogdanfrestaði liðsvali vegna meiðsla leikmanna. Sigurður
tœplega með um helgina en Óttar hressari. Prír enn meiddir
„Það var ágætt eftir allt staglið
undanfarið að spila bara léttan
fótbolta á þessari síðustu æfíngu
fyrir leikina við Noreg. Við erum
þungir eftir erfiðar æfingar síð-
ustu dagana“, sagði Þorbjörn
Jensson fyrirliði í samtali við
Þjóðviljann eftir hressilega fót-
boltaæfingu handknattleiks-
landsliðsins í Laugardalshöllinni í
gærkvöldi.
ísland og Noregur mætast í
Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20
en þjóðirnar mætast aftur í Selja-
skóla á morgun kl. 18. Þetta eru
lokaverkefni landsliðsins fyrir
sjálfa A-keppnina sem hefst í
Sviss 25. febrúar.
Bogdan Kowalczyck landsliðs-
þjálfari gat ekki tilkynnt lið sitt í
gærkvöldi vegna þess hve margir
eiga við meiðsli að stríða. Það er
næsta víst að Sigurður Gunnars-
son leikur ekki með, hann er ekki
Knattspyrna
Valdi í
Borgarnes
Björn til Noregs
Valdimar Valdimarsson, varn-
armaðurinn trausti úr Breiða-
bliki, hefur verið ráðinn þjálfari
2. deildarliðs Skallagríms í Borg-
arnesi fyrir næsta keppnistíma-
bil. Hann tekur við af Ólafi Jó-
hannessyni sem hefur þjálfað lið-
ið í fjögur ár en er nú genginn til
liðs við FH.
Valdimar hefur lítið leikið síð-
ustu tvö árin en hann var í mörg
ár einn burðarása Breiðabliks-
liðsins og lék með unglinga-
landsliðinu á sínum tíma.
Borgnesingar hafa hinsvegar
orðið fyrir því áfalli að missa fyr-
irliða sinn, Björn Jónsson, til
Noregs. Hann mun leika þar með
3. deildarliðinu Bröndland næsta
sumar.
—eop/Borgarnesi
Portúgal
búinn að ná sér af ökkla-
meiðslunum sem hann varð fyrir
um síðustu helgi. „Það er lítið vit í
að fara að spila núna, ég get ekki
stokkið almennilega upp“, sagði
Sigurður.
Þorgils Óttar Mathiesen var
bjartsýnni. Með sína níðþungu
spelku sem verndar hnéð með
slitna krossbandinu var hann
„næstum því óeðlilega eðlilegur“,
eins og einn stjórnarmanna HSÍ
komst að orði í gærkvöldi.
Guðmundur Guðmundsson er
meiddur í læri og Jakob Sigurðs-
son og Valdimar Grímsson ganga
heldur ekki heilir til skógar.
„Þetta er nú meira hækjuliðið“,
sagði Páll Ólafsson, hress að
vanda — en það sem mestu rnáli
skiptir er að allir verði í sínu besta
formi þegar stóra stundin rennur
upp eftir 11 daga.
—VS
Landsliðsþjálfari
Held ráðinn
til 2ja ára
Stórsamningur við Adidas
Kvennaleikur við V.Þjóðverja
Vestur-Þjóðverjinn Siegfrid
„Sigi“ Held var í gær ráðinn
landsliðsþjálfari íslands í knatt-
spyrnu til tveggja ára. Stjórnar-
menn KSÍ, sem staddir eru í
Frankfurt vegna þess að dregið er
í riðla í Evrópukeppni landsliða í
dag, gengu frá samningi við hann
þar.
Sigi Held er gamalkunnur
landsliðsmaður í Vestur-
Þýskalandi og lék til úrslita um
heimsmeistaratitilinn gegn Eng-
lendingum á Wembley árið 1966.
Hann lék í Bundesligunni langt
framá fertugsaldur og er tiltölu-
lega nýhættur. Hann kom
Schalke uppí Bundesliguna fyrir
þremur árum og hefur talsvert
þjálfað síðan í heimalandi sínu.
Hann fékk mjög góð meðmæli
víða að og er sagður agafastur og
ákveðinn. Hans fyrsta verkefni
verður væntanlega að fylgjast
með þeim íslensku atvinnu-
mönnum sem leika á meginlandi
Evrópu og setja sig í samband við
félög þeirra en síðan mun hann
hafa fast aðsetur hér á landi.
KSÍ mun í dag skrifa undir
samning við Adidas í Vestur-
Þýskalandi og verður þar að sögn
Páls Júlíussonar framkvæmda-
stjóra KSÍ um að ræða stærsta
samning sem gerður hefur verið
af íslenskri íþróttahreyfingu.
Þá var í gær gengið frá saming-
um um kvennalandsleik milli Is-
lands og Vestur-Þýskalands hér á
landi í sumar og allar líkur eru á
að 21-árs landslið þjóðanna í
karlaflokki mætist einnig hér-
lendis.
—VS
Körfubikarinn
Þorgils Óttar Mathiesen var
„óeðlilega eðlilegur" í gærkvöldi.
Körfubolti
UMFG
vann
Grindvíkingar sigruðu Breiða-
blik 75-67 í 1. deild karla í
Grindavík í gærkvöldi. Blikar
byrjuðu hressilega og komust í
21-5 og leiddu 37-30 í hléi. Heima-
menn náðu fljótlega undirtökun-
um í seinni hálfleik og tryggðu sér
sigur. Þeir hafa tryggt sér annað
sæti deildarinnar, Blikar eru
þriðju en geta samt enn fallið.
—VS
Fimmtán stiga fbrskot
Pálmar og Ivar á bakvið 90-75 sigur Hauka á IBK
Það er ekki hægt að sejgja ann-
að en að þeir Pálmar og Ivar We-
bster hafí verið mcnnirnir á bak-
við sigur Hauka á ÍBK í Hafnar-
firði í gærkvöldi. Þeir léku báðir
mjög vel og voru bestu menn vall-
arins. Lokatölurnar urðu 90-75,
en staðan í hálflcik var 42-36
Haukum í hag. Haukar eru því
með 15 stiga forskot fyrir seinni
undanúrslitaleik liðanna í Kefla-
vík 23. febrúar.
Haukar náðu forystunni strax í
upphafi, Keflvíkingar náðu að
jafna undir lok fyrri hálfleiks en
Haukarnir sigu aftur fram úr.
Leikurinn var svo jafn framan af
síðari hálfleik, en þá tóku Hauk-
arnir góðan sprett og náðu tíu
stiga forustu sem þeir héldu allt
til leiksloka.
Haukarnir léku vel í gær þó að
leikur þeirra hafi verið nokkuð
sveiflukenndur. Liðið átti mjög
góða kafla en datt niður þess á
milli. Þeir Pálmar og Webster
voru bestir og Ólafur og Eyþór
áttu ágæta spretti.
Keflvíkingar voru ekki lélegir
en þeir gerðu mikið af klaufavill-
um og léku ekki nógu agaðan
sóknarleik. Hreinn átti mjög
góðan leik og þeir Jón Kr. og
Guðjón léku sæmilega. Þó verð-
ur Guðjón að hafa gætur á
skapinu.
Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 24, Ivar
Webster 20, Ólafur Rafnsson 14, Eyþór
Árnason f4, Kristinn Kristinsson 10. Ivar
Ásgrímsson 6 og Henning Henningsson 2.
Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 16, Jón Kr.
Gíslason 14, Guöjón Skúlason 12, Sigurð-
ur Ingimundarson 12, Ólafur Gottskálks-
son 9, Hrannar Hólm 5, Magnús Guðfinns-
son 4 og Ingólfur Haraldsson 3. — Logi
Spánn
Benfica
vann Porto
Benfica vann Porto 2-1 í stór-
leik 5.umferðar portúgölsku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu í
fyrrakvöld. Annað af toppliðun-
um, Guimaraes, féll út, tapaði 1-0
fyrir Academica, en Sporting
Lissabon vann nauman sigur á
Barreirense, 2-1.
—VS/Reuter
Körfubolti
Firmakeppni
hjá Fram
Firma- og félagahópakeppni
Fram í körfuknattleik verður
haldin í íþróttahúsi Álftamýrar-
skóla á morgun, laugardaginn 15.
febrúar. Þátttaka tilkynnist til
Ómars í síma 46597 eða Björns í
síma 45836.
Evrópukeppnin
Dregið í dag
ísland í neðsta flokki en lendir örugglega ífimm þjóða riðli
1 dag kl. 11 að íslenskum
tíma verður dregið í riðla
fyrir Evrópukeppni landsliða
í knattspyrnu 1986-1988 í
Frankfurt í Vestur-
Þýskalandi. Þátttökuþjóðir
eru 32 en Vestur-Þjóðverjar
þurfa ekki að taka þátt í riðla-
keppninni þar sem þeir eru
gestgjafar í úrslitakeppninni
árið 1988.
Þjóðunum 32 hefur verið
skipt niður í fimm styrkleika-
flokka og ræður útkoma
þeirra í riðlum síðustu Evr-
ópukeppni og undankeppni
HM í hvað flokki þær lenda.
ísland lenti naumlega í neðsta
flokki, var með örlítið lakari
árangur en Tyrkland og Al-
banía sem sluppu í fjórða
flokkinn.
Styrkleikaflokkarnir líta
þannig út:
1: England, Danmörk,
Spánn, Portúgal, Holland,
Belgía og Frakkland.
2: Sovétríkin, Norður-
írland, Rúmenía, Svíþjóð,
Ungverjaland, Wales og
Búlgaría.
3: Austurríki, Júgóslavía,
Tékkóslóvakía, Austur-
Þýskaland, Pólland, Sviss og
írland.
4: Skotland, Grikkland,
Finnland, Noregur, Ítalía,
Tyrkland og Albanía.
5: ísland, Malta, Kýpur og
Luxemburg.
Athygli vekur að sjálfir
heimsmeistararnir, ítalir, eru
í næstlakasta flokknum. Skýr-
ingin er sú að þeim gekk af-
leitlega í síðustu Evrópu-
keppni, fengu 5 stig í 8
leikjum, og tóku ekki þátt í
undankeppni HM vegna
stöðu sinnar sem handhafar
heimsbikarsins.
Dregið verður eitt lið úr
hverjum styrkleikaflokki í
hvern riðil. Riðlarnir eru því
sjö talsins, fjórir með 5 liðum
og þrír með 4 liðum. Einsog
sjá má lendir ísland örugglega
ífimm þjóða riðli. Sigurvegar-
inn í hverjum riðli kemst í
úrslitakeppnina í Vestur-
Þýskalandi sumarið 1988.
Ellert B. Schram, formaður
KSÍ, er formaður fram-
kvæmdanefndar keppninnar.
Auk hans verða viðstaddir
dráttinn í Frankfurt í dag þeir
Gylfi Þórðarson og Þór Ragn-
arsson og munu þeir reyna að
ná strax samningum um leiki
íslands í keppninni. —VS
Góður sigur
Barcelona
Skotinn Steve Archibald var
maðurinn á bakvið góðan úti-
sigur Barcelona á Atletico Ma-
drid, 1-2, í spænsku bikarkeppn-
inni í knattspyrnu í fyrrakvöld.
Hann lék þarna sinn fyrsta leik í
fimm vikur og skoraði jöfnunar-
mark liðsins 17 mínútum fyrir
leikslok. Carrasco tryggði síðan
Barcelona sigur. Þetta var fyrri
viðureign liðanna í 8-liða úrslit-
um keppninnar. Real Madrid
gerði jafntefli við botnlið 1.
deildarinnar, Celta Vigo, á úti-
velli og Bilbao gerði jafntefli úti,
1-1, við 2. dcildarliðið Sabadell.
—VS/Reuter
Belgía
Anderlecht
náði Brugge
Anderlecht, lið Arnórs Guð-
johnsens, er komið að hlið FC
Brugge á toppi belgísku 1.
deildarinnar í knattspyrnu eftir
5-0 útisigur á botnliðinu Lierse í
fyrrakvöld. Hvort lið hefur 39
stig eftir 25 leiki en síðan eru 10
stig í næstu lið.
Waterschei, lið Ragnars Mar-
geirssonar, lék ekki en staða þess
versnaði til muna þar sem fallbar-
áttuliðin Kortrijk og Molenbeek
unnu sína leiki. Waterschei er
næstneðst í deildinni.
—VS/Reuter
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15