Þjóðviljinn - 14.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.02.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. DJOÐVIUlNN Föstudagur 14. febrúar 1986 37. tölublað 51. árgangur Mikil flóð og krapahlaup hlupu í Elliðaárnar í vatnsveðrinu sem gengið hefuryfir suö-vesturhornið og fór allt á flot í Víðidalnum ífyrrinótt. í gær unnu borgarstarfsmenn við að lagfæra vegi sem höfðu grafist í sundur og losa um í niðurföllum auk þess sem hestaeigendur áttu annríkt í fyrrinótt við að vakta hrossin í efstu hesthúsunum í dalnum sem voru umflotin vatni. Þaðvarláníóláni hvesnjólétthefurveriðívetur, annars hefði sjálfsagt farið verr en raun varð á. Mynd -E.ÓI. Menntamálaráðherra Akureyri Freyr sagði af sér Húsnœðismáladrögin Veiting í óþökk læknadeildar Umdeild embœttisveiting Sverris Hermannssonar í lœknadeild. Frumumeinafrœðingur skipaður prófessor í réttarlœknisfrœði. Rœður sér aðstoðarmann. Misbeiting valds Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, hefur veitt Gunnlaugi Geirssyni embætti prófessors í réttarlæknisfræði, við læknadeild Háskólans, þvert gegn vilja dcildarinnar. Þetta framferði ráðherra er litið mjög alvariegum augum af læknadeild- inni, þar sem hún hafði úrskurð- að að Gunnlaugur væri ekki hæf- ur til að gegna þessu embætti. Forsaga málsins er sú að emb- ætti þetta var auglýst sl. haust. Sóttu þrír aðilar um embættið, Gunnlaugur Geirsson, Olafur Jensson og Bjarki Magnússon. Meirihluti dómnefndar taldi Gunnlaug einan hæfan til að gegna embættinu en minnihlut- inn taldi engan umsækjenda hæf- an. Á deildarfundi í læknadeild gerist það svo að þar sem enginn umsækjenda er sérfræðingur í réttarlæknisfræðum þá er mælt gegn því að einhver þeirra verði skipaður í embættið. Menntamálaráðherra er sent bréf skömmu fyrir jól og honum gert ljóst að læknadeildin er and- víg því að Gunnlaugur sé skipað- ur í embættið og lagt til að staðan verði auglýst aftur. Þrátt fyrir það skipar Sverrir Hermannsson Gunnlaug í embættið, frá og með áramótum. Gunnlaugur er líffærameina- fræðingur að mennt og er frumu- meinafræði hans sérgrein. Hefur hann gegnt starfi yfirlæknis hjá Krabbameinsleitarstöðinni og talinn mjög hæfur í sínu starfi þar. Það sem helst er fundið að því, að hann hljóti prófessors- embættið í réttarlæknisfræðum, er að hann hefur enga reynslu við réttarkrufningu. Enda mun nú Gunnlaugur hafa ráðið sér að- stoðarmann til að sjá um þann þátt starfsins og mun slíkt eins- dæmi. Það sem þó er alvarlegast við þetta mál, að mati manna í lækn- adeildinni, er hvernig Sverrir Hermannsson misbeitir valdi sínu og gengur þvert á vilja deildarinnar. -Sáf Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri sagði sig úr vatnsveitunefnd bæjarins á síðasta fundi bæjar- stjórnar. Þjóðviljinn innti Frey eftir ástæðum. „Þetta er að vísu löng saga, en í sem stystu máli er ástæðan sú að á þessum bæjarstjórnarfundi Iá fyrir tillaga um fjárveitingu til vatnsveitunnar til síðari umræðu. Á fundinum var samþykkt að strika út nánast allar fram- kvæmdir vatnsveitunnar og taka það fé sem annars hefði til þeirra farið inní bæjarsjóð. Ég var því andvígur að taka þetta fé í bæjar- sjóð, á sama tíma sem tekjustofn- ar hans eru vannýttir. Auk þess var þessi samþykkt algert skips- brot fyrir þá stefnu sem verið hef- ur í stjórn vatnsveitunnar um framkvæmdir þar og að nýta bættan hag vatnsveitunnar til að lækka vatnsskattinn. Ef til vill eru þetta ekki nægjan- leg rök til að segja af sér. En mál- ið er það að ég var kjörinn í vatns- veitunefnd af formlegum meiri- hluta bæjarstjórnar, án stuðnings sjálfs mín eða míns flokks, sem ekki á aðild að meirihlutanum. Og án nokkurra samninga um samstarf í bæjarstjórn. Ég hafði verið formaður vatnsveitunnar næsta kjörtímabil á undan og leit svo á að þetta kjör mitt væri stuðningur við þá stefnu sem stjórn veitunnar hafði meðan ég var formaður stjórnar. En með samþykktinni á síðasta bæjar- stjórnarfundi tel ég allar forsend- ur brostnar fyrir veru minni í stjórninni", sagði Freyr að lok- um. -S.dór Skiptar skoðanir lífeyríssjóðanna Hrafn Magnússon, Sambandi almennra lífeyrissjóða: Jákvœðar hugmyndir. Pétur H. Blöndal, Landssambandi lífeyrissjóða: Oskhyggja, verið að misnota fjármuni lífeyrissjóðanna til að leysa samningana Afstaða lífeyrissjóðanna til sínum hjá lífeyrissjóðunum. hugmynda ASI og vinnu- Hannsagðistengaráhyggjurhafa veitenda um aðgerðir í húsnæð- af því. Húsnæðisstofnun hefur ismálum skiptist algjörlega í tvö ætíð staðið við skuldbindingar horn. Einsog kunnugt er þá ganga sínar. Sagðist hann hafa meiri þær hugmyndir út á að stórauka áhyggjur af að fbúðarkaupendur ráðstöfunarfé byggingarsjóð- gætu ekki staðið í skilum við líf- anna með því að lífeyrissjóðirnir eyrissjóðina. greiði 70% af eigin ráðstöfunarfé Hjá Landssambandi lífeyris- til byggingarsjóða Húsnæðis- sjóða er tónninn allur annar. Þeir stofnunar. _____________________________ hafa mótmælt harðlega þessum hugmyndum og í gær sendu þeir aðilum vinnumarkaðarins bréf þar sem þeir fara fram á úttekt á fjármagnsbyrði byggingarsjóð- anna verði þessar hugmyndir að veruleika. Pétur H. Blöndal hjá Lands- sambandinu sagði við Þjóðvilj- ann, að með þessum hugmyndum væri verið að afhenda ráðstöfun- arréttinn yfir fjármagni lífeyris- sjóðanna og einum aðila veitt frelsi til að ákveða vexti af þess- um fjármunum. Sagðist hann stórefast um að ríkissjóður gæti greitt vaxtamuninn. Sagðisthann álíta að þarna réði óskhyggja ferðinni, að menn hefðu ekki hugsað málið til enda. -Sáf Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða, segist vera hlynntur þessum hugmyndum þar sem þessar hugmyndir geri ráð fyrir að vaxtatekjur lífeyris- sjóðanna stóraukist, úr 5% eins- og nú er í 9%, eða hæstu vexti af ríkisskuldabréfum á hverjum tíma. Jafnframt lækkar vaxta- byrði íbúðarkaupenda þar sem þeir þurfa bara að greiða um 3,5% vexti. Mismuninn mun svo ríkissjóður bera. Sagði hann þetta sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar en þar greiða stjórnvöld víða nið- ur vexti. Hrafn var inntur eftir því hvort hann væri ekki áhyggjufullur yfir að Húsnæðisstofnun ætti erfitt með að standa í skilum af lánum íslenska útvarpsfélagið Allt í mótun Einar Sigurðsson nýráðinn útvarpsstjóri: Leitum að hentugu húsnœði. Dagskráímótun. Stefnt að 10-16 tíma útsendingu á sólarhring. Byrjun síðsumars Einar Sigurðsson fréttamaður á sjónvarpinu, nýráðinn út- varpsstjóri íslenska útvarpsfé- lagsins, sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær, að þessa dagana væri verið að móta starfsemi- væntanlegrar útvarpsstöðvar fé- lagsins. Verið er að leita að hent- ugu húsnæði, en mikið úrval væri í Reykjavík af húsnæði sem henta myndi þessari starfsemi. Hann sagðist sjálfur vera að móta drög að dagskrá stöðvar- innar. Stefnt væri að því að um samfellda 10-16 tíma dagskrá verði að ræða þegar stöðin hefur starfsemi. Hann sagðist enn ekki vera farinn að ráða starfsfólk, að því færi að draga. Einar sagði að enn væri ekki ákveðið hvenær starfsemin hæf- ist, það gæti orðið í byrjun sumars en gæti líka dregist fram til síðari hluta sumarsins, það færi eftir ýmsu. „En það er alveg ljóst að við förum ekki af stað með útvarps- stöðina fyrr en allt er fullbúið og hægt að starfa á fullu“, sagði Ein- ar Sigurðsson. Eins og skýrt hefur verið frá hafa sex aðilar sótt um leyfi til útvarpsreksturs til útvarpslaga- nefndar. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.