Þjóðviljinn - 15.02.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1986, Síða 3
Dagsbrún Verkfall boðað Verkfall boðað hjá bensínafgreiðslufólki og vaktavinnumönnum hjá Eimskip. Eining boðar félagsfund. Verkföllboðuðínœstuviku Dagsbrún verður með fund stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs kl. 10 fyrir hádegi í dag og samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans verður á fundinum tekin ákvörðun um að boða verkfall hjá bensínafgreiðslufólki og vaktavinnumönnum hjá Eim- skip. Ástæðan fyrir því að verkföll eru boðuð fyrst hjá þessum hóp- um, er að báðum hópunum hefur verið neitað viðræðum um sér- Útvarpsréttarnefnd Kjartan situr áfram ,^Nei, ég hef íhugað málið og ætla ekki að segja af mér for- mennsku í útvarpsréttarnefnd“, sagði Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins í spjalli við Þjóðviljann í gær. En einsog Þjóðviljinn greindi frá var Kjartan ásamt Hannesi H. Gissurarsyni og Eiríki Ingólfs- syni, dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur fyrir rekstur hins al- ræmda Valhallarútvarps, meðan á BSRB-verkfallinu stóð. Ýmsir hafa talið óeðlilegt að maður sem dæmdur er fyrir að brjóta lög um útvarpsrekstur skuli gegna for- mennsku í útvarpsréttarnefnd. „Ég kannaði það hjá öðrum nefndarmönnum, hvort þeir teldu að þetta tálmaði störf nefndarinnar. Þeir töldu það ekki, og að yfirveguðu máli hef ég því ákveðið að sitja áfram“. -ÖS. Börn Fimm Ijóð úr samkeppni sjónvarpsins Við vöktum á því athygli fyrr í vikunni að sjónvarpið hefði á- kveðið að birta bestu ljóðin úr ljóðasamkeppni barna, sem Stundin okkar efndi til, í Lesbók Morgunblaðsins. Eftir að fréttin birtist bauð Agnes Johansen um- sjónarmaður þáttarins Þjóðvilj- anum að birta nokkur þeirra ljóða sem dómnefndinni fannst bera af, þar á meðal verðlauna- ljóðið, Stjörnufiskar, eftir Hallvarð Ásgeirsson. Þessi ljóð birtast í Sunnudagsblaðinu. —ÞH Sjá bls. 8 í Sunnudagsblaði kröfur þeirra. Sérkjarasamning- ur bensínafgreiðslufólks er orð- inn mjög gamall og hefur verið óbreyttur frá Sólstöðusamning- unum 1977. Hefur bensínaf- greiðslufólk viljað breyta samn- ingnum og laga hann að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu en verið neitað um viðræður. Málið horfir þannig við hjá vaktavinnufólki sem vinnur hjá Eimskip, að árið 1984 var ákveð- ið að taka upp vaktavinnufyrir- komulag og átti að endurskoða Asama tíma og bensín- og olíuverð fer hríðlækkandi alls staðar í heiminum, jafnvel líka á íslandi, þá hækka unnar olíu- vörur snarlega í verði. í gær voru t.d. smurolíur hjá Esso hækkaðar um rúm 10% en á síðustu dögum hafa Olís og Shell einnig hækkað verð á smurolíum og öðrum unn- það sl. haust. Þá átti að leiðrétta ýmsa annmarka sem komið hefðu í ljós á tímanum. Hafa við- ræður við Eimskip gengið mjög treglega og viðbrögðin verið nei- kvæð. Verkfall skellur á viku eftir að það hefur verið boðað og stoppar þá öll bensínafgreiðsla í Reykja- vík og vinnan á höfninni mun raskast mjög mikið og er viðbúið að einungis verði unnin dagvinna þar. Þá hefur verkalýðsfélagið Ein- um olíuvörum. Uniflo smurolía frá Esso hækk- aði í gær úr 85 kr. 1. í 94 kr. en verðið hafði verið óbreytt frá því í fyrrasumar. Þá hafa algengustu oh'utegundir hjá Olís, Vico Cor- anda hækkað í 98 kr. hver 1. og verðið á Shell super smurolíu hef- ing á Akureyri boðað félagsfund í dag kl. 15 til að útvega sér verk- fallsheintild. Um helgina mun samninga- nefnd ASÍ ferðast unt landið og ræða við stjórnarmenn í verka- lýðsfélögunum um framhald við- ræðna og til hvaða aðgerða verði gripið. Er fastlega búist við að í kjölfar hringferðarinnar verði boðaðir félagsfundir út um allt land og verkfallsheimild útveg- uð. ur nýlega hækkað í 96 kr. hver 1. Hér er miðað við verð í dósum. Sigurgeir Þorkelsson hjá Olíufélaginu h/f sagði í samtali í gær að ástæða þessarar hækkunar væri óhagstæðar gengisbreyting- ar. Smurolían væri keypt frá Hol- landi og Þýskalandi og dollarinn BSRB Sáttafundur ídag Samninganefndir BSRB og ríkisins hittust á stuttum fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Á þeim fundi var ákveðið að vinna áfram í undirnefndum og hefjast fundir hjá þeim kl. 10 árdegis í dag. Kl. 14.30 í dag hittast svo samninga- nefndirnar aftur hjá sáttasemj- ara. _$áf Hafnarfjörður Opiö hús hjá Fiskakletti Kynnir bœjarbúum starfsemi, húsakost og tœkjabúnað ásunnudag Björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði minnist 20 ára af- mælisins þessa dagana en sveitin var formlega stofnuð 11. fcbrúar 1966. í dag laugardag verður form- lega vígt nýtt bátaskýli sveitar- innar við smábátahöfnina í Hafn- arfirði og á morgun, sunnudag, verður opið hús hjá björgunar- sveitinni í félagsheimilinu að Hjallahrauni 9 og í bátaskýlinu. Kaffi verður á könnunni frá kl. 13-18 og björgunarsveitarmenn munu kynna starfsemi sveitarinn- ar og sýna húsakynni og björgun- arbúnað. -|g. ASÍ Fundir um allt land Helgin notuð til víðtœkrar fundaherferðar. Staðan skýrð ogfélög hvött tilað afla sér þegar verkfallsheimildar Alþýðusambandið gengst fyrir fundum um allt land með stjórn- um verkalýðsfélaga nú um helg- ina til að skýra út stöðuna í samn- ingamálunum. I dag laugardag verða haldnir fundir í Reykjavík, Borgarnesi, Selfossi, Akureyri og á Egilsstöð- um og á morgun sunnudag verður fundað á ísafirði, Höfn í Horna- firði, Vestmannaeyjum og í Keflavík. í framhaldi af þessum fundum hvetur ASÍ verkalýðsfélög til að halda félagsfundi og afla sér verk- fallsheimilda, að því er frant kemur í fréttatilkynningu frá Al- þýðusambandinu. _[g. hefði hrapað mjög gagnvart gjaldmiðlum þessara þjóða. Eins hefði áhrif lækkunar á hráolíu ekki enn gætt í fullunnum olíu- vörum. Þær birgðir sem nú væri verið að selja hefðu verið keyptar í desember og myndu duga næstu 2 mánuði. -Jg- -Sáf Aðeins 344 af 2408 sem eru á kjörskrá við stjórnar- og trúnaðarmannaráðskosningar hjá Iðju, neyttu kosningaréttar síns í gær. Kosningu verður framhaldið í dag frá kl. 10 og stendur kosning fram til kl. 20 í kvöld. Þessi mynd var tekin á skrifstofu Iðju í gær. Það er Jóhanna Traustadóttir starfsmaður í Rafha sem greiðir atkvæði en kjördeildarmennirnir Jón Helgi Eiösson t.v., Lára V. Júlíusdóttir formaður kjörnefndar og Hannes Ólafsson fylgjast með. Mynd: Sig. Olía Olíuvörur stórhækka A sama tíma og hráolía og bensín lœkkarþá snarhœkkar smurolía á Islandi. 10% hækkun hjá Esso ígœr og hin olíufélögin einnig búin að hœkka smurolíuna síðustu daga Laugardagur 15. febrúar 1986 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.