Þjóðviljinn - 15.02.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 15.02.1986, Qupperneq 9
MENNING íslandsvin og Ijóða Spjallað við Wolfgang Schlffer Ijóðskáld, leikritahöfund og dugnaðarfork við kynningu á íslenskum bókmenntum í Þýskalandi Wolfgang Schiffer leikrita- skáld, ljóöskáld og leiklistar- ráðunautur WDR-útvarpsins í Nordrhein-Westfalen var í heim- sókn á íslandi í vikunni. Hann las uppúr verkum sínum í þýska bókasafninu og rabbaði um vestur-þýska menningarpólitík. Wolfgang á marga vini í hinum íslenska bókmenntaheimi, - og hafa verið þýdd eftir hann ljóð og leikrit á íslensku. Hann hefur verið frumkvöðull að því að kynna nútímaskáld í Þýskalandi, bæði í útvarpi og er nú ásamt Franz Gíslasyni og Sigurði A. Magnússyni að ganga frá sér- stöku tímariti um íslenska rithöf- unda með sýnishornum úr verk- um þeirra. Wolfgang hefur verið heiðrað- ur margvíslega fyrir leikverk og ljóð. Wolfgang Schiffer er tæp- lega fertugur tveggja barna faðir og býr í Köln. - Ég hef frá því ég var 15 ára strákur haft taugar til íslands segir Wolfgang Schiffer, vestur-þýskur rithöfundur og leiklistarráðunautur í WDR, útvarpsstöðinni í Nordrhein- Westfalen í spjalli við Þjóðvilj- ann. - Ætli það hafi ekki verið róm- antíkin, - víkingarnir. Víst er að þegar ég komst í kynni við ís- lenskar bókmenntir, Eddu, Gíslasögu og loks Halldór Lax- ness þá jókst löngun mín til að Barnabókaverðlaun Tobías tilnefndur Félag skólasafnvarða hefur tilnefntTóbíasar-bækur Magneu frá Kleifum til barna- bókaverðlauna Félags nor- rænna skólasafnvarða sem í ár verða veittöðru sinni. Þetta eru einu norrænu verð- launin til höfunda barnabóka og fékk þau í fyrsta sinn í fyrra sænski rithöfundurinn María Gripe. íslenskir skólasafnverðir tilnefndu þá til verðlauna bókina Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum gaf út fyrstu bók sína rúmlega þrítug árið 1962 og þá „fullorðinsbók“ en er þekktust fyrir ritverk sín ætluð börnum, bækur orðnar alls tíu. Þríleikur- inn um Tobías og félaga er síðasta verk Magneu: Tobías og Tinni (1982), Tobías og vinir hans (1983), Tobías trítillinn minn (1985). f greinargerð með íslensku til- nefningunni segir meðal annars að í Tobíasar-bókunum komi skýrt fram kostir Magneu: við- burðarík frásögn, samtöl á eðli- legu talmáli krydduð fjörlegum hugsunum söguhetjanna, stíllinn myndrænn og nær vel til barna. í bókunum um Tobías sýni Magn- ea mikið næmi og mannþekkingu í persónusköpun, og flytji hollan boðskap um að ríkidæmi sé ekki síst fólgið í náinni samveru við börn. DOTTIR MÍN Enn dansar þú. Setur stút á munninn og sendir mér fingurkoss. Pú veist raunar ekki hve hljóðan ást þín gerir mig hve ég þarfnast hennar, finn hana upp. Enn veist þú fátt: enn dansar þú á þessari deyjandi kúlu. (Franz Gíslason þýddi). kynnast landi og þjóð betur. Sú ósk rættist í kringum áttræðisaf- mæli Halldórs Laxness er ég kom til íslands fyrsta sinn 1982. - Ætlunin var að taka viðtal við skáldið fyrir útvarp og ég fór til þeirra Auðar og Halldórs að Gljúfrasteini. Þar átti ég yndæla stund með þeim hjónum yfir mat og drykk, þar sem við ræddum guð og heiminn. Halldór var ræð- inn og skemmtilegur - en hins vegar brá svo við að þegar ég kveikti á bannsettu segulband- inu, þá átti skáldið ekki annað en einsatkvæðisorð. Þau hjón komu mér í kynni við ágætisfólk hér á landi og síðan hef ég eignast marga vini og bundist menningu þjóðarinnar órjúfandi böndum. - Á alþjóðlegu móti rithöfunda í Köln 1983 hitti ég Úlf Hjörvar. Hann kom mér í kynni við Frans Gíslason sem hefur mikið þýtt, m.a. ljóð eftir mig. Ég er nú í fjórðu heimsókn minni til íslands og er að gera tvennt; annars veg- ar ganga frá sérstöku tímarit- shefti um íslenskar eftirst- ríðsbókmenntir og hins vegar að halda fyrirlestur um menningar- stefnu í Þýskalandi í þýska bóka- safninu, hvar ég mun einnig lesa ljóð eftir mig. Eg hef komið hing- að á vegum Göthe stofnunarinn- ar og útvarpsins og á sjálfs míns vegum auðvitað. Virt bókmennta- tímarit - Ætlunin er að gefa út sýnis- horn af verkum 40-45 íslenskra skálda í þessu tímariti, die horen (grískar gyðjur). Það kemur út fjórum sinnum á ári og hefur komið út í þrjátíu ár. Tímaritið er ekki gefið út í miklu upplagi, en það er virt og til þess er iðulega vitnað. Það er í öllum bók- menntastofnunum, bókasöfnum og víðar, þannig að upplagið sjálft segir ekki alla söguna. - Lögð hefur verið áhersla á að kynna nútíma þýskar bók- menntir, minnast látinna höf- unda og birta sýnishorn af verk- um þeirra - og auk þess hefur verið lögð áhersla á að kynna bókmenntir málsvæða sem ekki hafa verið Þjóðverjum kunn. Þannig hafa verið þemu um holl- enskar bókmenntir, finnskar, sænska ljóðlist o.s.frv. Og nú er komið að íslandi. Við erum að vinna að þessu í félagi, auk mín, þeir Franz Gíslason og Sigurður A. Magnússon. - Die horen, tímaritið fjallar ekki einungis um bókmenntir heldur menningu í víðara sam- hengi. Þar hefur til dæmis verið fjallað um andspyrnu venjulegs fólks gegn Hitlersstjórninni og nasismanum og vann ég að því hefti tímaritsins. Ég vann þetta þema uppúr viðtölum og frásögn- um, sem ég hafði áður flutt í út- varpi. ísland á uppleið - Það er hægt að segja að vegur íslands fari vaxandi í menningar- efnum í Þýskalandi. í WDR- útvarpinu hafa verið flutt sýnis- horn úr leikritum rithöfunda eins og Hrafns Gunnlaugssonar í þýð- ingu Franz Seewald og Jóns Lax- dals, Ólafs Hauks Símonarsonar í þýðingu Sigrúnar Valbergsdóttur og Gudrun Kloek, Halldórs Lax- ness í þýðingu Franz Seebald og í júní verður flutt verk eftir Odd Björnsson í þýðingu Hubert Seel- ow. Og á næstunni mun verða flutt erindi Jóns Viðars kollega míns um íslenska leikritun. - Nú háttar þannig til, að milli útvarpsstöðvanna í landinu er mikið samstarf og eru slík verk endurflutt í öðrum útvarpsstöðv- um oft og iðulega. Þessum ís- lensku sýnishornum hefur verið afar vel tekið. - íslenskir rithöfundar eru ekki vel þekktir í Þýskalandi, nema Halldór Laxness. Þýðinga á verk- um hans er ævinlega beðið með eftirvæntingu. Þó má segja að Halldór hafi verið óheppinn með útgáfufyrirtæki. Hann hefur ekki haft fast útgáfufyrirtæki og fastan þýðanda, þannig að þýðingarnar eru mjög misgóðar. Þó skín snilldin alltaf í gegn. Gerjun í útvarpi - í sambandslýðveldinu eru 11 útvarpsstöðvar reknar af við- komandi löndum. Nú er að ganga þar í garð sú breyting, að einka- aðiljum er gefið tækifæri til að reka útvarpsstöðvar og hafa þær sumar hverjar hafið starfsemi. Yfirleitt er þar allt á sömu bók, - þessar stöðvar flytja látlaust popp með auglýsingum á milli. - Stjórnendur útvarpsstöðv- anna hafa brugðist rangt við að mínu mati. Þeir hafa lagt áherslu á að flytja meira léttmeti í stað þess að verða metnaðarfyllri við dagskrárgerð. Auðvitað töpum við hlustendum en við eigum að gera betur við þá sem verða eftir, vera metnaðarfyllri. - í Nordrhein-Westfalen höf- um við hjá WDRfjórarrásir, sem útvarpa mismunandi efni. Lögin heimila auglýsingar en enn hefur ekki verið lagt út á þá braut. Ef það verður gert, þá er víst að að- eins einni rás verður heimilað að flytja auglýsingar. f landinu eru 17 miljónir íbúa og allt að 60% hlusta daglega á einhverja rásina frá þessari útvarpsstöð. Það er nokkur spenna milli stjórnenda útvarpsstöðvanna og starfs- manna þeirra af þeirri ástæðu sem ég áðan nefndi. Starfsmenn vilja ítarlegri upplýsingar og meira menningarefni, en stjórn- endurnir vilja léttmetið - aðal- lega af ótta við nýju auglýsingast- öðvarnar í einkaeign. Reynslan er sú að þessar nýju stöðvar eru í eigu voldugra auðhringa sem koma nálægt útgáfu á dagblöðum og tímaritum. - Þessar fjórar rásir WDR (West Deutche-Rundfunk) skiptast þannig að á 1. rás eru dálitlar upplýsingar og fréttir, - á 3. rás eru svo ítarlegar upplýsing- ar, bakgrunnur og menningarefni og á 4. rás, sem nýtur vaxandi vinsælda, er stílað á íhaldsamt miðaldra og eldra fólk, með óp- erum, þýskum slögurum og engu „þungu“ efni. Einokun í menningarefnum - Þýskir rithöfundar og lista- menn eiga ekki sjö dagana sæla í heimalandi sínu. Þar er mjög flókið kerfi sjálfsbjargar og fjöldi rithöfunda lifir undir eðlilegum tilvistarmörkum fólks á Vestur- löndum. Ástæðan er sú að ekkert opinbert kerfi er til sem tryggir listamönnum lífsviðurværi og fyrir rithöfunda hefur þróunin orðið á verri veg undanfarin ár. - Markaðurinn er harður. í öllu Sambandslýðveldinu eru um 2000 útgáfufyrirtæki, - en um 2% þessara fyrirtækja hafa um 50% veltunnar, - og sömu sögu er að segja um bókaverslanir. Þær eru um 6000 talsins í öllu lýðveldinu en um 2% þeirra ráða yfir 30% veltunnar. - Kerfið er þannig, að rithöf- undar fá verðlaun frá borgum, sveitarfélögum og stofnunum sem ná til alls landsins. Áður voru þessi verðlaun oft veitt efni- legum lítt þekktum rithöfundum, en í seinni tíð hefur borið meira á því, að viðkomandi borg hefur notað þetta tilefni til að heiðra sjálfa sig, - og þekktari rithöf- undar, sem hafa haft það gott fyrir fá verðlaunin. Svipaða sögu er að segja af þeirri viðleitni sem var fyrir hendi um að styrkja bókaútgáfur til að gefa út verk minna þekktra höfunda, sem fyrirfram væru ekki líklegir til mikillar sölu. Úr slíkri útgáfu hef- ur mjög dregið að mínu mati. - Ljóð eru ekki mikið lesin í samanburði við ísland. Það þykir gott ef ljóðabók er gefin út í 1000 eintökum og seljist í 500-600 ein- tökum. En það verður sífellt sjaldgæfara að útgáfufyrirtæki fari útí slíkt ævintýri. Valkostir - Þetta ásamt með kreppunni hefur leitt til þess að valkosta út- gáfur hafa sprottið upp og rithöf- undar vinna meira sjálfir að þeirri hlið framleiðslunnar. Til marks um blómann í þessari grasrótar- útgáfu má nefna, að samhliða hinni alþjóðlegu Frankfurtar- bókamessu er nú haldin messa samhliða, þar sem bækur minna þekktra forlaga eru til sýnis. - Einkaútvarpsstöðvarnar og kapalvæðingin í sjónvarpi sem framkvæmd er í Þýskalandi, 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1986 Jgnúarbœkur Samheitin í öðru sœti Sú nýlunda er nú upp tekin af bókaútgefendum og Kaupþingi að kanna bóksölu hvers mánaðar og ekki bara vertíðarsölu fyrir jólin. í sölukönnun fyrirjanúar reyndist barnabókin Þú áttgottEinarÁskelleftirGun- illu Bergström hafa selst mest, og í öðru sæti er hin gagnmerka Samheitaoröabók í ritstjórn Svavars Sig- mundssonar. Þá koma bækurnar Sextán ára í sambúð (Eðvarð Ingólfs- son) sem best rann út fyrir jól, Gunnhildur og Glói Guðrún- ar Helgadóttur, Pönnukökutertan eftir Sven Nordqvist og Sóla, Sóla Guðlaugs Arasonar. Á sérlista barnabóka eru auk Einars Áskels, Gunnhildar og Glóa og Pönnukökutertunnar Klukkubókin (Vilbergur Júlíusson) og Blómin áþakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardótt- ur. Auk Sextán ára eru á lista um unglingabækur Hryllings- höllin og Tímavélin eftir Georges Chaulet, Bara stcelar Eð- varðs Ingólfssonar og nýjasta teiknimyndabókin um Sval og Val. Af ævisögum og viðtalsbókum ber hæst Lífssögu Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur. Þá kemur Vilmundarbókin Lög- legt en siðlaust, síðan Á ystu nö/eftir Shirley Maclaine, Anna frá Suðurey Arildar Mikkelsen og bók Eltnar Pálmadóttur um Gerði myndhöggvara. Sóla, Sóla stendur sig best íslenskra skáldsagna, þar á eftir Skilningstréð Sigurðar A., Sagan ölleftir Pétur Gunnarsson, Eldur og regn Vigdísar Grímsdóttur og Þórarinn Eldjárn með Margsögu. Þýddar sögur: Stúlkan á bláa hjólinu (Régine Deforges), Vegur ástarinnar (Danielle Steel), Trölleykið (Desmond Bagley), Komissarinn (Svel Hasel), Olíubylgjan blakka (Hammond Innes). Af bókum sem ekki verða settar í þessa flokka er efst á lista íslensk samheitaorðabók, þá íslenska lyfjabókin, svo sjálfar íslendinga sögur Svarts á hvítu, fyrra bindi. Þarnæst Stríð fyrir ströndum Þórs Whitehead og loks kennslubók Alexöndru Penny um Hvernig elska á karlmann. Wolfgang Schiffer. Ljósm.: Einar. hvort sem fólk vill eða ekki, kall- ar á ný viðbrögð að mínu mati. - Rithöfundar neyðast til að krefjast þess að taka þátt í þess- um miðlum. Þeir eiga hvarvetna að vinna að gerð sjónvarpsefnis og útvarpsefnis. Öðruvísi gengur þetta ekki upp. Og við sem erum starfsmenn þessara útvarps- stöðva, bæði opinberra og ann- arra, eigum auðvitað að vinna að þessu. Þetta þýðir bæði bættan hag rithöfunda sem og mun betri útvarps og sjónvarpsdagskrá. - I Þýskalandi hefur síðustu misseri borið nokkuð á „skrifandi hreyfingu", þ.e. að fólk úr ýms- um þjóðfélagshópum taki til við skriftir. Þetta er að sjálfsögðu mjög ánægjulegt að fólk almennt skuli taka upp tjáningarmiðilinn, - en engu að síður hefur þetta haft vissar neikvæðar afleiðingar fyrir „alvöru" rithöfunda ef svo má að orði komast. Þeir eiga erf- iðara en áður með að ná í gegn. - Meðal þess markverðasta sem er að gerast í baráttu rithöf- unda fyrir bættum kjörum og við- spyrnu þeirra gagnvart ásókn léttmetisins er stofnun gríðarlega stórs verkalýðssambands fólks sem vinnur við og í tengslum við fjölmiðla, leikhús o.s.frv. í þessu sambandi verða rithöfundar, blaðamenn, fréttamenn, starfs- menn útvarps- og sjónvarps- stöðva, prentarar, leikarar og margir fleiri. Þetta verkalýðs- samband verður sett saman úr mörgum smærri verkalýðsfé- lögum og eru allir á einu máli um að það verði þessari menningar- baráttu mjög til styrktar. - Nei, rithöfundar eiga ekki að vera hræddir við nýju tæknina og þá möguleika sem hún opnar þeim. Þeir eiga þvert á móti að krefjast þátttökunnar. Rithö- fundar spara fyrir þjóðarbúið. í gegnum útvarp og sjónvarp er hægt að ná til miklu fleiri - og spara þannig kostnað á menning- arstarfsemi miðað við höfðatölu. Eitt lítið dæmi. Ef útvarpsleikrit er flutt í WDR má reikna með að 1% íbúanna hlusti á það. í Nordr- hein Westfalen eru 17 miljónir íbúa, - eða 170 þúsund hlustend- ur útvarpsleikritsins. Það kostar máske 20 þúsund mörk í flutn- ingi. Til að ná til jafn margra áhorfenda í leikhúsi sem borgin Köln kostar, þarf allt að 500 sýn- ingum. Verðið er margfalt hærra. Leikhúsið þarf að sjálfsögðu að vera áfram og að vera stutt af op- inberu fé, - en það þarf að breyta viðhorfi til útvarps- og sjónvarps- leikritunar. Á hana hefur of oft verið litið sem hornreku. Nei, rit- höfundar eiga að leggja meiri áherslu á útvarp og sjónvarp, sagði Wolfgang Schiffer íslands- vin og skáld að lokum. -óg Heilagt-skáhallt Tónleikar Martins Berkofsky Pianó Sónötur eftir Beethoven, Schu- mann, Liszt Kirkjuhvoli, Garðabæ Miðvikudag 12.2. Sá undramaður, Martin Berk- ofsky, sat við Steinwayinn á Kirkjuhvoli í Garðabæ á miðvik- udagskvöldið var og lék inn aura fyrir Listasjóð Tónlistarskóla Garðabæjar. Síðast þegar hann var í fréttunum hafði hann gefið út Liszt-plötu, til styrktar ís- lensku Tónlistarhúsi, svo það virðist vera árátta hans að leika hér í góðgerðaskyni. Við þökkum. Það var „stórskrýtinn" Beet- hoven sem hann byrjaði á þarna í Garðabæ (op 10 nr. 2), annan eins hefur maður varla heyrt um árabil, kannski ekki síðan í frum- bernsku. Ætli Beethoven hafi ekki leikið þetta svona sjálfur? Duttlungafullur, viðkvæmur, sterkur og elskulegur. Sögur herma reyndar að Beethoven hafi á þeim aldri sem hann samdi þessar sónötur op 10 verið slíkur stórpíanisti hvað snerti tækni og tilfinningaorku, að venjulegir labbakútar hafi laumast heim í miðju kafi á konsertum hjá hon- um og aldrei sést framar. Það laumaðist enginn út þarna, svo þetta hefur verið úrvalslið, en því miður varla nema svona 80-90 manns. Já Berkofsky hefur svoleiðis tækni...og músíkvilja og innsýn, sem gerir menn kannski feimna. Eða lotningarfulla. Suma eflaust fjandsamlega. Eflaust finnst fleiri en einum ýmislegt vafasamt í túlkun hans og furðulegt. Hann leikur Beethoven fyrst og fremst sem 19du aldar „virtúósmúsík" (þó innan strangra klassískra marka), músík sem er samin fyrir velsmíðað og sterkt fortepíanó og af manni sem er klár á öfgum tím- ans, andstyggð hans og fegurð. Þrátt fyrir, eða öllum fremur, vegna, rómantískrar afstöðu, verður Beethoven „nútímamús- ík“ í höndum Berkofskys. Sama má segja um Schumann- sónötuna (op 22 í g moll). Kann- ski er hún frá einhverjum bæjar- dyrum séð lakari í formi, ekki eins markviss í hugsanaferli og Beethoven. Hvað er það nú? I öllu falli gerði Berkofsky hana að hárfínu og beinskeyttu drama með sinni ofstækni og krafti. En þó kraftur og tækni Berkof- skys eigi sér fáar hliðstæður, þá er lýrikkin, yfirvegaður söngur lag- línu og hljóms ekki síður hans sterka hlið. Það heyrði maður svo sannarlega í Schumann, en þó fyrst og fremst í Liszt. H-mollsónata Liszts er kapítuli fyrir sig í píanóbókmenntum heimsins. Form hennarog tilfinn- ingasvið er svo stórt og flókið, að í höndunum á venjulegum, fingrafimum barningsmönnum (og þeir slá sér oft upp á henni) er hún stundum stórhlægilegt melo- drama a la Mascagni-Leon- cavallo í próvinsleikhúsi. Hjá Berkofsky var að vísu ofsinn yfir- gnæfandi. En á milli komu svo blíðir kaflar, uppfullir með töfr- andi mjúkum söng. Uppbygging- in að lokaátökum „fúgatokafl- ans“ og öllu sem honum fylgir var yfirþyrmandi, allar raddir og flækjur stjörnuskýrt víravirki. Heilagt. Hvað dregur annars svona ævintýravirtúós, sem er skáhallur við flest sem hér er í viðjum van- ans, að fslandi? Hann er vita- vörður á Garðskaga og kennir er mér sagt hálfgerðum byrjendum tuttugu tíma á viku í Garðabæn- um. Er ísland svona dásamlegt? Víst er það „undur veraldar‘% en einhvernveginn finnst mér þetta sýna manni enn einu sinni hvað Guð almáttugur er magnaður grínisti, og í stöðugu stuði. LÞ Martin Berkofsky, vitavörður, vélhjólafari og píanisti. Borgarspítalinn V og Rauði kross íslands efna til sjúkraflutninganámskeiös dagana 7.-18. apríl nk. Kennsla fer að mestu fram í Borgarspítalanum frá kl. 08-17 daglega, en eftir þaö gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgarspítalans og Slökkvistöö Reykjavíkur. Umsækjendur skulu starfa viö sjúkraflutninga. Námskeiösgjald er kr. 11.000.- Innritun og nánari upplýsingarveröaveittaráaðalskrifstofu RKÍ, Nóatúni 21, Rvík. s. 91-26722. (HólmfríðureðaÁsgerður). Umsóknarfresturertil 1. apríl nk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.