Þjóðviljinn - 15.02.1986, Page 12
DÆGURMAL
... tveim árum áður, tyrir hugarfars-
og útlitsbreytingu.
Vincent Crane hefur ekki látið
skerða hár sitt, eða réttar sagt haldið
sömu síddinni allan sinn feril í rokk-
inu. Hann hefur þó fengið sér nokkrar
bylgjur til málamiðlunar við Kevin.
Vincent er fæddur í Reading í Eng-
landi 21. maí 1943 og er menntaður á
klassíska vísu í orgel- og píanóleik.
Þá hefur hann ekki ósnotra söng-
rödd, eins og heyra má á Atomic Ro-
oster plötunni In the Hearing of...
Dexy’s Midnight Runners
Rólegir
Spíttarar
Dexy’s Midnight Runners - klippt, skorin og snyrt: Kevin Rowland söngvari, Billy Adams, gítar og bakraddir, Nicky
Gatfield, saxófónn og bakraddir, Helen O’Hara, fiðla og bakraddir...
Dexy’s Midnight Runners er
skrýtin hljómsveit... kannski
væri réttara aö kalla hana
regnhlífasamtök, eins og
Helgi söngvari Grafíkur hefur
kallað þaö ástand sinnar
hljómsveitar að vera tríó sem
fær sér til spils og ráðagerðar
viðbótarmúsikanta. Dexy’s
var á Comeon Eileen árun-
um 10 manna band, en er nú
samkvæmt mynd á albúmi
sinnar nýjustu plötu Don’t
stand me down, sem út kom í
fyrra, orðið kvartett. Og þó, á
textablaðinu er mynd af sex
manns (fyrrnefndir 4 + 2) og
þar að auki koma 9 manns við
hljóðfæraleiktil aðstoðar
kjarnanum.
Kjarni Dexy’s er Birmingham-
geir og kó, eru hvorki vandræða-
legir né klénir að inntaki, enda
Valli staffírugur geimfari í orða-
leit og textasmíð.
En fólki leikur kannski forvitni
á að vita hvaða lög eru á hinni
hliðinni? Gott og vel. Þar er að
finna lög gömul og góð sem
eitthvað voða lítillega hefur verið
fiktað við; lagið um djassgeggjar-
ana og Búkalú og svo fjórir góð-
kunningjar úr áðurnefndri gam-
anmynd, þ.á m. Taktu til við að
tvista, en sá texti er hreinasta lím-
onaði og mun vonandi lengi
renna um kverkar komandi kyn-
slóða... nú, ef ekki hér í geimi þá
bara á víðáttubrjáluðu sviði Astr-
alplansins góða.
-9
pilturinn Kevin Rowland, sem
stofnaði sveitina árið 1978, en
hafði áður verið í hljómsveitum
sem báru nöfnin Lucy and the Lo-
vers og The Killjoys. Útgangur-
inn á Dexy’s Midnight Runners
var nokkuð í stíl við nafnið, sem
þýðir svona sirkabát Miðnætur-
hlauparar á spítti, en Dexy er
stytting á dexydrine, sem er örv-
andi efni. Nú eru hins vegar aðrir
tímar og Kevin karlinn ekur segl-
um eftir vindi - hefur bæði skipt
um skoðun og klæðaburð á öllu
heila-genginu í íhaldsátt. Ekki
hefur honum þó tekist að aka
Vincent gamla Crane til rakar-
ans, enda hefðu slík undur varla
vitað á gott að mati bítlarokk-
hippa. Vincent þessi sem nú er
sestur við píanóið hjá Dexy’s festi
sig á síður rokkmannkynssög-
unnar þegar hann samdi lagið
Fire á tíð sinni sem orgelleikari
með hljómsveitinni Crazy World
of Arthur Brown árið 1968. 1970
stofnaði hann Atomic Rooster
með trommaranum Carl Palmer
sem nú spilar með Asiu en var í
Crazy World og Emerson, Lake
og Palmer sitt hvorumegin við
Atomic Rooster.
Ég byrjaði á að segja að Dexy’s
væri skrýtin sveit, og stend við
það enn. Ég held hún hafi ekki
gefið út nema 3 breiðskífur og
varð sú í miðið, Too-Rye-Ay
(1982), ansi vinsæl og þá einkum
lagið góða Come on EAleen. Þaö
vakti því furðu mína að heyra
hversu hræðilega léleg hljómsveit
Dexy’s reyndist vera á vídeóupp-
töku af hljómleikum með þeim
anno 1983. Sérstaklega var söng-
ur Kevins hræðilegur, bæði falsk-
ur og leiðinlegur. En eitthvað
hefur mannfjandinn til að bera,
því að þessi nýja plata, sem er
hans hugarsmíð að mestu, er al-
veg þrælnotaleg. Ekki það að
hann sé eitthvað betri söngvari,
en tæknin er náttúrulega notuð til
að lyfta honum á rétta tóna og
þegar því er náð er röddin hin
þægilegasta. Músikin er eins og
áður einskonar blanda af popp-
rokki og sálarmúsik með írskri
þjóðlagaáferð, sem stafar m.a. af
fiðluspilinu hennar Helenu
O’Hara. Platan virkar mjög lif-
andi og samfléttuð bæði með
rabbi og ljúfu músíkflæði, og
nostalgían í upprifjun Kevins á
liðnum tíma er afslöppuð og
sannfærandi á frásagnarmáta
hans, enda þótt honum skjótist í
tímasetningu gamalla hittlaga
sem hann telur upp. En ekki er ég
sammála honum um að fólk eigi
að loka augunum fyrir eða ekki
að skipta sér af vandamálum ann-
arsstaðar en heimafyrir.
Sést hefur í skrifum um plötu
þessa að fólk veltir fyrir sér hvort
Kevin sé algjör snilli eða jafnvel
þveröfugt. Eins og sést af ofan-
skráðu álít ég hann tækifæris-
sinna, sem ætlar sér sess í dægur-
lagatónlistarsögunni. En hann er
líka sniðugur strákur, sem sést
best á því að maður skuli falla
fyrir þessari hljómplötu hans
þrátt fyrir ærna fordóma í hans
garð. En snillingur er samt of
stórt orð fyrir hann að rísa undir.
A
Stuðmenn
Obrigóul
töíraformúla
Ég skal koma mér beint að
efninu: Stuðmenn eru snillar,
(mega þeir kannski ekki við
þessu??). Þaðerengin
slembilukka að þessir stuðfýr-
ar skipa vinsælustu hljóm-
sveit landsins, sei sei nei.
Þessi töfraformúla, Egill,
Valgeir, Jakob, Ragnhildur,
Þórður, Tómas og Asgeir,
bætiralltaf, hressirog kætir
meltinguna, hvað svosem
bramboltiðer.
Plata þeirra í góðu geimi er
velkomin fyrir þær sakir fremst
og fyrst að þar er að finna „af-
ganginn” úr söng og
skemmtimyndinni Með allt á
hreinu. Þrjú lög úr myndinni,
Grikkir, Orlög mín og Úfó,
ásamt þrem „nýjum“, þ.e. áður
óútgefnum, Segðu mér satt, eftir
Valgeir, Ég vildi að ég væri, eftir
Röggu og Valgeir, fyrsta lag
hennar með og fyrir hljóm-
sveitina, gott og nokkuð spes lag
eftir Kobba sem Ragga syngur á
alvöru frönsku í fyrsta sinn. En
textahöfundur skrifar sig undir
dulnefni: Victor Nossláp. Fólki
til ómældrar skemmtunar má það
geta þessa gátu á eigin spýtur
með eina vísbendingu í vasanum
þó: eftirnafn Victors má lesa á
bak aftur og er þá hálfur sigur
unninn... (skemmtilegt?). Þess
skal þó getið svo ekki örli á
neinum misskilningi að hér fer
mektarmaður og stórskáld í
Ljónsmerkinu.
Hvað um það. Þessi hálfnýja
plata dekurbarna þjóðarinnar er
að sjálfsögðu engin vanskap-
lingur og virðist manni lengi síga í
koðrann á körlunum. Og alltaf
má gamna sér við texta eftir Val-