Þjóðviljinn - 15.02.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 15.02.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Filippseyjar Kirkjuleiötogar fordæma Biskupar segja kosningarnar svik sem eigi sér enga hliðstœðu Manila - Kirkjuleiðtogar á Fil- ippseyjum kölluðu kosning- London Prentarar féflettir af dómstólum London - Dómstóli í London dæmdi annað stærsta stétt- arfélag prentara á Bretlandi, NGA í 25 þúsund punda sekt fyrir að virða boð réttarins að engu í deilu prentara við breska blaðakónginn Rubert Murdoch. Prentarar hafa undanfarið reynt að koma í veg fyrir að Mur- doch geti gefið út blöð sín, The Sunday Times, The Sun og News of the World, án þess að nota prentara sem eru í stéttarfélagi prentara á Bretlandi. Fyrr í þessari viku skipaði dómstóll í London svo fyrir að verkfallssjóður prentara skyldi gerður upptækur. í sjóðnum eru 17 milljónir punda. Dómstóllinn úrskurðaði á þennan veg vegna þess, að hann taldi að prentarar vanvirtu dómstólinn. Stærsta prentarafélagið, SOGAT var í síðustu viku dæmt í sömu sekt og NGA. Þessi félög stóðu í fyrra- kvöld fyrir mestu verkfallsvörslu sem fram hefur farið um langt skeið. Rúmlega 40 manns voru handteknir fyrir utan verksmiðju Murdochs í austurhluta London þar sem hann lætur prenta blöð sín. Um það bil 3000 verkfalls- verðir höfðu safnast saman til þess að styðja málstað 6000 fé- laga í SOGAT og NGA sem gengu úr starfi sínu í síðasta mán- uði. Murdoch hafði svarað því með því að reka þá alla. Flann lætur nú prenta blöðin í Skotlandi auk verksmiðjunnar í Austur- London og notast við rafvirkja. Forsætisráðherrann Margrét Thatcher hefur hvatt Murdoch til þess að nota sér dómstólana til þess að ný lög um verkalýðsfélög verði virt. í þessum lögum segir að þeir sem ekki eru í verkfalli sé bannað að fara í samúðarverk- fall. arnar á Filippseyjum svik sem ættu sér enga hliðstæðu. Þeir sögðu að kosningarnar hefðu einkennst af morðum, herm- darverkum og þvingunum. „Ríkisstjórn sem tekur völd eða heldur völdum eftir slíkar kosningar hefur engan sið- ferðilegan grundvöll að byggja á“, sagði í tilkynningunni sem þing kaþólskra biskupa sendi frá sér í gær. Þeir gáfu út þessa yfirlýsingu um svipað leyti og þingið var um það bil að fresta talningu atkvæða enn einu sinni. Þá höfðu verið talin atkvæði í 136 af 140 kosn- ingamiðstöðvum í landinu og sagði þingnefndin sem sá um talninguna að Marcos væri kom- inn með 10,184,710 atkvæði en Aquino var sögð með 8,731,999 atkvæði. Þegar þingið var að hætta taln- ingu lenti andstæðum fylkingum saman fyrir utan þinghúsið. Vitni sögðu að minnsta kosti 10 manns hafi særst þegar hundrað stuðn- ingsmenn Aquinos og mun fleiri stuðningsmenn Marcosar börð- ust með trékylfum og steinum í um það bil 30 mínútur. Óeirðal- ögregla sem stödd var fyrir utan þinghúsið skarst ekki í leikinn. Þar sem fastlega er búist við því að Marcos verði lýstur sigurveg- ari kosninganna, er talið líklegt að ólgan brjótist upp á yfirborð- ið. Aquino hefur sagt að hún París - Afríkuríkið Chad hefur beðið Frakkland að senda her- sveitir til landsins eftir að bar- dagar hófust að nýju milli stjórnarhersins og skæruiiða sem studdir eru af Lýbíu. Varnarmálaráðherra Frakk- lands, Paul Quiles, fór til Chad í gær og ræddi við forseta landsins, Hissene Habre. Franska stjórnin er nú í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að ákveða hvort hún á að senda franskt herlið aftur til muni skipuleggja óhlýðniherferð víða um landið ef hún verður ekki lýstur sigurvegari. Búist var við Chad og taka þátt í borgarstyrj- öldinni þar í landi en þeir drógu herlið sitt úr landinu fyrir tveimur árum. Borgarastyrjöídin í Chad hefur nú staðið í tuttugu ár. Chad er fyrrverandi nýlenda Frakka og þeir hafa haft náið hernaðarlegt samband við Chad en það hefur þó ekki falið í sér að Frakkar sendu þangað herlið af minnsta tilefni. Útvarpsstöð stjórnvalda í Chad sagði í gær að Lýbía hefði því að kirkjuleiðtogarnir myndu minnast á þessa herferð í yfirlýs- ingu sinni en svo varð ekki. hafið sókn á nýjum vígstöðvum, 300 km norðaustur af höfuðborg- inni, N'Djamena. Franskar her- sveitir voru sendar til Chad sumarið 1983 en drógu sig þaðan burt eftir að gerður hafði verið samningur við Lýbíu sem frönsk stjórnvöld segja nú að Lýbía hafi rofið. Fréttaskýrendur segja að Frakkar hafi þegar aukið hernað- araðstoð sína við stjórnvöld í Chad vegnabardaga þar í landi. - Marcos brenndur. Reiðin gegn forsetanum magnast. Chad Biður Frakka um herlið Skœruliðar sœkja stíftfram með aðstoð Lýbíumanna Portúgal Forsetakosningar á morgun Tvísýnustu kosningar ísögu Portúgals Oporto - Síðari hluti forseta- kosninganna í Portúgal verður á sunnudaginn og kosninga- baráttunni lauk t gær. Fram- bjóöendurnir tveir, sósíalist- inn Mario Soares og hægri sinninn Diege Fretas Do Amar- al, héldu sína síðustu stóru kosningafundi í gær. Kosningarnar á sunnudaginn verða þær tvísýnustu í sögu Port- úgals. Fyrri hluti kosninganna var hinn 26. síðasta mánaðar og þá féllu tveir vinstri sinnaðir frambjóðendur. f þeim hluta kosninganna fékk Soares aðeins 25% atkvæðanna en Amaral fékk hins vegar 46% Nú hafa þeir sem fylgdu þeim er duttu út hins vegar ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /n rnirn HJÖRLEIFSSON K t U! t K fylkt sér um Soares og ómögulegt er að spá um úrslit. Soares sem er 61 árs og hefur þrisvar verið kjörinn forsætisráð- herra, á mestu fylgi að fagna í suðurhluta landsins þar sem kommúnistar hallir undir Sovét- ríkin ráða mestu, en hann hefur einnig mikið fylgi í hinum þétt- býlu iðnaðarhéruðum. Amaral sækir hinsvegar fylgi sitt til Lissa- bon, Oporto og norðurhluta landsins þar sem kaþólskir og íhaldssemin ríkir. Soares hefur sakað Amaral um að ætla sér að færa landið aftur í tímann til öfgasinnaðrar hægri stefnu í líkingu við það sem var á einræðistímum fyrir 1974. Hann gagnrýndi einnig forsætisráð- herrann, Anibal Cavaco Silva, fyrir að lýsa yfir fullum stuðningi við Amaral. Cavaco Silva, mætti á síðasta fund Amarals í Oporto. Þar sagði hann m.a. að sigur So- aresar gæti ógnað hinni þriggja - Hægri maðurinn Amaral, hefur fengið stuðning núverandi forsætis- ráðherra. mánaða gömlu minnihlutastjórn hans. Soares hefur hins vegar sagtað hann muni styðja stjórn- ina ef hann vinnur, svo lengi sem hún hefur stuðning þingsins. Lögin í Portúgal kveða svo á um að forsetinn hafi rétt til að setja stjórnina frá völdum í viss- um tilfellum en hann má ekki móta eigin stefnu. Soares hefur - Fyrrverandi forsætisráðherrann, Soares varar við hættu frá hægri. sagt að hann sé sá frambjóðandi sem tryggt getur frið í þjóðfé- laginu. Kosningaáróður er bannaður á morgun samkvæmt portúgalskri hefð, laugardaginn á fólk að hafa til að hugsa sig um, hvern það vill fá í stað fráfarandi forseta, hers- höfðingjans Antonio Ramalho Eanes. Laugardagur 15. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Bretland Tatcher á fallanda fæti London - Vinsældir Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafa snarminnkað í Bretlandi að undanförnu og hafa ekki verið minni síðan fyrir Falklandseyjastríðið, árið 1982. Þessar eru niðurstöðurnar úr skoðanakönnun sem Gallup- stofnunin gerði að ósk breskra dagblaðsins Daily Telegraph. Könnunin sýndi að 67% aðspurð- ra voru óánægðir með Thatcher og aðeins 29% þeirra voru ánægðir með störf hennar. Könnunin leiddi einnig í ljós að 72% aðspurðra töldu að Ihalds- flokkurinn væru margklofin samtök. Þegar fólk var spurt hvaða flokk það myndi kjósa ef kosið væri á morgun voru 35,5% á bandi Verkamannaflokksins, 33,5% fylgdu Bandalagi frjáls- lyndra og jafnaðarmanna en að- eins 29,5% fylgdu íhaldsflok- knum að málum. Það sem einna helst hefur dregið úr vinsældum Thatchers og stjórnar hennar að undan- förnu er Westland málið. Filippseyjar Kjósa froskar Marcos? Manila - Kosningasvindlinu á Filippseyjum virðast engin takmörk sett. Nú virðist sem froskar hafi kosið í kosningun- um, á Froskaeyjum sem er lítill eyjaklasi á sunnanverðum Fil- ippseyjum. Talsmaður stjórnarandstöð- unnar sagði í gær að frá þessum eyjum hefðu borist 1125 atkvæði, öll stíluð á Marcos. Það eru hins vegar aðeins skráðir 588 sem mega kjósa á þessum eyjum. „Afgangurinn hlýtur að hafa ver- ið froskar“, sagði talsmaðurinn. IH/reuter Veður Vetrar- hörkur í Evrópu Vín - Miklar vetrarhörkur hafa ríkt undanfarið á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Talið er að þrettán manns hafi farist í umferðarslysum í Austurríki um síðustu helgi og fjórir á Bretlandseyjum. í fréttum frá París segir að sex manns hafi farist á síðustu tveimur sólarhringum vegna mikilla kulda. Mikið fannfergi hefur verið undanfarna daga í Austurríki og Ungverjalandi. Á landamærun- um berast fregnir um að snjórinn sé orðinn tveggja metra þykkur. Við Miðjarðarhafið hvarf þyrla úr franska sjóhernum í snjó- stormi með fjórtán manns innan- borðs. Þyrlan var á leið til Kors- íku og hafnarvörður í Ajaccio, höfuðborg Korsíkur sagði að litl- ar líkur væru á því að nokkrir ef- tirlifendur fyndust vegna óveð- ursins. Um það bil 200 ökutæki lentu í árekstri í þremur umferðarslys- um á hraðbrautum. Mikil og köld þoka hefur verið víða um Bret- landseyjar og á nokkrum stöðum hefur verið mesti kuldi sem mælst hefur í 40 ár.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.