Þjóðviljinn - 15.02.1986, Blaðsíða 15
Jj Hafnarfjörður -
-— einbýlishúsalóðir
Hafnarfjaröarbær hefur til úthlutunar lóðir í Set-
bergi. Um er aö ræöa 35-^40 lóöir, einkum fyrir
einbýlishús. Lóðirnareru þegar byggingarhæfar.
Nánari upplýsingar veröa veittar á skrifstofu
bæjarverkfræöings, Strandgötu 6, þ.m.t. um
gatnagerðargjöld, upptökugjöld, byggingarskil-
mála o.fl.
Vakin er athygli á því aö lóðarhafar geta nú greitt
gatnageröargjaldi og upptökugjald meö skulda-
bréfum til fjögurra ára.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyöu-
blööum, sem þar fást, eigi síðar en 12. mars nk.
Bæjarverkfræðingur.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í NORÐAUSTUR-
VEG FRÁ RAUFARHÖFN AÐ HÓLSÁ:
Helstu magntölur:
Lengd.....................................3,5 km
Fyllingar..............................25.800 m3
Burðarlag............................. 10.500 m3
Brú á Deildará............................6.0 m
Öllu verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 1986.
Byggingu brúar á Deildará skal að fullu lokið eigi síðar en 20.
júní 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Miðhúsa-
vegi 1,600 Akureyri og Borgartúni 5, 105 Reykjavík frá og
með 17. febrúar 1986.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 3. mars 1986.
Vegamálastjóri
SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA
SAUÐÁRKRÓKI
Hjúkrunarfræðingar
Á sjúkrahúsi Skagfiröinga eru eftirtaldar
stööur lausar til umsóknar nú þegar.
Staöa hjúkrunardeildarstjóra á nýrri 28
rúma hjúkrunardeild. Æskilegt aö viökom-
andi hafi sérnám eöa starfsreynslu í öldrun-
arhjúkrun og geti hafiö störf sem fyrst.
Stöður hjúkrunarfræðinga á sömu deild.
Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu
hjúkrunarforstjóra fyrir 1. mars 1986. Allar
nánari upplýsingar um launakjör, húsnæöi
og annaö veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-
5270.
Stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Hjúkrunarframkvæmdastjóra við Heimahjúkrun.
Hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliða á dag og næturvaktir.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur, í síma 22400.
Deildarmeinatækni í fullt starf á rannsóknastofu Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur.
Upplýsingargefurframkvæmdastjóri heilsugæslustöðvaí
síma 22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík-
urborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknar-
eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 mánudaginn 3. mars
n.k.
Borgarráð
Alþýðu-
leikhús
fær 130 þús.
Borgarráð samþykkti nýlega
að Alþýðuleikhúsið fengi auka-
fjárveitingu frá borginni að upp-
hæð 130 þúsund krónur. Astæö-
an fyrir því að leikhúsið fær nú
aukafjárveitingu er sú að ekki
tókst að koma beiðni þess inn á
fj árlög þar sem hún barst of seint.
Alþýðuleikhúsið hefur sem
kunnugt er verið á hrakhólum
með húsnæði um langan tíma og
átt í nokkrum rekstrarerfið-
leikum.
-gg
Skipadeild
Vikulegar
siglingar
til Evrópuhafna
Skipadeild SÍS er nú að hefja
vikulegar siglingar til allra helstu
viðskiptahafna íslendinga á
Norðurlöndum, meginlandi Evr-
ópu og Englandi.
Að sögn Ómars Jóhannssonar
framkvæmdastjóra er tilgangur-
inn sá, að bæta með þessu þjón-
ustu við íslenska inn- og útflytj-
endur og er beint og eðlilegt
framhald af því, að veruleg
aukning hefur að undanförnu
orðið á flutningum Skipadeildar
á almennri stykkjavöru. Væri hér
stigið stórt skref til þess að bæta
þjónustu við viðskiptavini
deildarinnar.
-mhg
Alþingi
19 nýir
ríkisborgarar
Lagt hefur verið fram á alþingi
frumvarp um að veita 19
mönnum íslenskan ríkisborgara-
rétt. I hópnum eru 8 konur og 11
karlar frá öllum heimsins horn-
um. Þrír eru Englendingar, tveir
frá Marokkó, Bandaríkjunum og
Póllandi, 3 eru fæddir í Reykjavík
og einn frá hverju eftirtalinna
landa: Tékkóslóvakíu, Ástralíu,
Brasilíu, Túnis, Malaysíu, Þýska-
landi og Danmörku.
Hver sá sem fær íslenskt ríkis-
fang skal taka sér íslenskt eigin-
nafn ásamt því sem hann ber fyrir
en honum er þó heimilt að breyta
svo eiginnafni sínu að það
fullnægi kröfum laga um manna-
nöfn. Börn, fædd eftir að foreidri
fær íslenskan ríkisborgararétt
skulu heita íslenskum nöfnum og
taka þau erlenda nafnið sem
kenningarnafn.
_____________________-Á*
Leiðrétting
í fiskimálaþætti á fimmtudag
er sú villa að sjávarútvegsráð-
herrar sem Ketill Jensson hefur
starfað undir voru ekki 4 heldur
7.
Þá féll niður í prentun búseta
Jóns Ákasonar sem er Akranes.
JJEK.
E r
ekki
tiIvatið
rast
“ðgec Ai
ás krrfand
ÞJÚÐVILJINN
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar tvær stöður við íslenska málstöð, sbr. 4.
gr. laga nr. 80/1984.
Staða sérfræðings í íslenskri málfræði. Verkefni einkum á sviði
hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnar-
störf.
Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur um menntun og
til lektors í íslenskri málfræði.
Staða fulltrúa, sem hafi m.a. umsjón með skrifstofu, reiknings-
haldi og skjalavörslu, auk aðstoðar við fræðileg störf og útgáfu.
Fulltrúi hafi lokið háskólaprófi í íslensku (málfræði), eigi lægra en
BA-prófi og æskilegt er að hann hafi nokkra reynslu af málræktar-
störfum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og
ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu fyrir 20. mars 1986.
Menntamálaráðuneytið
11. febrúar 1986.
J ÁVcUWo rKcuú .
-1> ^
NÝ TÖLVUNÁMSKEIÐ hefjast í Miðbæjarskóla
mánudaginn 17. febrúar. Það er enn hægt að
bæta nokkrum nemendum í eftirfarandi nám-
skeið:
RITVINNSLA - kennt tvisvar í viku
BASIC - kennt einu sinni í viku
LOGO - kennt einu sinni í viku
UPPLÝSINGAR OG INNRITUN
í síma 12992 og 14106
Styrkir til sumarnáms
í Bandaríkjunum
Fulbright-stofnunin vill styrkja einn fram-
haldsskólakennara til að taka þátt í nám-
skeiði og kynningu á landafræði, sögu og
bókmenntum Bandaríkjanna, sem verða við
University of Minnesota í júlí og ágúst. Að
loknu fimm vikna námi við háskólann er hald-
ið í tveggja vikna ferðalag um Bandaríkin,
með fararstjóra.
Námskeiðið er ætlað ensku-, sögu- eða
landafræðikennurum. Þátttakendur geta
ekki haft fjölskyldumeðlimi með sér. Frekari
upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá
Fulbright-stofnuninni (opin kl. 13 - 16),
Garðastræti 16, sími 10860.
LAUSAR STÖÐURHJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Sumarstarfsmenn óskast á slökkvistöðina í Reykjavík á
sumri komandi. Skilyrði er að viðkomandi sé á aldrinum
20-28 ára og hafi meira bifreiðapróf.
Umsóknareyðublöö og nánari upplýsingar fást hjá
Tryggva Ólafssyni á Slökkvistöðinni í Reykjavík, sími 22040.
Umsóknareyðublöðum þarf að skila fyrir 1. mars n.k.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Laus staða
Staða brunamálastjóra til að veita Brunamála-
stofnun ríkisins forstöðu er laus til umsóknar.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi sérþekkingu
á brunamálum og sé arkitekt, verkfræðingur eða
tæknifræðingur.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis-
ins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir
20. mars n.k.
Félagsmálaráðuneytið,
12. febrúar 1986.