Þjóðviljinn - 16.02.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Page 4
AF SJÓNARHÓLI Halldór B. Runólfsson, gagnrýnandi Fjölmiðlar eru ekki óvinnandi vígi Fyrir hálfum mánuði gerði Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri menninguna að umræðuefni í sjónarhóli Þjóðviljans. Grein hennar „Menningarstefna hvað?...“, er bæði ítarleg og gagnmerk, enda skrifuð af sjón- arhóli listamanns sem eflaust þekkir af eigin raun annmarka ís- lenskrar menningarstefnu. Megininntakið í grein Þórhildar er fólgið í ádeilu á fjölmiðla fyrir slæ- lega framgöngu þeirra í umfjöllun og umræðu um menningarmál. Eins og ýmsir á undan henni bendir Þórhildur á þann regin- mun aðstöðu sem íþróttir njóta í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, bornar saman við listir og menningarmál. Hún spyr hverju sæti og kemst að þeirri niðurstöðu að menning- armál þyki ekki fréttnæm og séu þar af leiðandi hunsuð í fjölmiðl- um. Þrátt fyrir það að stór hópur áhugamanna hafi brennandi áhuga á menningarmálum og „listamenn sjálfir hafi heilmargt til málanna að leggja", halda út- varp, sjónvarp og dagblöð áfram uppteknum hætti, nefnilega að flytja fréttir af menningarmálum í mýflugumynd. Hógvœrð dugir skammt Ég er fyllilega sammála Þór- hildi í gagnrýni hennar á fjöl- miðla og tel grein hennar orð í tíma töluð. Hins vegar er ég ekki viss um að allar niðurstöður hennar séu réttar. T.d. hef ég ekki orðið áþreifanlega var við þessa listamenn hennar sem hafa heilmargt til málanna að leggja. Því miður er það svo að leitun er að listamönnum sem hafa jafn mikið til málanna að leggja og Þórhildur. Því miður segi ég, því ég er ekki í nokkrum vafa um það að menningarmálum okkar væri betur komið ef fleiri listamenn létu í sér heyra á síðum dagblað- anna. Það er nefnilega staðreynd, sem listamenn hafa ekki ennþá áttað sig á, að í forföllnum fjöl- miðlaheimi eins og okkar þýðir ekkert að tefla fram hógværð eða lítillæti. Það er frekja og aftur oft hef ég ekki heyrt listamenn úr ákveðinni grein lista óskapast út í listamenn annarra listgreina. Auðvitað halda þeir allir að gras- skárra að fela afstöðu sína í hend- ur milliliðum, jafnvel þótt slíkt geti leitt til misskilnings og mis- túlkunar. Sumir þeirra gera ekki Hvernig væri að byrja á útvarpi og sjónvarpi og heimta að þar verði ráðnir menningafréttaritarar á sama hátt og íþróttafréttamenn? Myndin er úr eftirminnilegum viðtalsþætti Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar við Halldór Laxness í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. frekja sem dugar og af henni virð- ast forsvarsmenn íþrótta eiga nóg, en forsvarsmenn lista og menningar nánast ekki neitt. En lítum nánar á það sem stendur listamönnum hvað mest fyrir þrifum og varnar því að raddir þeirra berist sem skyldi á öldum ljósvakans, ellegar á vængjum annarra fjölmiðla. Þrennt ber að hafa í huga í því sambandi: Innbyrðis ríg og öfund; misskilda hógværð og fár- ánlegt uppburðarleysi. Sjólfum sér verstir Ef vikið er að fyrsta atriðinu þá er það sorgleg staðreynd að lista- menn eru sjálfum sér verstir. Hve ÁRBÆJARSAFN ||l 130 Reykjavík sími 84412 1 Reykjavík á stríðsárun- um Árbæjarsafn auglýsir eftir myndum af Reykjavík í stríðsbúningi - vígalegar götu- myndir, mannlífsmyndir, ástandsmyndir o.s.frv. Safnið ætlast ekkert frekar til þess að fá myndir gefnar en óskar eftir að fá þær lánað- ar til eftirtöku ásamt sem ítarlegustum upp- lýsingum um myndirnar-hvenær/hvartekið, hver tók o.þ.h. Skrifstofa safnsins er opin 8.15-16.30. Sími 84412. Árbæjarsafn. ið sé grænna hinum megin; að réttur þeirra eigin listgreinar sé fyrir borð borinn; að þeir beri minna úr býtum og njóti minni athygli en annars konar lista- menn. En það sem verra er; öfundin ríður ekki við einteyming innan sömu listgreinar. Gangi lista- manni vel, sem auðvitað er akkur fyrir alla sem leggja stund á sams konar list, er við búið að kolleg- arnir taki við að rógbera hann, eða fari í fýlu yfir því að hafa ekki hreppt hnossið sjálfir. Vissulega er þeim vorkunn, því öll öfund meðal listamanna endurspeglar ótrygga stöðu þeirra í okkar menningarfjandsamlega þjóðfé- lagi. En engu að síður er allur þessi innbyrðis rígur dragbítur á list- og menningarstarfsemi í landinu. Hjátrú Annað atriðið lýsir sér í hræðslu listamanna við að aug- lýsa sig og sitt pródúkt á sama hátt og aðrir sjálfstæðir verktakar þurfa að gera. Það er eitur í þeirra beinum að opinbera afrek sín, jafnvel þótt slíkar fréttir verði undantekningarlaust list þeirra og annarra til framdráttar. Ég þekki mýmörg dæmi af lista- mönnum sem skirrast við að geta afreka sinna, jafnvel þótt tíðind- um sæti. Það er eitthvað annað en hjá íþróttamönnum okkar, sem ekki hika við að auglýsa árangur sinn þótt ekki sé hann ætíð beys- inn. Þriðja atriðið varðar þá hjátrú margra íslenskra listamanna, að þeir geti ekki tjáð sig í orði sem í verki. Reyndar standa þeir, að rithöfundum undanskildum, svo langt að baki erlendum kollegum sínum hvað þetta áhrærir, að þörf er til að hafa sérstakar áhyggjur af. Sem betur fer stafar þetta ekki af getuleysi heldur af uppburðar- leysi og ef til vill nokkurri leti. Mörgum listamanninum finnst einu sinni tilraun til að tjá eigin hugmyndir eða færa þær í orð! Það er þó deginum ljósara að ekkert getur komið í staðinn fyrir skilmerkilegar útskýringar lista- mannanna sjálfra á hinstu rökum eigin verka. Það sanna ótal dæmi, enda eru listamenn mun betur í stakk búnir til að útlista hug- myndir sínar en þeir vilja vera láta. Allt að vinna Það er deginum ljósara að áð- urnefnd þrjú atriði standa lista- mönnum mjög fyrir þrifum í sókn þeirra á hendur fjölmiðlum. Af þeim þremur er þó brýnast að kippa fyrsta atriðinu í liðinn, því ekkert vopn er beittara en sam- takamátturinn. Listamenn eiga Hve ofthefégekki heyrtlistamennúr ákveðinni grein lista óskapast útí listamennannarra listgreina. Auðvitað halda þeirallirað grasiðségrœnna hinummegin sér bandalag, sem gæti með litl- um tilkostnaði blásið til sóknar gegn sinnuleysi fjölmiðla. Hvern- ig væri að byrja á útvarpi og sjón- varpi og heimta að þar verði ráðnir menningarfréttaritarar á sama hátt og íþróttafréttamenn? Listamenn þyrftu svo sannarlega á sínum Bjarna Fel. að halda. Er ekki tími til kominn að BÍL (Bandalag íslenskra listamanna) láti safna undirskriftum slíku þjóðþrifamáli til stuðnings? Listamenn geta svo fylgt herf- erðinni úr hlaði með kröftugum greinaskrifum á borð við Þórhild- ar. Mestu máli skiptir að láta hvergi deigan stga, því fjölmiðlar eru ekki óvinnandi vígi þegar múrbrjótunum er beitt af alefli. Haldi listamenn hins vegar áfram að læðast með veggjum og vega hver annan er ekki von til þess að ástandið batni. Því hvet ég alla íslenska listamenn til að fylkja liði gegn fjendum menningar í fjölmiðlum. Til alls er að vinna og engu að tapa. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Forstöðumannastaða, við dagheimilið Suðurborg. Um- sóknarfrestur til 28. febrúar. Fóstrustöður við eftirtalin heimili: Dagheimilin Suöurborg og Laugaborg. Dagheimilið/leikskólann Hraunborg. Leikskólann Leikfell. Skóladagheimilið Völvukot Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og forstöðumenn við- komandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 föstudaginn 28. febrúar n.k. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.