Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. febrúar 1986 þjöqvILJINN - SÍÐA 15
MINNING
„Við getum gert flest hérna
sem um hefur verið rætt fyrir utan
þetta síðastnefnda, fitusog og
meiri háttar höfuðskurðaðgerðir
vegna krabbameins.“
- Hversu margar aðgerðir getið
þið framkvœmt á ári?
„Mér telst til að hér hafi verið
375 sjúklingar á síðasta ári, en
deildin var þó lokuð í 6 vikur
vegna viðgerða. Það þýðir að
framkvæmdar aðgerðir hafa ver-
ið í kringum 400. Þrátt fyrir þessa
háu tölu þá eru hátt á sjöunda
hundrað sjúklingar sem bíða eftir
plássi og biðlistinn hefur verið að
lengjast jafnt og þétt undanfarið.
Þessi tala á aðeins við um þessa
deild en að auki bíða allmargir
eftir plássi á barnadeild. Sem
stendur eru þrír lýtalæknar starf-
andi hér, þar af einn, Leifur Jóns-
son, á slysadeild. Þrír aðrir hafa
lokið námi, sem tekur 5 ár, og
þeir starfa erlendis. Ástandið ætti
þó að lagast í framtíðinni fyrir þá
sem bíða, því að þrír í viðbót eru í
námi núna. Það er vaxandi áhugi
á sérgreinum núna því að við
erum alltaf að offramleiða lækna
og gleymum oft hvað við erum
fámenn þjóð. Við erum raunar
ekki illa stödd hvað lýtalækning-
ar varðar miðað við íbúatölu, í
Bretlandi er til dæmis hálf milljón
manna á hvern lýtalækni.“
- Bera sjúklingar einhvern
kostnað af aðgerðum?
„Allár aðgerðir eru sjúkling-
unum að kostnaðarlausu, að
öðru leyti en því að þegar um er
að ræða brjóstastækkanir, þá
greiðir viðkomandi sjúklingur
það efni sem notað er.“
Og nú tekur Árni fram tæplega
hnefastóran „poka“ sem er mjúk-
ur, en þó þéttur viðkomu, næst-
um hlaupkenndur, og sýnir
blaðamanni. „Þetta er silikon
sem í eru tveir „ísómerar", ann-
ars vegar innihaldið sem er eins
konar hlaup og svo það sem er
utan um það. Þetta eru tvö form
af sama efni og þar sem silikon er
mjög lítið ertandi fyrir líkamann
þá má nota það á ýmsan hátt, til
dæmis til þess að fylla upp í bein
og er þá notað í glerhörðu formi.
Þessi „poki“ sem notaður er við
brjóstastækkanir kostar um 15-20
þúsund krónur og eins og ég sagði
áðan þá er það sjúklingurinn sem
borgar það.
í flestum löndum eru fegrunar-
aðgerðir ekki inni í sjúkratrygg-
ingakerfum og það er mjög um-
deilt mál. Sums staðar er þetta
orðið frekar iðnaður en lækni-
ngar og í Bandaríkjunum til
dæmis er þetta meiri háttar
„bissness“ þar sem heilu stöðv-
arnar sinna eingöngu fegrunar-
skurðaðgerðum fyrir háar upp-
hæðir. Sjálfum finnst mér að lýta-
lækningar eigi að vera inni í
sjúkratryggingakerfinu, þær eru í
raun lítill hluti af heildarkostnaði
við rekstur þess. Það er til mikill-
ar bölvunar ef verslunarsjónarm-
ið eru dregin inn í þetta. Ein-
hverjir gætu spurt sem svo: „Því á
skattborgarinn að borga fyrir
hégómagirnd annarra?" og það
má ef til vill færa rök fyrir slíkri
afstöðu. En ef við breytum því
fyrirkomulagi sem nú er hér-
lendis þá erum við um leið búin
að auka á efnahagslegt misrétti
og það megum við ekki. Þá væru
þessar lækningar eingöngu fyrir
efnað fólk, og viðvíkjandi
sköttum kemur tryggingafyrir-
komulagið í veg fyrir svindl sem
iðnaðarmenn gætu stundað.
Þetta er alltaf umdeilanlegt en
mér finnst þó fleira með en á móti
núverandi sjúkratryggingum.“
Sambland af list
og lœkningum
- Að lokum Árni, er það
ánœgjulegt starf að vera lýta-
læknir?
„Já, það finnst mér. Þetta er í
raun og veru sambland af list og
lækningum. Það sem er fyrst og
fremst heillandi við lýtalækning-
arnar er það að maður sér árang-
ur verka sinna, bæði vondan og
góðan. Maður getur ekkert falið
og getur átt von á því hvenær sem
er að mæta fyrrverandi sjúklingi á
götu sem á sést árangur þess sem
maður hefur verið að gera. Starf-
ið er líka mjög fjölbreytilegt,
engin tvö tilfelli eru eins, engin
tvö skörð í vör á barni eru eins og
í heild finnst mér þetta ánægju-
legt starf vegna þess að það er
afskaplega skapandi.“
- vd.
Guðlaug Björg
Pálsdóltir
sjúkraþjálfari
f. 2. febrúar 1955 d. 9. febrúar 198ó
Árni Björnsson lýtalæknir á skrifstofu sinni á Landakoti. Mynd: E.ÓI.
Ég felli tár, en hví ég grœt?
Pví heimskingi ég er!
Þín minning hún er sœl og sæt,
og sömu leið ég fer. (K.J.)
Á morgun verður jarðsungin
frá Langholtskirkju Guðlaug
Björg Pálsdóttir sjúkraþjálfari,
kær vinkona og góður starfsfélagi
okkar, sem störfum á ýmsum
deildum Borgarspítalans.
Gulla lauk námi í sjúkraþjálf-
un í Olsó í júní 1979. Hún starfaði
við sjúkraþjálfun á borgarspítal-
anum nær samfleytt frá október
1979 til maí 1984. Hún var ætíð
tilbúin að spreyta sig þar sem ósk-
að var eftir sjúkraþjálfara og
hafði því starfað á öllum deildum
spítalans. Seinni árin tók Gulla
virkari þátt í því starfi er beinist
að því að koma í veg fyrir sjúk-
dóma og var driffjöður í upp-
byggingu þess starfs sjúkraþjálf-
ara á Borgarspítalanum og víðar.
Gaf hún meðal annars út bók,
„Vinnutækni fyrir starfsfólk“,
ásamt samstarfskonu sinni og
vinkonu, sem starfsmanna-
sjúkraþjálfari á Borgarspítalan-
um. Síðustu 1-2 starfsárin var hún
í starfsmannaráði spítalans og
gegndi þar formannsstöðu af
myndugleik sem henni var lagið.
Gulla hætti eða tók sér hlé frá
störfum á Borgarspítalanum í
maí 1984 eins og áður er getið.
Áhugamálin voru margbreytileg,
það var svo margt sem heillaði,
ferðalög, útivist, menning og list
af ýmsu tagi og þá sérstaklega
tónlist.
Gulla var mjög áhugasöm og
lifandi í starfi og fylgdi henni
hressilegur blær, enda var hún
hrókur alls fagnaðar í vinahópi.
Við samstarfsfólk og vinir
Gullu á Borgarspítalanum
þökkum af alhug fyrir það lán að
hafa notið starfs hennar og nær-
veru lengstan hluta starfsferils
hennar sem sjúkraþjálfara. For-
eldrum, systkinum og öðrum ætt-
ingjum og vinum vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Samstarfsfólk í sjúkraþjálfun
Borgarspítalans
Einn fagran vetrardag í faðmi
vestfirskra fjalla birtist okkur
dauðinn á hálu svelli og svipti
okkur kærum vini. Hvernig sem
við reynum að fylgja vini okkar
og starfsfélaga Guðlaugu Páls-
dóttur á hennar hinstu fjallgöngu
fáum við ekki skilið rök þeirra
ferðaloka.
Við sem áttum því láni að fagna
að eiga hana að vin og starfsfé-
laga við móttöku íslenskra ferða-
manna á Rimini á Ítalíu í nokkur
sumur, kynntumst fljótt fjölhæfni
hennar og lífsþorsta. Hún hafði
til að bera þá lyndiseinkun og
þann personuleika sem brá birtu
á umhverfið. Lífsgleði hennar og
áræði var smitandi og lét engan
ósnortinn.
Hún var frek til lífsins og það
kallaði hana stöðugt til nýrra
verka. Hún var sístarfandi og
starfið var henni leið til aukins
^ þroska. Lífshlaup hennar var
stöðug leit að varanlegum verð-
mætum. Hún var ósnortin af efn-
ishyggju og eignagleði samtím-
ans.
Gulla hafði tekið ástfóstri við
Ítalíu og einlæg hrifning hennar
af töfrum þessa lands, sögu þess
og menningu, var studd staðgóðri
þekkingi. Hún var fljót að til-
einka sér ítalska tungu og þekk-
ing hennar og lífsgleði gerðu
hana kjörna til þess að ljúka upp
töfrum Ítalíu fyrir íslenskum
ferðamönnum.
Ótaldar eru minningarnar um
samverustundir okkar á Ítalíu.
Ferðirnar til Feneyja, Flórens og
Rómar. Snarræði hennar og lip-
urð gagnvart farþegunum og það
þrotlausa örlæti sem einkenndi
skapgerð hennar. Hennar var
sárt saknað þegar hún kvaddi
okkur á síðast liðnu sumri til þess
að takast á við ný verkefni á Bol-
ungarvík.
Eða samverustundir okkar
heima á fslandi, þar sem sérhver
fundur með Gullu var sem veisla
og frásagnir hennar af nýjum
hugmyndum og nýjum verkefn-
um létu engan ósnortinn. Fjöl-
hæfni hennar var einstök. Hún
var söngelsk og hafði staðgóða
þekkingu á tónlist. Jafnvel í erlin-
um á Rimini fann hún sér tíma til
að sækja einkatíma í söngnámi.
Kynni hennar af ítalskri myndlist
urðu til þess að hún hóf listasögu-
nám í Háskóla íslands og haustið
1984 dvaldi hún í Flórens til þess
að kynna sér betur myndlist
endurreisnartímans. Hún hafði
einnig brennandi áhuga af því
starfi sem hún var sérmenntuð til
sem sjúkraþjálfi. Þar beindist
áhugi hennar fyrst og fremst að
fyrirbyggjandi starfi og bókin
sem hún skrifaði með Þórunni
Sveinsdóttur um vinnuhagræð-
ingu og verkbeitingu starfsfólks á
sjúkrahúsum var brautryðjanda-
verk á íslandi. Á Bolungarvík
vildi hún beita sér fyrir bættri
starfsaðstöðu og starfsaðferðum
fiskverkafólks í því skyni að
koma í veg fyrir atvinnusjúk-
dóma.
Nú þegar dauðinn hefur af
fullkomnu miskunnarleysi
brugðið fæti fyrir það lífsstarf
sem Gulla var rétt að hefja getum
við ekki annað en lotið höfði í
sorg okkar gagnvart svo þungum
dómi. Hugur okkar stendur hjá
foreldrum hennar og systkinum.
Þau okkar sem ekki geta fylgt
henni til grafar heima á íslandi
munu minnast hennar á útfar-
ardaginn á Ítalíu, landinu sem
henni var svo kært. Það sem okk-
ur er gefið af örlæti hjartans verð-
ur ekki frá okkur tekið.
Blessun fylgi minningu Guð-
laugar Pálsdóttur.
Óli, Una, Sverrir,
Rannveig, Hlín, Andrés.
Kveðja frá Félagi íslenskra
sjúkraþjálfara:
Á morgun verður gerð frá
Langholtskirkju útför Guðlaugar
B. Pálsdóttur sjúkraþjálfara.
Gulla stundaði nám í Ósló og
lauk prófi í júní 1979. Hún hóf
störf á Borgarspítalanum um
haustið og starfaði þar mestan
hluta starfsævi sinnar. Gulla
hafði mikinn áhuga á að nýta.
menntun sína til fyrirbyggjandi
aðgerða og vann mikið starf þar,
bæði á Borgarspítalanum og nú
síðast í Bolungarvík.
í FÍSÞ var Gulla alltaf virk, átti
um tíma sæti í stjórn og starfaði í
ýmsum nefndum. Hún gekk að
hverju verki með gleði og hressi-
leik og var ekki með neinar vífi-
lengjur, allt var svo sjálfsagt og
leikandi létt og gott var að leita til
hennar.
Við í FÍSÞ munum geyma með
okkur góða minningu um ljúfan
starfsfélaga og þökkum af alhug
fyrir allar samverustundirnar.
Foreldrum, systkinum og öðr-
um aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð.