Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 13
„Heiðursmaður" með lífvörðum sínum. Nino Salvo er vellauðugur mafíuforingi sem hefur jafnframt verið áhrifamaður í röðum Kristi lega demókrataflokksins á Sikiley. Giovanne Falc- one, einn rann- sóknardómar- anna í Palermo sem hætt hefur lífi sínu í baráttunni gegn mafíunni. Sunnudagur 16. febrúar 1986 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13 Höfuðvitnið í mafíu-réttarhöldunum Tomman Buscetta kemur til Rómar frá Brasilíu í júlí 1984. sveitarinnar og á einskis annars vitorði. Lénsskipulag í skjóli lýðrœðis Þessi lýsing Buscetta á skipu- lagi „Cosa Nostra“ hefur verið staðfest með símhlerunum og vitnisburði fleiri vitna. Dómsrannsóknin hefur leitt í ljós að Sikiley er meira og minna skipt niður í lén eða yfirráða- svæði einstakra „fjölskyldna“ sem hirða skatt eða toll af öllum viðskiptum innan síns svæðis. Sérstaklega hafa samtökin lagt stund á að „mjólka“ hverskonar opinberar framkvæmdir og fram- lög úr þróunarsjóði þeim sem ætl- að er að stuðla að uppbyggingu á Suður-Ítalíu. Þá hefur mafían aflar sér fjár með mannránum, tóbakssmygli og síðast en ekki síst með eiturlyfjasölu sem fært hefur mafíunni ómældar tekjur. Fjármagnið hefur mafían síðan notað til fjárfestingar í fast- eignum, landi og atvinnurekstri, sem og að kaupa sér vernd og áhrif meðal annars innan hins pólitíska valds. „Heiðursmenn“ í heimi stjórnmálanna Tengsl mafíunnar við hið pólit- íska vald eru afhjúpuð í ákæru- skjalinu. Meðal dómsskjala er ljósmyndasafn sem dómararnir í Palermo hafa komist yfir þar sem meðal annars má sjá marga af leiðandi stjórnmálamönnum Sikileyjar í félagsskap „heiðurs- manna“ sem bera ábyrgð á morð- um, eiturlyfjasölu og stórfelldum fjársvikum. Til dæmis myndin af Salvatore Lo Turco, þingmanni fyrir sósíaldemókrata á Evrópu- þinginu í Strassburg og meðlimi héraðsráði Sikileyjar fyrir sama flokk, þar sem hann leggur hand- legginn yfir axlir mafíuforingjans Nitto Santapaola, en Santapaola er meðal annars talinn bera ábyrgð á morðinu á Dalla Chiesa, borgarfógeta í Palermo, eigin- konu hans og bflstjóra. Morðið á Dalla Chiesa mark- aði hámark þess stríðs sem mafí- an hefur háð gegn ríkisvaldinu undanfarin ár. Dalla Chiesa var þekktur fyrir að hafa átt drýgstan þátt í að svipta hulunni af hryðjuverkasveitum Rauðu her- deildanna. Hann hafði ekki verið nema 6 mánuði í Palermo þegar hann var myrtur í september 1982. Hann hafði þá komist að tengslum mafíunnar við öfluga atvinnurekendur sem áður voru taldir utan og ofan við alla glæp- astarfsemi. f dagbókum þeim sem Dalla Chiesa lét eftir sig ásakar hann stjórnvöld fyrir að hafa skilið sig einan og óstuddan eftir í Pal- ermo. Hann taldi sig ekki hafa fengið þau völd og þann stuðning sem hann þurfti. Úr ákæruskjali dómaranna í Palermo má lesa þungan áfellis- dóm yfir stjórnvöldum fyrir að hafa hundsað baráttuna gegn mafíunni. í ákæruskjalinu eru leidd að því rök að það hafi meðal annars verið vegna þrýstings frá fulltrúum Kristilega demókrata- flokksins á Sikiley sem Dalla var synjað um hjálp en einnig þeir eru uppvísir að nánum tengslum við mafíuforingja. „Verndun smœlingjanna“ Það er athyglisvert sem fram kemur í vitnisburði mafíuforingj- ans Buscetta að samkvæmt siðar- eglum „Costa Nostra“ skal það vera meginmarkmið samtakanna að vernda smælingjana og koma í veg fyrir ofríki. Ljóst er að þrátt fyrir þá ógnaröld sem mafían hef- ur skapað á Sikiley eru enn marg- ir á eyjunni sem trúa þessu. Pað er ekki óalgengt að þegar einhver mafíuforinginn hefur verið drep- inn í hefndarvígum mafíunnar að honum sé fylgt til grafar af þús- undum manna em velgjörðar- manni. Þetta á sér kannski tvenn- ar skýringar: í fyrsta lagi hefur það mikla fjármagn sem mafían hefur til umráða gert þessum „heiðursmönnum“ kleift að mynda eins konar félagslegan stuðning við sitt nánasta um- hverfi. Til dæmis með því að veita atvinnu eða aðra aðstoð þar sem ríkisvaldið hefur brugðist. Sögulegar forsendur Hin skýringin á sér sögulegar rætur allt aftur til þess tíma er Ítalía var sameinuð í eitt kon- ungsríki árið 1860. Sikileyingar stóðu ekki heilir að þeirri samein- ingu og litu margir hverjir á hinn nýja konung, Vittorio Emanuele II., sem utanaðkomandi yfir- drottnara, enda hafi hann áður stýrt Sardegna og Piedmont á Norður-Ítalíu. Sj álfstæðishreyf- ingin á Sikiley skapaði jarðveg fyrir mafíuna og viðleitni hennar til þess að skapa eigin lög og regl- ur í andstöðu við ríkisvaldið. Það má einnig til sanns vegar færa að ríkisvaldið hafi vanrækt Sikiley og Suður-Ítalíu allt fram á þennan dag og þannig lagt sitt af mörkum til þess að búa mafíunni jarðveg. Menningarlegt og pólitískt ótak Flestir munu nú hafa gert sér ljóst að mafían er flókið félags- legt fyrirbæri sem á sér sínar sögulegu forsendur og verður ekki upprætt með einum réttar- höldum. Það þarf jafnframt að koma til pólitískt og menningar- legt átak sem felst meðal annars í aukinni upplýsingu og auknum afskiptum ríkisvaldsins af hrika- legum þjóðfélagsvandamálum sem hrjá Sikiley og Suður-Ítalíu umfram aðra landshluta. Þessi vandamál birtast gleggst í hrikalegu atvinnuleysi sem víða á þessum slóðum nær til fjórða eða fimmta hvers vinnufærs manns. Þess er nú krafist af ábyrgum öflum á Ítalíu að slíkt átak fylgi í kjölfar réttarhaldanna í Palermo. Að öðrum kosti er hætt við að þau verði unnin fyrir gýg. Ólafur Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.