Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 6
Jónína með nokkur verkanna sem eru á leið til Finnlands. Ljósm. E.ÓI. Ekki hœgt að sinna ein- göngu nytja- list Jónína Guðnadóttir leirlistamaður heimsótt í Hafnarfjörðinn en hún hefur nýlega selt verk til finnska Listiðnaðarsafnsins „Finnska Listiönaðarsafnið pantaði af mér nokkur verk þegar þau voru sýnd með Form sýningunni ytra í fyrra. Einnig eru n orsk og sænsk söfn með pöntun í athugun. Þetta er sérlega ánægjulegt vegna þess að hér heima er lítill markaður fyrir skúlptúra af þessu tagi“, sagði Jónína Guðnadóttir leirkerasmiður, þegar blaðamaður og Ijós- myndari heimsóttu hana í gamalt reisulegt hús í Hafnar- firðinum þar sem hún býr með fjölskyldu sinni. í kjallaranum er leirverksvæðið, en ofninn sem leirinn er brenndur í er í gamalli kolageymslu útígarði. „Ég er farin að leyfa mér æ meira að vinna skúlptúra og veggmyndir, en vinn þó alltaf að nytjalist meðfram. Það er nauðsynlegt að nýta vel rýmið í ofninum og gott að brenna lítil verk með stórum skúlptúrum. Ofninn er mjög dýr í rekstri og borgar sig ekki að brenna í hon- um nema hann sé fullur. Þetta er nýjustu verkin mín“, segir Jónína og sýnir okkur sérkennilega þrí- hyrninga sem standa á steinhell- um. Hún er einnig að vinna kúlu- laga skúlptúra og notar þá gjarnan önnur efni með leirnum t.d. kopar og leður. Dýr listgrein „Þegar ég kom heim frá námi 1974 vann ég eingöngu að nytja- list fyrst til að byrja með. Ofninn keypti ég með láni frá Iðnlána- sjóði, annað hefði verið ógerlegt. Þetta er svo dýr listgrein að mað- ur getur ekki leyft sér að vinna algerlega án tillits til sölumögu- leika, amk. ekki á meðan maður er að borga niður lán.“ „En þú hefur ekki getað hugsað þér að vinna eingöngu að nytja- list?" „Nei, ekki eingöngu, en það er ágætt með. En hafi maður ein- hverja þörf fyrir að tjá sig er mjög ófullnægjandi til lengdar að vinna eingöngu við það sem maður heldur að fólk vilji kaupa. Stund- um þarf maður að vera algerlega frjáls og gera það sem mann lang- ar. Og það eru vissulega forrétt- indi að fá að gera það.“ „Eru forréttindi að vera lista- maður?" „Að vissu leyti, já. Þetta er auðvitað bölvað puð og lítill beinn hagnaður. En þetta er skemmtilegt. Og ég er með fjögur börn og get unnið mína vinnu heima og það hljóta líka að teljast forréttindi. „Hefurðu ekki stundað aðra vinnu þessi ár?“ „Jú, ég kenndi lengi í Myndlista- og handíðaskólanum, en það var farið að taka allt of mikið frá mér, ég var orðin kraft- laus. Samvisku minnar vegna gat ég ekki haldið áfram. Núna fæ ég útrás fyrir þörf mína til að hitta fólk með því að taka þátt í starf- semi Gallerís Grjóts. Mér finnst ég eiginlega fá meiri félagslega útrás í því en í kennslunni." „Nú eru erlend söfn að panta verk eftir þig, - heldurðu að þú teljist „þjóðlegur“ listamaður?“ „Mér finnst ég mjög alþjóðleg, en útlendingar segja gjarnan að ég sé þjóðleg. Stundum sé ég er- lend verk á sýningum sem mér finnast mjög skyld mínum. En ég held að ég sæki mikið í íslenska náttúru eins og fletir íslenskir myndlistarmenn gera á einhvern hátt. Ég er t.d. farin að vinna ker- amikverk á steinhnullunga og nota ýmis önnur efni með leirn- um. „Er það fyrst og fremst náttúr- an sem kveikir í þér?“ „Já, og tónlist. Ég hlusta mikið á klassík og djass. Mér finnst það mjög gefandi. En náttúran gefur alveg sérstakan kraft. Ég fór t.d. út á Reykjanes um daginn. Það var allt á kafi í snjó, en „inspíra- sjónin" var mögnuð." „Og þú ert ánægð með að vera Hafnfirðingur?" „Já, við keyptum þetta gamla hús hér í Hafnarfirðinum árið 1975 og ég get sinnt heimilinu meðfram vinnunni. Auðvitað sit- ur heimilið iðulega á hakanum, en samt er þetta allt öðru vísi en að þurfa að fara út í vinnu. Það eru margir myndlistarmenn bú- settir hér í Hafnarfirðinum, enda eru hér góð, gömul hús með úti- húsum sem henta myndlistar- mönnum vel og líka gott næði. Við erum t.d. þrír leirlistamenn hér á litlu svæði. Svo á að koma upp sýningarsal við Menningar- og listamiðstöðina hér í Hafnar- firði og vonandi verður það til að auka fjölbreytni í mannlífinu hér í Firðinum", sagði Jónína að lok- um. Því má svo bæta við að Jónína hefur fengið boð um að sýna í Svíþjóð 1987, en hún útskrifaðist á sínum tíma frá Konstfack í Stokkhólmi. þs 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.