Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Filippseyjar og Bandaríkin
Marcos segist hafa unniö forsetakosningarn-
ar á Filippseyjum og vitnar í þingið sér til
fulltingis. En enginn trúir því, aö þessi forseti
gjörspilltrar yfirstéttarklíku hafi hlotiö meirihluta
atkvæöa. Sem betur fer hafa menn getað fylgst
með því rækilega í fjölmiölum, hvernig útsend-
arar Marcosar hafa brúkað vald sitt yfir ríkisfjöl-
miölum, peningum og vopnum til aö gera kosn-
ingabaráttuna milli Marcosar og Corazon Aqu-
ino aö herfilegri skopstælingu á lýöræöi. Og eitt
hið merkilegast í fregnum af tíðindum á Filipps-
eyjum er reyndar þaö, aö þrátt fyrir öll þau bola-
brögö, sem þegar verst lét komu fram í því aö
myrtir voru þeir sem tóku aö sér aö fylgjast meö
framkvæmd kosninganna úti um landið, þá telja
þeir sem meö fylgdust vafalaust, aö frambjóö-
andi stjórnarandstööunnar hafi í rauninni fengiö
drjúgan meirihluta þeirra atkvæöa sem í kjör-
kassa komust.
Morgunblaöiö skrifar leiðara um kosninga-
svikin á Filippseyjum í gær. Blaöiö telur sér-
staka ástæöu til að hrósa Reagan Bandaríkja-
forseta fyrir það, aö hann dregur hin opinberu
úrslit kosninganna í efa. Þau ummæli sýni m.a.
hve trúir Bandaríkjamenn séu grundvallarhug-
myndum lýðræðisins - þeir styggi Marcos, eins
þótt þeir eigi þaö á hættu aö „valdajafnvægi" í
Suðaustur-Asíu snúist þeim í óhag ef hann
hrökklast frá völdum.
Satt best að segja er engin ástæöa til aö
hrósa Reagan og Bandaríkjunum fyrir afskipti
þeirra af Filippsseyjum fyrr og síðar. Meira aö
segja nú síðast reyndi Reagan aö snúa sér út úr
málinu meö því aö tala nokkuö loöiö um kosn-
ingasvindl almennt og kenna stjórnarand-
stööunni um líka! Þær áherslubreytingar sem
forsetinn gerir nú - nú um helgina talaði hann
um sekt fylgismanna Marcosar fyrst og fremst -
koma eftir aö allur heimur hefur fylgst meö
svindlinu og kaþólskir biskupar Filippseyja hafa
eindregiö snúist gegn Marcosi. Hvaö átti Reag-
an aö gera? Segja þaö opinskátt, aö frelsi og
lýöræöi skipti ekki máli ef hernaðarlegir og
efnahagslegir hagsmunir Bandaríkjanna eru í
húfi?
En þaö er einmitt sú stefna sem í raun hefur
veriö fylgt af hálfu Bandaríkjanna á Filipps-
eyjum og víös vegar í þriöja heiminum. Stór-
veldiö hefur gert póiitískt bandalag viö oddvita
stjórjarðeigenda og hers í fjölda ríkja og látið sig
litlu varöa eymd og réttleysi almennings. Þaö
sem skipt hefur Bandaríkin mestu er þaö „ör-
yggi“, aö hægt væri aö treysta á valdhafana og
her þeirra til aö koma í veg fyrir ókyrrö, uppreisn
og byltingar.
Þetta vanhelga bandalag kemst svo í nokk-
urn vanda, þegar miðstéttir og verkafólk fara aö
berjast fyrir því aö staöið sé viö fyrirheit um frelsi
og mannréttindi, semjafnvel haröstjórareinsog
Marcos veröa aö gefa. Yfirstéttin grípur þá til
enn hörkulegri aögeröa, skammtarenn naumar
þaö litla frelsi sem til var. Stóri bróöir í Washing-
ton vildi gjarna veöja á nýja bandamenn, reyna
aö bjarga sínum herstöövum og öörum hags-
munum meö því aö styöja viö bakið á miðju-
öflum, sem kannski reynast ekki sérlega róttæk
ef vel er aö þeim fariö. En þá er eins líklegt, að
þau hyggindi komi of seint: óánægja millistétt-
anna og róttækni hinna landlausu og snauöu
renni saman í mikla þjóölega hreyfingu sem
sópar valdhöfunum, skjólstæöingum Banda-
ríkjanna, út í hafsauga.
Valdakerfi Marcosarerað hruni komið. Hvaö
viö tekur er óljóst - hin borgaralega stjórnar-
andstaöa er öflug og býltingarsinnuöum skæru-
liöum Nýja alþýðuhersins vex einnig hratt fiskur
um hrygg. Bandarísk stjórnvöld hafa eins og oft
áöur falliö á því prófi aö skilja þjóðfélagslegar
afleiöingar, þess aö hinir ríku gerast stööugt
ríkari meöan hinir fátækari verða fátækari. Þau
geta á Filippseyjum ekki búist viö ööru en aö
uppskera makleg málagjöld fyrir langvarandi
stuöning viö spillta haröstjórn.
KUPPT OG SKORIÐ
Þaö hefur gætt nokkurra
breytinga í umræðunni um efna-
hagsmál síðustu daga. Hinar nýju
áherslur ef svo má að orði komast
eru að mati klippara af hinu
góða.
í auknum mæli eru menn að
leggja siðferðislegt mat á það sem
er að gerast í pólitíkinni, - það er
ekki lengur hjakkað í sama pró-
sentufarinu og löngum. Meira
rætt um grundvallaratriði, stefn-
umál heldur en prósentuna, sem
bara er verðtryggð hinum megin
við borðið. Dæmi um þessar
breyttu áherslur má finna í um-
ræðunni um húsnæðismál, en þau
hafa kallað til sín aukna athygli í
kjölfar rúmlega 1000 manna
fundar í Háskólabíói á sunnudag-
inn.
Þegar ríkisstjórnin ákvað að
leggja allar byrjarðar á launafólk
í upphafi stjórnartímabilsins, þá
hafa menn væntanlega ekki vitað
hvað myndi gerast. Það er ekki
hægt að ætla þeim það. Þeir sáu
fyrir sér prósentur og krónur,
sem hægt væri að taka frá fólkinu
og færa fjármagninu meiri völd.
Búið.
Hitt sáu þessir menn ekki, að
þessi efnahagsstefna myndi leiða
til félagslegrar upplausnar, per-
sónulegrar ógæfu einstaklinga,
vinnuþrælkunar og að börnin
nytu stöðugt minna fjölskyldulífs
og félagslegrar umönnunar fyrir
vikið. Þetta eru siðferðislegar,
pólitískar afleiðingar stjórnar-
stefnunnar og þeim verður í
auknum mæli mætt á þeim grund-
velli. Siðferðislegum. Vinnuveit-
endasamböndin eiga enn erfiðara
með að skilja þetta. En þau munu
finna fyrir því þegar risinn rumsk-
ar.
Hálfur
kveðinn niður
Nýfrjálshyggjan sem setti svip
sinn á umræðuna fyrstu misseri
núverandi ríkisstjórnar, má eiga
það að hún hristi uppí umræð-
unni. Hugmyndafræðin fól í sér
siðferðislegt mat: markaðurinn
ofar öllu. Til að byrja með var
þessari nauðhyggju svarað í pró-
sentum og krónum, en síður í
andstæðu hins siðferðislega boð-
skapar, - þ.e. sæmilegri kristni.
En eftir því sem afleiðingar ný-
frjálshyggjunnar verða drama-
tískari, þá verður hið pólitíska
andsvar meir í ætt við kristilegan
bróðurkærleik, siðferðislegra en
áður.
Og miðað við það hve lítið hef-
ur heyrst til trúboðanna í ný-
frjálshyggjunni síðustu mánuði
mætti ætla að búið væri að kveða
drauginn niður af hálfu leyti.
Landslagi
breytt
Nýfrjálshyggjan gjörbreytti
hinu pólitíska landslagi í landinu.
Markaðstrúin og sú móralska
niðurlæging sem henni fylgir hafa
gegnumsýrt allt þjóðlíf í landinu.
Og það er engin tilviljun að nú er
verið að ræða í fúlustu alvöru 0%
kaupmáttaraukningu á tímum
vaxandi árgæsku eftir allt sem á
hefur dunið.
En nú sjást líka ýmis teikn þess
að fólk vilji rísa uppúr þessari
niðurlægingu, eða einsog gefið
var í skyn í leiðara Þjóðviljans í
gær, að risinn væri að vakna.
Húsnæðishreyfingin er að mörgu
leyti vitnisburður þar um.
Að undanförnu hefur mátt
merkja að frjálshyggjugaukarnir
í ríkisstjórninni séu að verða
hræddir. Sjálfstæðisflokkurinn
skynjar það máske enn betur
heldur en Framsóknarflokkur-
inn, að kreddan sem þeir hafa að-
hyllst og framfylgt á þessu stjórn-
artímabili í efnahagslífinu hefur
dökkar hliðar, dekkri hliðar en
þessir karlar hafa þorað að horf-
ast í augu við.
Það er í meira lagi hlálegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að standa í
dag yfir höfuðsvörðum sjálfrar
kjölfestu hinnar eðalíhaldssömu
hugmyndafræði flokksins, nefni-
lega sjálfseignarstefnunnar. En
það er einmitt hlutskipti Sjálf-
stæðisflokksins í dag. Og þar með
hefur hinn þjóðlegi Bjartur í
Sumarhúsum okkar allra snúist
til varnar og sóknar gegn ríkis-
stjórninni. Risinn í þjóðareðlinu
er að vakna. Og þannig hefur
Sjálfstæðisflokkurinn fengið
kredduna sína í hausinn.
Þeir sem lesa grannt Morgun-
blaðið átta sig á því, að Styrmir
og Matthías skynja þetta atriði.
En það er ekki hægt að segja það
sama um þá sem sitja í ríkisstjórn
og á þingi fyrir þennan
stjórnmálaflokk.
Húsnæðismarkaðurinn og þró-
un hans á stjórnartímabilinu er
ágætt dæmi um þá þjóðfélagstil-
raun nýfrjálshyggjunnar sem
framkvæmd hefur verið á fslandi.
Fyrirlitningin á launafólki sem
hvarvetna er fylgifiskur frjáls-
hyggjunnar birtist strax í upphafi
stjórnartímabils í því að bannað
var með lögum að verðtryggja
launin. Það leiddi svo til þess að
lánin og aðrar fjárhagsskuldbind-
ingar fóru langt fram yfir
kaupgetu venjulegs fólks.
Á markaðsmáli þýddi þetta, að
dregið var úr eftirspurn eftir
íbúðahúsnæði. Færri höfðu efni á
að festa kaup á íbúðahúsnæði.
Um svipað leyti var ýtt undir
svokallaða frjálsa vexti, sem
leiddi til þess að fjármagn dró til
sín meira fjármagn. Og svo við
höldum okkur við tungutakið, þá
varð arðsemisvonin mun meiri á
okurmarkaði heldur en til dæmis
í íbúðahúsnæði og atvinnulífið
eða atvinnulífi. Fjármagnið var
komið í samkeppni við íbúða-
húsnæði og atvinnulífið um fjár-
magn. Vegna okurvaxtanna
hafði fjármagnsmarkaðurinn
betur í þessari samkeppni, sem
svo var aftur leiddi til þess, að
húsnæði varð óhagstæðari fjár-
festing en áður.
Og eftir stendur samdráttur í
byggingum, minnkandi eftir-
spurn eftir húsnæði og hnignun
og fall sjálfseignarstefnu þeirrar
sem í raun hefur verið fram að
þessu þverpólitískt samkomulag
um á íslandi. Ekki þarf að minna
á, að engar þær ráðstafanir voru
gerðar til að mæta þessu ástandi
tilamynda með Búsetabygging-
um eða öðru, - heldur fékk allt að
leika á reiðiskjálfi til enda. Er
von að risinn fari að rumska?
Raunhæfur
samanburður
í byrjun þessa klipps var á það
minnst að tungutakið hefði verið
að breytast í pólitískri umræðu og
siðferðislegt mat væri í auknum
mæli lagt á pólitíkina. Dæmi um
þessar nýju breyttu áherslur er
pistill Ólafs M. Jóhannessonar í
Morgunblaðinu í gær.
Ólafur gerir það sem klippari
kallar raunhæfan samanburð á.
efnahagslífinu í pistli gærdagsins.
Annars vegar segir hann frá því
að Steingrímur Hermannsson
hafi háft 29 þúsund krónur í dag-
peninga á ferðalagi í útlöndum, -
og var þá ekki reiknaður með
hótelkostnaður inní dæmið.
Þá bregður Ólafur sér hins veg-
ar inná fundinn í Háskólabíói á
sunnudaginn. Þar sagði ungur
maður frá því að hann hefði haft
heima hjá sér sparibauk frá
Hjálparstofnun kirkjunnar,
Brauð handa hungruðum heimi,
en smáaura fyrir brauði handa
eigin barni. Þetta hefði samt sem
áður ekki dugað til, - og nú væri
þessi fjölskylda búin að missa
húsnæðið sitt. Þetta var dæmi-
saga úr Morgunblaðinu um frjáls-.
hyggjuna.
-óg
HIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritatjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur
Arason, Ingólfur Hjörieifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason,
Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handríta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðír: ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Petursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðapront hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 19. febrúar 1986