Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 6
MINNING
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Byggíngadeildar borgarverkfræðings óskar eftir
tilboðum í ýmsa þætti viðgerða og viðhalds á eldri
hluta Sundlauga Reykjavíkur í Laugardal. Verkið
felst í viðgerðum og viðhaldi á hluta sundlauga,
sem samanstendur af stúku og byggingarhlutum
hennar. Helstu verkþættir eru háþrýstiþvottur,
múrviðgerðir, endursteypa, sprunguviðgerðir og
sílanböðun utanhúss.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn 10. þús. kr. skilatrygg-
ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju-
daginn 11. mars n.k. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikukjuvogi 3 Simi 25800
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúar mánuö 1986, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars.
Fjármálaráðuneytið, 17. febrúar 1986.
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga
á erlendum bókmenntum.
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerö nr. 638/1982
um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum
eða styrkja þá til úgáfu vandaðra erlendra bókmennta á
íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingar-
launa.
Skilyrði fyir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröf-
um.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1986 nemur
2.664.000 krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í
menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og
skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars n.k.
Reykjavík, 14. febrúar 1986.
Stjórn þýðingarsjóðs.
getrsuna-
VINNINGAR!
25. Leikvika -15. Febrúar 1986
Vinningsröð: 2XX-X2X-222-211
kr. 310.720
1. Vinningur:
11 réttir
53997(4/10) 105078(6/10)+ 128409(6/10)
kr. 7.833
59450
64072
74053+
2. Vinningur:
10 réttir
7021 16359 46533*
11403 16541 49779
12635 20825 54757*
16038 40452 55418
41870
*=2/10
Kærufrestur er til mánudagsins 10. mars 1986 kl. 12:00 á
hádegi.
80023+ 101792
81677+
95725* +103296 128671
99737* 105076+ 128673
99875 105077+ 128675
108064+ 505775
128668
í.sh'Hskdr (It'trmmir. Íþrótltwtidstöditwi s-tSif’ttiti. /it'ykjttyik
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að f ramvísa eða senda stofninn og fullar upplýsing-
ar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.
Sveinbjöm Guolaugsson
Þeir falla nú hver af öðrum bar-
áttumennirnir sem fremstir stóðu
í kjarabaráttu verkalýðsfélag-
anna og annarra hagsmunasam-
taka launafólks í Reykjavík á
kreppuárunum. í síðustu viku var
kvaddur Þorlákur G. Ottesen
einn af stofnendum Kron og
varaformaður stjórnarinnar um
langt skeið. í dag fer fram útför
Sveinbjörns Guðlaugssonar
vörubílstjóra, sem var fyrsti for-
maður stjórnar Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis og
stjórnarmaður á þriðja áratug.
Sveinbjörn Guðlaugsson var
fæddur í Þórðarkoti í Selvogi 17.
mars 1902. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Guðmundsdóttir
og Guðlaugur Hannesson sem
þar bjuggu. Þau eignuðust 10
börn.
Sveinbjörn fluttist til Reykja-
víkur árið 1920 og fór að stunda
sjómennskuna af kappi um 9 ára
skeið en keypti sér þá vörubíl og
varð einn af þeim fyrstu sem
stunduðu akstur vörubíla sem að-
alatvinnu. Um skólagöngu að
loknum barnaskóla var ekki að
ræða hjá Sveinbirni, frumstæð
lífsbaráttan tók allan hans tíma
frá barnsaldri. Hann var þó víð-
lesinn og aflaði sér þannig stað-
góðrar menntunar og skrifaði
óvenju fagra rithönd. Um menn-
inguna gat hann sagt eins og Stef-
án G. Stefánsson:
Ég gat hrifsað henni af
hrati sem hún vék mér
meðan lúinn makrátt svaf
meðan kátur lék sér.
Sveinbjörn Guðlaugsson tók
virkan þátt í starfi verkalýðs-
hreyfingarinnar allt frá því að
hann flutti til Reykjavíkur, fyrst í
Dagsbrún og síðar í stéttarfé-
lögum vörubílstjóra. A kreppu-
árunum var það einn þáttur í
starfi verkalýðsfélaga að stofna
og reka pöntunarfélög. Um miðj-
an fjórða áratuginn voru þessi
pöntunarfélög orðin mjög fjöl-
menn og öflug hér við Faxaflóann
en engin kaupfélög starfandi
nema Kaupfélag Reykjavíkur
sem var fámennt. Sveinbjörn
Guðlaugson var einn af þeim sem
beittu sér fyrir því að öll þessi
félög yrðu sameinuð í eitt öflugt
kaupfélag. Eftir langvarandi og
erfiða samninga var svo haldinn
stofnfundur í ágústmánuði 1937.
Hlaut félagið nafnið Kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis og var
Sveinbjörn Guðlaugsson kosinn
formaður kaupfélagsins. Gegndi
hann því starfi í 6 ár og átti sæti í
stjórninni til 1960.
Nú þykir það nokkur virðing-
arstaða að vera formaður í
kaupfélagi en þegar Sveinbjörn
var formaður Kron ríkti ekki
friður í því starfi. Þá voru tímar
átaka og ofstækis í íslensku
þjóðfélagi. Kaupmannastéttin
LANDSBYGGÐIN
hafði verið einráð í viðskiptalífi
höfuðborgarinnar og sá nú veldi
sínu ógnað af öflugu kaupfélagi.
Viðbrögð kaupmanna voru ekki
bara hörð samkeppni heldur
skipulagðar ofsóknir gegn
kaupfélaginu og öllum forustu-
mönnum þess. Sveinbjörn fékk
ríflega sinn skammt af þessum ár-
ásum en lét þær ekki beygja sig.
Þegar hann mætti sem
heiðursgestur á aðalfundi Kron
1983 sýndi hann mér með nokkru
stolti málskjöl í tveimur málum
sem hann þurfti að höfða gegn
ritstjórum Morgunblaðsins og
Vísis vegna meiðyrða sem þar
voru viðhöfð um kaupfélagið og
forustumenn þess. Svo harðar
voru þessar árásir blaðanna og
ofstækið mikið í þjóðfélaginu að
það kom með margvíslegum
hætti niður á fjölskyldum for-
ustumanna félagsins. Jafnvel
börnin urðu fyrir aðkasti á göt-
um. Sem samstarfsmaður
Sveinbjarnar færi ég fram bestu
þakkir fyrir mikið og farsælt starf
fyrir okkar kaupfélag og sam-
vinnuhreyfinguna. Þó að
Sveinbjörn væri baráttumaður
þegar það átti við var hann glað-
vær og góður félagi meðal vina
sinna og samstarfsmanna og
munu margir minnast hans í dag
með hlýjum huga.
Árið 1943 giftist hann Margréti
Jónsdóttur frá Höskuldsstöðum í
Húnavatnssýslu. Þau eignuðust
ekki börn en tóku að sér kjör-
dóttur Margréti Guðrúnu sem nú
er búsett í Reykjavík og gift Finni
Guðmundssyni. Sendi ég þeim og
öðrum vandamönnum hins látna
samúðarkveðjur. Það er bjart
yfir minningum um Sveinbjörn
Guðlaugsson. Olafur Jónsson.
Framhald af bls.5
uggar heimildir fyrir fréttinni.
Þarna var sem sagt kveðinn upp
sektardómur án undangenginnar
rannsóknar og án þess að sak-
borningur fengi borðið hönd fyrir
höfuð sér.
Nú skal ég ekkert um það segja
hvort þessi dómur Sjónvarpsins
verður metinn réttur eða rangur
þegar þar að kemur. Hitt fullyrði
ég að svona fréttamennska er
óhæfa og stangast á við þau sjálf-
sögðu mannréttindi, að allir séu
saklausir þangað til sekt sannast.
Þessi dæmi eru sérstaklega
nefnd vegna þess að Sjónvarpið
er langáhrifamesti fjölmiðill
landsins og við verðum að gera
þær kröfur, að þeir, sem þar
starfa, virði mannhelgi og
mannréttindi. Þeir mega undir
engum kringumstæðum setjast í
dómarasæti við fréttaflutning,
það er bæði löglaust og siðlaust.
Vaxtafárið
Mörg verk núverandi ríkis-
stjórnar eru umdeild, eins og
eðlilegt er. En að mínu mati er
hið svonefnda vaxtafrelsi eitt hið
heimskulegasta, sem gert hefur
verið á síðari árum í stjórn efna-
hagsmála,ogerþámikiðsagt. Ég
efast um að nokkur einn þáttur
hafi átt stærri hlut að viðhaldi
verðbólgu en vaxtakapphlaup,
sem allt og alla er að sliga. Það
kom nefnilega í ljós, að hækkun
innlánsvaxta leiddi af sér hækkun
útlánsvaxta, þótt yfirlýst væri í
byrjun að slíkt ætti ekki að leyfa.
Fróðlegt væri að fá uppgefið hvað
auglýsingar banka og sparisjóða
hafa kostað síðan þetta stríð
hófst. Mikið teldi ég þessa pen-
inga betur komna í það að lækka
fjármagnskostnað atvinnuveg-
anna eða marghrjáðra húsbyggj-
enda. Annars er það furðulegt að
ýmsir virðast trúa því, að auglý-
singar hafi engin áhrif á verðlag,
að gjald fyrir auglýsingar komi
almenningi ekkert við. Þessi
skoðun hefur komið glöggt í ljós í
umræðu um frjálst útvarp svok-
allað og frjálsa fjölmiðlun yfir-
leitt. Það sé nú eitthvað annað en
ríkisfjölmiðlun, sem greitt sé
fyrir af opinberu fé. Víst er á
þessu mikill eðlismunur hvað
efnisumfjöllun varðar. Ríkisfjöl-
miölun hefur yfirlýsta skyldu til
hlutlausra upplýsinga en frjáls
fjölmiðlun þjónar fyrst og fremst
yfirlýstum eigendum sínum.
Nægir í því sambandi að benda á
umfjöllun DV um kaffibaunamál
annars vegar og Hafskipsmál hins
vegar. En kostnaðurinn er borinn
uppi af heildinni, auglýsingaverð
getur hvergi annars staðar komið
en frá auglýsendum og því meira
sem auglýst er þess meira hlýtur
vöruverð að hækka þegar til
lengri tíma er litið og þar komum
við að þeim punkti, að þeir, sem
greiða fyrir vöru og þjónustu, eru
jafnframt að greiða fjölmiðlum,
sem þeir eru í hjarta sínu andvígir
og telja að þjóni annarra hags-
munum, en þeir komast ekki hjá
að greiða það frekar en í sam-
eiginlega sjóði landsmanna.
í sjónvarpsfréttum 8. jan. kom
fram, að auglýsingar íslendinga í
nóvember og desember hafi kost-
að 130 milj. kr. Því setur að mér
óhug þegar boðað er nýtt banka-
málafrumvarp þar sem vextir
verða gefnir alveg frjálsir eða
m.ö.o. að lögleiða eigi vaxtaok-
ur. Halda menn virkilega að slík
peningamálastefna gangi upp?
Ég veit að tískuverslanir og
önnur fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu geta greitt háa vexti, að
maður tali nú ekki um afþreying-
arstaði og vímuefnasala svo
eitthvað sé nefnt, sem hefur mik-
inn veltuhraða í viðskiptum, en
framleiðslugreinarnar til sjós og
lands, bundnar verðlagsákvæð-
um eða verði á erlendum mörku-
ðum og oft með lítinn veltuhraða,
hafa enga möguleika á að taka
þátt í slíku uppboði. Sama máli
gegnir með verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki á landsbyggðinni,
sem verða að liggja með stóra
lagera en hafa lítinn veltuhraða,
velta kannski tvisvar til þrisvar á
ári sum hver.
Minnki verðmætasköpun
landsbyggðarinnar verður þess
fljótt vart á höfuðborgarsvæðinu
því að þróun síðustu ára bendir til
þess, að hvert eitt nýtt atvinnu-
tækifæri landsbyggðarinnar leiði
af sér 5-6 ný þjónustustörf á höf-
uðborgarsvæðinu. Því eru allar
athygli verðar tillögur um
jafnrétti milli landshluta, ekki
bara jöfnun atkvæðisréttar held-
ur miklu fremur að hver lands-
hluti njóti þeirra verðmæta, sem
hann skapar, til atvinnulegrar og
félagslegrar uppbyggingar innan
sinna vébanda.
Krítarkortin
Annars er sama hvert litið er,
allt virðist miða að því sama, að
styrkja beri og auka alla milliliða-
starfsemi í landinu. Eitt nýjasta
blómið á þeim akri er notkun
krítárkorta. Nú skulu þeir, sem fá
lánaða peninga, alls ekki greiða
fyrir það sjálfir heldur skulu þeir,
sem enn eru svo vitlausir að stað-
greiða vöru og þjónustu, greiða
líka fyrir þann aukakostnað, sem
kortanotkunin hefur í för með
sér, því allir vita, sem vilja vita,
að 30-45 daga greiðslufrestur
kostar peninga og þeir koma ekki
frá öðrum en þeim, sem kaupa
vöru og þjónustu. Að mati kaup-
mannasamtakanna þýðir þessi
kostnaður 5-6% hærra vöruverð.
Ég held að mál sé fyrir okkur,
sem unum þessu illa, að samein-
ast um þá kröfu, að kortanotend-
ur greiði sjálfir og einir þann
kostnað, sem af kortanotkun
óhjákvæmilega leiðir.
Hér verður að láta staðar num-
ið um stund, þar sem erindið allt
rúmast ekki innan þess ramma,
sem Landsbyggðinni er settur
hverju sinni. Síðari hlutinn fjallar
um landbúnaðarmál og mun
hann birtur við fyrstu hentug-
leika.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
- mhg
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. febrúar 1986