Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 2
Miku skammtur draugum og do-do-konum Tilvera dagblaöa byggist umfram allt annað á því að blöðin seljist, um það er ekki deilt. Hins- vegar virðast menn seint ætla að komast til botns í því, hvað það er sem selur dagblöð og hefur einkum verið deilt um það á síðustu og verstu tímum, hvort það sé útlitið eða innihaldið sem lokkar fólk til að kaupa blöðin. Þeir sem telja að útlit blaðanna skipti mestu máli hafa mátt sín meira á síðustu árum. Rök- semdir þessa hóps eru einhvern veginn svona: - Innihald dagblaða, sem ekki seljast út á útlitið, skiptir engu máli, einfaldlega vegna þess að ef enginn kaupir dagblað les það heldur enginn. Innihald dagblaðs sem ekki selst er einsog innihald flösku sem enginn drekkur úr. Það veldur hvorki böli né búsifjum. Kannske best, þegar öllu er á botninn hvolft, að gefa bara út blöð sem enginn les og tappa á flöskur sem enginn drekkur úr. í hinum hópnum eru þeir sem telja innihald blaðanna vænlegt til að selja þau. Þessi hópur varð undir í blaðaheiminum fyrir nokkrum árum. Þetta gerðist með þeim hætti að aðstandendur blaðanna vöknuðu upp við þann vonda draum að blöðin voru að hætta að seljast. Sest var á rökstóla og reynt að komast til botns í því, hvers vegna fólk fengist ekki til að kaupa blöðin. Til voru kvaddir sérhæfðir fjölmiðlafræðingar, markaðsfræðingar, félagsfræðingar, atferlis- fræðingar, útlitshönnuðir, leiátmenn og lit- greinendur. Síðan var setið á rökstólum mánuð- um saman og að niðurstöðunni fenginni tilkynnt að til að selja blöðin yrði að breyta útlitinu. Rokið var til og sextánda síðan flutt á aðra síðu, önnur síðan á þá elleftu, baksíðan á forsíðuna og for- síðanábaksíðuna.Til að fríska svo uppá útlitið var stígið það djarfa skref að setja grænt þar sem áður var blátt og jafnvel blátt þar sem áður var grænt. Myndir sem fylgdu fréttum af ber- rössuðum konum voru hafðar meira á ská en áður og letrinu breytt í steinskrift eða skáletur. Popp og íþróttir réðu því svo hvað í blaðinu kæmi og í hvaða magni. Þetta var kallað að blöðin hefðu fengið feis- I ift. Þá var ákveðið að blöðin mættu ekki heita neitt, ef þau ættu að seljast. Þau voru skýrð uppá nýtt: Há-Pé, Dé-Vaff, og Enn-Té. Minnstu munaði að Þjóðviljinn fengi nafngiftina Þoddn- Vaff og í raun og veru bjargaði það Þjóðvilja- mönnum í þetta skipti eins og svo oft áður, hvað löng er í þeim leiðslan. Sagt er að öll þessi feislift og útlitshannanir blaðanna hafi tekist dável. Tíminn tapaði ekki nema tuttugu miljónum á tveim árum, en það varð til þess að þeir sem töldu innihald blaða skipta nokkru urðu ofaná á þeim bæ, blaðið fór aftur að heita Tíminn og birta fréttir sem væn- legar voru til að stækka lesendahópinn. Heimsstyrjaldarfréttir birtust af því að kominn væri upp magnaður draugagangur í einbýlis- húsi háttsetts embættismanns í Reykjavík, hrellingar íbúanna voru tíundaðar og rannsókn- arblaðamennsku beitt til að komast til botns í málinu. Sérfræðingar í eilífðarmálum voru til kvaddir og magnaður upp í landinu gífurlegur áhugi á þessum draugagangi svo nú selstTím- inn eins og heitar lummur og bara „Tíma- spursmál" hvenær tuttugu miljónirnar verða komnar í kassann aftur. Allir sem eitthvað hafa verið handgengnir dagblöðum í gegnum tíðina vita að það er eink- um tvennt, sem hægt er að treysta að hleypi sölu í blöðin á íslandi. Þetta tvennt er drauga- gangur og hórarí. Blöð sem þurfa að seljast hafa, svo langt sem ég man, með reglulegu millibili fitjað uppá vafasömum uppátækjum framliðinna, venjulega á Grettisgötunni eða Njálsgötunni, og ennþá vafasamari uppátækj- um vafasamra kvenna, í austurbænum, eða jafnvel vestur í bæ, sem þykir enn fréttnæmara. Rökstuddur grunur um að til sé kvenfólk sem selur blíðu sína getur orðið íslenskri blaðaút- gáfu ótrúleg lyftistöng. Slíkt er kjarngóður blaðamatur og stórtíðindi, sem eiga heima undir heimsstyrjaldarfyrirsögnum, einkum ef grunur leikur á að hóraríið hafi verið framið í gamla bænum í Reykjavík. Sagt er að hvítir hrafnar séu sjaldséðir á ís- landi en fásénari þó konur úr hófi lausar í rás- inni. Sjaldgæfastar eru þó gleðikonur og að flestra dómi ekki til hérlendis, þar sem á íslandi þykir ekki við hæfi að taka peninga fyrir það sem gert er sér til gamans. Þess vegna er það að Dagblaðið Vísir selst upp dag eftir dag um þessar mundir. Fréttin um að þrjú exemplör af mjög sjaldgæfum konum hafi stigið á landi á Eskifirði hefur vakið heimsathygli á íslandi og vonandi verða þær stöllurnar Suzan, Debby og Joan frá Húll til þess að blása lífsanda í frjálsa og óháða blaða- mennsku í nánustu framtíð, með því að ala á gruni um það að þær taki peninga fyrir að gera do-do, í stað þess að gera do-do gradís einsog plassiður er á íslandi. Þeir sem unna frjálsri og óháðri blaða- mennsku bjóða stöllurnar velkomnar til íslands og vona að þær fremji á næstunni eitthvað það sem orðið gæti til þess að blása lífsanda í ís- lenska fréttamennsku. Hvað segja þeir ekki háskólanum í Osló: (Lausl. þýtt.) norska blaðamanna- Blöðin seljast betur ef birtist fréttahvellur um fagrar konur, fölsuð bréf, framliðna og mellur. Ekki blankur Hermann Björgvinsson sá er var handtekinn í fyrra fyrir okur er, eins og Þjóöviljinn hefur skýrt frá, byrjaöur iöju sína aftur. Á dögunum kom hann í banka hér í borginni til aö greiða ýmsa heimiiis- reikninga, eins og gengur. Gjaldkeranum brá í brún þeg- ar hann rétti fram ávísun uppá 3,2 miljónir króna til að greiða með þessa smáreikninga. Og það sem meira var, Hermann heimtaði að fá til baka í reiðufé. Ávísun sú sem Her- mann greiddi með var gefin út af einum af verðbréfamark- aðnum í borginni.B Dýrt spaug hjá Jóhanni Þóri Jóhann Þórir ritstjóri Skákar sem Helgi Ólafsson kallar Ragnar í Smára skáklistar- innar gefur nú út mótsblað Reykjavíkurskákmótsins og| vinnur það á nóttunni eftir að skákum lýkur. Jóhann hefur talsverða reynslu af slíkri út- gáfu og sá ma. um útgáfu mótsblaðs á síðasta ólympíu- móti í Luzern í Sviss. Það ævintýri endaði að vísu með ósköpum því innfæddir stóöu ekki við gerða samninga. Jó- hann hefur nú komið málinu fyrir svissneska dómstóla sem kostar bæði fé og fyrir- höfn. Er kostnaður Jóhanns við málareksturinn orðinn um þrjár miljónir króna. Næsta ól- ympíumót verður haldið í Sameinuðu furstadæmunum við Persaflóa og hafa móts- haldarar komið að máli við Jó- hann og spurt hvaða skilyrði hann myndi setja fyrir því að gefa út mótsblaðið. Talsverð tvísýna ríkir um þetta ólympíu- mót því arabar hóta því að úti- loka (srael frá þátttöku. Mörg ríki á Vesturlöndum hafa svar- að þeirri hótun með því að neita að mæta en ekkert liggur enn fyrir um afstöðu Skáksambands íslands í því máli. Til fróðleiks má vitna hér í viðtal við Margeir Péturs- son stórmeistara sem segir um ólympíumótið: „Það er mjög slæmt ef við verðum ekki með í því. Allir í landslið- inu eru á mikilli uppleið og liðsandinn góður. Ölympíu- mótin á tveggja ára fresti hafa verið prófsteinn á getuna og það væri mjög slæmt að missa mótið úr núna.“B Heimir í framboð Alþýðubandalagsfólk í Kópa- vogi vinnur nú aö því að koma saman framboðslista fyrir kosningarnar til bæjarstjórnar í vor. Björn Ólafsson sem hef- ur skipað 1. sæti listans um langt árabil hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Hinsvegar hefur uppstillinga- nefnd nú fengið jáyrði frá Heimi Pálssyni formanni Bandalags kennarafélaga um að hann taki að sér sæti Björns. Líklegt er talið að Heiðrún Sverrisdóttir skipi áfram 2. sætið en öllu erfiöar hefur uppstillinganefnd gengið að finna fólk í næstu sæti. Á meðan allaballar strita við að leysa það verkefni undirbúa aðrir flokkar í bæjar- stjórn Kópavogs prófkjör og framboð af kappi miklu...B Stuðmenn og kínverskt siðgæði að Stuðmenn hagi sér vel svo ekki verði endanlega skrúfað fyrir vestrænt popp í Kína. Þessa stundina dvelja Stuð- menn hins vegar í Bretlandi við plötuupptökur.B Nú er að skýrast ferðaáætlun Stuðmanna í Kínaförinni sem hefst 7. maí nk. Ferð hljóm- sveitarinnar stendur í þrjár vikur og á þeim tíma heldur hún á að giska tíu hljómleika, ma. í Kanton sem er háborgj frjálslyndis í Kína og í ná-| grenni Tfbet sem þykir einnaj siðlátasti hluti Ríkisins í miðju. Stuðmenn eru fyrsta vest- ræna popphljómsveitin sem heimsækir Kína eftir að; drengirnir úr Wham! voru þar á ferð en þeir féllu ekki alls- kostar í kramið hjá siðprúðumi kínverjum. Eftir þá ferð hefur| vestrænum poppurum reynstl örðugt að fá leyfi til tónleika- halds í Kína þótt slík leyfi séu mjög eftirsótt. Rolling Stones hafa árangurslaust sótt um leyfi og leyfi til áströlsku hljómsveitarinnar Men at Work var afturkallað ekki alls fyrir löngu. Það er þvíeins gott Býður íhaldið klofið á Isafirði? Nýlega fór fram prófkjör Sjálfstæðismanna á ísafirði um skipan framboðslista vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor. Athygli vakti að 1. maður á listanum við síðustu kosningar, Guðmundur H. Ingólfsson, tók ekki þátt í próf- kjörinu. Sagt er að Guðmundi hafi ekki verið boðið að taka þátt og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða fram sér- stakan lista í vor. Guðmundur hefur setið í bæjarstjórn ísa- fjarðar sem fulltrúi Sjálfstæö- isflokksins allt frá árinu 1971 og þar áður í hreppsnefnd Eyrarhrepps...B 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.