Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIIl U B fí, R Lesendabréf í Prövdu Látum alla standa í sömu biðröðum - Burtmeð forréttindin - Hvað er á seyði rétt fyrirþing Kommúnistafiokksins sovéska? Allt frá því að Gorbatsjof tók við embætti flokksleiðtoga í So- vétríkjunum hafa fréttaskýrend- ur verið önnum kafnir við að draga saman líkur í spár um það, hvers væri af hans stjórnartíð að vænta. Ætlar hann að snúa við blaði í Afganistan? Ætlar hann að draga úr miðstýringu efna- hagslífsins og brydda upp á einkarekstri í smáum stíl eins og Ungverjar gera? Verður horfið frá því að Kommúnistaflokkur- inn sé kjarni hvers fyrirtækis og hverrar stofnunar eins og segir í stjórnarskrá Bréfsnéfs? Agi verður að vera Enn sem komið er hafa ekki fundist þau svör í munni eða gjörðum Gorbatsjofs, sem geri líklegar meiriháttar breytingar á þeim sviðum sem nefnd voru. Aftur á móti hafa menn veitt því eftirtekt, að mikil áhersla hefur verið lögð á að auka framleiðni og afköst og þá ekki síst með hertum aga. Agakröfurnar hafa bæði komið fram í öflugri herferð gegn gömlum förunaut rússnesku þjóðarinnar, vodkanu („eigi er kátt með Rússum nema kneyfað sé“ segir í gömlum annál) - og svo í greinum um spillingu háttsettra manna hjá flokknum eða í stjórnkerfi ríkisins. Ogfylgirmeð sögum þeim, að margir þeir sem hafa notað stöðu sína til að raka að sér auði og fríðindum, meðal annars með því að leggja eins- konar mútuskatt á undirmenn sína og viðskiptaaðila, hafi fokið úr embætti með smán. Rekinn eða fœrður til? Það er að sönnu ekki nýtt í So- vétríkjunum að barist sé gegn brennivíni - en það er nú gert með óvenjulega mikilli hörku eins og menn hafa frétt. Það er heldur ekki nýtt, að rakin séu dæmi af spilltum og ónýtum emb- ættismönnum. En þau eru óvenju mörg í sovéskum fjölmiðlum núna og menn spyrja fleiri spurn- inga um slík mál en tíðkast hefur. Til dæmis segir í samantekt, sem byggir á lesendabréfum til Pröv- du, þann 13. febrúar, að marg- sinnis hafi verið kvartað yfir sví- virðilegu framferði flokkshöfð- ingja í tilteknu héraði í Úzbekist- an. Loks hafitekist aðfáþá rekna en - „hvers vegna var það ekki gert fyrr?“ spyr einn þeirra sem fyrir ranglæti varð. Aðrir bera í sínum lesendabréfum fram kröf- ur um að spilltum ábyrgðar- mönnum sé refsað harðlega. Og þá er sérstaklega ráðist á þá for- múlu, sem afar oft sést eftir að hneykslismál koma upp. Kvörtun hefur komist á prent og héraðs- nefndir Flokksins hafa talið sér skylt að gera eitthvað í málinu (það er ekki hægt að hunsa það sem kom í Prövdu eða Ízvestía). Og þá er oft sagt sem svo: Mál félaga Ivanofs eða Sidorofs hefur verið tekið til athugunar, þeim hefur verið gefin ströng áminning og þeir fluttir í annað starf. Og nú spyrja Prövduiesendur: Hvað þýðir þetta? Er bara verið að flytja til fólk í önnur störf jafngóð? Og þetta er óvenjuleg spurning, því hér er spurt um bannorð eins og nomenklatúruna - það er að segja, það kerfi, sem tryggir að þeir sem stjórna halda áfrám að stjórna. Sá sem hefur sýnt ódugnað og spillingu við rekstur stálbræðslu er settur til að stjórna leikhúsinu í næstu borg... Þeir auka misréttið Samantektin í Prövdu þann 13. febrúar heitir „Hreinsun". Og þar er m.a. að finna kafla úr bréfi frá N. Nikolaéf frá Kazan, sem kveðst hafa verið í Kommúnista- flokknum frá 1940. Þar segir: „Pegar menn velta vöngum yfir félagslegu réttlœti er ekki hœgt að líta fram hjá því, að leiðtogar hefur ekki svo ég viti hleypt slík- um umkvörtunum í gegn, og er þó ekki að efa að oft hefur verið reynt að vekja máls á þessum fyrirbærum. Launamunur og fríðindi Nikolaéf frá Kazan hefur lesið sinn sovéska marxisma. Hann er ekki að fara fram á launajöfnuð. Hann gerir enga athugasemd við þá formúlu, að í Sovétríkjunum sé sósíalismi og þar með sé ekki búið að framleiða þær allsnægtir að allir hafi nokkurnveginn nóg. Og þar með verði að misskipta gæðum „eftir starfi". Hann notar “pe,io,c3jTOBcKHT »««ai nP„ccM " 'T" n?™™ úúcK í„ npocra.m?PnJ?í>MKa "a,L'e*} *h.hiii coBceM anpe.Bi.CKHM bcea flpoeKT *,/#U^EHHE PA3TOBOP SisEHHsín * 3HH M ua oörnnx ociim/l B o6uKHOBeiuiuil nan «-mo;kct 6Zh toZ “T n0CI01,r > oS: M^‘i„CKOpcc ofe- “PHBHKeS TTT OI““*yTC* OT “HCTKa annapaTa>U v8*011 “ 1919 ro-’a m„ckdh,, E XíScee. 'le" KITCC - apuö OobbS00" ™ro *e .l“aecK0íi'H;,CT”e"?U'eii "apT"“ Snf "y*"° 1 napTMM npono;uiT "wð 27d»»» ccíívác orpoMnvK, paCoTy,-| undir hausnum sem minna fá, og þeir eru líka til sem fá miklu meira (einn á móti tíu var sagt). Og það sem verra er. Þeir sem mest fá, fá ekki bara meiri peninga. Þeir, makar þeirra og börn, hafa aðgang að sérstökum sjúkrahúsum og hressingar- heimilum, sem eru betri en önnur, að sérstökum verslunum Mikhaíl Gorbatosj: „Við vonum að talað verði við okkur í hreinskilni um hvaðeina" segja lesendabréfin. flokksins, stjórnarstofnana, verkalýðsfélaga og jafnvel Ung- kommúnistasamtakanna, auka í raun einatt á félagsiegt misrétti, með því að notfcera sér allskonar sérstakar matstofur, sérstakar verslanir, sérstök sjúkrahús og þar fram eftir götum. Við búum við sósíalisma, gott og vel, og þá á hver og einn að fá í sinn hlut eftir starfi. Látum svo vera, ekki vilj- um við jafna allt út („béz úravníl- ovki“): sá sem stjórnar fœr hcerri laun ípeningum. En í öðrum efn- um á ekki að vera um forréttindi að rœða. Látum yfirmanninn fara með öllum hinum í venjulega verslun og standa í biðröð rétt eins og allir hinir-má vera að þá gangi fljótar að útrýma þessum bið- röðum sem allir eru hundleiðir á. En varla munu þessir „notendur sérstakra gœða“ hafna fríðindum sínum sjálfir, hér þarf að koma til löggjöf og róttcek hreinsun í kerf- inu". orðið „úravnílovka“ um jafn- launastefnu, en það hefur verið skammaryrði í Sovétríkjunum síðan um 1930: kennarar í so- véskum marxisma segja, að launajöfnuður dragi úr frum- ÁRNI BERGMANN Nýmœli Þessi klausa í Prövdu er mjög merkileg, og kannski það merki- legasta semhefurbirst í því blaði lengi. Fyrst og fremst vegna þess, að hér er gagnrýni, sem ekki heldur sig við það, eins og venju- lega að einstaka háttsettir menn, jafnvel nafngreindir, hafi illt gjört eða ekki neitt. Hér er ráðist að kerfisvanda, að ákveðnu fyrir- komulagi. Það er ráðist að fríð- indum þeirra sem best eru settir fyrir í launum. Og ég veit ekki til þess að það hafi áður komist á prent, að lagt sé til að afnema sérstakar verslanir eða sjúkrahús fyrir háttsetta menn og fjöl- skyldur þeirra. Sovéska ritskoð- unin, sem er afar ströng og altæk, kvæði manna og þar með fram- förum í þjóðfélaginu. Hinsvegar hefur það lengi vafist fyrir þeim, hver launamismunurinn væri eða mætti vera og hvernig sé hægt að finna sæmilegan mælikvarða á „verðmæti“ hinna ýmsu starfa. Sovéskur hagfræðingur, sem hingað kom fyrir nokkrum árum, var að því spurður eftir fyrirlestur á vegum MÍR, hvað hann teldi eðlilegan eða leyfilegan launa- mun (mestan mun hæstu og lægstu launa) í þjóðfélagi eins og hinu sovéska. Hann sagði: einn á móti tíu. Áheyrendur setti hljóða. Þeir hefðu kannski orðið enn meira hissa ef þeir hefðu vit- að, að þessi munur er enn raun- verulegri en hann sýnist vegna þess, að Sovétmenn beita ekki stighækkandi tekjusköttum til að jafna tekjur. Málið er nokkuð flóknara en fram kom í svari hins sovéska hagfræðings. Yfirgnæfandi meiri- hluti sovéskra launamanna tekur kaup sem er í hlutföllum einn á móti tveimur - frá 100 til 200 rúblur á mánuði. En til eru þeir þar sem ekki þarf að standa í bið- röð, þar sem hægt er að panta ófáanlega vöru og fá hana á föstu verði. Sérverslanir eru almenn- ingi vitanlega feiknamikill þyrnir í augum í landi þar sem vöru- skortur af einu eða öðru tagi er eitt helsta vandamál hversdags- leikans og stelur bæði miklum tíma í biðröðum og peningum til þeirra sem selja á „frjálsum“ bændamarkaði, eða á svörtum. Þar fyrir utan eru svo ýmis fríð- indi á vinnustað („sérstakar mat- stofur“ segir í bréfinu). Tímasetning Bréfritari leggur semsagt til að þetta tvöfalda kerfi sé lagt niður. Það er ekki að efa að allur al- menningur er honum fyllilega sammála. Sá sem þessar línur rit- ar hefur margoft heyrt svipaðar hugmyndir af vörum sovéskra kunningja: launamunur, látum hann vera. En látum alla fá sömu þjónustu, standa í sömu bið- röðum. Og þá er einmitt því við bætt einatt, að það sé lítil von til þess að háttsettir áhrifamenn láti vöruskort og herfilega þjónustu eða gallað húsnæði osfrv. til sín taka, þegar þeir þurfa aldrei að glíma við slík mál sjálfir. Þeir eru eins og í öðrum heimi. En eins og áður var sagt: þessi forréttindamál hafa ekki verið til umræðu á prenti nema einstöku sinnum undir rós. Og þá kannski frekar með þeim hætti, að sagt var að óverðugir nytu þeirra - en ekki svo að umbúðalaust sé skotið á forréttindin sjálf. Borið fram það grundvallarviðhorf, að forréttindi af þessu tagi skuli ekki vera. Þess vegna er samantektin í Prövdu mikillar athygli verð. Það dregur ekki úr gildi hennar, að hún birtist skömmu fyrir þing Kommúnistaflokksins, sem hefst einmitt sama dag og það fræga tuttugasta flokksþing fyrir ná- kvæmlega þrjátíu árum. En það var á því þingi sem Krúsjof flutti fræga leyniræðu um Stalín, ræðu sem átti eftir að hrista og skekja hið sovéska samfélag með ýms- um jákvæðum afleiðingum - þótt niðurstöður yrðu svo smávægi- legri en búast mátti við um skeið. Opnara þjóðfélag? I samantektinni „Hreinsun“ er undir lokin vitnað til lesenda- bréfs frá manni, sem ekki er f Kommúnistaflokknum, en heitir á hann að „treysta okkur og tala við okkur í hreinskilni um hvað sem er“. Maðurinn biður ekki guð um lítið. En þeir sem hafa flett sovéskum dagblöðum að undanförnu geta reyndar rekið sig á það, að víða heyrast nú kröf- ur í þeim um að létt verði af laumuspili og bannhelgi á að fjalla um erfiðar og „háskalegar“ staðreyndir, sem hefur fyrir löngu skapað feiknarlegan trún- aðarbrest milli sovésks almenn- ings og sovéskra fjölmiðla. Með einum eða öðrum hætti - og oft- ast reyndar í varfærnum tón - er beðið um opnara sámfélag. Og Tsjúkhraj kvikmyndastjóri og Évtúsjenko skáld, sem báðir komu mjög við sögu endurnýjun- arskeiðs í sovéskri kvikmynda- gerð og bókmenntum um 1960, þeir eru enn komnir á kreik og kvarta yfir því að valdsmenn þrengi kost listamanna, sem segja vilja „sannleikann um sitt samfélag“. Fleiri fréttir, stórar og smáar, eru fróðlegar. Nokkrir vísindamenn af gyðingaættum, sem neitað hafði verið um leyfi til að flytja úr landi, fá mál sín end- urskoðuð. Tass birtir viðtal við þekktan bókmenntamann þar sem Boris skáldi Pasternak er hælt á hvert reipi og út kemur ný tveggja binda útgáfa af verkum hans (en Doktor Zjivago er þar ekki með). Lesendabréf hreyfa þeim möguleika, að menn megi ekki gegna vissum pólitískum ábyrgðarstöðum nema í tak- markaðan tíma ... Svo mætti áfram telja. Hægur vandi er líka að rekja dæmi úr sovéskum blöðum sem ganga í aðra átt, til þeirrar íhaldssemi að allt skuli vera eins og það var. Það má líka benda á það, að eftir að Krúsjof hafði riðið hrossi framfara um skeið, tók hann margt aftur og ýmsar umbótatil- raunir hans urðu mjög í skötulíki - m.a. vegna þess að skrefin til málfrelsis voru ekki stigin nema til hálfs og ekki það. En samt sem áður: það er eitthvað á seyði í Moskvu nú þegar að því líður að Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna haldi tuttugasta og sjöunda flokksþing sitt, sem hefst á þriðjudaginn kemur. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.