Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 9
Útvarp Algert frelsFnauðsynlegt Ævar Kjartansson: „Útvarpið getur verið mjög félagslegur miðill þótt við séum ekki alin upp við slíkt". Mynd: Sig.' í síöustu viku setti Sverrir Her- mannsson menntamálaráð- herra þrjár reglugerðir um út- varpsmál en í þeim er kveðið nánar að framkvæmd nýju út- varpslaganna sem tóku gildi um síðustu áramót. Útvarps- réttarnefnd var ekkert að tví- nóna við hlutina heldur gaf út fjögur fyrstu leyfin til tíma- bundins útvarpsrekstrar á mánudaginn. Þessi fyrstu leyfi voru öll til framhalsskólanema sem óskuðu eftir leyfi til útvarps í stuttan tíma. Fjórar aðrar umsóknir lágu fyrir nefndinni, tvær voru sendar til umsagnar Pósts og síma en þær voru frá íslenska útvarpsfélaginu sem ráðið hefur Einar Sigurðsson sem útvarpsstjóra og íslenska sjónvarpsfélaginu sem ætlar að dæla engilsaxnesku léttmeti úr gervihnettinum Sky Channel til fslenskra áskrifenda um kapal. Loks var beðið um nánari upplýs- ingar frá tveimur umsækjendum, Vídeólundi á Akureyri og kristi- legum samtökum sem hyggja á hljóðvarpsrekstur. Af þessum sólarmerkjum má ráða að fyrstu öldum fjölmiðla- bylgjunnar miklu sem spáð hefur verið sé farið að skola hér á land. Af því tilefni fannst okkur ekki úr vegi að rabba við Ævar Kjartans- son útvarpsmann. Ævar er í árs- leyfi frá Ríkisútvarpinu og notar það ma. til að kanna möguleika á útvarpsrekstri á vegum BSRB en hann hefur verið starfsmaður út- breiðslunefndar bandalagsins að undanförnu. Auk þess er Ævar varafulltrúi Alþýðubandalagsins í útvarpsréttarnefnd. Við báðum hann fyrst að segja álit sitt á reglugerðum Sverris. Allar hömlur varasamar „Þær eru mjög opnar sem mér finnst gott. Ef menn á annað borð ætla sér að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins verða þeir að gefa útvarpið algerlega frjálst. Allar hömlur á leyfisveitingum eru varasamar því með háu leyfis- gjaldi td. er strax farið að setja þátttökulýðræðinu skorður. Ef þröskuldurinn er hár útilokar hann ýmsa hópa frá þátttöku. í núverandi stöðu er ég því alveg sammála Kjartani Gunnarssyni og hans félögum um að gefa verði útvarpið algerlega frjálst. í lögunum er opnað fyrir þann möguleika að utanaðkomandi aðilar, td. fyrirtæki, fjármagni einstaka dagskrárliði. f reglu- gerðinni er svo sett það skilyrði að tekið sé fram í upphafi og lok útsendingar hver hafi kostað þáttinn. Þetta finnst mér jákvætt því þótt svona ákvæði komi ekki í veg fyrir óbeinar auglýsingar tel ég hyggilegra að hafa lögform- lega aðferð til að fá fé til dag- skrárgerðar frá öðrum. Annars kemur það bara inn um bakdyrn- ar.“ Útvarpa fyrst, spyrja svo — Eigendur höfundarréttar hafa af því áhyggjur að nýju stöðvarnar kunni að brjóta á þeim höfundalög. „Okkur Helga Guðmundssyni tókst að koma inn í reglugerðina ákvæði um að leyfi til útvarps- rekstrar skuli bundið því skilyrði að aflað verði heimildar rétthafa samkvæmt höfundalögum. Það er nauðsynlegt að hafa svona ákvæði inni en ég er ekki hræddur um að stöðvarnar brjóti gegn höfundarrétti. Samtök höfunda munu fylgjast með því að hann sé Ævar Kjartansson útvarpsmaður: Áhugi hœgri- manna á nýjum útvarpsstöðum virðist hafa dvínað í takt við aukin yfirröð þeirra á Ríkisútvarp- inu. Félagshyggju- fólk hugsar fjölmiðlamálin uppánýtt. virtur. En reynslan úr BSRB- verkfallinu sýnir að þörf er á að tryggja þetta. Höfundar þurfa auðvitað að fylgjast vel með og koma í veg fyrir að menn útvarpi fyrst og spyrji svo.“ — Sums staðar erlendis hafa risið upp deilur um það hvernig rekstri og eignarhaldi á dreifi- kerfum skuli háttað. Hvernig verður því háttað hér? Cetur hver sem er grafið kapla í jörð út um allar þorpagrundir? „Samkvæmt lögunum er mönnum heimilt að eiga ogjeka dreifikerfi en það er ekki ljóst hvernig því verður háttað. Um- ræðan hefur hingað til einkum snúist um rekstrarformið og hver megi auglýsa í útvarpi. Almenn stefnumótun í fjölmiðlamálum, menningarstefnu útvarps oþh. hefur setið á hakanum og sama gegnir um drefikerfið. Kaup og rekstur á dreifikerfi fyrir hljóð- varp og sjónvarp er dýrt og það er meira en að segja það að koma því upp. Þess vegna sýnist mér menn vera farnir aö renna hýru auga til Pósts og síma um rekstur dreifikerfisins og ég á von á að Póstur og sími annist útsendingar fyrir einkastöðvarnar eða þá leigi þeim sendibúnað. Lagning sjónvarpskapla er hins vegar mál hverrar sveitar- stjórnar og það hefur ekki reynt á viðbrögð þeirra síðan Vídeósón fékk leyfi til að leggja sína -kapla um árið, amk. ekki hér í Reykja- vík. Það er rosalegt verkefni að kapalvæða stór svæði og miðað við hugsunarhátt íslenskra kap- ítalista á ég von á að þeir leiti til hins opinbera um aðstoð við slíkt fyrirtæki.“ Minni áhugi? — Attu von á því að Ijósvakinn fyllist á augabragði? „Ég veit það ekki. En það er merkilegt að í vetur er eins og áhuginn á frjálsu útvarpi hafi dvínað. Kannski hefur pólitíska ákefðin dottið upp fyrir hjá hægrimönnum eftir að þeir fengu meiri tök á Ríkisútvarpinu, þá er ekki eins mikil pólitísk nauðsyn á nýjum stöðvum. Á hinn bóginn hafa félags- hyggjuöfl orðið uggandi um sinn hag og farið að hugsa fjölmiðla- málin upp á nýtt. Þeim sem ekki eru sömu skoðunar og stjórnvöld finnst eðlilegt að þeirra raddir heyrist jafnt og annarra. í því sambandi vil ég benda á að frétta- stofur ríkisfjölmiðlanna hafa ekki fengið nógu mikið aðhald frá vinstri. Morgunblaðið hefur komist upp með sinn sniðuga leik að hamra á því að fréttastofurnar séu fullar af kommum og þessi áróður hefur orðið til þess að fréttamenn hafa farið að ritskpða sjálfa sig. En þótt ég gagnrýni hægri öflin fyrir að beita sínu pólitíska valdi yfir ríkisfjölmiðlunum þá vil ég að það komi fram að Markús Örn hefur aldrei gefið tilefni til þess að halda annað en að hann ætli að standa sig sem útvarpsstjóri. Auðvitað er hann pólitískur en hann er líka kraftmikill starfs- maður. Ég hef heyrt því haldið fram að hann hafi verið sendur á útvarpið til að drepa það í dróma og auka þar með svigrúmið fyrir einkastöðvarnar. Þetta er klisj- ukenndur málflutningur því mál- ið er ekki svona einfalt." Eins og sveitasími „Vonandi verður útvarpsfrels- ið til þess að auka skoðanaskipti og þátttöku ýmissa hópa. Það er jákvætt að fleiri skoðanir komi fram og ef vel er að útvarpsrekstri staðið er útvarpið mjög félags- legur miðill. Það er eins og fjöl- rása sími og býður upp á mikla þátttöku hlustenda. Útvarpið getur því gegnt mikilvægu samfé- lagslegu hlutverki þótt ég efist um að svo verði hér fyrst um sinn. Við erum ekki alin upp við slíkt." — Hvað áttu við? „Við erum vön einum miðli, einu ríkisútvarpi, og af því að í Reykjavík býr rúmlega helming- ur þjóðarinnar munu fyrstu stöðvarnar verða eins konar landsútvarp. En að því mun koma að þörfin fyrir grenndar- útvarp vaknar, það gerist þegar menn læra að nýta sér miðilinn og það rennur upp fyrir fólki að út- varpinu svipar til sveitasímans þar sem menn héldu stundum símafundi. Mig langar að segja eina dæmi- sögu til skýringar á þessu. Þegar síminn kom til landsins árið 1906 höfðu menn ekki þær hugmyndir um hann að einungis tveir ættu að tala saman. Á Hólsfjöllum var verið að skíra barn stuttu eftir komu símans og þá var trektinni haldið fyrir framan prestinn svo ættingjar þess á Akureyri gætu fylgst með atburðinum. Þetta hefur sennilega verið fyrsta út- varpið. Svo lærðu menn á símann eins og menn munu læra á útvarp- ið.“ Niðurgreitt Reykjavíkur- útvarp? — En er ekki viðbúið að nýju stöðvarnar einskorðist við höfuð- borgarsvœðið og hugsanlega Eyjafjörðinn en að landsbyggðin verði að mestu útundan ífjölmiðl- abylgjunni? „Jú, það er hætta áJþví að þjóð- in klofni í tvo hluta. Eg hef heyrt það á máli landsbyggðarfólks að það er uggandi. Það óttast að ef auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins skerðast og því yrði mætt með hækkuðum afnotagjöldum þá kæmi upp sú staða að lands- byggðin borgaði niður útvarps- stöðvar fyrir reykvíkinga. Lögin gera ráð fyrir leyfis- veitingum til svæðisbundins út- varps en það virðist samt ekkert vera því til fyrirstöðu að tengja svæðin saman. Það er því hugsan- legt að koma upp landsútvarpi, ekki síst ef Póstur og sími tekur að sér útsendinguna. En þetta er óljóst. Þetta ákvæði um svæðisbundið útvarp stendur í veginum fyrir því að reksturinn sé freistandi fyrir almannasamtök. Bæði ASÍ og BSRB eru landssamtök svo dæmi sé tekið og svæðisbundið útvarp er því í andstöðu við samtakaeðl- ið. Þörf almannasamtaka fyrir út- varpsstöðvar fer að miklu leyti eftir því hvernig sambúðin við Ríkisútvaroið verður. Það er eðlilegra að þau geri kröfur til þess. Reyndar hefur RÚV birt auglýsingu þar sem spurt er hvort það geti aðstoðað. Stofnunin hyggst leigja dreifikerfið út til al- mannasamtaka enda er stór hluti þess ónotaður. Ég fór á fund út- varpsstjóra fyrir hönd út- breiðslunefndar BSRB eftir að þessi auglýsing birtist til að kanna möguleika á því að BSRB fengi 1-2 tíma á viku til afnota. Markús Örn tók vel í það og umsóknin er nú til umræðu.“ — Þú virðist vera bjartsýnn á þróunina í útvarpsmálunum. „Já, eins og ég sagði þá getur útvarpið aukið verulega skoðanaskiptin í landinu ef vel tekst til. Það væri hins vegar neikvætt ef menn ætla sér fyrst og fremst að græða á auglýsingum í útvarpi. Þá er hætta á að sam- nefnarinn í útvarpsmálunum lækki og verði fyrir neðan Rás 2. Að reksturinn verði einungis fólginn í samkeppni um smart kynningar á útlendri tónlist,“ sagði Ævar Kjartansson. —ÞH Sunnudagur 23. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.