Þjóðviljinn - 04.03.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Síða 1
Karfa - úrslit Ný úrslit um úrslit Valsmenn unnu Hauka og liðin mœtast íþriðja sinn í kvöld í Firðinum Þegar 9 sekúndur voru til leiks- loka í leik Vals og Hauka var stað- an 68-69 Haukum í hag. Þeir misstu þá boltann. Valsmenn fengu innkast og eftir að hafa skipulagt málin í leikhléi, skoraði Sturla Orlygsson sigurstigin fyrir Val þegar 1 sekúnda var eftir. Leiknum lauk því með sigri Vals 70-69. Og verða liðin því að mæt- ast í úrslitaleik, í kvöld í Hafnar- Síðustu leikirnir í 1. deildinni í körfu karla fóru fram núna um helgina og varð niðurstaðan sú að Reynir Sandgerði féll eftir miklar sviptingar á Akureyri þar sem Reynismenn mættu svo fáliðaðir að þeim tókst ekki að fylla völlinn eftir brottrekstra síðast í fyrri leiknum. Það verðá Snæfell og HSK sem keppa úr B-riðli 2. deildar í körfu karla í úrslitum gegn Tindastóli og Skallagrím. Þau úrslit réðust á einu stigi í leik HSK og UÍA um helgina, - þann leik þurftu UIA- menn að vinna, því að þótt þeir séu jafnir Snæfelli að stigum hef- ur Snæfell unnið báða innbyrðis- leikina. HSK vann UÍA 60-59, en á laugardaginn hafði UÍA unnið Létti 72-57. Árvaksmenn reyndu að fá leik sínum við Snæfell á sunnudaginn kl. 15.30 frestað, en þegar því var neitað gáfu þeir leikinn frekar en missa af sjón- varpsútsendingu frá viðureign Ungverja og Islendinga í Basel. Tveir leikir áttu að fara fram í firði um það hvort liðið mætir UMFN í úrslitum. „Það var mjög gott að vinna þennan leik,“ sagði Torfi Magnússon, Þjálfari Vals eftir leikinn í gær. „Við sáum það eftir fyrsta leikinn að við erum betri og það er alveg á hreinu að við gef- um ekki minna í leikinn í kvöld.“ Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel. Vörnin var góð og allt Úrslitin: Breiðablik-ÍS 49-69, Fram-Grindavík 90-77, Þór- Reynir 69-66, og í seinni leiknum 86-69. Lokastaðan í deildinni: Fram..........20 20 0 1686-1232 40 Grindavík.....20 12 8 1421-1435 24 ÞórA..........20 8 12 1358-1352 16 IS............20 7 13 1251-1337 14 Breiðablik....20 7 12 1289-1450 14 Reynir........20 6 14 1202-1404 12 A-riðlinum, en hvorugur var leikinn. Skallagrímur gaf leik sinn gegn KFÍ, og leik Tindastóls og USAH var frestað til miðviku- dags vegna dómaraleysis. Er það eini leikurinn sem eftir er í riðla- keppninni. Staðan í A-riðli: Tindastóll 7 6 1 575-491 12 Skallagrímur 8 6 2 536-462 12 ÍA 8 3 5 589-610 6 KFl 8 3 5 448-487 6 USAH 7 1 6 435-533 2 Lokastaða í B-riðli: HSK ... 10 9 1 712-570 18 Snæfell ... 10 7 3 635-536 14 UIA ... 10 7 3 631-551 14 Léttir ...10 5 5 592-582 10 Esja ... 10 1 9 502-618 2 Árvakur ... 10 1 9 490-699 2 -m Seljaskóli 2. mars Valur-Haukar 70-69 (31-29) 12-4, 20-8, 29-29, 31-29, 41-44, 48- 57, 64-65, 68-69, 70-69. Stig Vals: Sturla Örlygsson 25, Tómas Holton 19, Torfi Magnússon 14, Leifur Gústafsson 4, Kristján Ág- ústsson 4, Jón Steingrímsson 2 og Páll Arnar 2. Stig Hauka: PálmarSigurðsson 20, Ivar Webster 18, Henning Hennings- son 16, Ólafur Rafnsson 9, Eyþór Árnason 4 og Kristinn Kristinsson 2. Dómarar: Kristbjörn Albertsson og Sigurður Valgeirsson sæmilegir. Maður leiksins: Sturla Örlygsson, Val. gekk upp í sókninni. Þeir náðu upp 10 stiga mun, en þá tóku Haukarnir við sér og náðu að jafna leikinn. Valsmenn voru þó yfir í hálfleik 31-29. Haukarnir mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og náðu foryst- unni og munaði þar mestu um að Pálmar náði að rífa sig lausan, en hann hafði verið undir strangri gæslu Jóns Steingrímssonar í fyrri hálfleik. Þá reyndist Vals- mönnum erfitt að komast fram- hjá Webster í Hauka-vörninni. Valsmenn náðu þó að komast yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 58-57'og lokamínúturn- ar voru æsispennandi. Liðin skoruðu til skiptis og það var svo Sturla sem innsiglaði sigur Vals- manna á síðustu sekúndunni. Þessi leikur einkenndist af mikilli baráttu og var góð stemmning í Seljaskólanum. Sturla var yfirburðamaður í Val- sliðinu og átti mjög góðan leik. Þá voru þeir Tómas og Torfi góð- ir, þó að lítið hafi borið áTómasi í síðari hálfleik. Webster var bestur í liði Hauka og Ólafur og Henning léku sæmi- lega, þá var Pálmar góður þegar Jón Steingrímsson var ekki ná- lægt. Liðin leika úrslitaleik í kvöld um það hvort liðið mætir Njarð- vík. Sá leikur fer fram í Hafnar- firði og hefst kl. 20. -Logi. Karfa - 1. deild Fullt hús hjá Fram Reynir féll í 2. deild Karfa - 2. deild UÍA missti færið HM/Sviss Handboltinn á krossgötum Gömlu risarnir riða tilfalls, Kórea og Kúba koma á óvart. Gullið yrði í góðum höndum hjá Júgóslövum Sovétmenn heimsmeistarar, Rúmenar í öðru sæti. Þannig hljóðuðu spár flestra í upphafí heimsmeistarakeppninnar í handknattleik 1986. En hér í Sviss hefur gerst margt óvænt, og keppnin tekið óvænta og skemmtilega stefnu. Gömlu ris- arnir riða til falls, nýjar víddir hafa opnast - handknattleikurinn stendur á krossgötum. Tékkar eru fyrrverandi heimsmeistarar, Pólverjar hlutu bronsverðlaun fyrir fjórum árum. Hvar standa þessar þjóðir nú? Á sunnudag voru þær að vinna sína fyrstu sigra í keppn- inni, í botnbaráttunni gegn Kúbumönnum og Alsírbúum. Sovétríkin og Rúmenía, bæði liðin hafa tapað tveimur leikjum af þremur í milliriðlunum. Báðar þjóðir eiga enn veika von um bronsverðlaun - en ef þær halda ekki vel tj spilunum gætu þær misst af ólympíusæti og dottið niður í B-keppnina. Rúmenar lágu fyrir íslendingum einsog Tékkar og það gerist ekki oft að lið úr Vestur-Evrópu vinni tvö austurevrópsk lið í röð í heimsmeistarakeppninni. Hinir hæversku Suður- Kóreubúar segjast vera komnir hingað til að læra - þeir ætli sér hinsvegar að vera í einu af sex efstu sætunum á ólympíuleikun- um í heimalandi sínu eftir tvö ár. Þeir gætu hæglega náð þessu marki sínu strax hér í Sviss. Það eru aðeins tvö ár síðan Suður- Kórea komst fyrst í alvöru- keppni þeirra bestu í heimi - frammað því höfðu Asíubúarnir aðeins stúderað íþróttina af bókum. Þeirra létti og stór- skemmtilegi leikstíll, kryddaður barnslegri leikgleði, hrífur áhorf- endur með sér, og er það sem koma skal. Fulltrúi Ameríku, - Kúba -, er heldur ekki hér í Sviss til að fylla töluna. Kúbanir hafa með kröft- ugum og hröðum leik staðið uppí hárinu á bestu þjóðum heints og ungt lið þeirra á örugglega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Júgóslavía-Ungverjaland er sá úrslitaleikur sem nú blasir við og í Það mun vera óleyfilegt að troða boltanum upp I körfuna en hér verður ekki betur séð en Torfi Magnússon Valsari sé á þeim buxum, Sturla, fvar og Kristinn horfa á forviða. (mynd: EÓL) Italía Vítum klúðrað, unnu samt Roma vann Inter, en Platini sá fyrir öruggri Juventus-forystu Brasilíumanninuin Cerez mis- tókust tvær vítaspyrnur í leik Roma gegn Inter í ítölsku deildinni á sunnudag, en Roma vann samt, 3-1, á tveimur mörk- um Graziani á fyrstu tíu mínútun- um og viðbót Gerolin skömmu fyrir lcikslok, þrátt fyrir að Boni- ek gæti ekki leikið með og lands- liðsmaðurinn Bruno Conti varð að hverfa af vellinum. Sigur Rómu færði liðið þó engu nær toppliðinu Juventus sem vann Udin- Sang-Hyo Lee, einn hinna snjöllu Kóreumanna þeim slag eru Júgóslavarnir öllu sigurstranglegri. Þeir hafa leikið léttasta handknattleikinn af Austur-Evrópuþjóðunum, og ís- lendingar vita allt um snilli þeirra frá því landslið þeirra og besta félagslið léku á Fróni fyrir ári. Júgóslavar yrðu verðugir kyndil- berar handknattleiksíþróttarinn- ar- hjá þeim yrðu gullverðlaunin í góðum höndum. VS/Sviss. ese mcð erfiðismunum og hcldur fjögurra stiga forystu sinni. Platini skoraði sigurmark íiðsins en stigin eru ekki síður pökkuð markverðinum Stefano Tacconi. AC Milan færðist í fjórða sæti deildarinnar með jafntefli við Verona í leik sem cinkcnndist helst af slagsmálum stuðningsmanna á áhorf- endapöllum. Önnur úrslit: Como-Avellino 1-1, Fiorentina-Atalanta 0-0, Lecce-Bari 1-1, Napoli-Torino 3-1, Sampdoria- Pisa 3-0. Juventus er efst með 39 stig, þá Roma 33, Napoli 28, AC Milan 26, Torino 25, Inter 25, Fiorentina 24, Sampdoria 22, Verona 22, Atalanta 20, Como 20, Pisa 20, Bari 16, Lecce 13. m/reuter Fótbolti Til írak og Bahrein íslenska knattspyrnulandsliðið hélt utan í morgun til írak og Bahrcin og leikur tvo leiki við hvort landslið á tólf dögum. . I landsliðshópnum eru: Þorsteinn Bjarnason ÍBK, Eggert Guðmunds- son Halmstad, Gunnar Gíslason KR, Guðmundur Steinsson Fram, Plall- dór Áskelsson Þór, Ágúst Már Jóns- son KR, Loftur Ólafsson KR, Mark Duffield KS, Viðar Þorkelsson Fram, Ormarr Örlygsson Fram, Ólafur Þórðarson ÍA, Sveinbjörn Hákonar- son íA, Kristján Jónsson Þrótti, Guð- mundur Torfason Fram, Sævar Jóns- son Brann, Teitur Þórðarson Öster. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.