Þjóðviljinn - 09.03.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 09.03.1986, Side 6
OFBELDI samfélagsins GEGN BÖRNUM Guðrún Kristinsdóttir, félags- ráðgjafi, undirbýrþessa dag- ana verkefni, sem hún mun vinna að á næsta ári. Verkefn- ið byggist á starfi hennar hjá Félagsmálastofnun, en hún ætlarséraðgerakönnun á mismunun fólks til félags- legrar þjónustu eftir búsetu. Er hún á förum til Svíþjóðar þar sem hún mun helga sig þessu verki, en gögnunum hefur hún viðað að sér að undanförnu. Ég ætla að kanna hvort mun- urerávelferðinnihérí Reykjavík, þarsemfélagsleg þjónusta erfyrirhendi, þótak- mörkuð sé, og annars staðar á landinu þar sem enga slíka þjónustu er að fá. Það er hætta á að dreifbýlisfólkið, sem ekki býr við þessa þjón- ustu, eigi ekki annarra kosta völ en að f lytja á mölina þurf i þaðáhenniaðhalda. Börn afskipt Erindi blaðamanns á skrifstof- una hjá Guðrúnu var að forvitn- ast um erindi sem hún hélt á sam- norrænni ráðstefnu um barnaof- beldi. Erindi Guðrúnar fjallaði um aðstæður barna og barna- vernd á íslandi og hafði Þjóðvilj- inn haft fregnir af að þingheim hafi sett hljóðan eftir að Guðrún skýrði frá hvernig þjóðfélagið ís- lenska býr aðþeim sem erfa skulu landið. Þótti mönnum lýsing Guðrúnar með slíkum eindæm- um að tæpast gæti staðist. - Það vita allir sem kynnt hafa sér máli að börn eru mjög afskipt í opinberri umræðu hér á landi. Áhuginn fer að vísu vaxandi meðal þeirra sem vinna meðal barna, en við erum langt á eftir nágrannalöndum okkar bæði hvað varðar umræðu um aðbún- að barna í þjóðfélaginu svo og félagslega þjónustu gagnvart þeim. - Það má segja að á íslandi ríki jákvætt afstöðuleysi til barna. Það þykir sjálfsagt að börn fæðist í þennan heim og enginn viður- kennir að hann álíti börn óæski- leg. Það er þrýst á ungt fólk að það eignist börn en st'ðan er lítið gert til að tryggja velferð barn- anna. Þau virðast eiga að alast upp af sjálfu sér. Tengsi efnahags- ástands og aðstœðna barna - Aðstæður barna og barna- fjölskyldna tengjast mjög efna- hagsástandinu í landinu, hinum langa vinnudegi sem einkennir líf okkar, ástandinu í húsnæðismál- um, takmarkaðri félagslegri þjónustu, óðaverðbólgunni og því að laun eru ekki verðtryggð. - Við erum að vísu laus við atvinnuleysið, sem er mikið vandamál á hinum Norðurlönd- unum, einkum hjá ungu fólki, en á móti kemur hinn gífurlega langi vinnudagur okkar, einhver sá lengsti sem um getur á byggðu bóli, og almenn atvinnuþátttaka kvenna. 80% íslenskra kvenna 16 ára og eldri höfðu einhverjar launatekjur árið 1982. Þetta bitn- ar vitaskuld á barnauppeldinu. Smám saman hefur ábyrgðinni verið varpað yfir á skólana, án þess að skólunum hafi verið breytt í tak við tímann. Enn býr fjöldi barna við sundurslitna stundaskrá og svo er mikil vöntun á skóladagheimilum hér, sem þykja sjálfsögð í nágranna- Íöndum okkar. Þá eru almennar skólamáltíðir ekki fyrir hendi hér á landi. Börnin ganga því sjálfala stóran hluta dagsins og oft á tíð- um nærast þau fyrst og fremst á sjoppufæðu. - Þó samfélagið geri ráð fyrir atvinnuþátttöku kvenna þá eru Kynferðislegt ofbeldi Eftirfarandi dæmi um kynferöislegt ofbeldi á íslenskum börnum eru tekin upp úr ritgerð eftir Önnu M. Guömundsdóttur, kenn- ara, en ritgerð hennar fjallar um ofbeldi gegn börnum á íslandi. Börn þessi hafa alist upp í mismunandi stéttum þjóðfélagsins, þannig að slíkt ofbeldi virðist ekki einangrað við ákveðna þjóð- félagshópa fremur en aðra. Faðir/stjúpfaðir Sifjaspell við 5 börn í fjölskyldunni sem hann hefur fyrir að sjá. Móðir og börn flýja til Danmerkur eftir að skilnaður hefur átt sér stað, til að fá réttarfarslegan og sálrænan stuðning, auk þess sem fjölskyldan óttast að faðirinn hafi samband búi hún enn á íslandi. Faðir eignast barn með dóttur sinni. Afkvæmið er mjög vanskapað við fæðingu og deyr skömmu síðar. Fjölskyldan býr mjög afskekkt og er einangruð stærstan hluta ársins. Móðir fróar ungum syni sínum. Sonurinn skaðast geðrænt og leiðist inn á afbrotabraut. Eldri systkini leita kynferðislega á yngri systkini sín. Þeim er ekki refsað fyrir það af foreidrunum og halda því kynferðislegri áreitni sinni áfram. Faðir hefur samræði við dóttur sína. Móðirin gerir ekkert til að verja dótturina fyrir áreitni mannsins. Dóttirin þjáist af taugaveiklun er fram í sækir, ekki síst vegna afskiptaleysis móðurinnar. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1986 dagvistarmálin ekki í takt við það. Dagvistarpláss í Reykjavík eru fyrst og fremst ætluð einstæð- um foreldrum og námsmönnum. Húsnœðisástandið - Það liggur í augum uppi að það ástand sem verið hefur í húsnæðismálum hér á landi bitn- ar á börnum. Ég fór á fund sem Samtök áhugafólks um úrbætur í húsnæðismálum hélt í Háskólabí- ói fyrir nokkru og ég efast um að ég hafi verið á öðrum fundi þar sem jafn hátt hlutfall barna hefur verið. Það er einkum ungt fólk sem hefur orðið illa úti í húsnæð- ismálunum, ungt fólk með börn og einstæðir foreldrar. Ástandið hjá einstæðum foreldrum er þó sýnu verst, enda settu einstæðir foreldrar úrbætur í húsnæðismál- um á oddinn er Félagsmálastofn- un gerði könnun meðal þeirra um hvaða endurbætur þeir vildu árið 1984. 50% þeirra búa í leiguhús- næði en bara 10% fjölskyldna og bara 6% þeirra sem leigja eru með leigusamning til meira en eins árs. Helmingur þeirra sem. leigja hefur engan leigusamning. Þetta fólk býr við mikið óöryggi og börnin verða vör við það. Ofbeldi gagnvart börnum - Það sem ég hef rætt hér á undan flokkast allt undir ofbeldi samfélagsins á börnum, en of- beldi gagnvart börnum er flokk- að í ýmsa þætti. Hér á landi hefur engin heildarkönnun verið gerð á ofbeldi gagnvart börnum og það sama má segja um nágrannalönd okkar. Hins vegar hafa verið gerðar afmarkaðar kannanir á þessu. Það má segja að því meiri umræða sem verður um ofbeldi gagnvart börnum því meira komi það í ljós. Annars má segja að umræða um barnaofbeldi sé eitt einkenni á kreppuástandi, aftur á móti er ekki þar með sagt að of- beldið aukist á krepputímum heldur verður samfélagið meira vart við það og beinir því augum sínum að því. Vissulega má segja að ofbeldið tengist aðstöðu fca-- eldranna. Séu þeir í úlfakreppu eykst hættan á óæskilegum við- brögðum. - Kynferðislegt ofbeldi á börn- um hefur verið að koma upp á yfirborðið á undanförnum árum. Þetta er viðkvæmnismál sem mjög erfitt er að taka á, jafnt fyrir þá sem vinna að barnavernd sem og aðra. Það má svo telja næsta víst að kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er mun al- gengara en almenningur gerir sér grein fyrir, svo sýna að minnsta kosti kannanir erlendis og engin ástæða er til að ætla að það sé öðruvísi hér á landi. Hvað er til ráða? - Við sem tókum þátt í ráð- stefnunni höfum skipulagt með okkur reglubundan samvinnu. Það hefur verið unnið að því að koma upp hópi sem er í við- bragðsstöðu gagnvart líkamlegu ofbeldi á börnum. Þessi hópur er í sambandi við margar starfsstétt- ir sem tengjast slíkum málum, lækna, barnavernd, fólk úr upp- eldisstéttum og þannig mætti telja áfram. - í barnaverndarlögunum er kveðið á um tilkynningaskyldu, þar sem fólki er gert að koma á framfæri umkvörtunum verði það vart við ofbeldi á börnum. Getur viðkomandi óskað nafn- leyndar fari hann fram á það. Það er einnig rétt að geta þess að hóp- urinn er að undirbúa fræðslu- starfsemi til að koma þekkingu á framfæri til þeirra sem komast fyrst í kynni við barnaofbeldið. Sinn er siður í landi hverju - Ég held að íslendingar séu. mjög beggja blands hvort líta eigi á líkamlega hirtingu sem ofbeldi. Viðtalvið Guðrúnu Kristinsdóttur, félagsróðgjafa, um hvernig íslenskt samfélagbýrað börnum sínum, barnaofbeldi og annað um aðstœður barna hérdlandi í Noregi og Svíþjóð eru líkam- legar hirtingar bannaðar, en hér á landi eru engin slík lög til. Þá geta norsk börn kvartað til „barnaum- boðsmanns" séu þau beitt líkam- legri refsingu og sænsk og dönsk börn leitað til samtakanna BRIS, Barnsins réttur í samfélaginu. - Um daginn komu þessi mál til umræðu í kennslustund sem ég var með í Háskólanum. Það spruttu upp mjög líflegar um- ræður og voru skoðanir nemenda mjög skiptar. En ég held að við verðum að líta á þetta í því ljósi, að líkamleg hirting er ekki upp- eldisaðferð, heldur er hún fyrst og fremst til vitnis um að foreldr- ið veit ekki hvernig það á að bregðast við og þar sem það hefur ekki stjórn á eigin viðbrögðum slær það barnið. Falskt öryggi - Því er oft haldið fram að um- hverfið á íslandi sé öruggt fyrir börn og það er enginn vafi á að á íslandi er öruggara umhverfi en í stórborgum heimsins sé litið til glæpa og ofbeldis. Víða erlendis dytti engum í hug að senda börn- in ein út í umferðina. Það gera hins vegar íslenskir foreldrar, en á hinn bóginn er lítið gert til að vernda öryggi barnanna t.d. í um- ferðinni. Þetta sést best á slysa- tíðni barna í umferðinni sem er mjög há og það er samfélagið sem ber ábyrgð á því. - Öryggi barna foreldra sem vinna úti er ekki hægt að tryggja. Börnin verða að bjarga sér sjálf í umferðinni. Það er þarna sem samfélagið verður að láta til sín taka. Samfélagið verður að gera sér grein fyrir sameiginlegri ábyrgð sinni á börnum. Það þýðir ekkert að varpa þeirri ábyrgð yfir á foreldrana, sem eru uppteknir við að framfleyta sér og sínum. - Það má vel vera að við höfum skapað falskt öryggi hér á landi, öryggi sem ekki stenst þegar til kastanna kemur. -Sáf aðeins einn banki býöur § SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sunnudagur 9. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.