Þjóðviljinn - 12.03.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 12.03.1986, Side 5
Sannleikanum verður hver sárreiðastur Gublaug Pétursdóttir, verkakona skrifar: Undanfarið höfum við !ág- launahyskið séð forystumenn verkalýðs- og atvinnurekenda í sjónvarpi með ábúðarmikinn áhyggjusvip. Þeir hafa líka talað fjálglega í útvarp og viðtöl og myndir birst af þeim í blöðum. Jú, jú allt á að gera fyrir þá lægst- launuðu. Þegar þeir voru búnir að vafra og vafstra og verkalýðsforingj- arnir höfðu látið í ljós, af þeim sannfæringarkrafti sem engir aðr- ir kunna af þvílíkri snilld, hve vel þeir skilji erfiðleika atvinnurek- enda þá tókust þeir í hendur og atvinnurekendur ljómuðu sem von var. í iandi þar sem þjóðartekjur eru með þeim hæstu í heimi og verkafólk á íslandi með því dugl- egasta, þá eru launin þau lægstu á Norðurlöndum. Atvinnurekend- um er sleppt við að borga launaskatt og það er ekki lengur ætlast til að þeir borgi laun og þeir eiga bara að hirða arðinn af vinnuþrælkuninni. Því hvergi í norðurálfu viðgengst annar eins „Þjóðviljinn var eina dagblaðið sem sagðifrá gangi samninga á heiðarlegan hátt, og dró ekki úrþvísem var að gerast“. þrældómur á launafólki og á Is- landi í dag. Bændur fá ekki einu sinni að koma fram tillögu á bændafundi um að fella mjólkur- kvótann. Svona er nú lýðræðið í félögunum, ef eitthvað stangast á við vilja forystunnar þá er það svæft. Hvernig eigum við að treysta loforðum ríkisstjórnar sem hefur komið okkur á vonarvöl? Eigum við kannski að éta þau í staðinn fyrir matvörurnar sem þeir hækk- uðu? Það lítur út fyrir að það verði farið að bera út börn og gamalmenni með svona ráðstöf- unum. Ekki hækka lífeyris- greiðslur tii lífeyrisþega þó að taka eigi í lífeyrissjóð af öllunr launum. Svo bitu þeir nú höfuðið af skömminni Guðmundur J. og Ásntundur þegar þeir hlupu í Morgunblaðið með kvartanir unt fréttaflutning Þjóðviljans af samningamálum. En sannleikan- um verður hver sárreiðastur. Þjóðviljinn var eina dagblaðið sem sagði frá gangi samninga á heiðarlegan hátt og skýrði ntálið frá öllurn hliðurn og dró ekki úr því sem var að gerast. Það sýnir líkj hræðslu Dagsbrúnarstjórn- arinnar og vissu urn rangan mál- stað sinn að stuðningsyfirlýsing við Þjóðviljann fékkst ekki borin á upp á Dagsbrúnarfundi um samningana. En það er nú ekki í fyrsta skipti að slíkt gerist hjá Dagsbrún; það er nefnilega opin- bert leyndarmál innan Dagsbrún- ar svo og annarra verkalýðfélaga, að minnsta kosti á höfuðborgar- svæðinu, að ef að forystan er á annarri skoðun þá skal það barið niður. Engin gagnrýni á upp á pallborðið hjá þeim og vei þeint sem leyfa sér slíkt, þeir eru óa- landi og óferjandi, eins og sést á því hvernig brugðist var að skrif- um Þjóðviljans. Að lokum, blaðamenn Þjóð- viljans, haldið áfrarn á þessari braut, þá sýnið þið að þetta er blað alþýðunnar í landinu. Fólks- ins sem þarf helst að vinna 24 kl. st. á sólarhring til að skrimta. Guðiaug Pétursdóttir verkakona i Reykjavík Kennarastarfiö og kjörin Heimir Pálsson skrifar: I undanfarandi greinunt hef ég reynt að leiða að því rök að eðli skóla og skólastarfs hljóti að vera allt annað nú á síðustu árum 20. aldar en það kann að hafa verið meðan öldin var ung. Þekkingar- sprengingin hefur breytt heims- mynd okkar, samfélagsþróunin hefur breytt hlutverki skólanna í þjóðfélaginu, óvissan um fram- tíðina gerir inntak menntunar óljósara en áður var. Hér verður spurt hver áhrif þessar breytingar kunni að hafa á kennarastarfið. Það er væntanlega nokkuð ljóst að aukin áhersla á uppeldis- hlutverk skóla hefur í för með sér breytingar á kröfum þeim sem gerðar eru til kennara. Sú hóp- fræðsla sem áður var unnt að sætta sig við hefur vikið til hliðar. Spurt er um þroska einstaklings- ins í skólanum og hvernig megi auka þann þroska. Kennari getur ekki leyft sér að líta á bekk sinn sem hóp, þar sem eitt verði yfir alla að ganga. Hann verður að skilja að þessi hópur er fyrst og fremst safn ólíkra einstaklinga, þar sem hver gerir sínar kröfur. Þetta felur í sér að hann verður að kunna að skilgreina stöðu nem- enda, félagslega og námslega, og geta kennt í samræmi við þá skil- greiningu. Kennsla sem gerir hvern einstakling mikilvægan út- heimtir fjölbreytt verkefni, næst- um skraddarasaumuð fyrir hvern og einn. Fræg er sagan af Erlingi Skjálgssyni sem kom öllurn til nokkurs þroska - eftir að hafa fyrst áttað sig á hvað hverjum einstökum kynni að henta. Ein- hvern veginn þannig verður kennari barna okkar að vinna. En hvernig eru þá aðstæður kennarans til að sinna hlutverk- inu? Bekkjarkennaranum á fyrstu skólaárum barna okkar er ætlað það smáræði að annast uppeldi og þroska 20-30 barna, undirbúa einar 30 kennslustundir á viku og stýra þeim. Allir for- eldrar munu geta - ef þeir vilja - sett sig í þvílík spor. Flestum reyndist okkur í foreldrastarfi nógu erfitt að sinna tveim eða þrem einstaklingum. Hvað þá ef þeir eru tíu sinnum fleiri? En kennarinn á ekki „aðeins" að fást við uppeldi. Hann á að fræða, hann á að kenna nemend- um vitsmunaleg tæki og þjálfa þá í beitingu þeirra. Hann þarf oft og tíðum að taka mikilvægar á- kvarðanir um námsefnið sjálfur. Hann verður að geta svarað ótrú- legustu spurningum innan náms- efnis og utan. Óvæntar skyldur Fyrir tíð grunnskólalaganna (1974) var alsiða að flokka nem- endur í bekki eftir „námsgetu". Hvað sem líður öllum kenningum ofsatrúarmanna í sálvísindunt verður þetta hugtak jafnan býsna vafasamt. Námsgeta barna er háð ótrúlegustu þáttum utan skóla og náms og getur verið með ólíkind- um breytileg frá ári til árs. Þetta var höfundum grunnskólalag- anna ljóst og lögunum sérstak- lega beint gegn þessum skilnaði sauða frá höfrum. Hins vegar var lagasmiðunum jafnljóst að þetta myndi leggja óvæntar skyldur á herðar kennurum: Það er miklu erfiðara að sinna jafnstórum hópi nemenda í „blönduðunt" bekk en sundurgreindum. Samt hef ég aldrei hitt kennara sem hefur vilj- að vinna sér það til hægara starfs að hefja aðgreininguna aftur til vegs. Við höfum séð of mörg ánægjuleg dæmi um árangur af blönduninni til þess - og of mörg dæmi hins, að sundurgreiningin reyndist fela í sér einskonar lífs- tíðardóm og útskúfun. Þótt ofar dragi í skólakerfið og greinakennsla leysi bekkjar- kennsluna af hólmi breytist við- fangsefnið ekki til muna. Nem- endurnir eru eftir sem áður ólíkir - aðeins á breytilegan hátt eftir aldri. Þroski fer ekki eftir árunt. hvað sem allar þjóðskrár segja, og misþroska nemenda iýkur ekki í grunnskólanum, jafnvel ekki framhaldsskólanum. Kenn- arar verða því eftir sem áður að geta brugðist við ólíkustu aðstæð- um, ólíkustu einstaklingum á við- eigandi hátt. Árið 1985, síðustu daga febrú- armánaðar, kom út á vegum menntamálaráðuneytis gagnmerkt nefndarálit og kallað- ist „Endurmat á störfum kenn- ara.“ Þessi „endurmatsskýrsla" var unnin af starfshópi undir for- mennsku Ingu Jónu Þórðardótt- ur, þáverandi aðstoðarmanns menntamálaráðherra. Þrátt fyrir skamman tíma sem starfshópn- um var ætlaður er skýrslan mæta vel unnið og fróðlegt plagg. Þar eru leidd að því ýtarlegri rök en nokkur leið er að færa fram í blaðagrein (jafnvel greinaflokki) að starf kennarans - jafnt á fram- haldsskólastigi sem í grunnskóla hafi gerbreyst svo sem á síðustu tíu árum. Kennarar höfðu horft vonaraugum til þessarar skýrslu og vænst þess í fullri alvöru að hún yrði tekin til greina í kom- andi kjarasamningum (vorið 1985). Svo varð ekki. Endurmat - vanmat Eins og jafnan áður reyndist samninganefnd ríkisins og síðan kjaradómi lítill biti í háls að kyngja rökum sem ekki urðu studd aukinni þjóðarframleiðslu. Uppeldi þjóðarinnar virðist nefnilega ekki konra þeim stofn- unum við sem reiða fyrir launin fyrir uppcldisstörfin. „Endur- matsnefndin" mun hins vegar hafa litið svo á að tilvitnanir í lög og reglugerðir sem og lýsing á vinnu og aðstöðu kynnu að skipta hér einhverju. Þannig komst hún m.a. að þeirri niðurstöðu að kennarastarfið hefði í fyrsta lagi verið vanmetið til launa þegar árið 1970, er starfsmat fór fram. Síðan segir í skýrslunni.: „Þar að auki telur nefndin að þær breytingar sem orðið hafa á kennarastarfinu frá 1970 hafi verið mun rneiri en hækkun á launum kennara gefur til kynna. Breytingar á starfinu virðast því ekki hafa skilað sér sérstaklega í launum kennara. Sú breyting sem orðið hefur á kjörum þeirra er að rnati nefndarinnar ekki í samræmi við þróun launa ann- arra sambærilegra stétta." (Bls. 32). Þessu til staðfestingar birti nefndin nt.a. yfirlit yfir þróun launa í dagvinnu hjá iðnaðar- manni annars vegar, kennara hins vegar á árunurn 1967 til 1984. Margt fróðlegt má lesa úr þeirri töflu, og m.a. það að árið Kennarar höfðu horft vonaraugum til þessarar skýrslu og vœnst þess í fullri alvöru að hún yrði tekin til greina í komandi kjarasamningum. Svo varð ekki. Greinaflokkur um menntamál. 3. grein Mi&vikudagur 12. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.