Þjóðviljinn - 12.03.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 12.03.1986, Page 7
DJOÐVILJINN Umsjón: Mörður Árnason Þjóðleikhúsið sýnir RÍKHARÐ ÞRÍÐJA eftir William Shakespcare Þýðing: Helgi Hálfdánarson Leikstjórn: John Burgess Leikmynd: Liz da Costa Búningar: Hilarv Baxter Ríkharður þriðji hefur löngum verið talinn eitt skemmtilegasta og mest spennandi verk Shakesp- eares, enda Ríkharður sjálfur með allra skemmtilegustu þrjót- um og leikritið morandi í bráðsn- jöllum atriðum, þrungið ást- ríðum, hatri og græðgi. Þetta er eitt af fyrstu verkum skáldsins og það leiftrar af lífskrafti og eld- móði. Því miður leiftraði það of sjald- an og of lítið í þunglamalegri, hugmyndasnauðri og klaufalegri Helgi Skúlason (Ríkarður þriðji) og Sigurður Sigurjónsson (Ríkarður Ráðkleifur) í Þjóðleikhúsinu. „Leikararnir hafa ... flestir lagt sig fram um að gera sem allra best og er langt síðan hópurinn í Þjóðleikhúsinu hefur sést leika af öðrum eins krafti..." uppsetningu John Burgess. Leikstjórinn virðist fylgja þeirri stefnu að láta leikarana flytja textann í háspenntum tón til- brigðalítið og að mestu án þess að undirstrika merkingu hans eða fylgja eftir tilfinningu hans. Þessi ræðustfll við flutning Shake- speareverka var að vísu alls ráð- andi á Bretlandi fyrir einhverjum áratugum en hefur sem betur fer verið á hröðu undanhaldi. Yfir- leitt voru uppstillingar, staðsetn- ingar og aðferðir leikstjórans óhemjulega stirðar og líflausar og gefa leikurunum lítil tækifæri til að tjá raunverulega þann mikla tilfinningakraft sem textinn býr yfir. Leikararnir hafa hins vegar flestir lagt sig alla fram um að gera sem best og er langt síðan hópurinn í Þjóðleikhúsinu hefur sést leika af öðrum eins krafti. Ágallar sýningarinnar skrifast því nær algerlega á kostnað leikstjór- ans og aðstoðarmanna hans, sem sjá um leikmynd, búninga, lýs- ingu og tónlist. Allt er þetta held- ur snautlega unnið og sumt áber- andi illa. Til dæmis er tónlist Terry Davies ömurleg áheyrnar og lýsing Ben Ormerod óhæfilega einföld og tilbreytingalaus. Svið- ið er ekki slæmt, einfaldur hall- andi pallur og svartur bak- grunnur, en svo einfalt svið krefst beittari og markvissari ljósanotk- unar en hér er á ferðinni. Búning- ar Hilary Baxter eru margir íburðarmiklir og greinilega dýrir, en verka nokkuð tilviljanakennd- ir og hefðu að ósekju mátt vera litsterkari. En það er fyrst og síð- ast leikstjórnin sem dregur mátt úr sýningunni. Hvar var til dæmis erótíkin í fundi Ríkharðs og Önnu? Hvar var skelfingin í morði Georgs? Hvar var yfirleitt blóð og ofbeldi í þessu blóðuga verki? Hvar var ógnin og hryll- ingurinn í draumaatriðinu? Varla var hún fólgin í því að sjá þá sem Ríkharður myrti klædda einsog Piano 16 ára snillingur Grikkinn Dimitris Sgouros hjá Tónlistarfélaginu og Sinfóníunni Sextán ára grískur píanóleikari heldur annað kvöld einleikstón- leika í Austurbæjarbíó og á laug- ardag leikur hann meö Sinfóníu- hljómsveitinni, - og er þetta að sögn þeirra sem best þekkja hinn merkasti tónlistarviðburður. Dimitri Sgouros kemst nálægt því að vera það sem einusinni hét undrabarn. Hann hélt fyrstu tón- leika sína sjö ára og lék þá meðal annars verk eftir sjálfa sig, um það bil tólf ára lauk hann námi í Tónlistarháskólanum í Aþenu með gullverðlaunum og heiðurs- titlum, hefur fjórum sinnum hlotið fyrstu verðlaun í sam- keppni píanóleikara, útskrifaðist í hittifyrra úr Royal Academy of Music í London með hæstu eink- unn sem þar hefur verið gefin, hefur leikið með helstu hljóm- sveitum heims við góðan orðstír. Á efnisskrá tónleika Dimitri Sgouros í Austurbæjarbíói annað kvöld eru sónata eftir Scarlatti, Waldstein-sónatan eftir Beetho- ven, Andante Spianato og Grand Polonaise eftir Chopin og Sónata í h-moll eftir Liszt. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Dimitri Sgouros, sextán ára, hef- ur auk einleiksverka á valdi sínu á fimmta tug konserta fyrir píanó og hljómsveit. kórdrengi með löng hvít kerti vappa fram og aftur um sviðið í fullum ljósum. Og þannig mætti lengi telja. En eins og áður er getið björg- uðu leikararnir oft og einatt því sem bjargað varð með því að taka á öllu sem þeir áttu til. Og þó að Helgi Skúlason nái ekki fullkomnum tökum á Ríkharði er leikur hans víða eftirminnilegur og áhrifamikill. Hann er betri í fyrri hlutanum, þó að fyrsta ein- talið færi í handaskolum, vegna þess að hann nær vel að koma til skila nöpru háði og svörtu gamni Ríkharðs. Ríkharður breytist mjög eftir að hann er orðinn kon- ungur, hverfur inn í sig og hættir að tala beint til áhorfenda. Á þessum innilukta manni nær Helgi ekki verulegum tökum. Helgi hefur yfirleitt haft mjög góð tök á texta, en hér var texta- flutningi hans töluvert ábótavant og alltof oft beinlínis erfitt að fylgjast með honum. Annars áttu konurnar sterk- asta leikinn þetta kvöld, og reyndar var eina atriðið sem verkaði sterkt á undirritaðan til- finningalega bölbænalestur kvennanna þriggja, og voru þær hver annarri magnþrungnari Herdís Porvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Margrét Gudmundsdótt- ir og fóru með sinn mergjaða texta af þvflíku afli að skar inn í merg og bein. Ragnheidur Stein- dórsdóttir varð fyrir því óláni að vera nánast raddlaus á frumsýn- ingu, en kemst áreiðanlega í þennan þungavigtarflokk þegar hún nær sér. Margir karlanna gerðu einnig prýðilega. Vil ég fyrst nefna Sig- urð Skúlason í hlutverki Rík- monds, glæsilegur leikur og textaflutningur í sérflokki. Gunnar Eyjólfsson átti sterkan og þungan leik sem Játvarður fjórði og Róbert Arnfinrtson sýndi yfirburði sína sannfærandi í hlutverki Bokkinhams. Marga Leikstjórinn John Burgess, - „hvers eiga leikararnir að gjalda" þegar fengnir eru „útlendingar sem augljóslega eru ekki starfinu vaxnir til að setja upp jafnviða- mikla og erfiða sýningu og hér er um að ræða?“ Leikstjórinn John Burgess. fleiri væri ástæða til að nefna en það yrði of löng þula. Að lokum verður að spyrja í fyllstu alvöru hvernig standi á því að fengnir séu útlendingar sem augljóslega eru ekki starfinu vaxnir til að setja upp jafnviða- mikla og erfiða sýningu og hér er um að ræða. Hvers eiga leikarar Þjóðleikhússins að gjalda? Og hvers vegna eru okkar ágætu listamenn á sviðum leikstjórnar, leikmyndagerðar, búningagerð- ar, lýsingar og tónlistar snið- gengnir? Það er vitanlega ekkert við það að athuga að stundum sé leitað út fyrir landsteinana til að sækja hingað verulegt hæfileika- fólk sem getur kennt okkur eitthvað. Við höfum notið margra slíkra á umliðnum árum. En það sem hér hefur gerst verð- ur að teljast fráleitt og vítavert. Hér er hvorki staður né stund til að ræða eins og vert væri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar, en mikið megum við óska okkur til hamingju með að eiga öll verk Shakespeares í þýðingu þessa ó- trúlega manns. Texti hans hljó- maði oft kröftuglega og af kynngi í þessari sýningu. Oft var hins vegar erfitt að fylgjast með hon- um og fóru þar líklega saman tvennar orsakir, bæði hinn ein- tóna, hástemmdi flutningur og sú staðreynd að oft er texti Helga næsta tyrfinn. En stórfenglegur er hann þegar hann er góður. Sverrir Hólmarsson Miðvikudagur 12. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.