Þjóðviljinn - 12.03.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.03.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. MOÐVIUINN Miðvikudagur 12. mars 1986 59. tölublað 51. árgangur. Sóknarkvótinn Nærekkert eftirlit Skipstjórarnir gefa skýrslu eftir mánuðinn. 14 veiðieftirlitsmenn framkvœma stikkprufur. Bátum sem völdu sóknarmark ístað aflamarks hefurfjölgað um helming frá því í fyrra Segja má að eftirlit með hinum svonefnda sóknarkvóta ver- tíðarbáta sé lítið sem ekkert. Sóknarmarkið byggist á því að bátar mega róa ákveðinn daga- fjölda í mánuði. Aðal eftirlitið með því að eftir þessu sé farið er skýrsla sem hverjum skipstjóra er skylt að senda til Fiskifélagsins, þar sem hann greinir frá því hvaða daga hann var á sjó og hvaða daga í Iandi. Að sögn Árna Kolbeinssonar ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu eru einnig 14 veiðieftirlitsmenn sem taka stikkprufur þegar tími gefst til þess. Þessir veiðieftirlitsmenn eiga einnig að fara um borð í togarana og líta eftir veiðum þeirra, þannig að þeim gefst mjög lítill tími til að fylgjast með þeim hundruðum vertíðarbáta um allt land, sem eru með sóknarmarkið. Hann viðurkenndi að æ erfiðara yrði að fylgjast með þessu vegna nýrrar tækni við löndun úr bátum og eins hinu að margir landa í gáma og senda út og gámarnir koma ekki á hafnarvigtarnar. Allir sem Þjóðviljinn hefur rætt við í verstöðvunum fullyrða að allt sé gert sem hægt er til að komast fram hjá kvótatakmörk- unum. Lélegum fiski er hent, menn segjast vera að landa ýsu, karfa eða ufsa en eru í raun með þorsk. Landað sé fram hjá vigt. Gámafiskurinn er ekki vigtaður fyrr en erlendis þegar hann hefur rýrnað um 10-20%. Enginn telur hvaða bátar á sóknarmarki eru marga lögboðna daga í landi og fleira og fleira. Menn hafa gengið svo langt að fullyrða að kvótinn sé ekkert nema nafnið tómt. - S.dór. Banaslys um borð í togaranum Kambaröst í gær varð banaslys um borð í togaranum Kambaröst frá Stöðv- arfirði. Sautján ára gamall dreng- ur lenti í hjálparvindu og beið bana. Togarinn var staddur um það bil 3ja tíma siglingu frá Stöðvarfirði þegar slysið varð. Ekki er hægt að birta nafn pilts- ins að svo stöddu. - S.dór. Félagsskapur Eldri bonjarar stofna félag Stofnfundur álaugardaginn. Nœrtil Reykjavíkur og nágrennis. 20þús. manns Mú um nokkurt skeið hefur ver- ið unnið að undirbúningi að stofnun félags eldri borgara í Reykjavík og nágrcnni. Hér hefur verið að verki 20 manna hópur tilnefndur af aðildarfélögum Al- þýðusambands íslands í Reykja- vik og Hafnarfirði, starfs- niannafélagi Reykjavíkurborgar og sérstökum áhugamannahópi um þessi mál. Framkvænida- nefnd hafa svo skipað þau Snorri Jónsson, Guðríður Elíasdóttir, Hrafn Magnússon, Haraldur Hannesson, Bergsteinn Sigurðs- son og Jón Hjálmarsson. Stofn- fundur félagsins verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu laugardag- inn 15. mars nk. og hefst hann kl. 13.30. Allir sem orðnir eru 60 ára eða verða það á þessu ári, svo og þeir, sem náð hafa eftirlaunaaldri sé hann fyrr, geta gerst félagsmenn. Hér er mikið í fang færst og naumast vcrða öll þessi góðu áform gerð að veruleika í einum svip. En talið er að 20 þús. manns, 60 ára og eldri, hafi átt heima á félagssvæðinu um sl. ára- mót. í þeim fjölda býr mikið afl, sé það fellt í einn farveg, eins og hér er hugmyndin að gera. Undirbúningsnefndin væntir þess að sem flestir, sem orðnir eru 60 ára eða eldri, mæti á stofnfundinn og gerist þannig þegar í upphafi þátttakendur í því gagnmerka starfi, sem hér er fyrirhugað að hefja. - mhg. Frá v.: Hrafn Magnússon, Guðríður Elíasdóttir, Snorri Jónsson og Haraldur Hannesson. Mynd: Sig. Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs Launþegar veiti aðhald Samþykktu samningana með tveimurþriðju hluta atkvœða. Gyða Vigfúsdóttir: Purfum uppskriftmeð samningunum að þvíhvernig á að lifa. Ályktun: Launþegar bera minna úr býtum en atvinnurekendur Veitingafólk Óvænt niðurstaða „Við erum núna að undirbúa framhaldið og ætli það hefjist ekki fijótlega viðræður við við- semjendur okkar“, sagði Sigurð- ur Guðmundsson, formaður Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum, við Þjóðviljann í gær, en einsog kunnugt er felldi félagið nýgerða kjarasamninga með fjörutíu at- kvæðum en aðeins tveir voru með og þrír sátu hjá. „Stjórnin átti alls ekki von á því að samningarnir yrðu felldir, þar sem öll umfjöllun um samning- anahafði verið mjög jákvæð. Óá- nægjan reyndist hinsvegar þetta almenn og því felldi fólk samn- ingana eftir líflegar umræður þar sem allir lýstu óánægju sinni með kjörin.“ Sigurður sagðist vonast til að ekki kæmi til harðra aðgerða. „Fundarmenn gera sér hinsvegar grein fyrir því að það er á bratt- ann að sækja“, sagði Sigurður að lokum. - Sáf. Verkalýðsfélag Fljótsdalshér- aðs samþykkti nýgerða kjara- samninga í fyrrakvöld. Voru um tveir þriðju hluti fundarmanna meðmæltir samningunum en einn þriðji á móti. Gyða Vigfúsdóttir, starfsmað- ur verkalýðsfélagsins, sagði við Þjóðviljann í gær, að umræður hefðu verið mjög miklar og að menn væru hræddir um að að- gerðirnar héldu ekki. Þá sagði hún að verkafólk á Héraði væri mjög illa haldið peningalega þar sem allir væru á töxtunum ein- göngu, auk þess sem alltof litla vinnu væri að fá. Það hefði komið í ljó.s á fundinum að fyrst fólki er ætlað að lifa af þessum lágu launum, þá þyrfti að fylgja með samningunum uppskrift að því hvernig fólk gæti gert það. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: „Það er ljóst að i þessum kjara- samningum var valin ný leið, sem án efa veldur mörgum ótta um að hinn almenni launþegi beri ekki það úr býtuni sem honum ber, heldur hafi atvinnurekendur far- ið með stærri hlut frá borði. Eitt er alveg ljóst að einsog þessir samningar eru gerðir verður hver einstakur launþegi í landinu að vakna til vitundar um að honum er ætlað að verða virkur í að veita aðhald og standa á móti þeim öflum í þjóðfélaginu, sem sölsa undir sig fjármagnið. Nú er svo komið að verkalýðshreyfingin er orðin mjög veikt afl í þjóðfé- laginu. Taki hinn almenni félags- maður ekki við sér nú og fari að taka virkan þátt í störfum henn- ar, hlýtur hreyfingin að leysast upp.“ - Sáf. Háskólinn Vinstri- menn sigruðu Unnu mann af Umbótasinnum Vinstrí menn urðu sigurvegarar í kosn- ingunum tii stúdentaráðs og Háskóiaráðs í gær. Vinstrimenn unnu niann af Umbóta- sinnuni í kosningunum til stúdentaráðs, hlutu 6 menn og munaði ekki nema 48 atkvæðum að þeir ynnu einnig mann af Vöku, lista OiaJdsins. í kosningunum til stúdentaráðs urðu úrslit þessi. Listi Vöku hlaut 530 atkvíeði, 31,3% og 5 menn kjöma. Listi vinstri- manna hlaut 695 atkvæöi, 41,1% og 6 menn kjöma, lisd Umbótasinna hlaut 316 atkvæði, 18,6% og 2 menn kjöma og E- listi hlaut 47 atkvæði. í kosningu til Háskótaráðs hlaut Vaka 553 atkvæði og einn mann. listi vinstri- manna 700 atkvæði og 1 mann kjörinn og Umbótasinnar hlutu 330 atkvæði og eng- an mann kjörinn. Á kjörskrá voru 4450 en 1694 kusu. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.