Þjóðviljinn - 18.03.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1986, Blaðsíða 1
UMSJÓN: VlÐIR SIGURÐSSON Landsliðið og pressan í körfu. Marcelo með KR. Stjórn HSÍ gegn Kristjáni, troðslukeppni, Stjörnulið Ómars og Víga- Hátíð í menn Það sáust oft skemmtileg tilþrif í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn þegar þar fór fram síðari hluti íslandsmótsins í júdó. Nánar á bls.11. Mynd: Ítalía Höllinni! leikur hið landsfræga Stjörnulið Ómars Ragnarssonar við lið íþróttafréttamanna. Landsliðið í körfuknattleik er skipað þeim 12 leikmönnum sem valdir voru til Evrópufararinnar og áður hefur verið birt en í press- uliðinu eru eftirtaldir: ívar Webster, Haukum, Jó- hannes Kristbjörnsson, UMFN, Henning Henningsson, Haukum, ísak Tómasson, UMFN, Helgi Rafnsson, UMFN, Leifur Gústafsson, Val, Kristinn Einarsson, UMFN, Garðar Jóhannsson, KR, Guð- jón Skúlason, ÍBK, Ólafur Rafnsson, Haukum, Björn Stef- fensen, ÍR, og Karl Guðlaugs- son, ÍR. —VS Torfi Magnússon verður án efa atkvæðamikill í troðslukeppninni Það verður sannkallað stjörnu- kvöld í Laugardalshöllinni í kvöld. íþróttafréttamenn og körf- uknattleiksmenn sameinast þar um fjöruga dagskrá sem er byggð upp í kringum „pressuleik“ ■ körfuknattleik, en landsliðið býr sig nú undir Evrópukeppnina sem haldin verður hér á landi eftir mánuð. Hátíðin hefst kl. 20 með leik mílli íslandsmeistara KR og Reykjavíkurúrvals í innanhúss- knattspyrnu. Nýi Argentínumað- urinn hjá KR, Marcelo Hou- seman, leikur þar í fyrsta skipti opinberlega hér á landi. Vígamenn verða með sýning- aratriði í karate áður en sjálfur pressuleikurinn hefst. Hann verður óvenjulegur að því leyti að klukkan verður aldrei stöðvuð og leikurinn því í raun öllu styttri en venjulega þótt leiknar verði 2x20 mínútur. í hálfleik fer fram „troðslu- keppni" í fyrsta skipti hér á landi en það fyrirbæri á miklum vin- sældum að fagna víða erlendis. Nokkrir valinkunnir körfuknatt- leiksmenn „troða“ knettinum í körfuna, án efa með tilþrifum, og má þar nefna ívar Webster, Val Ingimundarson, Torfa Magnús- son, Tómas Holton og Pál Kol- beinsson. Stjórn Handknattleikssam- bands íslands, með gömlu stór- skyttuna Jón Hjaltalín Magnús- son í fararbroddi, freistar þess að skora hjá Kristjáni Sigmundssyni landsliðsmarkverði og að lokum Passarella á förum Daniel Passarella, landsliðsfyr- irliði Argentínu í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann myndi hætta að leika með ítalska fé- laginu Fiorentina að loknu þessu keppnistímabili. Passarella kvaðst eiga í útistöð- um við stjórn félagsins og að hann hefði fengið tilboð frá nokkrum félögum á Ítalíu og heima í Arg- entínu. River Plate væri eitt þeirra en hann myndi tilkynna nánar um það eftir 10 daga. —VS/Reuter England Liverpool-Ever- ton á Wembley? Það stefnir alltí einvígi Liver- poolliðanna tveggja um sigur í bæði deild og bikar í ensku knatt- spyrnunni. I gærkvöldi vann Liverpool góðan útisigur gegn Watford í 6. umferð bikarkeppn- innar, 2-1 eftir framlengingu, og mætir Southampton í undanúr- slitum. Hin viðureignin þar er á milli Everton og Sheff.Wed. Liverpool hafði nokKra yfir- burði í leiknum en þó stefndi lengi vel allt í tap liðsins. John Barnes skoraði glæsimark fyrir Watford beint úr aukaspyrnu á 47. mínútu og það var ekki fyrr en fjórum mínútum fyrir leikslok sem Jan Mölby jafnaði fyrir Li- verpool úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Ian Rush. Rush gerði síðan útum leikinn með marki á 2. mínútu í seinni hálfleik framlengingarinnar. —VS/Reuter Italía AC Milano í bann ítalska knattspyrnufélagið AC Milano var í gær dæmt til að leika tvo næstu heimaleiki sína í Evróp- ukeppni á hlutlausum velli, í a.m.k. 500 km fjarlægð frá Mi- lano. Astæðan er sú að á leik liðs- ins við Waregem frá Belgíu fyrr í vetur brutust út mikil ólæti mcðal áhorfenda. —VS/Reuter Knattspyrna Þrír til Rangers Leika með unglingaliðinu í V.Pýska- landi. Moyes fimmtugur Þrír unglingalandsliðsmenn fara um næstu helgi til skoska stórliðsins Glasgow Rangers, þeir Rúnar Kristinsson úr KR og Ólafur Viggósson og Þorsteinn Halldórsson úr Þrótti Neskaup- stað. Rangers hefur boðið piltunum utan og þeir munu fara með unglingaliði félagsins til Vestur-Þýskalands þar sem þeir leika með því í alþjóðlegu móti. Tengsl íslands og Skotlands á knattspyrnusviðinu standa á gömlum merg og einmitt um næstu helgi, 22. mars, verður einn helsti tengiliður landanna, David Moyes, fimmtugur. Moyes hefur í gegnum árin verið mörgum íslenskum knattspyrnu- mönnum mjög hjálplegur er þeir hafa heimsótt Skotland og einnig hefur hann komið með marga hópa frá Skotlandi hingað til lands. Moyes á fjölmarga vini og kunningja hér á landi og fyrir þá er heimilisfang hans: 50 Stochiemuir Avenne, Mosshe- ad Estate, Bearsden, Glasgow G 61, Scotland. —VS Pressuleikur Hafþór Sveinjónsson. Knattspyrna Hafþór með á ný Hafþór Sveinjónsson er byrj- aður að æfa á ný með Frömurum og stefnir á að leika með þeim í sumar. Hafþór, sem er 24 ára ga- mall og hefur leikið 3 A- landsleiki, lék síðast með Fram 1984. Síðan hélt hann til V.Þýska- lands og gekk til liðs við 3. deildarlið, meiddist og lenti síðan í útistöðum við félagið með þeim afleiðingum að það neitaði lcngi að samþykkja félagaskipti hans yfir í Fram á ný. Hafþór sagði í spjalli við Þjóðviljann í gær að hann væri loksins laus allra mála ytra og einbeitti sér nú að því að komast í form fyrir sumarið. Hann gekkst í fyrra undir upp- skurði á báðum nárum en nái hann sér á strik á ný ætti hann að geta orðið Frömurum góður liðs- auki í sumar. —VS Knattspyrna Amór skoraði Byrjar vel eftir meiðslin Arnór Guðjohnsen lék að nýju með aðalliði belgísku meistar- anna í knattspyrnu, Anderlecht, á sunnudaginn. Hann kom inná sem varamaður á 35. mínútu og átti stórgóðan ieik, skoraði fallegt mark og gerði mikinn usla í vörn Waregem. Anderlecht vann 3-1 og er með tveggja stiga forystu í belgísku 1. deildinni eins og betur kemur fram á bls. 12. Vonandi tekst Arnóri að fylgja þessu eftir og ná sér á strik á ný en þrálát meiðsli í hálft þriðja ár hafa leikið hann grátt og ógnað ferli hans sem atvinnuknattspyrnumaður. —VS Þrlðjudagur 18. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.