Þjóðviljinn - 18.03.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.03.1986, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Brassamir steinlágu! Töpuðu 3-0 í Búdapest og skoruðu ekki mark í Evrópuferðinni Brasilíumenn eru taldir líkleg- ustu heimsmeistarar í knatt- spyrnu 1986 en til þess að svo megi verða verða þcir að leika betur en gegn Ungverjum í Bú- dapcst á sunnudaginn. Ungverj- ar, sem einnig leika í Mexíkó, unnu öruggan sigur, 3-0, og Brössum mistókst því að skora mark í tveimur leikjum í þessari 'Evrópuför sinni. Lajos Detari var maðurinn á bakvið stórgóðan leik Ungverja og hann skoraði fyrsta markið eftir aðeins fimm mínútna leik. Hann lagði síðan upp hin mörkin tvö, fyrir varamanninn Kaiman Kovacs á 60. mínútu og Marton Esterhazy á 73. mínútu. Hinn gamalkunni Leao, sem er á ný kominn í mark Brasilíu, kom í veg fyrir stærri sigur Ungverja með góðri markvörslu. Ungverjar státa nú af einstæð- um árangri gegn þreföldum Skíði Tveir titlar til Þjóðveija Marina Kiehl frá Vestur- Þýskalandi tryggði sér á sunnu- daginn sigur í heimsbikarkeppn- inni í risastórsvigi á þessum vetri með því að vinna mót í Colorado í Bandaríkjunum. Anita Wachter frá Austurríki varð önnur og Liisa Savijarvi frá Kanada þriðja. Maria Walliser varð tólfta og Erika Hess 15. en þessar svissnesku skíðadrottningar eru áfram langefstar í stigakeppni heimsbikarsins. Walliser er með 275 stig en Hess 238. Körfubolti Skallagrímur á enn möguleika Skallagrímur lifir í voninni um Staðan í úrslitakeppninni: að hreppa 1. deildarsætið eftir Snæfell.4 2 2 275-278 4 sigur á Snæfelli, 67-66, í úrslita- Skallagrímur.4 2 2 279-286 4 keppni 2. deiidar í Borgarnesi á T'ndasfóH....1 1 o 100-88 2 laugardaginn. Snæfell var fjórum stigum yfir Tindastóil stendur nú best að þegar mínúta var eftir en með 3ja vlgj en ^ eftjr fjmm af sex leikjum stiga körfu og hraðaupphlaupi sínum. Sauðkrækingarnirfá HSK tfyggðu Borgnesingar sér sigur á j heimsókn annað kvöld og leika síðustu stundu. Hólmarar áttu síðan báða leiki sína við Snæfell á tvö misheppnuð skot á lokasek- heimavelli um næstu helgi. Með úndunum, boltinn vildi ekki of- þremur heimasigrum myndu þeir aní og þeir sjá nú 1. deildarsætið Sama sem tryggja sæti sitt í 1. vera að renna sér úr greipum eftir deild. tvö töp í röð. _ysj Vestur-Þýskaland Schuster færfrest Hefur áhuga á að leika á HM Bernd Schuster, vandræða- barn vestur-þýskrar knatt- spyrnu, hefur fengið fjögurra vikna frest frá Franz Beckenbau- er landsliðseinvaldi til að ákveða hvort hann ætli að leika með landsliðinu í úrslitum HM í Mex- íkó í sumar. Schuster hefur neitað að leika með vestur-þýska landsliðinu síð- an Beckenbauer tók við stjórn þess en undanfarið hefur hann gefið í skyn að hann langi til að leika í Mexíkó. Schuster er 26 ára gamall og óumdeilanlega í hópi bestu knattspyrnumanna í heimi. Hann á nú í útistöðum við félag sitt, spænsku meistarana Barce- lona, sem ætlar að segja upp samningi sínum við hann í vor. —VS/Reuter heimsmeisturum Brasilíu. Af fjórum viðureignum þjóðanna hafa Ungverjar unnið þrjár en einni hefur lyktað með jafntefli. Það verður þó að telja Brasilíu- mönnum til málsbóta að í lið þeirra vantaði stjörnur á borð við Zico, Socrates, Junior, Falcao og Cerezo. En þeir léku ekki eins og lið íþessari ferð, heldureinsog 11 einstaklingar, og það lofar ekki góðu. —VS/Reuter Vestur-Þýskaland Atli slasaöist illa Sleit hásin og verður lengifrá. Alfreð meiddist líka en skoraði fimm. Kristján með 7 í tapleik Hameln Frá Agli Eiðssyni fréttamanni Þjóðvilj- ans í V.Þýskalandi: Atli Hilmarsson landsliðsmaður í handknattleik leikur ekki meira með Gunzburg á þessu keppnistímabili. Hann var fyrir því óláni að slíta hásin í bikarleik gegn Grieshcim um helgina og þurfti að gangast undir aðgerð á sjúkra- húsi strax á eftir. Slík meiðsli eru jafnan langvarandi og það gæti tekið Atla nokkra mánuði að verða alheill á ný. Gunzburg vann leikinn 24-21 og skoraði Atli tvö markanna. Alfreð Gíslason varð einnig fyrir meiðslum og varð að fara útaf þegár Essen sigraði Handewitt 30-20. Það var í fyrri hálfleik en Alfreð hafði þá þegar gert 5 mörk fyrir Essen. Kristján Arason skoraði 7 mörk fyrir Hameln en það dugði skammt, liðið tap- aði 20-26 fyrir Nettelstedt og er úr leik. Bjarni Guðmunasson skoraði 4 mörk fyrir Wanne-Eickel, en liðið féll útúr bikarnum fyrir óþekktu liði. Páll Ólafs- son gerði 3 marka Dankersen í 24-19 sigri á öðru smáliði. Lemgo vann Altju- hrden 27-20 á útivelli, Sigurður Sveins- son lék ekki með Lemgo en er loksins að verða tilbúinn, fer sennilega fljótlega að sitja á bekknum og koma inná til að taka vítaköstin. ÍÞRÓTTIR Gunnar Gunnarsson úr KA í hörðum slag í unglingaflokki. Hann sigraði í 65 kg flokki og er einn hinna fjölmörgu efnilegu Akureyringa. Mynd: E.ÓI. Helgi Júlíusson, sigurvegari í 55 kg flokki unglinga. Mynd: E.ÓI. Markus Wasmeier frá V.Þýskalandi tryggði sér sigurinn í risastórsvigi í karlaflokki með því að sigra örugglega í greininni í Bresku-Kólumbíu í Bandaríkj- unum. Martin Hangl frá Sviss varð annar og Peter Roth frá V.Þýskalandi þriðji. Marc Girardelli frá Luxem- burg er áfram langefstur í stiga- keppni karla í heimsbikarnum, hefur 294 stig. Pirmin Zurbriggen frá Sviss, sem varð níundi um helgina, er með 255 stig og Peter Muller frá Sviss 204 stig. —VS/Reuter Júdó Vestur-Þýskaland Fyrstur eftir Atla Klinsmann gerði 5fyrir Stuttgart í Dusseldorf. Meistaraheppni með Bremen, sýninghjá Bayern. Lárus góður Frá Agli Eiðssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Jurgen Klinsmann varð á laugardaginn fyrstur til að skora 5 mörk í ieik í Bundes- ligunni í knattspyrnu síðan Atli Eðvalds- son vann það afrek fyrir Dusseldorf fyrir þremur árum. Stuttgart, án Ásgeirs Sigurvinssonar sem var í leikbanni og Karls-Heinz Förs- ters sem var meiddur, lék við hvern sinn fingur í Dusseldorf og vann ótrúlegan úti- sigur, 0-7. Og það gegn liði sem vann Bayern í Munchen helgina á undan! Áhugamaðurinn Spies, sem lék í stað Ás- geirs, skoraði eftir 15 mínútur. Þá tók Klinsmann við og skoraði fimm í röð, Karl Allgöwer átti síðan lokaorðið, 0-7, rétt fyrir leikslok. Lárus Guðmundsson átti góðan leik með Uerdingen sem vann Dortmund 2-0. Hann lagði upp síðara markið á laglegan hátt fyrir Feilzer en Schafer skoraði það fyrra rétt eftir hlé. Dortmund lék með 10 menn frá 30. mínútu þegar einn leik- manna liðsins var rekinn af leikvelli. Lár- us fékk 3 í einkunn í blöðum og góða dóma. Atli Eðvaldsson lék ekki með Uer dingen vegna veikinda. Úrslit í Bundesligunni um helgina: Dusseldorf-Stuttgart.... Uerdingen-Dortmund...... Frankfurt-Bremen........ Mannheim-Bayern Munchen Bochum-Mönchengladbach. Köln-Hannover........... Nurnberg-Schalke........ Hamburger-Saarbrucken... Kaiserslautern-Leverkusen.. 0-7 2-0 0-2 0-4 2-2 3-0 3- 1 4- 0 4-1 Meistaraheppnin var með Bremen í Frankfurt þar sem heimaliðið var sterkari aðilinn. En Bremen lék skynsamlega, varðist og beið eftir mistökum mótherj- anna, og uppskar tvö mörk á síðustu 10 mínútunum. Hermann og Okudera voru þar á ferð, 0-2. Bayern Munchen sýndi stórkostlegan fyrri hálfleik gegn Mannheirn, eitt það albesta sem sést hefur í vetur. Úrslit voru ráðin eftir korter, þá hafði Hoeness skorað tvö mörk og lagt eitt upp fyrir Nachtweih. Wohlfarth skoraði síðan á 34. mínutu, 0-4, og eftir það var bara form- satriði að ljúka leiknum. Sjöundi í röð hjá Bjama Margrét vann opinn flokk kvenna Bjarni Friðriksson úr Ármanni varð á laugardaginn íslands- meistari í opnum flokki karla sjö- unda árið í röð. Síðari hluti fs- landsmótsins fór þá fram í íþrótt- ahúsi KHÍ. Annar í opna flokknum varð Sigurður Hauksson frá Grinda- vík en hann átti ekki mikla mögu- leika gegn Bjarna frekar en aðrir. Margrét Þráinsdóttir úr Ár- manni sigraði í opnum flokki kvenna. Þar varð í öðru sæti Lín- eik Sævarsdóttir úr hinu nýja jú- dófélagi á Egilsstöðum, Kjarna. Keppt var í fimm flokkum pilta undir 21 árs. Þar urðu sigurvegar- ar Helgi Júlíusson úr Armanni í 55 kg flokki, Magnús Kristinsson úr Ármanni í 60 kg flokki, Gunn- ar Gunnarsson úr KA í 65 kg flokki, Adam Traustason úr KA í 71 kg flokki og Rögnvaldur Guð- mundsson úr Gerplu í 86 kg flokki. —VS Bjarni Fri&riksson var jafnan snöggur að afgreiða mótherja sína en E.ÓI. sá við honum í þetta skiptið og festi þetta sigurkast á filmu Gladbach var nálægt sigri í Bochum en Leifeld jafnaði fyrir heimaliðið rétt fyrir leikslok, 2-2. Kaiserslautern lék mjög vel í seinni hálfleik og vann Leverkusen 4-1. Köln átti lengi í vandræðum með Hanno- ver, uns einn leikmanna botnliðsins gerði sjálfsmark og annar var rekinn af leikvelli. Ungur nýliði, Balzis, gerði þrennu fyrir Hamburger í 4-0 sigrinum á Saarbrucken. Staðan í Bundesligunni: Bremen..................27 18 6 3 73-36 42 Bayern..................27 17 4 6 60-28 38 Gladbach................25 13 8 4 55-35 34 Hamburger...............24 12 4 8 39-23 28 Stuttgart...............26 11 6 9 52-38 28 Leverkusen..............25 10 8 7 48-38 28 Uerdingen...............23 10 5 8 35-49 25 Mannheim................24 9 7 8 32-30 25 Bochum..................25 10 4 11 44-39 24 Frankfurt...............25 6 11 8 27-37 23 Köln....................25 7 8 10 37-45 22 Dortmund................26 8 6 12 40-51 22 Schalke.................24 8 5 11 38-38 21 Kaiserslaut.............25 7 7 11 35-39 21 Nurnberg................27 8 5 14 38-44 21 Dusseldorf..............27 8 4 15 40-66 20 Saarbrucken.............25 5 8 12 31-49 18 Hannover................24 5 4 15 35-74 14 Skotland Nevin og Wark Sterkt lið Skota gegn Rúmenum Pat Nevin, litli og leikni útherj- inn hjá Chelsea, var í gær valinn í landsliðshóp Skota fyrir vináttu- landsleik við Rúmena í knatt- spyrnu sem fram fer í Glasgow eftir viku. Alex Ferguson lands- liðseinvaldur valdi einnig John Wark frá Liverpool sem ekki hef- ur komist í hópinn í 18 mánuði og hefur mest þurft að leika með varaliði félags síns í vetur. Kenny Dalglish er áfram f hópnum þótt hann leiki nær ekk- ert með Liverpool, Graeme So- uness kemur frá Sampdoria á ft- alíu og Steve Archibald frá Barcelona á Spáni. —VS/Reuter England Penyman á fonim Margrót Þráinsdóttir, sigurvegari í opnum flokki kvenna, skellir einum andstæðinga sinna. Mynd: E.ÓI. Steve Perryman, fyrirliði Tott- enham, fær frjálsa sölu frá fé- laginu þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur. Perryman hefur leikið með Tottenham sam- fleytt í 19 ár og verið einn traustasti leikmaður liðsins. Hann hefur íeikið einn A- landsleik, gegn íslandi á Laugar- dalsvellinum 1982, og var það ár kjörinn knattspyrnumaður ársins af enskum íþróttafréttamönnum. Tottenham bauð Perryman eins árs samning, hann vildi tvö ár og að lokum varð frjáls salá samkomulag milli hans og félags- ins. —VS/Reuter T0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. mars 1986 Þri&judagur 18. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.