Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Verðlag Hærra úti á landi Virðist dýrastað kaupa ímatinn á ísafirði, Siglufirði og Höfn íHornafirði. Allt að 5,3% verðmunur á milli kjördœma að er dýrast að kaupa í mat- inn á Vestfjörðum ef marka má athugun sem Verðlagsstofnun gerði fyrir skömmu á verði 370 aigengra mat- og hreinlætisvara víða á landinu. Almennar niður- stöður eru þær að verðlag er al- mennt hærra úti á landi en í Reykjavík og að verðið er hæst þar sem lítillar samkeppni gætir. Verð í verslunum á Vestfjörðum reyndist 5,3% hærra en í Reykja- vík og meðaltal úr landsbyggðar- kjördæmum leiðir í ljós 2,6% hærra vöruverð en í höfuðborg- inni. Athygli vekur að vöruverð virðist afar hátt á ísafirði, Siglu- firði og á Höfn í Hornafirði. Á ísafirði reyndist vöruverð 2,8% hærra en á Bolungarvík og verð í verslunum á Siglufirði var 6,6% hærra en á Sauðárkróki svo dæmi séu nefnd. Þá var og 6,6% dýrara að versla mat- og hreinlætisvörur á Höfn í Hornafirði miðað við Neskaupstað. Nær enginn verð- munur reyndist vera á milli höf- uðborgarsvæðisins og Akur- eyrar. Þeir sem vilja kynna sér þessa verðkönnun Verðlagsstofnunar geta hringt í síma 91-27422 og fengið hana senda um hæl, sér að kostnaðarlausu. -v. búðum fer ört fækkandi Gunnar Valdemarsson: Sannkallað örvœntingarverð á eldri bókum Nokkurra erfiðleika gætir nú hjá fornbókaverslunum í Reykja- vík og hefur þeim farið fækkandi að undanförnu. Fyrir um það bil ári síðan var Skruddu á Lauga- veginum lokað. í Ingólfsstræti 3 og 8 voru gamlar og grónar versl- anir. Annarri þeirra var lokað í haust en hinni fyrir um það bil mánuði. Og ef lengra er skyggnst til baka þá var verslun við Vest- urgötuna lokað fyrir tveimur árum. Gunnar Valdemarsson hjá Bókinni sagði að nú ríkti sannkallað örvæntingarverð á sumum bókum á bókamarkaðin- um. Til dæmis hefði löngum verið umtalsverð sala á þýddum skáld- sögum, en nú mætti heita að þær hreyfðust ekki. Út liti fyrir að yfir væri að ganga eitthvert breytingaskeið í þessum efnum, sagði Gunnar Valdemarsson. Gunnar Valdemarsson í Bókinni: Erfiðleika gætir hjá fornbókaverslunum í Reykjavík. Ljósm. Sig. KRON Veikleikar í könnuninni IfPnM og fleiri verslunarað- IVVlUll ilar ákváðu að gera nýja verðlagskönnun strax eftir að Verðlagsstofnun birti niður- stöður sínar á innkaupakörfu fyrir fjögurra manna fjölskyldu í einn mánuð. Ástæðan fyrir því að KRON fór á stúfana, var ekki sú að verslanir KRON fóru illa út úr könnuninni, að sögn Ingólfs Ól- afssonar, kaupfélagsstjóra, held- ur sú að verslunarstjórarnir telja ákveðna veikleika á þeirri könn- un sem Verðlagsstofnun lét gera. f fyrsta lagi eru vörurnar í þess- ari könnun látnar hafa ákveðið vægi, en í þeim verðlagskönnun- um, sem hingað til hafa verið gerðar, hafa verið teknar ákveðnar vörur og borið saman verð í verslunum. Með því að taka upp nýja aðferð núna, er Verðlagsstofnun að lýsa því yfir að lítið mark sé takandi á gömlu könnunum, að sögn Ingólfs. Þá er sá neyslugrundvöllur, sem tekið er mið af, byggður á meðaltalsneyslu fjölskyldu frá 1978, en það neyslumynstur hef- ur tekið miklum breytingum. Sem dæmi um það nefnir Ingólfur að í könnuninni núna er gert ráð fyrir að fjögurra manna fjöl- skyldan neyti um 2,8 kg af nautakjöti á mánuði. í þriðja lagi er ekkert tillit tekið til gæða vörunnar í þessari könn- un. Hvað niðurstöður þeirrar könnunar sem KRON gerði varðar, þá varð hlutfallið milli Miklagarðs og stórverslunar KRON mjög svipað og í könnun Verðlagsstofnunar, en aftur á móti kom Kjötmiðstöðin mun verr út úr þessum samanburði en í könnun Verðlagsstofnunar. Könnunin byggist að vísu ekki á að vörunum sé gefið ákveðið vægi, einsog hjá Verðlagsstofn- un. -Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kjötmiðstöðin Sjáumst í næstu könnun Hrafn Backmann eigandi Kjöt- miðstöðvarinnar vísar niður- stöðu könnunar KRON á bug og telur að þau vinnubrögð sem þeirra útsendarar viðhöfðu hafi ekki verið marktæk og að þeir hafi ekki valið lægsta vöruverðið í hverjum vöruflokki, einsog Verð- lagsstofnun gerði. „í þau 25 ár, sem ég hef starfað við þetta, hef ég haft það að leiðarljósi að afla viðskiptavinum hagstæðasta vöruverðs, sem ég hef mögulega getað boðið uppá. Fyrstu tvo áratugina rak ég ein- göngu kjötverslun og verðlagið þekkja allir landsmenn, enda hafa samkeppnisaðilar átt í erfið- leikum með að skilja þá verð- lagningu. Á næstu mánuðum mun svo Kjötmiðstöðin hefja beinan innflutning á almennum matvörum til að bjóða sam- keppnisaðilum enn frekar birg- inn. Vinnubrögð KRON sæta furðu en það er tími til kominn að for- ráðamenn KRON og stjórn að- lagi sig eftir þörfum neytandans og breyttum viðskiptaháttum, sem kemur best fram í því að ég bauð verslunarstjóra KRON upp á mun hagstæðari kjötkaup en hann hefur átt kost á hingað til, en því var hafnað. Áð lokum vil ég bara vísa í kannanir undanfarinna ára og segja við samkeppnisaðila mína: Sjáumst í næstu könnun", sagði Hrafn Backmann í samtali við Þjóðviljann í gær. -Sáf Sigríður Eiríksdóttir er látin Látin er í Reykjavík Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona á 92. aldursári. Hún lést á Öldrunar- lækningadeild Landspítalans sunnudaginn 23. mars sl. Sigríður Eiríksdóttir var mikill brautryðjandi í hjúkrunar- og heilsuverndarmálum. Hún lauk námi í Danmörku 1921. Formað- ur Hjúkrunarfélags íslands var hún á árunum 1924-60 eða sam- fellt í 36 ár og ritstjóri og ábyrgð- armaður tímarits félagsins í ára- raðir. Fyrir utan merk störf hér á landi tók hún virkan þátt í nor- rænu og alþjóðlegu samstarfi, var m.a. formaður Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga 1939- 45. Hún var heiðursfélagi allra hjúkrunarfélaga á Norður- löndum og var m.a. sæmd Flor- ence Nightingale orðu Alþjóða Rauða krossins 1949 fyrir störf í þágu heilbrigðismála. Sigríður Eiríksdóttir var gift Finnboga Rúti Þorvaldssyni pró- fessor og áttu þau tvö börn. Dótt- ir þeirra er Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands. Tœknimannadeilan Engin hreyfing Ekkert hefur enn gerst í máli tæknimanna Ríkisútvarpsins og Pósts og síma. Engar viðræður hafa átt sér stað og er nú orðið ljóst að dagskrá hljóðvarps og sjónvarps um páskana fer meira eða minna úr böndunum. Eins og áður hefur verið skýrt frá er það alfarið í höndum manna í fjármálaráðuneytinu að koma viðræðum af stað, en þar neita menn að viðurkenna þá staðreynd að tæknimenn hafa sagt upp störfum og að frum- kvæði til lausnar deilunni verður að koma frá ríkinu. Vegna bilana hjá símanum hef- ur orðið að kalla á sænskan sér- fræðing til að finna út bilanaor- sökina en forráðamenn símans segja að kalla hefði þurft til þenn- an sænska sérfræðing hvort sem tæknimennirnir hefðu verið við störf eða ekki. -S.dór Trilluslysið Taldir af Leitin að sjómönnunum tveimur sem voru um borð í trill- unni Sigurði Þórðarsyni GK sem var 4ra tonna hefur engan árang- ur borið og eru sjómennirnir tald- ir af. Þeir hétu Jóhann Sveinbjörn Hannesson 29 ára Víkurbraut 3 í Sandgerði og Þorbjörn E. Frið- riksson 32ja ára, Sunnubraut 10 í Keflavík. Jóhann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Þorbjcftn var ógiftur og barnlaus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.