Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 15
STAÐAR NEM! Öll hjól eiga aö stöðvast algerlega áöur en að stöðvunarlínu | er komið. Stórkvíar em lausnin Metframleiðsla í Skotlandi. Norðmenn œtla aðframleiða 3-4000 tonn af hitabeltisrœkju í Gambíu. Fiskneysla eykstí Bandarikjunum Laxeidi í Skotlandi vex hröðum skrefum. Síðasta ár var metframleiðsla, og þá voru fram- leidd 6921 tonn af laxi. Það er 77 prósent aukning frá fyrra ári. Þessi fiskur var framleiddur í 104 fyrirtækjum, sem samanlagt starfræktu 128 sjóeldisstöðvar og 66 ferskvatnsstöðvar. Skotar áætia, að á þessu ári muni þeir slátra 9700 tonnum af laxi, og 1987 um 14 þúsund tonn- um. Skortur er á laxahrognum í Skotlandi. Á ráðstefnu sem hald- in var fyrr í mánuðinum í Invern- ess kom einnig fram, að fiskeldis- menn telja að vöntun á sjógöng- useiðum (smoltum) verði þar- lendu eldi fjötur um fót á árinu, einsog raunar á síðustu árurn. Stórkvíar í sjó Skortur á vari við strendur fs- Eldi á Kyrrahafslöxum eykst hröðum skrefum í Sovét. En Sovétmenn hafa líka náð feikilega góöum árangri í styrjurækt. Hér draga vaskir félagar úr einu sovétlýðveldanna gríðarstóra belgúa-styrju á land til að afla hrogna til eldis. Þriðjudagur 25. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Fiskeldi í Bandaríkjunum Um 1500tonnaf Atlantshafslaxi voru framleidd í eldi í Bandaríkj- unum árið 1984. Að auki um tvö þúsund tonn a; regnbogasilungi. Þarlendir hyggjast þó stórefla fi skeldi, ogrennaþá helst hýrum augum til Atiantshafslaxins, sömu tegundar og við ræktum hérlendis. Fiskneysla er rnjög að aukast í Bandaríkjunum. Árið 1960 neytti sérhver Bandaríkjaþegn að meðaltali urn 4,68 kílóa af fisk- meti árlega. Tuttugu árum síðar, 1980, var þetta komið í 5,82 kíló og árið 1984 át meðalkaninn 6,36 kíló af fiski. Laxaræktendur vilja notfæra sér vaxandi áhuga á fisk- neyslu og vinna nýja markaði. Sovéskur Kyrrahafslax Úr Kyrrahafi er talið mögulegt við kjörskilyrði að afla unt 40 miljón tonna margvíslegs sjávar- afla. Nú er skammt í að því marki verði náð, því árlega veiðast nú um 38 miljón tonn úr Kyrrahafi. Valerí Tsjíkanóf úr Vísindaaka- derníu Sovétríkjanna hefur því lagt til að fiskeldi verði stóreflt, því einungis þannig náist meiri framleiðsla úr sjó í framtíðinni. Mikið átak er þegar kornið í gang í austasta hluta Sovétríkj- anna. Á Kamtsjatka, Kúrileyjum og Sjakalín, auk svæða viö ána Amúr eru ntargar eldisstöðvar í rekstri. Árlega framleiða þær og sleppa í Kyrrahafið um 1200 milj- ónunt seiða af nokkrum tegund- um svokallaðra Kyrrahafslaxa. Canon Canon AF35J Verð kr. 9.445.- Canon T70 Verð kr. 26.155.- Canon AE-1 Program | Verð kr. 28.353.- I YLI h/t Gleraugna- og Ijósmyndavöruverslun, Austurstræti 3, sími 26499 Canon Snappy-S Verð kr. 6.395.- ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FISKELDI lands hefur tálmað framgöngu floteldis í sjó. Fáanlegar flotkvíar hafa ekki verið nægilega traustar til að þola öldu við óvarða strönd, sem og ísrek. I Japan er nú búið að framleiða stórkvíar, sem eru rniklu stærri en hefðbundnar kví- ar. Þær eru mun traustari, eiga að standast úthafsöldu, og fram- Bændahöllin Greiðir arð 600þús. kr. til Búnaðar- félagsins-300þús. kr. til Stéttarsambandsins Til þessa hafa bændasamtökin ekki haft beinan arð af rekstri Bændahallarinnar. Nú hefur orð- ið breyting á. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var frá því skýrt að stjórn Bænda- hallarinnar hefði ákveðið að greiða eigendum hennar kr. 900.000 af rekstrartekjum á þessu ári. Koma 600 þús. kr. í hlut Búnaðarfélagsins en Stétt- arsambandið fær 300 þús. kr. Eins og kunnugt er fá bændur, sem gista Bændahöllina yfir vetrarmánuðina, afslátt af gist- ingunni. Á síðasta ári nam sá af- sláttur nokkuð á aðra milj. kr. Er þá miðað við bestu kjör sem aðrir njóta. - mhg leiðendur halda því fram, að fisk- urinn þrífist mun betur en í venjulegum sjókvíum. Mun betri vaxtarhraði og minni sjúkdóma- tíðni náist fyrir bragðið. Viðhald og unthirða er líka kostnaðar- ntinni en ella, að því frant- leiðendurnir, Bridgestone hring- urinn, segja. Kvíar af þessu tæi eru til bæði í Færeyjum og hér á Islandi. Krist- ján Pálsson í Ólafsvík og félagar hafa keypt kví, sem mun komin til landsins, en ekki enn í sjó. Jón Gunnlaugsson, sem rekur Sjóeldi á Reykjanesi hefur þegar sett eina í sjó, og elurþar bæði lax og regnbogasilung. I dag munu 54 slíkar kvíar í notkun í heiminum, en áhugi fyrir þeim hraðvex. Að öllum líkindum gætu þessar kvíar leitt til þess að hægt yrði að nýta hlýja sumarsjóinn við suð- vesturströndina miklu meir til sumareldis en ella. Rækjueldi Norömanna í Gambíu Norðmenn hafa fjárfest í fisk- eldi mjög víða. Pannig standa þeir í stórræðum hér á landi, í Tasmaníu, Chile, Ástralíu og víðar. Nýjast af erlendum fisk- eldisfjárfestingum þeirra er áform um mikilvirkt rækjueldi í Gambíu í vestur Afríku. Norð- menn eru að byggja þar mikla rækjueldisstöð, sem í fylling tím- ans á að spanna þúsund hektara af eldistjörnum undir beru lofti. Par ætla þeir innan 7 ára að fram- leiða um 3000 til 4000 tonn af hit- abeltisrækju í háum gæðaflokki. Rækjan verður síðan seld í fryst- um neytendapakkningum. Um 4000 tonn af rækjumjöli verða líka framleidd úr skelúrgangi, sérstakar olíur úr leifunum verða gerðar, allt að 180 tonn, auk um 500 tonna af dýrafóðri. Efasemdir í Noregi Peter Thomassen, iðnaðarráð- herra Norðmanna, hefur opin- berlega efast um réttmæti hinna umfangsmiklu fjárfestinga Norð- manna í fiskeldi utan Noregs. Thomassen telur að rnikil þekk- ing og fé seytli með þessu móti úr landi, sem ella hefði nýst í norska uppbyggingu. Meginorsökina telur hann vera miklar takmark- anir á leyfum til fiskeldis í Nor- egi, og vill aflétta þeini hömlum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.