Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 6
VIÐHORF Gjömingar úr Garðastræti eftir Harald Guðnason Langri samningalotu í Garð- astræti er lokið. Þá er ríkisstjórn- inni skrifað bréf, innlagður víxill uppá einn og hálfan miljarð króna. Vinsamlegast: samþykki óskast. Tilkynnið skattborgurum þegar víxillinn fellur. Þorsteinn ráðherra hefur stundum viðrað hneykslan sína á því, „að menn úti íbæ“ hafi oft gert vonda samninga. Nú bregð- ur svo við að sá háttur sé hinn eini rétti. Ráðherrann tekur við pakkanum úr Garðastræti með bros á vör. Tímamótasamningar, þjóðar- sátt, stórkostleg tilraun, syngja stjórnarliðar í kór. Fjöllin tóku jóðsótt, var einu sinni sagt. Fulltrúar ASÍ og VSÍ hafa að dómi Mbl. „sameinast um skyn- samleg markmið". Halelúja- kórinn tekur undir og ljúfur þrastarkliður fyllir loftin blá. Nú skulu allir segja jájá, ekki jájá og neinei, annars reiðast goðin. „Verkalýðsflokkarnir“ á þingi segja líka jájá (með einni undan- tekningu). Svo er plaggið sent til samþykktar í félögin úti á landi því enn vantar stimpil, en fjári yoru fundirnir fámennir og lítið sungið. Dýrtíðin á að fara niður í 7-8% fyrir tilverknað samninganna segja Garðastrætismenn. Vel er það, en stórt er stökkið og bregð- ur nýrra við ef tekst. Ef einhver trúir því, þá er trú hans mikil. Atvinnuöryggi fiskverkunar- fólks hefur verið aukið og er það Sjáiði bara hvað bílarnir lækka, vídeóið, bensfnið (2kr.) og bless- að grænmetið. Láglaunamenn kaupa ekki bíla á 3-400 þús. hvað þá bíl handa frúnni. En forstjóra- bílarnir geta lækkað um allt að Lög um 40 stunda vinnuviku nr. 88, 1971 er jafn dauður bók- stafur og þá er þau voru sam- þykkt á alþingi fyrir 15 árum. Fyrir löngu í gildi í nálægum lönd- um. Fulltrúar ASÍ og VSÍ hafa að dómi Mbl. „sameinast um skynsamleg markmið“. Halelújakórinn tekur undir og Ijúfur þrastakliður fyllir loftin blá etv. jákvæðast við samningana þá arna. Húsnæðislánin. Talað er um hagræðingu þar, en ýmsir þræðir lausir að sögn. Fólk með lág laun stendur varla straum af háum lán- um. Það er svo mál útaf fyrir sig hvernig Garðastrætisherrar lofa lánsfé úr sjóðum sem þeir hafa engin umráð yfir. - Fjölmiðlar og málpípur kyrja: því verði á ódýrari bflunum. Áður fyrr var samið um kaup og kjör, enda undirstaðan að fólk hefði sæmilega hátt kaup. Svo var farið að semja um húsbyggingar, lán og vexti og hver veit hvað, en hærra kaup eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. - Þegar upp er staðið eftir allar andvökunæturnar blasir við m.a.: Eftir 25-30% kjaraskerðingu álítur Kjararannsóknanefnd að kaupmáttur taxtakaups verði sem næst óbreyttur frá síðasta ári. Engin rauð strik sem hemill á dýrtíð (verðbólgu). Samkvæmt gjörningnum á opinber þjónusta að lækka. Þá vill svo vel til fyrir „ríkið“ að nýlega er búið að hækka opinbera þjónustu, t.d. banka um 200%, dagvist 20%, rafmagn 14%, útvarp 15%, póst- ur og sími 17%. í „paragraff" 5 (Mbl. 27.2) stendur: „lækkun á búvöru- verði“. Þetta er fallegt fyrirheit, því dýrar þykja vörurnar sumar. Efndirnar 5,2% hækkun á mörg- um vörutegundum. Mjólk og kindakjöt stendur þó í stað í bili amk, enda hefur sala á þeim vörum ekki gengið mjög vel. Til að jafna metin vegna vísi- tölunnar er notuð gamalkunn að- ferð, einskonar hókus pókus. Smjörfjallið er sett á útsölu. En sá er galli á gjöf Njarðar að fólk hefur vanist af að borða smjör sem kostaði 410 kr. kg. og svo hitt að smjör hefur þann kunna eigin- leika að það geymist ekki vel sem söluvara nema takmarkaðan tíma. Láglaunastefnan heldur velli eftir Garðastrætissamninga. Launabætur svokallaðar, þrjú þúsundir tvisvar á ári, er óvirðing við fólk með 18-25 þús. mánaðar- laun. Vekur enn furðu að há- launamenn beggja megin borðs skuli enn sættast á slíkan gjörn- ing. Haraldur Guðnason er félagi í BSRB og fyrrum bókavörður í Vestmannaeyjum. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Vestfjarðavegar - Dýrafjörður 1986. (Lengd 5,5 km, fylling 31.400 m3). Verki skal lokið 1. október 1986. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 24. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 14. apríl 1986. Vegamálastjóri. Móðir mín Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona lést í Reykjavík 23. mars. Vigdfs Finnbogadóttir Móðir okkar Þóra Árnadóttir Sólvallagötu 29 Reykjavík lést á pálmasunnudag. Þorbjörg Kristinsdóttir Ármann Kristinsson Árni Kristinsson Varnarrœða framhald af bls. 5 fótum: Bændur þurftu að fá ák- væðisverð fyrir mjólkina og nið- urgreiðslan var viss aurafjöldi á líter. Vegna þess sem að framan er getið, var sett upp gerilssneyð- ingartæki, sem einn maður gat annað. Allt var miðað við að til- tekinn lítrafjöldi stæði undir kostnaði. Það er ekki að orð- lengja það að með því að gæta svona hófs í öllu, tókst samlaginu að greiða bændum fullt verð fyrir mjólkina. Samlagið gat tekið á sig flutningskostnaðinn. Stjórn- un og skrifstofukostnaður var aldrei reiknaður mjólkursam- laginu. En bœrinn stœkkar Neysla jókst ár frá ári og til þess lágu margar ástæður: Fjórð- ungssjúkrahúsið, barnaheimilið, hótel, þrjú togskip, 3 nótaskip, aðkomufloti á loðnu- og síldar- vertíð og innkaup brytanna á flutningaskipunum, sem sækjast eftir nýju mjólkinni á Norðfirði. Ný mjólkurstöð var knýjandi nauðsyn og við þeirri þörf var brugðist. Mjólkurstöðvarhúsið var endurbætt, nýjar vélar keyptar og í stað þess að einn maður nægði gömlu stöðinni, þurfti nú tvo menn. Nú er fram- leitt: Skyr, súrmjólk, smjör, jó- gúrt, rjómi, fitusprengd neyslu- mjólk og léttmjólk. Aðrar mjólk- urvörur flytjum við að. Skilyrði fyrir góðum rekstri stöðvarinnar er hagkvæmt magn mjólkur. Bakgrunnurinn Mjólkurbúskapurinn í Norð- fjarðarhreppi hefur tekið miklum breytingum og mikið meiri breytingum en lítrafjöldinn á hverjum tíma gefur tilefni til að halda. Af 13 framleiðendum, sem hér voru 1980 voru aðeins 8 eftir 1983. Það var því full þörf á að hvetja bændur til að fylla fjós sín og gera allt hvað þeir gátu til að tryggja næga mjólk. Fjárhúsin stóðu hálftóm eftir riðuveiki. Uppeldið var því flutt í fjárhúsin. Svo hart var gengið eftir því að framboð og eftirspurn væri í jafnvægi, að í tíð fyrri mjólkur- stöðvarinnar ætlaði ungur maður að byrja búskap í miðri Norð- fjarðarsveit. Ekki kom annað til greina en fjárbúskapur. Fjárbú þetta var það stærsta í sveitinni. Allir vita þó að fjárbú er ekki fýsilegur kostur í miðri þéttbýlli sveit. Riðan alræmda olli því að bóndinn hætti fjárbúskap, og þar sem svo margir hættu mjólkur- framleiðslu upp úr 1980, var gefið tækifæri til að skipta yfir. Fjós var byggt með samþykki allra aðila. Þessi bóndi var nú einmitt að komast í fulla framleiðslu, sem hefði getað orðið 120 þús. lítrar, þegar hann fékk 65 þús. lítra kvóta. Annar bóndi var búinn að leggja í tveggja miljón króna stofnkostnað með leyfi allra að- ila. Fjós hans hafði verið dæmt ónýtt eftir 40 ára notkun. Þriðji bóndinn lagði í fjárfestingu vegna endurnýjunar, eftir að heilsutæp- ir foreldrar höfðu hætt mjólkur- framleiðslu. Fjórði bóndinn vildi endur- bæta fjós foreldra sinna og fylla það með eigin stofni, vegna óvissu í sauðfjárbúskap. Fimmti bóndinn var með viðbyggingu og endurbætur á gömlu fjósi, bæði vegna stækkunar og hagræðing- ar. Á þessum breytingum sést að erfitt er að alhæfa tölur í töflu og ekki von til þess að úr því fáist eitthvað til að byggja á. Hvernig gekk stjórnunin Þegar Gunnar Guðbjartsson flutti skýrslu sína á fundi Stéttar- sambands bænda 1966, lýsti hann áhyggjum sínum yfir því að frá árinu 1961 til ársins 1965 hefði framleiðsla mjólkur aukist um 40% og væri nú 106 miljónir lítra. Norðfjarðarbændur framleiddu 428 þús. lítra árið 1960 og 447 þúsund lítra 1966. Bændur í Norðfjarðarhreppi áttu því ekki sök á þessum vanda. Enn í dag get ég ómögulega séð að þeir eigi nokkra sök á hvernig komið er. I fyrra framleiddu bændur í Norð- fjarðarhreppi 565 þúsund lítra, sem reyndist of lítið fyrir markað- inn. Gátu ekki mætt markaðs- sveiflum. Þá framleiddi stöðin okkar 7 tonn af smjöri, en við notuðum 7 Vi tonn. Það eiga ein- hverjir aðrir smjörfjallið en við. Nálœgð framleiðslunnar Næsta fjós við stöðina er í 4 km fjarlægð, en fjósið, sem fjærst er í 10 km. Þetta var einmitt trygging fyrir góðu hráefni allt árið. Á vertíðum hefur oft þurft að fara aukaferðir eftir mjólk, til þess að sfldar-, loðnu- og togaraflotinn færu ekki út mjólkurlaus. Þar kemur sér vel að mjólkin er ekki langt undan. Hve oft er mjólkur- laust vegna ófærðar á Seyðisfirði og Siglufirði. Hve oft fara veiði- skip ekki mjólkurlaus á veiðar frá þessum löndunarstöðum, svo að- eins dæmi séu nefnd. Þessi óvissa að vetrinum réði því að eitt sinn, er grasbrestur var í Norðfjarðarsveit, lagði bæjar- sjóður Neskaupstaðar óbeðinn peninga til heykaupa, svo bænd- ur komust hjá því að fækka grip- um. Leið að marki Mér skilst að Framleiðsluráð hafi gert sér grein fyrir þessu sér- stæða mjólkursvæði og gert sínar tillögur. Þær gerðu ráð fyrir því að Norðfjörður og Mjóifjörður væru eitt framleiðslusvæði (Hvers á Mjóifjörður að gjalda?) Þessu breytti stjórn Búnaðarsam- bands Austurlands, án þess að við okkar deild væri haft sam- band. Þetta flokkast undir stjórn- arafglöp. Þetta er siðferðilegt brot á iýðræðisreglum. Inn af Neskaupstað er blómleg sveit, sem eitt sinn var næst mesta mjólkursvæði landsins, miðað við fjölda framleiðenda. Þessi kjörsveit er sú eina, sem fær er um að tryggja framboð af mjólk í Neskaupstað. Mjólkurstöðin í Neskaupstað er, vegna nálægðar sinnar, ein stöðva fær um að tryggja bændum örugga afsetn- ingu á mjólk. Ekkert getur komið þar í staðinn. Hér þarf að finna skynsamlega lausn. Lausn sem tryggir hag- kvæmastan rekstur stöðvarinnar og um leið öryggi neytandans. Framleiðandinn á síðan að að- laga sig þeirri útkomu hver svo sem hún verður. Öðru vísi getum við ekki orðið samkvæmir sjálf- um okkur. Aðalsteinn Halldórsson er bóndi á Efra-Skálateigi í Norðfjarðarhreppi. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.