Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR MANNLÍF HEIMURINN Mjólkurfrœðingar Sviptir samningsréttinum Ríkisstjórnin ákveðurað setja deiluna íkjaradóm ogsvipta þarmeð mjólkurfrœðinga samningsrétti. Geir Jónsson formaður Mjólkurfrœðingafélagsins: samningaleið alls ekki fullreynd. Svavar Gestsson: óvirðing við alþingi, markleysa hjá ráðherra Ríkisstjórnin keyrði í gær- kvöldi í gegnum neðri deild gerðardómslög á Mjólkurfræð- ingafélag Islands og braut verk- fail félagsins þar með á bak aftur. Samningafundi deiluaðila var slitið síðdegis i gær, en þá höfðu mjólkurfræðingar dregið til baka allar sérkröfur sínar nema eina er varðar fæðis- og flutningsgreiðsl- ur. Þingmenn Abl. og Kvenna- lista greiddu atkvæði á móti frumvarpi stjórnarinnar í neðri deild, en Alþýðuflokkur og BJ sátu hjá. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ lýsti í gær yfir and- stöðu við gerðardómslögin og Guðmundur J. Guðmundsson Abl. upplýsti í umræðum að krafa mjólkurfræðinga væri ein- ungis til samræmingar við það sem aðrir starfsmenn hefðu fyrir. „Við teljum alls ekki fullreynt að ná sáttum í þessari deilu og fordæmum því þessi gerðardóms- lög. í stað þess að halda samn- ingaviðræðum áfram leggja stjórnvöld og vinnuveitendur of- urkapp á að keyra þetta mál í gerðardóm. Þetta er mjög alvar- legur hlutur þar sem verið er að taka af okkur samningsréttinn og þetta getur haft alvarlegar afleið- ingar“, sagði Geir Jónsson for- maður Mjólkurfræðingafélagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Samninganefnd mjólkurfræðinga fylgdist með umræðum um gerð- ardómsfrumvarpið en í því er gert ráð fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá fulltrúa í kjaradóm til að ákveða kaup og kjör mjólkurfræðinga og á dómurinn samkvæmt frum- varpinu að leggja til grundvallar síðastgildandi kjarasamning fé- lagsins og þær ícjara- og launa- breytingar sem samist hefur um frá sl. áramótum. í greinargerð með frumvarpinu sem Jón Helga- son landbúnaðarráðherra lagði fram segir að kröfur mjólkur- fræðinga feli í sér „verulegar hækkanir og frávik umfram það sem felst í samningum ASl og vinnuveitenda" auk þess sem slíkirsamningar myndu „riðla því breiða samkomulagi sem náðst hefur og spilla vinnufriði". Krafa mjólkurfræðinga um fæðis- og flutningskostnað er metin uppá 4% kauphækkun en slíkar greiðslur eru fyrir í samningum margra iðnaðarmannafélaga. Svavar Gestsson gagnrýndi harðlega málsmeðferð landbún- aðarráðherra stjórnarflokkanna á þessu máli. Krafðist hann þess að ráðherrar kæmu strax á samn- ingaviðræðum deiluaðila. Lítið bæri í milli og það væri óvirðing við Alþingi að nota það sem sjálfsafgreiðslustofnun í slíkum stórmálum sem þessum. Vísaði Svavar jafnframt greinargerð frumvarpsins frá sem markleysu þar sem bornar væru á borð rang- ar fullyrðingar um stöðu mála. Jafnframt upplýsti Svavar að Mjólkursamsalan hefði hótað að hækka mjólkurlítrann um 5 aura ef krafa mjólkurfræðinga yrði samþykkt. Sagði hann að Mjólk- ursamsalan og milliliðir landbún- aðarins væru vel borgunarmenn fyrir þeim 5 aurum. - lg. Skálað í mjólk fyrir utan þinghúsið í þann mund sem ráðherra mælti fyrir Mjólkurfræðingafélagsins, Héðinn Þorsteinsson og Kristján Larsen. Ljósm kjaradómslögunum í gær: Guðmundur Sigurgeirsson, Geir Jónsson formaður E.ÓI. Vetrarvertíð Loðnuveiðar Misskilningur Þetta er óskiljanlegt Börkur NK fékk meira verðfyrir 1200 lestir afloðnu í Danmörku en fengist hefði fyrirmjöl og lýsi úrfarminum unnum hérálandi. Enginn virðist kunna skýringu á þessu máli Þorskganga í Faxaflóa í síðustu viku var mjög góð veiði hjá bátum I Faxaflóa og er Ijóst að þorskganga er komin í flóann. Trillur frá Akranesi voru með 2-9 tonn í róðri í síðustu viku en nú er páskastoppið hafið hjá þeim og mega þær ekki leggja aft- ur fyrr en eftir páskahelgina. Stærri bátar frá Akranesi voru með þetta 20-40 lestir af tveggja nátta flski fyrir helgi. í dag hefst svo páskastoppið hjá öllum stærri vertíðarbátum. Enn er mokveiði í Breiðafirði og eins útaf Jökli en þangað hafa stærri bátarnir frá Akranesi róið að undanförnu. Ástæðan fyrir þessari þorskgöngu í Faxaflóann er að þangað hefur gengið loðna og þorskurinn því að elta æti. - S.dór. Loðnuskipið Börkur NK sigldi fyrir nokkru með 1200 lestir af loðnu til Danmerkur og seldi þar. Loðnan hafði 7% fltumagn og 16% þurrefni. I Danmörku fcng- ust 64 aurar danskir fyrir kílóið og að auki 4 aurar sém áhöfnin fékk á kíló fyrir að landa aflan- um. Það fengust sem sé 3,8 milj- ónir íslenskar fyrir þessi 1200 tonn. Ef þeim hefði verið landað hér heima og lýsi og mjöl unnið í verksmiðju hefðu fengist 3,4 milj- ónir króna fyrir afurðirnar full- unnar. Úr farminum hefðu fengist 84 tonn af lýsi og 192 tonn af mjöli. Eðli málsins samkvæmt ætti verð- mætaaukning að eiga sér stað með því að fullvinna hráefnið, en Danir geta greitt hærra verð fyrir hráefni en við fáum fyrir vöruna fullunna. Guðmundur Bjarnason hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað sagði í samtali við Þjóðviljann að hann kynni enga skýringu á þessu máli, hér töluðu bara stað- reyndir. Jón Reynir forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins sagðist aðspurður ekki hafa fulla skýr- ingu á málinu. Hann benti þó á atriði sem skipta máli, svo sem betri nýtingu hjá Dönum, verks- miðjan starfar allt árið. Spyrja mætti hvort Danir hefðu neyðst til að tapa á þessum farmi til að fylla uppí sölusamning, sem þeir yrðu að standa við. Þá sagði hann það staðreynd að dýrara væri að reka loðnubræðslur hér á landi en í Danmörku. Samt er þetta ekki skýringin á þessum mikla mun. Loks má svo benda á að Danir greiða mun hærri vinnulaun en greidd eru hér á landi. Þeir sekkja mjölið sem er dýrara en að hafa það laust eins og hér, en þeir selja mjöl á sömu mörkuðum og við íslendingar. - S.dór. Ríkur í gröfinni? Bonn — Grafarar sem fyrir mis- skilning grófu einfættan betl- ara í kistu milljónamærings meðan sá ríki lá á viöhafnar- börum ætla nú að höfða mál til að ná inn fyrir kostnaði og koma sökinni á einhvern ann- an. Vandræðalegir útfararstjórar segja sér til málsbóta að kærulaus hjúkrunarkona á háskólasjúkra- húsinu í Bonn hafi látið lík flæk- ingsins í hendur greftrunarmanna sem komu á sjúkrahúsið til að sækja milljónamæringinn. Bless- aður ölmusumaðurinn lá síðan grafinn í viku í gröf ríka manns- ins. Þá áttaði starfsfólk sjúkra- hússins sig á mistökunum og ríka ekkjan krafðist leiðréttingar, og 5.000 marka. IH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.