Þjóðviljinn - 18.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL íslenskar bœkur í útlöndum Á þingi Rithöfundasam- bandsins um síðustu helgi var fjallað um íslenskar bók- menntirog umheiminn. Og þá ekki síst þá spurningu, hvort og eftir hvaða leiðum íslensk- ar bæku r geta ratað á aðrar tungur svo sem metnaður ein- staklingaog þjóðar helst vill. Því þótt menn dreymi kannski ekki lengurstórveldisdrauma um að íslendingargeristsig- ursælir „víkingar andans um staði og hirðir" þá viljum við vonandi enn bókaþjóð heita og sanna það, líka öðrum en sjálfum okkur. Sem betur fer veðja ekki allir á Gleðibankann. Undarlegir vegir Vegir bókanna eru undarlegir. Sumir eru nokkuð svo fyrirsjáan- legir, aðrir ekki. Þegar við til dæmis veltum fyrir okkur af- drifum rússneskra bókmennta í umheiminum, þá skiljum við vel, að þjóðskáldið Púskjín hefur ekki farið nærri því eins víða og skáldsagnahöfundar nítjándu aldar - hann var ijóðskáld og ljóðið er viðkvæmt í flutningi og fáir sem geta komið því til skila. Ef við svo tökum skáldsagnarisa Rússa eins og Tolstoj og Dostoéf- skí, þá voru það ekki þeir sem lesandi útlendingar þekktu öðr- um fremur fyrir hundrað árum eða svo. Það var Túrgénéf, Sem fáir mundu leita til núna. Og ef við svo tökum til dæmis afdiit þessara Rússa á íslensku er undar lega mikið misvægi milli Tolst- jojs og Dostoéfskís. Frægustu verk Tolstojs, hin stærri sem hin smærri, hafa verið þýdd á ís- lensku - en til þessa ekki nema ein af meiriháttar skáldsögum Dostoéfskís, Glæpur og refsing. Og hefur sá síðarnefndi þó átt mún meiri athygli umheimsins á seinni misserum ergreifinn frægi, sem var í senn mikill sagnamaður og hatursmaður lista. Enginn veit með vissu hvernig á þessu stendur. Aftur á móti vit- um við af almanakinu að pólitísk mun vel fara. Við skulum vona það. En því miður eru engin ótví- ræð og fyrirsjáanleg tengsl milli gæða bóka og „markaðsmögu- leika“. Við þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana til að vita það. * Jónas Kristjánsson hélt ágætt erindi á rithöfundaþinginu fyrr- nefnda. Hann fjallaði um nauð- syn þess að efla íslenskukennslu bæði hér heima og erlendis og greiða fyrir því starfi með örlæti. Á þeim vettvangi alast nefnilega upp þeir áhugamenn sem geta og vilja kynna íslenskar bækur, gamlar og nýjar, hver heima hjá sér. Þetta er vafalaust alveg rétt hjá Jónasi. Það er mikils virði að til sé drjúgur hópur manna víða um lönd, sem veit hvað hér er að ger- ast og þekkir um leið möguleika á að koma áleiðis boðum um það. Og það er hægt að efla kynning- arsjóð sem sér til þess að til séu sæmilegar upplýsingar um ís- lenskar bækur og helst sæmilega marktæk þýðingardæmi. Hvorttveggja hlýtur að vera of- arlega á dagskrá hjá þeim sem ráða vilja menningarpólitík. Kynningarstarf ýmisskonar er sjálfsagt og nauðsynlegt. Eins þótt það sé engin sérstök ástæða til þess eins og er að gefa sig á vald bjartsýni. Og, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er okkar fyrsta áhyggja vitanlega sú hvernig ís- lenskum bókmenntum vegnar hér heima. Líf þeirra mun ekki koma að utan. ÁB Fórnin og undrið ./ Ný kvikmynd Andreis Tarkovskís fœr góða dóma Frumsýnd hefur verið nýjasta kvikmynd rússneska kvikmynda- meistarans Andreis T arkovskís, Fórnin, en Guðrún Gísladóttir leikur veigamikið hlutverk í þeirri mynd. í danska blaðinu Inform- ation fær myndin drjúgt lof sem merkilegt drama trúarlegs eðlis, sem sé ríkt af fögrum, áleitnum og táknrænum myndum. Þá segir og að leikur sé ágætur- Erland Josephson, sem fer með aðalhlutverkið, hafi aldrei verið betri sem bernskur og þó fullorð- inn, truflaður og um leið forklár- aðurandans maðurog Svein Nykvist fær hin bestu orð fyrir meistaralega kvikmyndun. Myndin er tekin á Gotlandi. Hún segir frá Alexander, sannleiksleitandi menntamanni, sem þar býr með enskri konu sinni og tveim börnum. Hann hefur boðið tveim vinum sínum til afmælisveislu, nokkuð svo lífsþreyttum lækni sem telur sig hafa losað sig við alla sjálfsblekk- ingu og póstmanninn Ottó, sér- vitringi sem safnar yfirskilvit- legum atvikum. Þetta fólk safnast saman til veislu í stofu Alexanders, en þetta vinsamlega samkvæmi er fljótt truflað af ýmsum uggvekj- andi uppákomum og fyrr en varir hefur það breyst í skelfilega mar- tröð: Sjónvarpið segir frá því að heimsstyrjöld hafi brotist út, at- ómstríðið sem er þá um leið heimsendir. Alexander biður til guðs og lofar að fórna öllu, hafna heimili sínu, fjölskyldu sinni, litla drengnum sínum, ef hann vilji frelsa fólkið undan „hinu illa“, undan skelfingunni, ef guð snýr öllu á þann veg sem það var í morgun eða gær. Og eftir að upp er brugðið ýms- um myrkum stórslysasýnum og eftir að Alexander á dularfulla en huggunarríka stund með þjónust- ustúlkunni Maríu, sem Ottó kall- ar „norn, en góðs eðlis", þá vakn- ar Alexander upp af martröð sinni á björtum og friðsælum morgni. Allt er sem það var - nema líf Alexanders sjálfs, því hann hefur tekið á sig ábyrgð, fórn sem hann er nú neyddur til að færa, fórn sem er handan við mannlega skynsemi. Hann brennir hús sitt og lætur aka sér í þögla einangrun geðsjúkrahúss- ins - hann hefur staðið við örlög sín ef svo mætti segja, með athöfn sem sýnist ekki annað en fáránleg tortíming út í bláinn hefur hann fylgt því sem hann telur sína æðri köllun, tekið að sér „skapandi þátttöku í lífinu". Fagurfrœði og siðfrœði Gagnrýnandi Information segir á þá leið að þessi fórnarat- höfn geti espað mann vegna þess hve ósanngjörn hún sé, hún sé líka einkar samkvæm sjálfri sér - vitskert athöfn sem beinist gegn vitskertum heimi. Hún sé í ætt við vakningarpredíkun og sjálfs- íkveikju Domenicos í myndinni Nostalghia, en lýsingin á lokafórn Alexanders sé miklu stilltari, stíl- hreinni og með sínum hætti raun- sæislegri. Fórnin, segir þar ennfremur, er trúarlegt drama, skáldlegur furðuleikur, mjög persónulegt verk eins og allar aðrar myndir Tarkovskís, fullt með fögrum og áleitnum táknrænum myndum, sem ber að upplifa fremur en að túlka þær og útskýra. Þær séu ekki „sjónarnúmer" eins og menn sjá í nýsúrrealisma mynd- bandalistarinnar, heldur sannar sýnir, hlutbundnar með raun- sæisblæ og um leið magnaðar til- finningu. Tarkovskí er á höttun- um eftir æðra raunsæi, sem teng- ist siðgæði og hugsjón, þar sem fagurfræði og siðfræði vega salt, þar sem listræn sannfæring sam- svarar trú. Um myndmálið segir einnig á þá leið að það sé einkar skýrt og um leið óumdeilanlega í ætt við það sem Tarkovskí hefur áður gert. „Gjafir vitringanna“, ófull- gerð mynd eftir Leonardo da Vinci, er notuð sem einskonar myndræn „tilvitnun“ og fylgir henni tónlistartilvitnun - nánar tiltekið „Erbarme Dich“ úr Matt- heusarpassíu Bachs. Þegar ó- reiða eldsvoðans er að baki lýkur kvikmyndinni á því, að sonur Al- exanders, sex ára, gengur niður á ströndina til að vökva það dauða tré sem hann og faðir hans höfðu „plantað" þar í fyrsta atriði myndarinnar. Og litli drengur- inn, sem til þessa hafði verið þög- ull, segirnú: „í upphafi var orðið, hví þá það pabbi?“. Myndin var frumsýnd samtímis á mánudaginn var á kvikmynda- hátíðinni í Cannes, í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Svíar, Frakkar og reyndar fleiri standa að gerð þessarar myndar Andreis Tarkovskís, sem hefur verið al- varlega sjúkur að undanförnu. ÁB tók saman. Erfið staða Hitt er svo ljóst, að möguleikar íslenskra bóka eru þrengri nú en þeir voru fyrir 30-50 árum. Við höfum sjálfir lagað okkur að umheiminum og það þýðir meðal annars, að áhugi á okkur sem „skrýtinni tegund“ skrifandi villimanna hefur dofnað. Sem betur fer kannski. Aðrir hafa tekið við þeim væntingum sem menn gera sér um æsilegan fram- andleika. í annan stað tekur alþjóðlegt sjónvarp ekki bara athygli frá bókinni - fjölmiðlar vinna með þeim hætti að athyglin beinist að æ færri nöfnum á hvaða sviði lista sem er. Allir þekkja tíu frægustu píanóleikara eða fiðlusnillinga heims, en enginn kannast við þau tíu hundruð sem eru kannski eins góðir listamenn eða allt að því. Þessi staða er vitanlega vond smáþjóðarmönnum. Sumir bíta á jaxlin og segja: skrifum betur, hirðum hvorki um nesjamennsku né tískuflan, semium nógu góðar bækur og allt samúð og andúð hefur haft mikil áhrif á það, hvort bækur rúss- neskra höfunda væru þýddar eða ekki. Um leið og Hitler réðst á Sovétríkin 1941 ruku menn til bæði á íslandi og annars staðar og þýddu rússneskar bækur, bæði gamlar og nýjar. Með köldu stríði og öðrum leiðindum dvínar þessi áhugi aftur. Skrýtnir fuglar Og hvað um okkur sjálfa? Bandarískur háskólamaður hefur farið víða um heiminn og safnað miklum gögnum um þýð- ingar íslenskra bókmennta á önnur mál og fundið ótrúlega margt, m.a. í blöðum og tímari- tum, sem menn voru löngu búnir að gleyma að til væri. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ís- lendingar hafi ekki ástæðu til að kvarta yfir sínu hlutskipti - furðu margt hafi verið þýtt af því sem þeir skrifa. Ástæðan er vitanlega sú, að við áttum merkar fornbók- menntir, sem hafa beint áhuga að íslandi, og að við höfum líka átt frábæra höfunda á okkar öld. Og rómantískur áhugi á söguþjóð, á sérstæðu samfélagi, sem hafði lítið breyst um aldir og var að stökkva inn í nútímann með veru- legum tilþrifum, hefur ekki bar- asta komið þeim til góða sem mesta verðleika hafði. Ýmislegt annað flaut með í þessum áhuga á skrýtnum og sérstæðum fuglum íslenskum. Hinu gæti verið erfiðara að svara - hvernig stóð á því, að þessi rómantíska velvild dugði jafnt svo ólíkum höfundum og Gunnari Gunnarssyni, Halldóri Laxness og Kristmanni Guð- mundssyni miklu betur til út- breiðslu á hinu þýska málssvæði og svo hinu slavneska en á því rómanska eða engilsaxneska? Þegar árið 1909 var svo mikill áhugi á öllu norrænu í Péturs- borg, að með í þeim áhuga flaut smásagnasafn íslenskt með verk- um eftir Gest Pálsson, Einar Kvaran og Þorgils gjallanda. Á millistríðsárunum voru fáir dug- legri við að þýða íslenska höf- unda en Tékkar. Sovétmenn tóku svo aftur við sér á eftirstríðs- árunum og hafa verið nokkuð iðnir við að gefa út jafnt ís- lendingasögur og Halldór Lax- ness og bækur eftir eina tíu sam- tímahöfunda að auki. Meðan til dæmis Frakkar komu seint auga á Halldór Laxness - en tóku hon- um þá með því meiri fögnuði þeg- ar að því kom. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.