Þjóðviljinn - 18.05.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.05.1986, Blaðsíða 15
Utvarp Kosningaúlvarp? Sama og þegið! Það líður senn að kosningum og í útvarpinu heyrist glöggt að þær eru í nánd. Sérstakir þættir um kosningar í einstökum byggðarlögum eru byrjaðir og kemur nú dreifikerfi rásar 2 í góðar þarfir því það er ónotað fjögur kvöld vikunnar. Á mánudaginn var kosningaútvarp fyrir Reykjavík þar sem frambjóðendur flokkanna deildu frammi fyrir ungum kjósendum í Gerðubergi og hljóðveri rásarinnar. Að vísu heyrði ég þetta kosningaútvarp aðeins með öðru eyranu því ég hafði öðru að sinna. En mikið skelfing getur kosningabaráttan verið lítið málefnaleg. Frambjóðendur reyna að koma höggi hver á annan og eru fá meðul spöruð. í svona hana- og hænuslag slá margir frambjóðendur um sig með bröndurum og af og til tókst þeim að láta salinn hlæja. Semerísjálfusér ágætt. Betur skemmti ég mér þó „milli frétta" á laugardagskvöldum þegar hinir virkilegu atvinnumenn í brandaradeildinni láta gamminn geisa. Það hefurlöngum gengið brösuglega hjá útvarpinu að bjóða landslýð upp á skemmtiþætti sem eru eitthvað fyndnir. Sennilega er eftirminnilegasta framtakið á því sviði þættir þeirra Eddu Björgvinsdótturog Helgu Thorberg þar sem garmurinn hann Elli var í aðalhlutverki. Framan af vetri virtist skemmtiþátturinn á laugardagskvöldum ætla að halda sig í svipuðum stellingum og oftast áður. Lágkúran var allsráðandi og uppistaðan aulafyndni og klénir neðanþindarbrandarar. En svo kom hann Karl Ágúst Úlfsson til skjalanna og þá vænkaðist hagur strympu. Að undanförnu hefur þátturinn Sama og þegið náð því að vera'bæð'i ágætlega fyndinn og það sem meira er um vert: hann kemur okkur við. Það er tekið á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni og svo hefur þeim tekist að skapa amk. eina persónu sem orðin er ÞROSTUR HARALDSSON ry raunverulegur heimilisvinur og ávallt velkominn gestur: Jón Bergsson fréttaritari útvarpsins í Suður- Landeyjum. Vonandi tekst þeim Karli, Erni og Sigurði að halda dampinum svo þáttur þeirra lifiafsumardeyfðina. Islenskt þjóðlíf, svo ekki sé talað um íslenska pólitík, á það skilið að fá umfjöllun af því tagi sem boðið er upp á í Sama og þegið. Og nægur er efniviðurinn handa þeim sem kunna að notfæra sér hann. Að frátöldu kosningaútvarpinu heyrist lítið um máj málanna í útvarpi landsmanná enda eru frambjóðendur í banni. Sumum finnst það eflaust nokkuð hart, einkum frambjóðendum sjálfum, en mérfinnst það ágætt. Blöðin eru uppfull af deilum um sveitarstjórnarmál og á góðri leið með að drepa mann með leiðindum. Þá er ágætt að geta skrúfað frá útvarpinu í þeirri sælu vissu að heyra hvorki minnst á Nesjavelli né dýragarðinn íLaugardal. Sjónvarp Bullandi menningarefni Best að byrj a þar sem frá var horfiðsíðast. Karríonmyndin, fyrsta gamanmyndin sem sýnd er á árinu minnir mig, var náttúrlega argasta rusl. Full af tvíræðu fimmauraklámi, enskri brjósthaldarafyndni. Á sunnudagskvöldið var áreiðanlega þátturinn „Dagskrá næstu viku“ sem er furðulegurþáttur. Afliverju má ekki skjóta inní auglýsingasyrpurnar kynningum úr dagskrá? Mér líður einsog fífli þegar ég horfi áþetta. Ertilgangurinn með þessu að auðvelda ólæsum að fylgjast með dagskránni? Þarna er verið að búa til þátt sem er ekki þáttur af nokkru tagi, þykjustuefni. Mánudagsmyndin um velska drykkjumanninn var áhrifarík. Sagnfræðiþátturinn sem mig minnir að hafi verið sýndur á þriðjudagskvöld var skemmtilegur á allan hátt, fróðlegur og fallegur, ég hlakka til að sjá þann næsta. Finnsk mynd um ísöldina þótti afskaplega góð þó ég nennti ekki að horfa á hana. Ég horfði ekki heldur á Leonardo da Vinci. Það er svo stutt síðan sjónvarpið sýndi ágætismynd um þann SIGRlÐUR HALLDÓRSDO örvhenta merkismann. Það verður ekki annað sagt en að hvert kvöld vikunnar hafi verið bullandi af menningarefni. í kvöld er svo hið ofsalega leiðinlega sjónvarpsefni „Á döfinni", semgefursystur sinni „dagskrá næstu viku“ lítið eftir í frumleik og andlegum krafti. (talski sjónvarpskóngurinn Silvio Berlusconi verður senni- Robert Hersant — hann þykir gæta þess vel að fjölmiðlar lega sviþtur starfsleyfi og stöð hans, La Cinq, lokað. hans séu á réttu róli í pólitíkinni. Frakkland Hœgrisljómin hyggst selja sjónvarpsstöðvar Nýja hægri stjórnin í Frakk- landi er farin aö taka til hönd- unurn í fjölmiölamálum lands- ins. Á miövikudaginn tilkynnti menntamálaráðherrann, Francois Leotard, að stjórnin hygðist selja elstu og vinsæl- ustu sjónvarpsstöö landsins einkaaöilum. Þessisalaerliö- ur I víðtækum ráöstöfunum sem munu gerbreyta stöðu fjölmiðla á Frakklandi, einkum þósjónvarpsins. Um leið og fréttist af fyrirætl- unum stjórnarinnar bárust tvö til boð í TFl eins og stöðin heitir. Annað þeirra er stærsta útgáfu- og fjölmiðlunarfyrirtæki lands- ins, Hachette, en hitt frá Robert Hersant, afar hægrisinnuðum fjölmiðlakóngi sem ræður yfir 40% af landsblöðum í Frakklandi og 20% af staðbundnum blöðum. Tilboð Hersant vakti mikla reiði meðal starfsmanna TFl. Þeir efndu tii skyndifundar á fimmtudaginn og lögðu á ráðin um verkfallsaðgerðir til að and- æfa sölu stöðvarinnar. Á fundin- um létu þeir í ljós ótta við að sala stöðvarinnar myndi leiða til fækkunar á starfsliði auk annarra breytinga. TFl er að öllu leyti í eigu franska ríkisins. Þar starfa um 1.400 manns og hefur forstjóri stöðvarinnar, Herve Bourges, legið undir ámæli frá hægri- mönnum fyrir vinstrivillu í frétt- aflutningi. Sumir fréttaskýrendur telja það vera aðalástæðuna fyrir ákvörðun stjórnarinnar um að selja stöðina. Samkvæmt áætlun- um stjórnarinnar verða engar kvaðir lagðar á nýja eigendur stöðvarinnar um að sýna óhlut- drægni í fréttaflutningi. Hersant er þekktur fyrir að vilja stjórna því hver ritstjórnarstefna blaða hans er og vafalaust myndi hann einnig velja einhvern jábróður sinn til að veita TFl forstöðu og tryggja þannig réttan lit á frétta- flutningnum. Verðgildi TFl er talið vera á bilinu 12-25 miljarðar íslenskra króna. Stöðin er ein fimm sjón- varpsstöðva f Frakklandi en af ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 LendirTFl.elstaog vinsœlasta sjónvarpsstöð landsins.íhöndum hœgrimannsins og blaðakóngsins Hersant? þeim eru þrjár algerlega í eigu ríkisins. Samkvæmt áætlun stjórnarinnar verður TF3 næst sett á sölulista en hún er lands- hlutastöð. Ekki er ráðgert að selja Antenne 2. Sama máli gegnir um minni- hlutaeign ríkisins á Canal Plus sem er áskriftarstöö með um eina miljón áhorfenda. Hins vegar ætlar stjórnin að afturkalla starfs- leyfi fimmtu stöðvarinnar, La Cinq, sem stofnuð var í mars í vetur að undirlagi sósíalista. Sú stöð er í eigu einkafyrirtækis og lýtur forystu ítalska sjónvarps- kóngsins og athafnamannsins Sil- vio Berlusconi. Hún sendir út spurningaþætti og annað léttmeti og hefur verið þyrnir í augum menningarmafíunnar í Frakk- landi. Loks er talið sennilegt að áform sem fyrri stjórn hafði um að stofna sjöttu stöðina sem sendi út popptónlist verði lögð á hill- una. Eins og áður sagöi vakti þessi áætlun stjórnar Jacques Chirac. mikinn úlfaþyt þegar hún spurö- ist út. Talsmenn sósíalista og kommúnista fordæmdu hana og sama gerðu starfsmcnn TFl. —ÞH/reutcr Verðlaun veitt í Cannes 1985 Gullpálminn (Palme d Or): Þeg- ar pabbi fór í viðskiptaferð. (Júgóslavía), Kusturica. Sérstök verðlaun Dómnefndar (Grand Priz Special du Jury): Birdy (U.S.A.), Alan Parker. Dómnefndarverðlaun (Prix du Jury); Redl höfuðsmaður (Ungverjaland-Austurríki), Is- tvan Szabo. Besta leikkonan: Norma Aleandro fyrir leik sinn í mynd- inni Hin opinbera saga (Argent- ína), og Cher fyrir leik sinn í myndinni Gríman (U.S.A.). Besti leikarinn: William Hurt fyrir leik sinn í myndinni Koss köngulóarkonunnar (Brasilía). Verðlaun fyrir mesta listræna framlagið: Paul Schrader fyrir mynd sína, Mishima (U.S.A.). Gullmyndavélin: (Camera dÓr, verðlaun fyrir besta kvikmynda- töku) Oriane (Venezuela) Tor- res. Besta leikstjórn: Andre Techine fýrir Endurfundi (Frakkland). Sérstök verðlaun fyrir tækni- vinnu: (Grand Prix de la Com- mission Superieure Technique) Stúlkan og prófessorinn (Insignif- icance), Nicholas Roeg (Bret- land). Besta stutta myndin: Hjónaband (Búlgaría), Bakalov og Petkof. FIPRESCI verðlaunin: Rauða Kaírórósin (U.S.A.), Woody Allen; Þegar pabbi fór í við- skiptaferð (Júgóslavía), Kustur- ica; Sýnir kvenna (Ffla- beinsströndin), Ecare.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.