Þjóðviljinn - 22.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1986, Blaðsíða 2
FJOLBRAUTASKÓLiMN BREIÐHOIII Austurbergi5 K)9Reykjavík (sland si'mi 756 00 Skólaslit veröa í Bústaðakirkju föstudaginn 30. maí og hefjast kl. 16.00 (klukkan fjögur síödegis). Allir nemendur Dagskóla F.B. er Ijúka áfanga- prófum og lokaprófum komi aö taka á móti próf- skírteinum. Þá eiga allir stúdentar Öldungadeildar F.B. aö koma á skólaslitin. Foreldrar, aðrir ættingjar og svo velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari Útboð Breyting Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar, óskar eftir tilboöum í fullnaöarfrágang á Granda- og Selásskóla. Innifaliö í útboði þessu er málun, dúkalögn, allar innréttingar, léttir innveggir, hreinlætistæki, raf- lagnir, loftræstilögn o.fl. Byggingastig er frá hús- unum tilbúnum undir tréverk í fullgerð hús. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudag- inn 27. maí nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnknkjuvegi 3 Simi 25800 Nám í fiskrækt - fiskeldi í haust hefst kennsla í fiskrækt og fiskeldi á fram- haldsskólastigi viö Kirkjubæjarskóla á Síöu Kirkjubæjarklaustri. Gert er ráö fyrir 2 vetra námi, bóklegu og verklegu. Innritun stendur yfir. Upp- lýsingar gefur skólastjóri í síma 99-7640 eöa 99- 7633. Frá og með 15. maí 1986 kom til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlánasjóðs og eru þau sem hér segir: Vélalán undir kr. 700.000,00 og byggingalán undir kr. 5.000.000,00 bera 6.5% vexti og eru bundin lánskjaravísitölu. Vélalán yfir kr. 700.000,00 og byggingalán yfir kr. 5.000.000,00 bera 8.0% vexti og eru bundin gengi SDR. Lán til vöruþróunar og markaðsleitar bera vexti og eru bundin lánskjaravísitölu. Frá og meö sama degi varð samsvarandi breyting á útistandandi lánum, þar sem ákvæði skuldabréfa heimilaslíkt. FRÉ1TIR Lífeyrissjóðirnir Borgin lánar starfemönnum Jón G. Tómasson, borgarritari: Iðgjöld til Lífeyrissjóðs Starfsmannafélags Reykjavíkur hrökkva réttfyrir greiðslum til lífeyrisþega. Lífeyrissjóðurinn ekkert keypt af byggingasjóðunum undanfarin ár. Sérstökfjárveitinghjá borginni í sjóð til að lána starfsmönnum sínum á svipuðum nótum og lífeyrissjóðirnir gera Lífeyrissjóður Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar hefur ekki keypt neitt af byggingasjóð- unum undanfarin ár enda hefur hann þá sérstöðu að hafa ekkert ráðstöfunarfé umfram það sem fer í að greiða lífeyrisþegum sjóðsins. Iðgjöldin rétt hrökkva fyrir þeim greiðslum að sögn Jóns G. Tómassonar, borgarritara. Á fjárlögum borgarinnar hefur árlega veriö fjárveiting í svokall- aðan fasteignalánasjóð en hlut- verk hans hefur verið að lána starfsmönnum Reykjavíkurborg- ar á svipuðum grundvelli og líf- eyrissjóðirnir gera. Hámarkslán til sjóðsfélaganna eru 500 þúsund krónur eftir tveggja og hálfs árs veru í sjóðnum. Einsog lesendum er kunnugt þá þurfa lífeyrissjóðirnir að kaupa fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu af byggingarsjóðunum til að sjóðfélagarnir öðlist hámarks- réttindi í hinu nýja húsnæðislána- kerfi, sem tekur gildi 1. septemb- er. Sagði Jón G., að enn hefði eng- in ákvörðun verið tekin af Líf- eyrissjóði starfsmanna Reykja- víkurborgar um hvernig hann brygðist við þessu, sagði hann þó að sjóðurinn yrði að tryggja sín- um félögum full réttindi í Hús- næðisstofnun. Sagði hann að enn ætti eftir að semja við Húsnæðisstofnun um hvernig það yrði gert en hann bjóst við því að fé úr fasteigna- lánasjóðnum yrði notað til kaupa af byggingasjóðunum, enda væri töluvert fjármagn eftir í þeim sjóði. —Sáf Túrismi Hótel Valhöll opnað Hótel Valhöll á Þingvöllum hef- ur nú opnað dyr sínar gestum og gangandi. Þaer breytingar hafa orðið að Ferðaskrifstofa ríkisins hefur tekið við rekstrinum af afkomendum Ragnars Jóns- sonar. Er Valhöll því orðin eitt af Edduhótelunum. Á Valhöll eru 29 herbergi, öll nýleg, enda heyrir gamla svefnloftið sögunni til. Kostar gisting á tveggja manna herbergi með baði kr. 1.950 á sólarhring. Og að vanda eru salirnir mikið notaðir til veisluhalda auk þeirrar greiðasölu sem þar fer fram. Hót- elstjórar í sumar eru feðginin Ing- ólfur Pétursson sem haft hefur yfirumsjón með rekstri Edduhót- elanna síðastliðin ár og Auður Ingólfsdóttir sem hefur undan- farin sumur stjórnað Hótel Bif- röst. Að vanda verður rekin báta- leiga á Öxará og á hóteiinu eru seld veiðileyfi í Þingvallavatni. Leyfin kosta 150 kr. fyrir hálfan dag, 200 kr. fyrir heilan dag, 1.200 kr. fyrir mánuðinn og loks má fá fyrir 2.000 kr. leyfi til að veiða allt sumarið. Leyfin eru bundin við bakkann innan þjóð- garðsins. Þá munu Heimir Steins- son prestur á Þingvöllum og sonur hans bjóða upp á daglegar skoðunarferðir um nágrenni Val- hallar og messu ef næg þátttaka fæst. —ÞH Kvennalistinn Konur uppá punt Kvennalistinn hefurgefið útstefnuskráfyrir borgarstjórnarkosningarnar. Saka ríkisfjölmiðla um að sinna borgarstjórnarkosningunum illa. Laun í30þúsund. Erlendur ríkisborgari íframboði ífyrsta skipti í íslenskri Kvennapólitíkin er aukabiti hjá hinum flokkunum. Konunum er stillt upp á listana til skrauts en við höfum enga tryggingu fyrir að þær muni fá nein völd þó þær koníist að í borgarstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Kvennalistinn hélt í gær til að vekja athygli á kosningabaráttu sinni, en þær telja fjölmiðla hafa staðið sig mjög illa í að greina frá baráttunni og þó einkum ríkis- Qölmiðlana að þeirra mati. Kvennalistinn hefur gefið út stefnuskrá fyrirþessar kosningar. stjórnmálasögu Að þeirra sögn hefur enginn ann- ar listi gert slíkt en að þeirra mati á að kjósa um stefnur en ekki einstaklinga í borgarstjórnar- kosningum. Auk kvennabaráttunnar leggja þær höfuðáherslu á að laun borg- arstarfsmanna þurfi að hækka. Benda þær á að það hefði ekki kostað borgina nema 9 milljónir að hækka laun starfsmanna sinna í 30 þúsund frá 1. apríl, en í stað þess ákveður borgin að kaupa hátalarakerfi fyrir tvö hundruð ára afmæliö sem kostar borgar- sjóð um 10 milljónir króna. A Lækjartorgi er Kvennalist- inn með útimarkað er veður leyfir og víða um borgina taka frambjóðendur listans lagið. Þá verður fjölskylduskemmtun í Sóknarhúsinu við Skipholt og hefst hún kl. 14 sunnudaginn 25. maí. 15. sæti Kvennalistans í borg- arstjórnarkosningunum skipar Kicki Borhammar, sem er sænsk- ur ríkisborgari. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem erlendur ríkis- borgari er í framboði á íslandi. —Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.