Þjóðviljinn - 22.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.05.1986, Blaðsíða 16
Stjórnunarfélagið 7000 dollara fyrirlestur Bandarískur rekstrarfrœðingur tekur tæplega 300þúsundfyrir eins dags námstefnu á Hótel Sögufyrirfor- ogframkvœmdastjóra Reykjavíkurtjörn Alversti tíminn - ungar drepast Ölfusvatnslandið 50 ár án gjalds Þjóðviljinn birtir kafla úr kaupsamningi Davíðs Oddssonar við erfingja Sveins Benediktssonar um Ölfusvatnslandið: - Kaupandi leigir seljendum ofangreind svæöi til 50 ára án sérstaks gjalds. Seljendur hafa heimild til að reisa 3 sumarbú- staði í viðbót (við þá 6 bústaði sem áður hafa verið nefndir -innsk.Þjóðv.) með bátaskýlum í Lambhaga. Staðsetning bústað- anna er þó háð samþykki kaupanda. Bústaðir til ársdvalar eru ekki leyfðir. Seljendur greiða skatta og skyldur, sem lagðar verða á ofangreind lönd og mannvirki. Seljendur hafa rétt til umferð- ar að og frá ofangreindum land- spildum, þar á meðal rétt til að leggja þangað veg og tengja hann Grafningsvegi. Þeir hafa rétt til neta- og stangaveiði í Þingvalla- vatni, sem fylgt hefur jörðinni, til eigin þarfa. Að loknu leigutímabili skulu seljendur hafa forleigurétt að of- angreindum svæðum. Verði leigutími ekki framlengdur skal kaupandi greiða fyrir mannvirki og ræktun samkvæmt mati óvil- hallra manna, ef ekki næst sam- komulag um verð milli aðila. — F.h. kaupanda Lónsörœfi Olía fyrir auslan Jarðbik í holufyllingum á Lónsöræfum efnagreint-ber öll einkenni jarðolíu. Líklega úr surtarbrandi undir hrauninu, lindafundur ósennilegur Það er rétt, þetta efni hefur öli- einkenni jarðoiíu, sagði Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, en fyrstu efnagreiningar hafa nú borist á kvoðukenndu efni sem fannst í holufyllingum í blágrýtis- hraunlagi á Lónsöræfum í fyrra- haust er nokkrir náttúruskoðarar af Austfjörðum voru þar í göngu- ferð. Björn Ingvarsson og Helgi Bragason tóku sýni og sendu Náttúrufræðistofnun til rann- sóknar. (Sjá frétt í Þjv. 20. sept. 1985). „Þetta var sent til Bandaríkj- anna og Danmerkur til rannsókn- ar,“ sagði Sveinn, „og efna- greiningar og ísótópamælingar sýna að þetta er svokallað jarðbik (asfalt) sem er mjög seigfljótandi olía. Eins er ljóst að jarðbikið er af lífrænum uppruna og virðist líklegt samkvæmt greiningum að það komi úr surtarbrandslagi sem er rétt undir þessu hraunlagi sem það fannst í, en þó er ekki endan- lega úr því skorið. Hinn mögu- leikinn er sá að jarðbikið sé kom- ið úr sjávarsetlögum djúpt í jörðu. Frekari rannsóknir munu beinast að því hvaðan þetta jarð- bik er ættað og hvernig það hefur borist inn í hraunlagið." Sveinn Jakobsson er nýkominn af norrænu móti jarðfræðinga í Helsinki þar sem hann hélt erindi um jarðbikið á Lónsöræfum og sagði hann að þar hefði þetta þótt mjög athyglisvert og forvitnilegt og ekki væri vitað um neina sambærilega fundi annars staðar. „Það er reyndar ekkert sem bendir til að þarna séu olíulindir undir,“ sagði Sveinn, „en þetta er mjög merkilegt jarðfræðilegt Sveinn Jakobsson jarðfræðingur meö sýni af jarðbikinu: Þetta er ákaflega merkilegt fyrirbæri og ekki er vitað um neinn annan sambærilegan fund annars staðar í heiminum. (mynd E.ÓI.) fyrirbæri og þarf að ganga úr skugga um hvað þetta er.“ Náttúrufræðistofnun hefur fengið sérstakan styrk frá menntamálaráðuneytinu til að athuga þennan fund frekar og í samvinnu við Orkustofnun verð- ur farinn sérstakur leiðangur seinna í sumar til að skoða að- stæður á Lónsöræfum, en allar rannsóknir á þessu fyrirbæri verða gerðar af Náttúrufræði- stofnun og Orkustofnun sam- eiginlega. „Nú sem stendur erum við að ganga frá skýrslu um þetta efni til birtingar,“ sagði Sveinn að lok- um. _Ing. UOWIUINNIIIMW í JJMIM Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 22. maí 1986 112. tölublað 51. árgangur Tjörnin bara tœmd til að gera við gosbrunninn. Algerlega ónauðsynlegtað tæma hana til að hreinsa undan bökkum. Stjórnunarfélag íslands hefur boðað til eins dags námstefnu 13. júní nk. með Michael nokkr- um Kami sem kynntur er sem einn fremsti og eftirsóttasti fram- tíðarfræðingur og ráðgjafi í Bandaríkj unum. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu eru daglaun fyrirlcsarans 7000 doll- arar, 289 þúsund krónur íslensk- ar á gengi dagsins. Dr. Michael J. Kami kallar námstefnuna Stjórnlist í fyrir- tækjalestri á tímum ófyrirsegjan- legra breytinga, og fjallar þar að sögn gestgjafanna „á mjög lifandi hátt um stefnumótun fyrirtækja í dag og hvernig þau búa sig undir framtíðina." í „Undirbúningsnefnd nám- stefnu Dr. Michaels J. Kami“ eru Þorkell Sigurlaugsson forstöðu- maður áætlanadeildar Eimskips, Lára M. Ragnarsdóttir fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands og Eggert Ágúst Sverris- son framkvæmdastjóri fjárhags- deildar Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Þeir hjá Hafskip eru hinsvegar forfallaðir í bili.-gg/m Grasspretta Spretta tekur kipp Vorið hefur veriðfremur kalt en þurrt. Svo til ekkert kal á landinu. Góð sauðburðartíð um mestan hluta landsins Nú þegar vorið er komið þykir við hæfi að spyrja almæltra tíðinda um veðurfar og gras- sprettu. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri kvað heldur lítið byrjað að spretta. „Þetta er að verða seint, “ sagði hann, „það hefur verið fremur kalt um allt land, en það munar mikið um hlýindin í fyrra- dag og úrkomuna. Það eru heldur góðar horfur á grassprettu um allt land ef gefur góða tíð en þetta ræðst á næstu vikum.“ Jónas sagði ekkert stórfellt kal á landinu. Sunnanlands hefði verið frekar þurrt og ekki mjög hlýtt en fremur kalt norðan og austan. „Engin áföll hafa verið neins staðar hvað varðar veður- far og sauðburðartíð er góð um mikinn hluta landsins en þó er enn heldur kalt fyrir norðan,“ sagði búnaðarmálastjóri að lok- um. Ur því að það þarf að tæma Tjörnina til að gera við himin- miguna ef hún bilar, þá hefði skil- yrðislaust átt að velja annan árs- tíma til þess, sagði Alfhciður Ing- adóttir líffræðingur og fulltrúi Alþýðubandalagsins í Umhverf- ismálaráði þegar Þjóðviljinn leitaði álits hennar en eins og borgarbúar hafa séð er stór hluti Tjarnarinnar nú þurr. Álfheiður sagði að vel væri hægt að hreinsa undan bökkum Tjarnarinnar án þess að tæma þyrfti hana enda hefði ekki verið minnst einu orði á að tæma Tjörnina í Umhverfismálaráði þegar rætt var um hreinsun henn- ar. Þetta er því eingöngu gert til að gera við gosbrunninn vegna þess að rafmagnsleiðslur leiddu út og er fullkomið skeytingarleysi um lífríki Tjarnarinnar. „Ég veit að lokurnar voru komnar í á sunnudagsmorgun,“ sagði Álfheiður enn fremur, „og nú er miðvikudagur og vatns- borðið hefur lítið sem ekkert hækkað á þessum tíma. Það er því ljóst að það getur tekið ein- hverjar vikur að Tjörnin fyllist aftur. Þetta er mjög illa valinn tími til að þurrka svo stóran hluta botnsins, en um 20% hans er nú þurr, og lirfur og vatnalífverur sem eru fæðuuppistaða andanna eru nú dauðar á öllu þessu botns- væði og það getur haft alvarlegar afleiðingar og aukið ungadauða í sumar. Það er þessi þurrkun sem erhættulegen ekki sjálfur mokst- urinn upp úr Tjörninni því þar er bara verið að moka upp sandi og áfoki, en til þess er alls ekki nauðsynlegt að tæma hana. Ég mun krefjast skýringa á þessu á næsta fundi Umhverfismálaráðs og ennfremur sýnist mér ljóst að ráða þurfi sérstakan eftirlitsmann Tjarnarinnar árið urn kring en ekki bara nokkrar vikur á surnrin eins og verið hefur,“ sagði Álf- heiður loks. Ing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.