Þjóðviljinn - 22.05.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1986, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN LÍTIÐ HÚS I' SMÁÍBÚÐARHVERFI óskast keypt. Góð útborgun fyrir rétt hús. Tilboð sendist til blaðsins merkt 100%. TIL SÖLU ELDHÚSBORÐ OG 4 STÓLAR Vaeri hægt aö nota sem borðstofuhús- gögn. Verðtilboð, simi 78343. HJÓL TAPAÐIST Ljósblátt 3ja gíra DBS hjól meö appel- sínuguium barnastól hvarf af Njálsgöt- unni fyrir 3 vikum. Finnandi vinsamieg- ast hringi í síma 17087. Fundarlaun. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA GOTT REIÐHJÓL og barnastól á það. Sími 17087. TELPUREIÐHJÓL Óskum eftir að kaupa telpureiðhjól með hjálpardekkjum. Upplýsingar í síma 39263. 15 ÁRA UNGLINGUR óskar eftir vinnu. Helst í sveit. Hefur lokið fornámskeiði i meðferð og stjórnun drátt- arvéla. Öll önnur útivinna kemur einnig til greina. Erstundvísog reglusamur. Uppl. í sima 83677. KERRUVAGN (Royal) til sölu. Uppl. í sima 78384. (BÚÐ-MÆÐGUR Mæðgur óska eftir að taka á leigu 4ra herb. ibúð sem fyrst. Uppl. í sima 71871 á kvöldin. TIL SÖLU klósett fyrir sumarbústað eða vinnuskúr. Einnig gulbrúnt matarstell fyrir 8. Ódýrt. Uppl. í síma 35055. ÁHUGAFÓLK UM PÁFAGAUKA Tveir páfagaukar ásamt búri fást gefins. Uppl. í síma 10242. BARNAVAGN Vel með farinn vínrauður Silver Cross barnavagn til sölu. Selst á mjög sann- gjörnu verði. Uppl. í síma 50996. TIL SÖLU 20" DBS drengjareiðhjól, verð kr. 1.500. Uppl. í síma 79379 eða 39321. TIL SÖLU tvíburakerra á 4000 kr. Óska eftir að kaupa BMX hjól. Simi 672414. TAPAST HEFUR grábröndóttur, ungur köttur. Uppl. í síma 19713. STAR NORD BARNAREIÐHJÓL fyrir5-6 ára, mjög fallegt, til sölu. Upplýs- ingar í síma 15082, Ólafía. TIL SÖLU Notað hjónarúm ásamt springdýnum, fæst ódýrt eða gefins. Hringið í síma 35742. WOLFGANG AMADEUS MOZART, KLEÓPATRA OG CARMEN eru 3 kolsvartir, gullfallegir og skemmti- legir kettlingar. Óska eftir nýjum foreldr- um. Upplýsingar í síma 43758. HEIMASMÍÐUÐ HÚSGÖGN í barnaherbergi, fást gefins: 2 rúm, borð og stóll úr máluðum spónaplötum. Hringíð i sima 41596. VILTU GÓÐAN VINNUKRAFT? Ég er 28 ára kennari og mig vantar vinnu í sumar. Ég vil helst vinna úti undir beru lofti. Reynsla í garðyrkjustörfum. Hef einnig ágæta reynslu í almennum skrif- stofustörfum, vélritun og þess háttar. Vinsamlegast hringið í síma 27117. HALLÓ BÆNDURI Ég er 14 ára og mig langar að komast í vinnumennsku. Hef 2 ára reynslu í sveitastörfum og get komið 25. mai. Guðni, sími 44676. NOTUfi HÚSGÖGN OG SKÓR TIL SÖLU Heiðgulur fataskápur með hillum og hengi ca. 150 sm hár. Vinrauður plötu- skápur með rennihurðum, einfalt trélitað einstaklingsrúm, mjög gottaö sofaá, ca. 180x75 sm. Ljósbrún, kvenleðurstígvél nr. 36, með háum hæl. Brúnir leðurskór með sléttum sóla og litbryddingum, nr. 38. Ljósbrúnir kven-gönguskór með hæl, nr. 38-39. Selst á sanngjörnu verði. Heima á kvöldin og um helgar eftir kl. 16.30. Upplýsingar í síma 621945 eða koma í Mávahlíð 12, neðsta bjalla. TIL SÖLU Leikgrind, kvenreiðhjól sem þarfnast lagfæringar og 3 stólar. Upplýsingar í sima 21503. TIL SÖLU leðurjakki á kr. 2000. Hringið í síma 76543 eftir kl. 15. KETTLINGAR 5 kettlingar af hinu fræga Blómaskálak- yni fást gefins. Þeir eru mjög blíðir. Upp- lýsingar í síma 44919 eftir kl. 16. REIÐHJÓL OG DÚKKUVAGNAR Til sölu eru 2 telpnareiðhjól 20", nýupp- gerð og í aldeilis fínu standi. Einnig 2 dúkkuvagnar af betri gerðinni. Uppl. í síma 30504, eftir kl. 17. ÞVOTTAVÉL Lítil þvottavél, sem þarfnast viðgerðar fæst gefins. Uþþlýsingar í síma 621597. BARNAPÍA Þórunni Freyju, 1 árs, vantar barnaþíu í júní og júlí. Þarf að búa á Granda eöa I Vesturbæ. Upþlýsingar í síma 15168. „ROYAL“ HILLUSAMSTÆÐA með barskáp óskast til kaups. Hringið í síma 74624 eftir kl. 14. TIL SÖLU baðker, handlaug og blöndunartæki. Selst ódýrt. Hringið í síma 10242 á kvöld- in. ÓSKA EFTIR meðleigjanda að góðri íbúð í Vesturbæn- um. Upplýsingar í síma 18984 á kvöldin. TIL SÖLU blóm og tré. Dagstjarna, fjölær, blóm- strar rauðu 25 kr. stk. Alaskaösp, 70-100 sm á 75-100 kr. stk. Reyniviður, 50-70 sm á 75 kr. stk. Hringvíðir á 40 kr. stk. Upplýsingar í síma 681455. SVEITADVÖL Strákur sem verður 14 ára í haust, óskar eftir að komast í sveit. Hefur verið í sveit áður og sótti nýlega dráttavélanám- skeið. Vinsamlegast hringið í síma 91- 20363. ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU STRAX Óskum eftir að taka á leigu litla ibúð eöa íbúð með öðrum frá 1. júní. Erum á götu- nni. Upplýsingar í síma 22344. TIL SÖLU djúpur, mjög góöur plastvaskur, sem hentar vei í þvottahús eða bílskúr. Selst ódýrt. Einnig hillur og ýmislegt fleira smálegt, sem selst allt ódýrt. Upplýsing- ar í síma 16624 eftir kl. 18. TIL SÖLU V/FLUTNINGA Eldavél með 4 hellum og ofni (52x60x88 sm), verö kr. 5000. Barnarimlarúm með góðri dýnu, verð kr. 1000 og svart/hvítt sjónvarp 24", verð kr. 2000. Upplýsingar I síma 672529. 26 ÁRA KONU vantar meöleigjanda í sumar. íbúðin er staðsett i Hlíðunum. Lág húsaleiga, hús- gögn fylgja. Uppiýsingar í síma 22961. 14 ÁRA PILT vantarvinnu i sumar. Á gott hjól. Upplýs- ingar í síma 12084. TOYOTA COROLLA ’73 til sölu fyrir 10.000 kr. Bremsuljós i aftur- glugga til sölu á 1500 kr. og notað stelp- ureiðhjól á 2500 kr. Upplýsingar í síma 72596 eftir kl. 16 eða fyrir hádegi. VANTAR RAFMAGNSRITVÉL Vill einhver selja notaða rafmagnsritvél? Þá látið vinsamlegast vita i síma 672211. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA kvenreiðhjól. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 72483. AMSTERDAM Góð 3ja herþergja íbúð til leigu í Amster- dam frá og með 10. júní - 15. ágúst nk. Nánari upplýsingar í síma 18832 e.h. ATVINNA - ATVINNA Vantar hresst fólk til að safna áskrifend- um fyrir tímaritið Þjóðllf. Kvöldvinna sem getur gefið góðar tekjur. Uppl. í síma 621880. TIL SÖLU ÓDÝRT plastvaskur, djúpur. Á sama stað fæst gefins simaborð. Uppl. í síma 16624 eftir kl. 6. ÞRÍTUGAN SMIÐ vantar vinnu. Vanur allslags uppsiætti (stigum, bitum o.s.frv.). Upplýsingar í síma 26431 eftir kl. 19. DUX-RÚM vegna breyttra lifnaðarhátta er yndislegt Dux-rúm til sölu. Rúmið er nýlegt, 105x200 sm að stærð og með fallegum höfuðgafli. Sanngjarnt verð. Upplýsing- ar í síma 18855 eftir kl. 17. VIL SELJA gott kassettu-útvarpstæki í bíl. Ársga- malt og lítið notað. Upplýsingar í síma 44465 næstu daga. ANGÓRUKANÍNUR Til sölu angórukanínur á ýmsum aldri. Góð dýr, sanngjarnt verð. Búr koma einnig til greina. Upplýsingar i síma 667071. AU PAIR Svissneskt tónlistarfólk, sem býr í Basel, vantar au pair stúlku, ekki yngri en tutt- ugu ára til að hjálpa til við heimilisstörf. Upplýsingar gefur Ester í síma 26844 (8-4) og í síma 23956 og 687408 á kvöld- irt. YAMAHA 175 L ÞRÍHJÓL ÁRG. ’83 Vantar ekki einhvern þríhjól fyrir litlar 100.000 kr.) Ef svo er hringdu þá i síma 93-5622. TRABANT Til sölu Trabant árg. '80. Verðtilboð. Góður bill. Hringið í síma 31865. FORELDRAR - TVÍBURAFORELDR- AR Til sölu 2 barnarimlarúm (IKEA). Vin- samlegast hafið samband i síma 15719 eftir kl. 18. SKODI 120 GLS ÁRG. '81 ekinn 51.000 km, skoðaður '86. Algjör- lega óryðgaður og frábærlega vel útlit- andi og sætur bíll. Selst með miklum söknuði ódýrt. Upplýsingar i síma 23789. TIL SÖLU Sony 2 track segulband, BSR plötuspil- ari og Dynaco magnari og heimasmíðað- ir hátalarar á kr. 10.000, staðgreitt. Einn- ig til sölu Weder lyftingasett með æfinga- prógrammi. Bullworker æfingatæki á kr. 7.000 og 2 krómfelgur, breiðar, verð- tilboð. Upplýsingar í síma 622063. TIL SÖLU nýtt kojurúm með innbyggðum skáp og skrifborði. Einnig svart/hvítur antik Ijósmyndastækkari, getur stækkað allt að 50x50 sm, gott verð. Upplýsingar í síma 622063. VIÐ ERUM UNG OG BARNLAUS ög okkur vantar íbúð. Við viljum helst hafa hana 2ja herbergja í Miðbæ, Vest- urbæ eða Hlíðum, og getum borgað 6-8 mánuði fyrirfram. Siggi og Margrét, sími 79446. ÝMISLEGT í BÚIÐ Til sölu: 3 eldhússtólar á kr. 500 stk., sæmilegt eldhúsborð með skúffu á kr. 1000, gamalt en gott svart/hvítt sjónvarp á kr. 3000, straujárn og strauborð á kr. 1000, kommóða með 8 skúffum á kr. 3000 og síðast en ekki síst, spegill með hillu (63x145 sm) á kr. 2000. Upplýsing- ar í síma 14331. ÍBÚÐ ÓSKAST Einhleyp, fullorðin kona óskar eftir ibúð á leigu til lengri tima. Upplýsingar í síma 13681 eftir kl. 19. TIL SÖLU Leðurstigvél eins og allirvilja eiga, svört með brúnum kanti og þrilitir Baily skór af bestu gerð. Upplýsingar í síma 29105. ILLVILJINN 2. tölublaö 1. árgangur Frá fundi Framfarafélags í Fella- og Hólahverfi. Frá vinstri: Vilhjálmur Heiðdal form. félagsins, Alfreð Þorste frambjóðandi framsóknarmanna, Sigurjón Bjarnason fundarstjóri og Bryndís Schram Alþýðuflokki. Fulltrúi Sjálfstæöisflokksins á borgarafundi í Breiðholti: Vék sér undan að ræða hug myndir framsóknarmanna Þaft valcti.-'*’ " ' ‘-'••narafiinri; — W '- * / , l’l'IW I I a u Framsoknar- Mjóddin mun böl allt bæta Hugleiðingar Hróbjarts um hin góðu baráttumál Eg sem gamall Framsóknar- maður vill endilega koma að nokkrum vel völdum orðum um ánægju mína í tilefni þess að flokkur minn hefur jafnan lag á því hér í Reykjavík að finna þau mál sem mega athygli vekja og hvessa hugann til þjóðþrifa. Fyrir næstsíöustu borgar- stjórnarkosningar fundum við makalaust gott mál sem var Borg- arspítalinn. Við Framsóknar- menn lögðum til, að þessi dýri spítali yrði seldur. Nú man ég ekki alveg hvernig þetta var og hverjum átti að selja spítalann (kannski páfanum?) en eitthvað átti að gera og þetta var nokkuð gott enda öfunduðu kommar og kratar okkur af þessu máli og þóttust hafa efni á því að hafa það í flimtingum. Þeir feiluðu sig á því, þeir góðu menn, því við fengum tvo menn í borgarstjórn út á þennan skilvísa málflutning en Kratar til að mynda töpuðu einum manni og var fall þeirra mikið. Ég verð að segja eins og er að ég hálfpart- inn sakna þessa ágæta máls. En eins og skáldið segir: Það er ekki hægt að endurtaka það sem er fullkomið. Og nú hafa okkar menn efst á lista fundið ágætis mál sem er Mjóddarmálið. Það er heilmikið mál og flókið og eiginiega hið merkasta mál. Það er nefnilega fólgið í því, að íbúðir í Breiðholti kosta ekki nógu mikið. Það er að segja: Það er erfiðara að selja þær en íbúðir til dæmis í Hlíðunum fyrir gott verð. Mér finnst þetta blóðugt og þetta er gamalkunnur dreifbýlis- vandi sem mér rennur til skyld- unnar sem Framsóknarmanni í fjórða iið. Og þau Sigrún og Alfreð hafa fundið gott ráð við þessu. Þau ætla að taka eitthvað af þeim miðbæjarkjarna sem borgar- stjórnaríhaldið hefur verið að hrófla upp í Kringlumýrinni öllum til óþurftar (tengdasonur minn sér ekki lengur Snæfellsnes- ið okkar gamla og góða út um gluggann hjá sér). Já, semsagt, þau ætla að taka eitthvað af þess- um miðbæ og bæta öðru við og setja upp í Breiðholtið og hafa þar Nýjan Nýjamiðbæ. Þá mun böl batna í Breiðholti, mun með B-lista bisness koma og eftir- spurn eftir fasteignum. Og þá geta menn líka flutt burt ef þeir vilja án þess að verða fyrir tjóni. Alþýðubandalagið er eitthvað að rausa yfir 60 miljónum sem Davíð slengdi í vini sína fyrir land. Hvað er það? Ef að hver íbúð í Breiðholti hækkar um 50- 100 þúsund fyrir tilverknað okkar Framsóknarmanna, (sem er al- gjört lágmark) þá hefur stór hluti Reykvíkinga fengið kjarabót upp á miljarði sem ekki truflar neitt og allra síst kjarasamningana. Og þeir sem kaupa fasteign á hærri prís, þeir hafa líka grætt af því að strúktur fjárfestinga umhverfis- ins hefur optímíserast (fyrirgefið svona lært mál, en ég gleymdi að segja, að hinn tengdasonur minn er í viðskiptafræði). Svo eru menn eitthvað að þusa um að Alfreð Þorsteinsson sé ekki gott framboð. Það hafi verið búið að senda hann í ruslið eins og allskonar hálfkommar kalla Sölunefnd varnarliðseigna. Ég segi nú ekki annað en það, að þökk skulu þeir hafa þeir menn, sem leggja á sig allskonar hæpnar glósur, eins og Alfreð gerir, í því skyni að verðmætum sé ekki hent á hauga, heldur séu þau gernýtt í þágu lands og þjóðar, en það er það sem Sölunefndin gerir og mun gera svo lengi sem hér eru alminnilegar varnir í landinu. Nei, ég segi það satt, mér líst vel á þessar kosningar, sem Framsóknarmanni af nýja og gamla skólanum. Og ég vorkenni þessum flokkum öðrum sem eiga að foringjum einhverja blóðlausa gemlinga, sem ekki setja niður kartöflur eða fara í sund í útiklefa eins og hann Steingrímur. Hróbjartur. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.