Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 5
KOSNINGAR ’86 Urslit í kaupstöðum í kosningunum álaugardag- inn var kosið um menn í sveitarstjórnir í 23 kaupstöð- um og 37 kauptúnum. Við birt- um hér úrslit á öllum þessum stöðum og byrjum á Reykja- vík en förum síðan um Reykjanes og þá réttsælis umhverfis landið. Við birtum einnig nöfn þeirra sem voru kjörnir í sveitastjórnir af G- lista. Reykjavík Alþýðubandalagið hlaut 10695 atkvæði eða 20.3% og 3 menn kjörna, þau Sigurjón Pétursson, Kristínu Á. Ólafsdóttur og Guð- rúnu Ágústsdóttur. Bætti flokk- urinn við sig 1.3% frá kosningun- um 1983. Alþýðuflokkurinn hlaut 5275 atkvæði eða 10.0% atkvæðanna og 1 mann kjörinn. Um er að ræða 2.0% fylgisaukningu frá 1983. Framsóknarflokkurinn hlaut 3718 atkvæði eða 7% og einn mann kjörinn. Flokkurinn tapaði 2.5% atkvæða frá árinu 1982. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 27822 atkvæði samtals eða 52.7% atkvæða og 9 menn kjörna. Bætti flokkurinn við sig 0.2% frá kosn- ingunum 1982. Kvennalistinn hlaut 4265 at- kvæði og 1 mann kjörinn. Nú fékk listinn 8.1% atkvæðanna en Kvennaframboðið fékk 2.8% meira árið 1982. Flokkur mannsins hlaut 1036 atkvæði eða 2.0% og engan mann. Kópavogur Alþýðubandalagið hlaut 2161 atkvæði eða 27.9% atkvæða og er þar um að ræða 4.6% fylgis- aukningu frá 1982. Fulltrúar flokksins í bæjarstjórn verða Heimir Pálsson, Heiðrún Sverris- dóttir og Valþór Hlöðversson. Flokkurinn var næst því að fá mann til viðbótar í bæjarstjórn, Kristján Sveinbjörnsson og vant- aði hann aðeins 80 atkvæði til að fella Guðna Stefánsson, 4. mann Sjálfstæðisflokks. Alþýðuflokkurinn hlaut 1900 atkvæði eða 24.5% atkvæða og 3 menn kjörna. Bætti flokkurinn við sig 8.0% frá 1982. Framsóknarflokkur hlaut 1053 atkvæði, 13.6% og 1 mann kjör- inn. Tapaði flokkurinn 4.5% frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2483 atkvæði eða 32.1% og fjóra menn kjörna. Tapaði flokkurinn 10.0% frá 1982. Flokkur mannsins hlaut 149 at- kvæði og engan mann. Seltjarnarnes Alþýðubandalagið hlaut 509 atkvæði og tvo menn í bæjar- stjórn, þær Guðrúnu K. Þor- bergsdóttur og Svövu Stefáns- dóttur. Flokkurinn hlaut 24.7% atkvæða og bætti við sig 8.4% frá 1982. Litlu munaði að Sjálfstæð- isflokki tækist að ná manni af G lista, því aðeins 2 atkvæði skildi að Svövu og Júlíus Sólnes! Framsóknarflokkur hlaut 282 atkvæði eða 13.7% og vann 0.3% frá síðustu kosningum. Hlaut flokkurinn einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1271 atkvæði, eða 61.6% og 4 menn kjörna. Tapaði flokkurinn 2.8% atkvæða frá 1982. Garðabær Alþýðubandalagið hlaut 562 atkvæði, eða 17.2% og 1 man kjörinn, Hilmar Ingólfsson. Jók flokkurinn fylgi sitt um 2.0%. Alþýðuflokkur hlaut 364 at- kvæði, 17.3% og 1 mann. Jók flokkurinn fylgið um 5.9% Framsóknarflokkur hlaut 352 atkvæði, 10.8% og 1 mann. Tap- aði flokkurinn 2.1% frá 1982. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1725 atkvæði, 52.9% og 4 menn kjörna. Tapaði flokkurinn 7.6% frá síðustu kosningum. Flokkur mannsins hlaut 55 at- kvæði eða 1.7% atkvæða og eng- an mann kjörinn. Hafnarfjörður Alþýðubandalagið hlaut 783 atkvæði eða 10.7% og 1 mann kjörinn, Magnús Jón Árnason. Tapaði flokkurinn 1.8% frá 1982. Álþýðuflokkurinn hlaut 2583 atkvæði eða 35.3% og 5 menn í bæjarstjórn. Jók flokkurinn fylgi sitt um 14.4% frá 1982. Framsóknarflokkurinn hlaut 363 atkvæði eða 5.0% og engan mann. Tapaði flokkurinn 4.7% Frjálst framboð hlaut 519 at- kvæði eða 7.1% og einn mann. Óháðir borgarar hlutu 281 at- kvæði, eða 3.8% og misstu veru- legt fylgi frá 1982 eða um 15.6%. Náðu þeir ekki manni. Flokkur mannsins hlaut 112 at- kvæði eða 1.5% og engan mann. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2355 atkvæði eða 32.1% og 4 menn. Tapaði flokkurinn 5.4% fylgi frá síðustu kosningum. Kvennalistinn hlaut 331 at- kvæði eða 4.5% og engan mann. Grindavík Alþýðubandalagið hlaut 149 atkvæði eða 14.4% og 1 mann kjörinn, Kjartan Kristófersson. Bætti flokkurinn við sig 4.7% fylgi. Álþýðuflokkur hlaut 301 at- kvæði eða 29.0% atkvæða og jók fylgi sitt um 8.8%. Tveir menn af Á lista fóru í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur hlaut 274 atkvæði eða 26.4% og tvo menn, tapaði 5.4% fylgi. Sjálfstæðisflokkur hlaut 313 at- kvæði eða 30.2% og tvo menn kjörna. Tapaði flokkurinn 8.1% fylgi. Keflavík Alþýðubandalagið hlaut 309 atkvæði eða 8.0% og tapaði 2.6% frá síðustu kosningum. Þar missti flokkurinn sinn mann, Jóhann Geirdal. Alþýðuflokkurinn hlaut 1716 atkvæði eða 44.2% og jók fylgi sitt um 17.4%. Fékk A listinn 5 bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur hlaut 951 at- kvæði eða 24.5% og tapaði 14.7%. Hlautflokkurinn2 menn. Framsóknarflokkur hlaut 676 atkvæði eða 17.4% og tapaði 6.1%. Fékk 2 menn kjörna. Óháðir kjósendur hlutu 206 at- kvæði eða 5.3% og engan mann. Flokkur mannsins hlaut 24 at- kvæði eða 0.6% og engan mann. Njarðvík Alþýðubandalagið hlaut þar 130 atkvæði eða 10.3% og jók fylgi sitt um 1.3%. Listinn náði þó ekki manni. Alþýðufllokkurinn hlaut 507 atkvæði eða 40.3% og jókst fylg- ið um 20.7% sem erstærsti sigur á landinu. Flokkurinn kom 3 mönnum í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur hlaut 145 atkvæði eða 11.5% og tapaði 5.2%. 1 maður fór inn í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 420 at- kvæði eða 33.4% og tapaði 13.0%. Þrír sjálfstæðismenn fóru í bæjarstjórn. Flokkur mannsins hlaut 17 at- kvæði eða 1.4% og engan mann. _ Bandalag jafnaðarmanna hlaut 39 atkvæði, eða 3.1% og engan mann. Akranes Alþýðubandalagið hlaut 570 atkvæði eða 20.0% atkvæða og bætti við sig 5.5%. Tveir menn fóru í bæj arst jórn, þeir Guðbj art- ur Hannesson og Jóhann Ársæls- son. Alþýðuflokkurinn hlaut 595 atkvæði eða 20.9% og jók fylgið um 6.5%. Tveir menn fóru í bæj- arstjórn. Framsóknarflokkur hlaut 843 atkvæði eða 29.6% og missti flokkurinn 1.4%. Þrír framsókn- armenn eru í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 795 atkvæði eða 27.9% og tapaði flokkurinn 12.2% fylgi. Tveir af D Iista sitja í bæjarstjórn. Flokkur mannsins hlaut 42 at- kvæði, 1.5% og engan mann. Ólafsvík Alþýðubandalagið hlaut 98 at- kvæði eða 14.1% og kom einum manni að í bæjarstjórn, Herbert Hjelm. Flokkurinn bauð ekki fram þar árið 1982. Alþýðuflokkurinn hlaut 164 atkvæði eða 23.6% og fékk tvo menn í bæjarstjórn. Flokkurinn bauð ekki fram sér áður. Framsóknarflokkur hlaut 158 atkvæði eða 22.8% og 1 mann í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 184 atkvæði, 26.5% og tvo menn. Tapaði flokkurinn 6.7% frá árinu 1982. Samtök lýðræðissinna hlutu 90 atkvæði eða 13.0% og einn mann. Töpuðu 11.8% frá árinu 1982. Bolungarvík Alþýðubandalagið vann þar stórsigur. Hlaut flokkurinn 217 atkvæði eða 31.3% og bætti við sig 18.1% frá kosningunum 1982. Bæjarfulltrúar verða nú tveir, þau Kristinn H. Gunnarsson og Lára Hansdóttir. Aðeins vantaði 7 atkvæði í 3ja mann. Alþýðuflokkur hlaut 95 at- kvæði eða 13.7% og fékk einn mann. Framsóknarflokkur hlaut 50 atkvæði eða 7.2% og tapaði 11.3% frá 1982. Sjálfstæðisflokkur hlaut 224 at- kvæði eða 32.3% og tapaði 11.6%. Fékk flokkurinn 3 bæjar- fulltrúa en minnstu munaði að einn þeirra viki fyrir Alþýðu- bandalagsmanni. Óháðir fengu 107 atkvæði eða 15.4% og misstu 8.9%. Einn maður komst í bæjarstjórn. ísafjörður Alþýðubandalagið hlaut 196 atkvæði eða 10.6% og tapaði 1.0%. Þuríður Pétursdóttir situr nú í bæjarstjórn. Alþýðuflokkur hlaut 578 at- kvæði eða 31.3% og bætti við sig 5.3%. Þrír menn í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur fékk 231 atkvæði eða 12.5% og tapaði 1.2%. 1 komst í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 842 at- kvæði eða 45.6% og bætti við sig 5.7%. Fjórir sitja í bæjarstjórn. Sauðárkrókur Alþýðubandalagið hlaut 163 atkvæði eða 11.7% og tapaði 0.8% frá síðustu kosningum. Anna Kristín Gunnarsdóttir situr í bæjarstjórn. Alþýðuflokkurinn hlaut 159 atkvæði eða 11.4% og bætti við sig 3.3%. 1 situr í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur hlaut 441 atkvæði eða 31.7% og tapaði 1.4%. Þrír fóru í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur fékk 411 at- kvæði eða 29.6% og tapaði 0.4%. Þrír sitja í bæjarstjórn. Óháðir fengu 163 atkvæði eða 11.7% og misstu þeir4.6%. Einn komst af þeim lista í bæjarstjórn. Nýtt afl hlaut 53 atkvæði eða 3.8% og engan mann kjörinn. Siglufjörður Alþýðubandalagið hlaut 294 atkvæði eða 25.0% og missti 0.2%. Tveir sitja í bæjarstjórn, þau Sigurður Hlöðversson og Brynja Svavarsdóttir. Álþýðuflokkurinn fékk 318 at- kvæði eða 27.0% og jók hann fylgi sitt um 9.0%. Þrír sitja í bæ- jarstjórn. Framsóknarflokkur fékk 197 atkvæði eða 16.7% og tapaði 4.1%. 1 situr í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur fékk 336 at- kvæði eða 28.5% og missti 7.5%. Þrír sitja í bæjarstjórn. Flokkur mannsins fékk 33 at- kvæði eða 2.8% og engan mann. Ólafsfjörður Vinstri menn hlutu 352 at- kvæði eða 49.5% og töpuðu 4.6%. Þrír sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 359 at- kvæði eða 50.5% og juku fylgi sitt! um 4.6%. Fjórir komust í bæjar- stjórn og skipa þar nýjan meiri-' hluta. Dalvík Alþýðubandalagið og aðrir vinstri menn hlutu 200 atkvæði eða 24.8% og juku fylgið um 7.5%. Tveir sitja í bæjarstjórn, þau Svanfríður Jónasdóttir og Jón Gunnarsson. Framsóknarflokkur hlaut 271 atkvæði eða 33.5% og tapaði 14.7% og fékk tvo menn í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkur og óháðir hlutu 337 atkvæði eða 41.7% at- kvæðanna og juku fylgið um 20.8%. Þrír menn komust í bæ- jarstjórn. Akureyri Alþýðubandalagið hlaut 1406 atkvæði eða 19.8% og jók fylgið um 6.7%. Tveir sitja nú í bæjar- stjórn, Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson. Alþýðuflokkur hlaut 1544 at- kvæði eða 21.7% og jók fylgið um 11.9%. Þrír sitja nú í bæjar- stjórn. Framsóknarflokkur fékk 1522 atkvæði eða 21.4% og missti 3.7%. Tveir komust í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2504 atkvæði eða 35.2% og jókst fylgið um 0.6%. Fjórir komust í bæjarstjórn. Flokkur mannsins hlaut 129 at- kvæði eða 1.8% og engan mann. Húsavík Alþýðubandalagið og óháðir hlutu 378 atkvæði eða 26.1% Missti flokkurinn 0.5%. Þrír sitja þá í bæjarstjórn, Kristján Ás- geirsson, Valgerður Gunnars- dóttir og Örn Jóhannsson. Alþýðuflokkur fékk 272 at- kvæði eða 18.8% og bætti við sig 0.2%. Tveir menn komust í bæ- jarstjórn nú. Framsóknarflokkur fékk 376 atkvæði eða 25.9% og missti 7.6%. Tveir komust í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 238 at- kvæði eða 16.4% atkvæða og missti 4.9%. 1 komst í bæjar- stjórn. Víkverjar hlutu 186 atkvæði eða 12.8% og einn mann. Seyðisfjörður Alþýðubandalagið hlaut 69 at- kvæði eða 11.4% og tapaði 4.3% frá síðustu kosningum. Hermann V. Guðmundsson komst í bæjar- stjórn. Alþýðubandalagsfólk og óháð- ir buðu fram sér lista og fékk hann 86 atkvæði eða 14.2% og einn mann kjörinn, Þóru Guð- mundsdóttur. Alþýðuflokkur hlaut 119 at- kvæði eða 19.7% og tapaði 0.8%. Tveir komust í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur fékk 183 atkvæði eða 30.3% og bætti við sig 1.0%. Þrír komust í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 147 at- kvæði eða 24.3% og tapaði 10.2% atkvæða og fékk aðeins. . tvo menn kjörna. Neskaupstaður Alþýðubandalagið hlaut 524 atkvæði eða 49.7% og tapaði 7.7% atkvæða. Flokkurinn hélt þó meirihlutanum og hann skipa þau Kristinn V. Jóhannsson, Sig- rún Geirsdóttir, Smári Geirsson, Elma Guðmundsdóttir og Þórður Þórðarson. Framsóknarflokkur fékk 190 atkvæði eða 18.0% og tapaði 4.5%. 1 maður komst í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 199 at- kvæði eða 18.9% og tapaði 1.1% og fékk 2 menn kjörna. Óháðir kjósendur fengu 142 atkvæði eða 13.5% og einn mann kjörinn. Þeir buðu ekki fram áður. Eskifjörður Alþýðubandalagið hlaut 100 atkvæði eða 16.4% og tapaði 7.1% Einn maður komst í bæjar- stjórn, Hjalti Sigurðsson. Alþýðuflokkurinn hlaut 75 at- kvæði eða 12.3% og tapaði 0.3% 1 Alþýðuflokksmaður komst í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur hlaut 128 atkvæði eða 20.9% og missti 6.8% Tveir sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurhlaut 117 at- kvæði eða 19.1% og missti 17.1% atkvæða, sem er mesta tap sem einn flokkur varð fyrir á landinu öllu. 1 maður komst í bæjarstjórn en þeir voru þrír áður. Óháðir fengu 170 atkvæði eða 27.8% og tvo menn kjörna. Flokkur mannsins hlaut 21 at- kvæði eða 3.4% og engan mann. Vestmannaeyjar Alþýðubandalagið fékk 581 at- kvæði eða 22.0% og jók fylgi sitt um 6.5%. Tveir menn komust í bæjarstjórn, Ragnar Óskarsson og Guðmunda Steingrímsdóttir. Alþýðuflokkurinn fékk 479 at- kvæði eða 18.2% og jók fylgið um 4.1%. Tveir menn af A lista komust í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur fékk 368 atkvæði eða 14.0% og jók fylgið um 2.5%. 1 komst inn í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 1158 atkvæði eða 43.9% og tap- aði 15.0% og fékk aðeins fjóra menn inn. Óháðir fengu 49 atkvæði eða 1.9% og engan mann kjörinn. Selfoss Alþýðubandalagið hlaut 371 atkvæði eða 17.4% og jók fylgið um 4.0%. Flokkurinn hlaut einn bæjarfulltrúa, Þorvarð Hjalta- son. Alþýðuflokkur hlaut 341 at- kvæði eða 16.0% og jók fylgið um 5.1%. 1 af A lista komst inn. Framsóknarflokkur hlaut 588 atkvæði eða 27.6% atkvæða og missti 2.5%. Þrír framsóknar- menn komust í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 571 at- kvæði eða26.8% ogtapaði9.7%. Þrír menn komust inn. Flokkur mannsins hlaut 30 at- kvæði eða 1.4% og engan mann. Kvennalisti hlaut 232 atkvæði eða 10.9% og einn mann kjörinn. - v. ■ ■ * I tif Þriðjudagur 3. juní 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.