Þjóðviljinn - 03.06.1986, Side 2
Alþýðubandalag .
Fyrirheit
um tímamót
Svavar Gestsson:
Tími til að annarhvor
íhaldsflokkanna fái
hvíldina og aðA
flokkar ásamt
Kvennalista nái sam-
an ríkisstjórn
í þessum kosningaúrslitum fel-
ast fyrirheit um tímamót í ís-
lenskri stjórnmálasögu. Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur geta
greinilega ásamt Kvennalista
stefnt á meirihluta í næstu alþing-
iskosningum og það hljóta þessir
flokkar að gera, sagði Svavar
Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Þjóð-
viljann eftir að úrslit byggða-
kosninganna voru kunn.
„Ef maður skoðar þessi úrslit
get ég verið allánægður með
frammistöðu Alþýðubandalags-
fólks. Flokkurinn bætir við sig
fylgi á 18 stöðum á landinu og
bæjarfulltrúum í Kópavogi, Ól-
afsvík, Bolungarvík, Dalvík, Ak-
ureyri, Húsavík, Seyðisfirði,
Vestmannaeyjum, Vopnafirði,
Stykkishólmi, Hvammstanga og
Stokkseyri. Auk þess vantaði
Alþýðuflokkur
Alvarlegt
fyrir Framsókn
„Þessi kosningaúrslit eru sér-
lega alvarleg fyrir Framsóknar-
flokkinn, hann galt afhroð á
landsbyggðinni,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Al-
þýðufloksins þegar Þjóðviljinn
leitaði álits hans á úrslitum kosn-
inganna.
Alþýðuflokkurinn vann víða
góða sigra, en hvernig setur for-
maður flokksins þetta í samband
við landsmálapólitíkina?
„Þetta hrun Framsóknar-
flokksins á landsbyggðinni hefur
átt sér langan aðdraganda og ekki
gott fyrir flokkinn að gera við því.
Það er greinilegt að það er upp-
reisnarhugur í bændastéttinni og
Framsóknarflokkurinn sér fram á
alvarlegan ósigur í næstu þing-
kosningum.
Þetta er ekki eins alvarlegt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem
lífsnauðsynlegur meirihluti
þeirra í borginni stóðst áhlaup
minnihlutaflokkanna. Úrslitin
eru samt alvarleg viðvörun og
þeir tapa víða um land. En úr-
slitin í Reykjavík staðfesta bæði
það sem skoðanakannanir hafa
sagt og áratuga reynsla hefur sýnt
okkur að fast að helmingur kjós-
FRÉTTIR
Svavar Gestsson: Staðfestum
stöðu flokksins sem helsta aflið
gegn íhaldi.
lítið upp á annars staðar að menn
bættust við eins og t.d. Selfossi og
Bolungarvík, Njarðvík, Hellis-
sandi og Egilsstöðum,“ sagði
Svavar ennfremur.
„Alþýðubandalagið staðfestir
stöðu sína sem stærsti andstæð-
ingur íhaldsins í kaupstöðum og
kauptúnum. Flokkurinn hefur
t.d. jafn marga borgarfulltrúa í
Reykjavík og hinir minnihluta-
flokkarnir til samans. Við erum
greinilega á réttri leið og ef okkur
tekst að vinna vel fram að næstu
þingkosningum er von til þess að
tími svartsýni og öryggisleysis á
þúsundum íslenskra heimila
verði á enda,“ sagði Svavar
Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins. _ v
Jón Baldvin: Greinilegur upp-
reisnarhugur í bændastéttinni.
enda A-listans í þingkosningum
kýs A-listann ekki í borgarstjórn-
arkosningum. Þetta er ekkert
nýtt. Þannig að í Reykjavík
eigum við inni mikið fylgi hjá
Sjálfstæðisflokknum og inn-
heimtum það með vöxtum og
vaxtavöxtum í þingkosningum,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Seltjarnarnes
Storkostlegur
sigur
„Þetta var í senn stórkostlegur og
óvæntur sigur," sagði Guðrún
Þorbergsdóttir efsti maður á lista
Alþýðubandalagsins á Seltjarn-
arnesi, en þar bætti flokkurinn
við sig manni.
„Við fundum að við höfðum
meðbyr síðustu vikurnar og dag-
ana fyrir kosningarnar, en áttum
samt ekki von á að við myndum
auka fylgi okkar svo mikið.
Þessi úrslit sýna auðvitað að
bæjarbúar eru orðnir langþreyttir
á þeirri óstjórn sem verið hefur
hér og aukið fylgi okkar þýðir
aukið aðhald í bæjarstjórn, þann-
ig að meirihlutinn hlýtur að
breyta um starfsaðferðir að ein-t
hverju leyti.
Bolungarvík
Enim
himinlifandi
Á Bolungarvík er vígi fallið,
enda segir Kristinn H. Gunnars-
son, efsti maður G-listans, mjög
gott hljóð vera í mönnum þar.
„Jú við erum himinlifandi,“
sagði hann. „Þetta er stærsti
kosningasigur sem hér hefur ver-
ið unninn. Næsta skrefið er að
halda fund með sem flestum
stuðningsmönnum okkar og ræða
um hvernig standa skuli að
meirihlutamyndun og hvaða mál
menn vilja setja á oddinn. í fram-
haldi af þessum fundi munum við
svo hefja viðræður við þá aðila
sem menn vilja.“
Hverju þakkið þið helst sigur-
inn?
„Það hefur verið mikil óánægja
hér með gamla meirihlutann,"
sagði Kristinn, „menn hafa verið
mjög óánægðir með hvernig hann
stóð að málum og ákvarðana-
tökur hans, og jafnframt með
Jóhann Ársælsson: Réttum okk-
ar hlut nokkuð vel.
Guðrún Þorbergsdóttir
Annars er mér nú efst í huga
þakklæti til allra þeirra sem
studdu okkar málstað í þessum
kosningum," sagði Guðrún.
—gg
Kristinn H. Gunnarsson.
vinnubrögð hans gagnvart minni-
hlutanum. Þetta virðist hafa skipt
verulegu máli í hugum fólks og
greinilegt að það vill nýtt afl í
bæjarstjórn. Eg hélt nú satt að
segja að þetta væri ekki hægt.
Það eru ekki nema rúm fjögur ár
síðan við vorum ekki til, buðum
fyrst fram hér í síðustu kosning-
um, og nú erum við með 31.3
prósent," sagði Kristinn að lok-
um.
Kynjahlutföll
Flestar konur
af G listum
Ef litið er á hlutfall kynjanna í
bæjarstjórnum eftir þessar kosn-
ingar kemur í ljós að meðaltal
kvenna er aðeins 26.2% Ef kann-
að er hlutfall kvenna eftir flokk-
um kemur í ljós að Alþýðubanda-
lagið er með flestar konur í
bæjarstjórnum, eða 37.0%, kon-
ur skipa sæti Framsóknarflokks-
ins í 24.3% tilfella, hlutfallið er
svipað hjá Sjálfstæðisflokki eða
24.2% og lægst er það hjá Al-
þýðuflokki eða 23.8% Um
kvennalista þarf ekki að ræða.
Alþýðubandalagið
Sterkustu vígin
Fróðlegt er að athuga hvar Al-
þýðubandalagið hefur náð best-
um árangri í þessum byggðakosn-
ingum. Mesta fylgið er auðvitað í
Neskaupstað eða49.7% Þá koma
þessir staðir: Stokkseyri 34.0%,
Bolungarvík 31.3%, Vopna-
fjörður 29.4%, Hellissandur
28.4%, Hvammstangi 28.4% og
Kópavogur 27.9%
Innan hvers kjördæmis nýtur
flokkurinn mests fylgis sem hér
segir: Kópavogur í Reykjanes-
kjördæmi, Hellissandur á Vest-
urlandi, Bolungarvík á Vest-
fjörðum, Hvammstangi á Norð-
urlandi vestra, Húsavík á Norð-
urlandi eystra, Neskaupstaður á
Austurlandi og Stokkseyri á Suð-
urlandi. _ v
Úrslitin
G listinn 4200
atkv. í viðbót
Eftir þessar kosningar (og
raunar áður) er Sjálfstæðisflokk-
urinn langstærsti stjórnmála-
flokkurinn í landinu með 51.823
atkvæði samtals eða 42.7% Næst
stærsti flokkurinn er Alþýðu-
bandalagið með 23.420 atkvæði
alls eða 19.3% og bætti flokkur-
inn við sig 4200 atkvæðum nú.
Alþýðuflokkurinn er sá minnsti
af fjórflokkunum í bæjarstjórn-
um með 16.135 atkvæði eða
13.3% - v.
Akranes
Góð uppskera
„Mér finnst við hafa staðið vel að
kosningabaráttunni og upp-
skárum samkvæmt því,“ sagði Jó-
hann Ársælsson annar maður á
G-listanum á Akranesi, þar sem
Alþýðubandalagið vann mann
ásamt Alþýðuflokki, en Sjálf-
stæðisflokkurinn galt afhroð og
tapaði tveimur mönnum.
„Við réttum okkar hlut nokk-
uð vel og erum með um 20% at-
kvæða, sem er næst hæsta hlutfall
sem við höfum náð.
Ég hafði nú ekki búist við að
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði svo
miklu, en þar á bæ var mikil óá-
nægja með listann og málflutn-
ingur þeirra var mjög óheppi-
legur, svo þetta er svo sem ekki
óeðlilegt," sagði Jóhann. —gg
ÞAKMALNING SEM ENDIST
málning,