Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 8
MENNING Margirlistamenn hafaskrifaö um list Svavars Guönasonar og ekki ómerkari maðuren Halldór Laxness gaf eitt sinn út ritling á dönsku um þennan | félaga sinn í listinni. Einn þeirra sem um Svavar hafa skrifaðerThorVilhjálmsson. Sem kunnugt er fæst Thor við myndlist auk ritstarfa, og fáir hafa þjálfaðra auga fyrir list- um en Thor. Að mínu mati hef- ur fáum tekist betur að lýsa list Svavars Guðnasonar með orðum en Thor í grein sem hann skrifaði 1968 og er að finna í merku greinasafni hans, Hvað er San Marino?. Þjóðviljinn hefurfengið góð- fúslegt leyfi höfundartil þess að birta hana hér og fer hún héráeftir. -pv Sumir málarar skíra myndir sínar málverk og skrifa í sýning- arskrár niður eftir síðunum eins- og spor væru í eyðimörk sem liggja að beinagrind: málverk málverk málverk. Svavar gefur Svavar Guðnason Thor Vilhjálmsson Ómstríður ólgandi og Ijóðrænn fínleiki Guðnason myndum sínum hljómmikil nöfn og stundum stór: Styrbjörg, Sól í hjálmaböndum, Islands lag, Brim, Hrímfugl. Nöfn þessi segja jafnvel myndblindum nokkuð um manninn, skáldanda hans og geðfar. Því fer fjarri að myndir Svavars standi ekki jafn vel nafn- lausar, heiti þeirra eru skemmti- leg aukageta í uppstreymi. Hvað einkennir Svavar sem málara? í senn kraftur sem birtist stundum ómstríður ólgandi, hins- vegar Ijóðrænn fínleiki. Hinir stríðu ómar kunna að minna á Bartok í skáldlegum áhrifsmætti sínum en hugurinn nemur blæ af sambýli hins hrikalega og þess ljúfa í náttúru íslands, veður þess og liti og birtu, klakakropin vötn, jökul og ljósbrigði við skjaldar- brún hans, straumþungann í háskalegum jökulvötnum; hvít- hvesst ljós, blátóna á æstu hafi, eða spegilflökt á kyrri lind í djúpri gjá, grænt í þjótandi hlíð öldunnar, rautt úr túbu, svart úr nótt; safa efnisins í höndum málarans ásamt firðarnálægð veðradyns á kyrrum degi sem vaknar. í heimi Svavars þræsir í öfugan klósigann yfir okkur, og jörðin er ekki lengur flöt sem við byggjum heldur þreifum við líka á skýjum himinsins, tökum á þeim og finnum í senn efnið sveigt í vald hins skapandi málara um leið og við skynjum tilefni hans og stemmuvaka í hinni rammbyggilegu smíð sem er ár- angur af innblæstrinum geðríkinu og átökum sem eru ætíð bundin af hyggindum málarans sem hindra að ofsi sprengi rammann og afraksturinn sundrist í fok- drífu glæsta meðan varir og síðan ekki meir. Svavar er slunginn málari í þess orðs bestu merkingu sem ætlar sér af þótt mikið gangi á. Hann er líka stoltur listamaður sem engum hefur tekist að keyra undir það jarðarmen þar sem ýmsir vilja að listamenn dúsi. En það er fleira en olíulitir sem hlýðir Svavari. Nefnum bara hin- ar dýrlegu krítarmyndir þar sem hæst ber myndirnar í Kvæðakver eftir Laxness. Eða vatnslita- myndir hans sem nálgast í upp- hafningu sinni hið efnislausa í töfrafullum tökum Svavars á þessu vandstýrða efni. Svavar flutti afstraktlist heim til íslands. í öllum myndum hans býr ísland, séreðli þess, túlkað á formmáli sem heimurinn skilur, með litum sem sveiflast frá djúpum hljómi upp í diskant, list sem hægt er að sýna hvar sem er í heiminum með gleði. „Miðillinn“ frá Chile Enginn nema snillingur LÞ skrifar um píanótónleika Claudio Arrau í Háskólabíói sl. Hvað í ósköpunum er hægt að „skrifa" að loknum tónleikum hjá Claudio Arrau? Hvað get- ur blaðbullari leyft sér að fant- asera útfrá „boðskap" Beet- hovens í gegnum „miðilinn" frá Chile án þess að verða hlægilegur? Nú en hvað gerir þá til þó hann verði hlægi- legur?. Er hann það ekki alltaf hvortsemer? Svona hugsaði maður á röltinu heim að loknum furðulegustu, dularfyllstu tónleikum ársins. Arrau hafði spilað fjórar sónötur eftir Beethoven... fjórar sónötur sem hver maður hefur heyrt hundrað sinnum...... og það var mánudag einsog maður heyrði þær í fyrsta sinn. Þá fyrstu, í D dúr op 10 nr 3 heyrði ég tvisvar á tónleikum í vetur og bráðvel spilaðar í bæði skriptin. En það lifði stutt í minn- ingunni. Arrau lék hana hinsveg- ar þannig, að hún lætur mann ekki í friði lengi á eftir. Kannski aldrei? Þannig var það líka í hin- um sónötunum: „Appasjónötu“, „Les adieux“ og „Waldstein“. Maður skynjaði einhverja óhemju lífsreynslu á bak við þennan leik. Einhverja dýpt og reisn sálarinnar, sem er svo óvenjuleg á þessum eitruðu tím- um, að maður var eiginlega mið- ur sín... einsog maður hefði óvart orðið vitni að kraftaverki. Það er erfitt að lýsa þessum tilfinning- um, í það minnsta ef maður er jafn slappur í bragfræðinni og undirritaður. En eitt er víst; svona leikur enginn nema snill- ingur... og það aðeins að honum endist langur aldur til. LÞ 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Laugardagur 14. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.