Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 5
Mikill áhugi meðal Sjálfstæðismanna. Framsóknarmenn tregari en tilbúnir íslaginn. Tœkifœrið notað til uppskipta íforystusveit íhaldsins Telja má nokkuð víst að styttra sé í næstu þingkosningar en margur gæti haldið. Sveitar- stjórnarkosningum lýkur form- lega í kvöld með kosningum í dreifbýli og ef fer sem horfir þá fá landsmenn ekki nema rúmlega þriggja mánaða kosningafrí nú yfir hásumarið, því flest bendir nú til að boðað verði til þingkosn- inga jafnvel þegar í september. Af samtölum við stjórnmála- menn og þá einkum stjórnarþing- menn er ljóst að mikill áhugi er fyrir því innan Sjálfstæðisflokks- ins að efnt verði til þingkosninga þegar í haust. Þar fara fremst í flokki forystumenn Sambands ungra Sjálfstæðismanna sem samþykktu á fundi í gærkvöld að rétt væri að efna til kosninga í haust. Fjölmargir þingmenn flokksins eru einnig á sömu skoðun og þá einkum þingmenn Reykjavíkur- og Reykjneskjör- dæma sem telja ekki rétt að láta stjórnina lifa fram á næsta vor heldur verði umboðið endurný- jað sem fyrst fyrir nýrri og sterkri stjórn, helst með Alþýðuflokkn- um. Veik staða stjornarinnar Framsóknarmenn eru hins vegar ekki eins áhugasamir um kosningar. Pingflokkur þeirra fundaði um þessi mál á fimmtudag og kom þar fram að réttara væri að reyna að sitja út kjörtímabilið, en ef skærist í odda við fjárlagaafgreiðsluna í haust væri ekki annað í stöðunni en að boða tii kosninga. En hvað er það sem kallar á háværar umræður og kröfur innan stjórnarflokkana um kosn- ingar þegar í haust? Ljóst er að þar kemur ýmislegt til en einkum nefna stjórnarþingmenn þrjú at- riði: 1) Veik staða núverandi stjórnar ef hún situr áfram og skerst í 'Odda í kjarasamningum næsta vor. 2) Mikill greiðsluhalli ríkissjóðs og sjáanlegir erfið- leikar við að ná saman um fjárlög fyrir næsta ár. 3) Almennt slæm útreið stjórnarflokkanna í ný- liðnum sveitarstjórnarkosning- um sem gæti orðið enn verri ef beðið verður mikið lengur með þingkosningar. A móti óttast hins vegar margir stjórnarþingmenn að haustkosn- ingar geti verið hættulegar fyrir stjórnarflokkana því þeir fái þá á sig þann stimpil að þeir séu að flýja undan vandanum og þori ekki að takast á við erfiðleikana. Auk þess sé staðan síður en svo glæsileg í fjármálunum og ekki gott að skila þannig af sér. Ahugamenn um haustkosningar svara því þá til að það sé óraun- hæft að ætla að núverandi stjórn nái saman um vænlega lausn og því þurfi að tryggja að ný ríkis- stjórn með tryggt umboð fái að takast á við vandann næstu árin. „Heyrist menn vera inn á þessu“ Olafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðismanna sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann væri ekki enn búinn að festa sig í neinni ákveðinni skoðun í þessum efnum. „Þessi mál verða að ræðast í rólegheit- um á réttum stöðum .og manna í millum. Þessi umræða um haustkosningar kom upp utan dagskrár á síðasta þingflokks- fundiog við erum með fundi aftur síðar í mánuðinum og ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að þetta verði rætt þar“. Ólafur sagði að menn vildu hafa nýtt umboð hvaða stjórn sem yrði mynduð til að tak- ast á við nýja kjarasamninga og fjárlagavandann. „Mér heyrist menn frekar vera inni á þessu og teldi því heppilegast að það næð- ist sem breiðust samstaða milli þingflokkana um þetta. í dag þykir mér líklegra að haustkosn- ingar verði ofaná,“ sagði Ólafur. „Ekkert kappsmál en samt..“ Ingvar Gíslason þingmaður Framsóknarmanna sagðist ekki mjög trúaður á að það yrðu haustkosningar en þingflokkur Framsóknar hefði rætt þetta í vik- unni og menn gerðu sér fulla grein fyrir þessum möguleika og væru tilbúnir í slaginn. „Það kann vel að vera að menn hafi einhverjar áhyggjur af næstu kjarasamningum en samningar koma alltaf á sínum tíma og við getum ekki verið að horfa fram hjáþví. Vandinn snýst fremur um fjármálin og ég tel að við rekum ekki rétta skattastefnu. Við höfum fulla möguleika til að halda uppi okkar velferðar- þjóðfélagi með réttri skatta- stefnu og ég vil frekar að það skerist í odda með stjórnarflokk- unum um þau mál en að menn ákveði strax kosningar. Við erum tilbúnir í kosningar en það er okkur ekkert kappsmál að hafa þær í haust,“ sagði Ingvar. Ekki ofan í samninga Þeir sem sýnt hafa haustkosn- ingum einna mestan áhuga eru ungir Sjálfstæðismenn. Vilhjálm- ur Egilsson formaður SUS hefur lagt fram formlega tillögu um að sambandið lýsi yfir áhuga sínum á kosningum í haust. „Það er sama við hvern maður talar, ungan sem gamlan í hvaða flokki sem er, menn virðast vera á einu máli um nauðsyn haustkosninga. Hvað mig snertir þá er þetta fyrst og fremst spurning um næstu kjara- samninga. Kosningar og kosning- abarátta er hluti af lýðræðinu og sá tími sem þjóðin velur sér ti' að deila um stjórnmál. Það er ákaf- lega erfitt að ná sátt og samstöðu á vinnumarkaðinum á sama tíma og slíkar deilur eru í hámarki," sagði Vilhjálmur í samtali við Þjóðviljann í gær. En það er vissulega fleira sem hangir á spýtunni, einkum hjá Sjálfstæðismönnum. Það er nóg að lesa Morgunblaðið á milli lín- anna síðustu dagana nú eftir kosningar til að átta sig á þeim átökum sem krauma undir niðri hjá forystu Sjálfstæðisflokksins. Davíð fyrir Þorstein Morgunblaðið hefur þegar gef- ið út þá línu að nauðsynlegt sé að stokka upp framboðslista flokks- ins í Reykjavík fyrir næstu þing- kosningar. Jafnhliða hamrar blaðið á því í fréttum og greina- skrifum að lakasta útkoma Sjálf- stæðisflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hafi verið á Suðurlandi í kjördæmi Þorsteins Pálssonar formanns flokksins. Sigurvegarinn sé hins vegar óumdeilanlega Davíð Oddsson. Eini þingmaður flokksins sem hefur séð ástæðu til að taka beinlínis upp hanskann fyrir Þor- stein er Albert Guðmundsson sem lýsti yfir fullri hollustu við formanninn í samtali við Þjóð- viljann í vikunni. Það má hins vegar draga í efa hvort það sé mikill styrkur fyrir Þorstein að fá slíkan hollustueið frá þeim þing- manni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem vísast stendur höllustum fæti í þeim bræðravíg- um sem Morgunblaðið boðar. Hitt er víst að margir Sj álfstæð- ismenn telja að Þorsteini Pálssyni hafi tekist illa í þessum fyrstu kosningum sínum sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sé alls ekki nógu sterkur né vinsæll for- maður. Davíð borgarstjóri njóti hins vegar hylli og ef næstu kosn- ingar eigi ekki að verða frekara áfall fyrir Sjálfstæðismenn en ný- liðnar sveitarstjórnarkosningar þá verði að leiða Davíð fram til forystu á þinglistanum líka. Síðar taki hann yfir sem formaður flokksins eftir 1- 2 ár. Þetta er sú lína sem Morgunblaðið er að leggja og menn skulu gæta að því að það er fordæmi fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að sami maður gegni embætti borgar- stjóra og sitji jafnframt á þingi. Dýrkeypt stjórnarsamstarf Af ummælum forystumanna stjórnarflokkanna hér að framan er ljóst að allt stefnir í þingkosn- ingar í haust. Sjálfstæðismenn hafa fullan hug á kosningum hið fyrsta bæði til að komast út úr óvinsælu stjórnarsamstarfi áður en það verður um seinan og eins til að keyra í gegn breytingar á forystuliði meðan bæði formaður flokksins og einnig fyrrum aðall- eiðtogi flokksins í borginni eru í mjög veikri stöðu. Annað sem enn hefur ekki verið nefnt en auðvitað svífur yfir vötnunum, er Hafskipsmálið. Það er síður en svo þægileg staða fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að fara út í kosningar eftir að byrjað er að rétta og opin- bera fyrir almenningi öll þau herlegheit sem þar hafa verið upplýst. Framsóknarmenn eru enn tví- stígandi og víst er að Steingrímur Hermannsson mun leggja allt kapp á að stjórnin lafi út kjörtím- abilið. Hann veit hins vegar að það getur orðið honum og Fram- sóknarflokknum dýrkeypt. Hann mun því leggja allt kapp á að stjórnarsamstarfið brotni á ein- hverjum ákveðnum málum eins og Ingvar Gíslason orðaði það og þar stendur uppi ágreiningur flokkanna til lausnar fjárlagagat- inu. Auknir skattar, eða aukinn niðurskurður. Hvort menn semja eða þykjast slást þá er óhætt að fullyrða að kjósendur og væntan- legir frambjóðendur geta þegar farið að búa sig undir nýjar kosn- ingar á næstu mánuðum. —Lúðvík Geirsson. Laugardagur 14. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.