Þjóðviljinn - 20.06.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 20.06.1986, Qupperneq 2
FRETTIR Hjálparstofnun kirkjunnar Heimili fyrir Eþíópíuböm Heimilið á að rúma 150 börn og kostar 15 milj. kr. Eins og flestum mun sjálfsagt í fersku minni stóð Hjálpar- stofnun kirkjunnar að útgáfu hljómplötunnar „Hjálpum þeim“ fyrir síðustu jól. Var það gert með stuðningi og í samvinnu við íslenskt hljómlistarfólk. Og nú í maí stóðu svo Hjálparstofnunin og íþróttafólk saman að Afríku- hlaupinu. Tilgangurinn með hljómplötu- útgáfunni og hlaupinu var sá, að safna fé til hjálpar bágstöddum Afríkubúum. Inn komu um 10 milj. kr. Hefur nú verið ákveðið að verja upphæðinni til byggingar heimilis fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu, sem safnast höfðu sam- an þar sem íslensku hjúkrunar- fræðingarnir störfuðu sl. ár. Þessi börn 6-13 ára búa nú ítjöldum við ógóða vist. Heimilið verður reist í Hajk, um 500 km. frá Addis Ababa, og verður fyrir 150 börn. Alls munu íslendingar verja 15 milj. kr. til þessarar stofnunar. Tveir smiðir héðan munu koma upp heimilinu og íslenskur hjúkrunarfræðingur kemur til með að starfa þar, en alls verða starfsmenn um 10 tals- ins. Dr. Salomon Gidada, for- stöðumaður lúthersku kirkjunn- ar í Eþíópíu, er nú staddur hér á landi til viðræðna við Hjálpar- stofnunina um þessar fram- kvæmdir. íslendingar hafa tekið umtals- verðan þátt í hjálparstarfinu með öðrum þjóðum. En bygging þessa heimilis er fyrsta verkefnið, sem við sjáum algerlega einir um. Og þó að enn vanti nokkuð upp á að nægilegt fé hafi safnast til þess að koma málinu heilu í höfn þarf ekki að efa að það muni skila sér. - mhg Já.. veldur Hafskipsbjór minn- isleysi? Zahíd Ali: Vil gjarnan koma á pennavinatengslum milli íslendinga og lesenda blaða okkar. Ljósm.: Ari. Hugfanginn af Islandi Fulltrúifrá stœrsta útgáfufyrirtœki blökkuhreyfingarinnar í Bretlandi óskar eftir íslenskum pennavinum fyrir lesendur blaða fyrirtœkisins r , Eg er hugfanginn af Islandi. Eg hef ferðast mikið en þetta er tvímælalaust athyglisverðasta land sem ég hef komið til sagði Zahid Ali dreifingarstjóri hjá stærsta útgáfufyrirtæki blökku- hreyf ingarinnar í Bretlandi um upplifun sína af Islandi. Mér er því mikið í mun sagði Ali, að pennavinatengsl skapist á milli Is- lendinga og lesenda blaða okkar en við erum með sérstaka penna- vinaauglýsingar í öllum okkar blöðum. Útgáfufyrirtækið Hansib sem Ali starfar fyrir gefur út mánað- arrit sem heitir Westindian Di- gest en auk þess dagblöð sem koma út þrisvar í viku. Dagblöð- in eru þrjú, Karabíska, Asíska og Afríska dagblaðið og þjóna þau stærstu innflytjendasamfélögun- um í Bretlandi. I þessum blöðum er leitast við að vekja athygli á öllum hliðum kynþáttamisréttis en slík umræða er mjög þörf sagði Ali því enn eru það margir sem ekki eru meðvitaðir um stöðu sína og rísa upp gegn henni. Ali sagði að hann hygðist skrifa um reynslu sína á íslandi í öll þau blöð sem útgáfufyrirtækið stæði að og vonaðist til þess að penna- vinatengsl sköpuðust í framhaldi af því. Hann sagði að nöfn þeirra sem óskuðu eftir pennavinum væru meðhöndluð sem algjört trúnaðarmál og að í auglýsingu gæti viðkomandi einfaldlega birt númer í stað nafns. Ali bað um að fólk tilgreindi áhugamál og frí- stundaiðkanir auk upplýsinga um hvort viðkomandi vildi skrifast á við konu eða karl. Þeir sem áhuga hafa á pennavinum í Bret- landi geta sent nafn og ofan- greindar upplýsingar til útgáfu- fyrirtækisins en heimilisfangið þar er: Hansib publishing Itd. Tower House 139/149 Fonthill Road London N4 3 HF England Ólafur Ragnar Grímsson Albert 09 Guðmundur hafa báðir bmgðist trúnaði jóðviljinn leitaði í gær til Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, og bað hann að skýra afstöðu sína til þeirra fjármálatengsla sem kom- ið hafa í Ijós milli stjórnmála- mannanna Guðmundar J. Guð- mundssonar og Alberts Guð- mundssonar. „Á þessu máli eru þrjár megin hliðar. I fyrsta lagi sú sem snýr að Hafskipsmálinu. í öðru lagi sú sem snýr að verkalýðshreyfing- unni og samskiptum forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar við viðsemjendur. Þriðja hliðin er sú sem snýr að Alþýðubanda- laginu, stjórnmálunum í landinu og Alþingi. Alþýðubandalagið er flokkur þeirrar gerðar að það þolir ekki að alþingismenn, forystumenn flokksíns, taki við stórum pening- um frá höfuðandstæðingum í stjórnmálum, jafnvel þótt þeir séu persónulegir vinir. Við þetta bætist að hér er um að ræða pen- inga sem hvergi koma fram og óljóst hvort um lán eða gjöf er að ræða.“ - En nú er þarna líka um mjög náinn persónulegan vinskap að rœða? „Það er rétt. Við vitum öll að vinátta Guðmundar J. og Aiberts hefur verið mikil, en vinátta stjórnmálamanna er vandmeð- farin. Stjórnmálamaður og for- ystumaður ber bæði siðferðis- legan og félagslegan trúnað. Á þessum þætti málsins er annars vegar hinn persónulegi harm- leikur að Albert Guðmundsson blekkir vin sinn og hins vegar sá hreini skjöldur sem Alþýðu- bandalagið hefur haft og verður að hafa ef barátta þess á að hafa siðferðilegan og pólitískan styrk og vera trúverðug." - Pú nefndir að hér vœri um að rœða peninga sem livergi hefðu komið fram opinberlega. Er það e.t.v. mikilvœgara atriði í þínum huga? „Það er ljóst að það er veiga- mikill þáttur málsins. Þarna er um að ræða upphæð sem nemur tæpum árslaunum verkamanns. Þessi upphæð er ekki talin fram til skatts og hennar er hvergi get- ið á opinberum vettvangi. I þess- um efnum er sök Alberts Guð- mundssonar mun stærri, því hann var á þessum tíma fjármálaráð- herra og sem slíkur yfirmaður skattamála og skattrannsókna í landinu." - Nú hefur Guðmundur J. Guðmundsson lýst því yfir að hann muni láta af þingmennsku ef og þá á meðan hans mál verður rannsakað sérstaklega. Eru þetta ekki rétt viðbrögð að þtnu mati? „Yfirlýsing hans er ekki skýr. Ef hún merkir það að hann sé að bíðjast lausnar þá tel ég það vera rétta ákvörðun. í þessum efnum ber honum, sem og okkur öllum sem höfum valist til félagslegs trúnaðar og forustu fyrir Alþýðu- bandalagið, að hugsa um þann hreina skjöld sem flokkurinn verður að hafa og hefur haft.“ - Hefur Guðmundur brugðist trúnaði? „Já, því miður er óhjákvæmi- legt að álykta svo.“ - Hvað um Albert Guðmunds- son. Ert þú þeirrar skoðunar að hann eigi að víkja líka? „Alveg tvímælalaust. Það er siðblindur forsætisráðherra sem sér það ekki að hann verður þeg- ar í stað að biðjast lausnar fyrir Albert, ef hann segir ekki sjálfur af sér. Á sama hátt er það alvar- leg siðblinda hjá Þorsteini Pálssyni og forustumönnum Sjálfstæðisflokksins að neita að aðhafast eitthvað í málinu. Nú þegar er komið í ljós, og Albert Guðmundsson hefur í reynd ját- að því, að hann hefur tekið við fjárhæð hjá forstjóra stórfyrir- tækis, og að öllum líkindum vitað að þeir fjármunir komu frá Haf- skip og Eimskip beint, og afhent hana síðan að hluta eða alla al- þingismanni á skrifstofu fjár- málaráðherra. Jafnframt hefur hann nú viðurkennt að hafa leynt því hvaðan þessir peningar komu og greinir auk þess hvergi frá þeim gagnvart skattayfirvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Albert greinir hvergi frá því að hann hafi flutt upphæð sem nem- ur tæpum árslaunum verkamanns frá forstjórum fyrirtækja og yfir til annars forystumanns í þjóð- málum. Alls staðar í nágranna- löndum okkar, í Vestur-Evrópu, á Norðurlöndum, í Bretlandi og í Bandaríkjunum þar sem upplýst væri að fjármálaráðherra og yfir- maður skattamála í landinu hefði gerst sekur og játað á sig slíkan verknað myndi hann annaðhvort sjálfur segja af sér samdægurs eða forsætisráðherra myndi biðj- ast lausnar fyrir hann. Það er því prófsteinn á pólitískt siðgæði og lýðræði á íslandi hvort Steingrím- ur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson nú þegar biðjast lausnar fyrir Albert. Þeir þurfa ekki að bíða eftir neinu meiru úr rann- sókn Hafskipsmálsins. Það er nægileg vitneskja komin fram til þess að réttlæta slíka afsögn í sið- uðu þjóðfélagi. Það væri alvar- legt áfall fyrir trúnaðinn milli fólksins í landinu og stjórnkerfisins ef siðblinda hindr- aði forsætisráðherrann og for- mann Sjálfstæðisflokksins í því að gera þetta nú þegar.“ - En aftur um flokksbróður þinn. Á ekki varaþingmaður Guðmundar J. erfitt með að hvetja til afsagnar hans með þeim hœtti sem þú hefur nú gert? „Undanfarna daga hef ég reynt að vinna að þessu máli sem for- maður framkvæmdastjórnar flokksins og í nánu samstarfi við formann flokksins. Ég hef unnið að þessu máli af fullum heilindum og samvinna mín við formann flokksins hefur verið sérstaklega nauðsynleg þar sem formaður þingflokksins er nú staddur er- lendis. Ég harma það hins vegar mjög að Guðmundur J. Guð- mundsson skuli í viðtali við Morgunblaðið beinlínis taka undir það að afskipti mín af þessu máli helgist af því að ég sé að sækjast eftir þingsæti hans. Með slíkum ásökunum, eftir að ég hef átt persónuleg trúnaðarsamtöl við Guðmund sjálfan, þingmenn flokksins, Ásmund Stefánsson, Þröst Ólafsson og fjöldann allan annan af trúnaðarmönnum, er verið að draga alvöru þessa máls niður á ærið lágt plan.“ - En verðtir hjá því komist að fólkifinnist þarna verða togstreita milli hlutverka þinna og hagsmuna? „Ég hef ákveðið að láta ekki ásakanir um annarlegar hvatir mínar skyggja á siðferðilega og stjórnmálalega alvöru málsins fyrir Alþýðubandalagið og stjórnmálalífið í landinu. Það má ekki draga þetta mál niður á plan einhverrar persónulegrar tog- streitu um varaþingsæti. Ég tel það því skyldu mína gagnvart Al- þýðubandalaginu að taka ekki sæti Guðmundar J. Guðmunds- sonar á Alþingi og það mun ég þess vegna ekki gera.“ G.Sv. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.