Þjóðviljinn - 20.06.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 20.06.1986, Side 5
FRETTIR Hjólreiðar Fjórir kepptu í Finnlandi Eins og kunnugt er af fréttum þá var ísland meðal þátttak- enda í aiþjóðlegri keppni vél- og reiðhjólamanna. Þessi keppni er haidin á vegum PRI sem eru al- þjóðasamtök umferðarráða. Að Trimmdagar Heilbrigt líf - hagur allra Á Jónsmessu 1986 verður gert átak til eflingar hollri hreyfíngu og útiveru undir kjörorðinu: Heilbrigt lif - hagur allra. Að undanförnu hafa augu margra opnast fyrir nauðsyn heilbrigðs lífernis. Það veldur óhug að heyra frásagnir af ung- mennum sem ekki finna sér önnur viðfangsefni en þau er tengjast vímuefnum. Heilbrigðis- yfirvöld, sveitarfélög og frjáls fé- lagasamtök vinna mikilvægt fyrirbyggjandi starf, en sá þáttur gæti þó orðið miklu stærri ef bet- ur væri að búið. Þá skyldu foreldrar minnast þess þegar sest er fyrir framan sjónvarp eða vídeó að sá tími gæti orðið börnunum dýrmætari ef notaður væri til hreyfingar útivið og til að skoða náttúru landsins. Nú er tækifæri til frómra óska, enda þótti Jónsmessan góð til slíks áður fyrr. Það er auðvitað ekki nóg að hreyfa sig eina helgi, en upphaf gæti þetta orðið að reglubundinni hreyfingu. Föstudaginn 20. júní verða fimleikar á dagskrá, 21. júní verður tileinkaður sundi og verða allir sundstaðir landsins opnir þann dag. Sunnudagur 22. júní verður dagur skokks og gönguferða. Ungmennafélögin hafa árlega staðið fyrir „Göngudegi fjöl- skyldunnar" og hafa á annað hundrað ungmennafélög skipu- lagt slíkar fjölskyldugöngur víð- svegar. Auk þess mun Ferðafélag íslands og Útivist skipuleggja gönguferðir um land síðustu ár þennan dag. Sólstöðugangan verður laugardaginn 21. júní. Ég hvet fólk um land allt til að nota þessa helgi vel til hollrar hreyfingar og útiveru og fylgjast með því hvar skipulögð þátttaka er undirbúin t.d. mætti hafa sam- band við næsta ungmennafélag og taka þátt í „Göngudegi fjöl- skyldunnar". En umfram allt ver- ið öll með, það er úr nógu að velja. Pálmi Gíslason form. UMFÍ Próunarfélag Ný stjórn Stjórn Þróunarfélags íslands hf., sem kosin var á framhaldsað- alfundi félagsins hinn 13. júní sl. kom saman til fyrsta fundar 18. júní sl. Stjórnin skiptir með sér verk- um og var Ólafur Davíðsson kos- inn formaður, Jón Sigurðarson varaformaður og Ólafur B. Thors ritari. Aðrir í stjórn eru Dag- bjartur Einarsson og Guðmund- ur G. Þórarinsson. Varamenn sem kosnir voru á framhaldsaðalfundi eru Stefán Pálsson, Björn Jósef Arnviðar- son og Valgerður Sverrisdóttir. þessu sinni sendu 14 þjóðir þátt- takendur í keppnina sem fór fram í Espo í Finnlandi 1.-6. júní. ísland sendi tvo keppendur í hvorn flokk. í vélhjólaflokknum kepptu Magnús Garðarsson úr Reykjavík og Hlynur Hreinsson frá ísafirði. I reiðhjólaflokknum kepptu Dofri Örn Guðlaugsson úr Njarðvíkurskóla og Auðunn R. Ingvarsson Árbæjarskóla Reykjavík. Islensku keppendurnir stóðu sig vel og urðu vélhjóiamenn í 6. sæti í sveitakeppni og reiðhjólast- rákarnir í 8. sæti. Sigurvegari í báðum flokkum voru gestgjaf- arnir, Finnar. Keppnin fer þannig fram að fyrst svara keppendur skriflega spurningum síðan er keppt í þrautaakstri og loks er keppt í góðakstri í umferð. Framkvæmd keppninnar var mjög til fyrirmyndar og Finnum til sóma. Umferðarráð þakkar öllum sem undirbjuggu þessa keppni þ.e. skólastjórum í grunnskólum landsins, Bindindisfélagi öku- manna og lögreglumönnum víðs vegar um landið. Þátttakendur og fararstjórar, talið frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson nám- stjóri, Magnús Garðarsson Rvík, Auðunn F. Ingvarsson Rvík, Dofri Örn Guð- laugsson Njarðvík, Hlynur Hreinsson ísafirði og Þröstur Hjörleifsson lögreglu- varðstjóri Kópavogi. Ljósm. P.S. Jafnaðarmenn á þingi í Perú Jón Baldvin fulltrúi Alþýðuflokksinsþar Sautjánda þing Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, sem haldið er þriðja hvert ár, verður að þessu sinni haldið í Lima, höf- uðborg Perú. Þingið er haldið í boði PAP, en sá flokkur fer þar með landsstjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem þing Alþjóðasambands- ins er haldið á meginlandi Amer- íku. Þingið stendur yfir dagana 20.- 23. júní. Þingið hefst með ávarpi Alan Garcia, forseta Perú og for- manns jafnaðarmannaflokks Perú. Því næst flytur forseti Al- þjóðasambandsins, Willy Brandt yfirlitsræðu. Meginviðfangsefni þingsins eru þrjú: 1. Afgreiðsla nýrrar stefnuyfir- lýsingar Alþjóðasambandsins, sem verið hefur í smíðum sl. 10 ár. 2. ítarleg stefnuályktun um nýja efnahagskipan heimsins, þ.e. samskipti Norðurs og Suðurs í framhaldi af Brandt-skýrslunni svokölluðu. Kjarni hennar er að þar er sovétkommúnisma og óheftum markaðsbúskap sem fyrirmyndum þróunarríkja hafn- að. í staðinn er bent á þriðju leiðina: Leið hins blandaða hag- kerfis. 3. Loks er ítarleg ályktun um samskipti Austurs og Vesturs um afvopnunarmál og um frumkvæði alþjóðahreyfingar jafnaðar- manna í friðarmálum. Alls munu 80 jafnaðarmanna- flokkar í öllum heimsálfum eiga beina aðild að Alþjóðasamband- inu. Auk þess eiga margar stjórnmálahreyfingar þriðja heimsins nú aukaaðild að því. Þeirra á meðal má nefna jafnað- armannahreyfingar frá ýmsum löndum, sem nú eru landflótta, t.d. frá baltnesku ríkjunum og ríkjum Austur-Evrópu. Alþýðuflokkurinn hefur átt aðild að Alþjóðasambandinu frá árinu 1922. Formaður hans, Jón Baldvin Hannibalsson, mun sækja þingið og taka þátt í störf- um stefnuskrárnefndar, sem er> undir forystu bandaríska hag- fræðingsins Michaels Harring- tons. Arneshreppur Niðjamót Afkomendur hjónanna Val- geirs Jónssonar og Sesselju Gísla- dóttur, sem bjuggu í Norðflrði í Árnesshreppi í Strandasýslu frá því fyrir síðustu aldamót og fram undir miðja þessa öld, ætla að hittast norður í Árneshreppi 28. júní n.k. Ætlast er til að fólk komi norður á föstudag. Laugardagur- inn verður notaður til samveru og ýmissa uppákoma. Á sunnudag heldur hver til síns heima. Þeir sem hyggjast notfæra sér rútuferð norður á föstudag og til baka á sunnudag láti vita fyrir 23. júní í síma 38141 (Guðlaugur), 33933 (Margrét) og 76229 (Pálmi). Skólameistarar Ný stjóm Aðalfundur Skólameistarafé- lags íslands var haldinn mánu- daginn 9. júní í menntaskólanum við Hamrahlíð. I stjórn voru kosnir: Formaður, Ingvar Ásmunds- son skólastjóri Iðnskólanum í Reykjavík. Ritari, Þórir Ólafs- son, skólameistari Fjölbrauta- skólans á Akranesi. Gjaldkeri, Karl Kristjánsson, aðstoðar- skólam. Fjölbrautaskólans v/ Ármúla. Varamenn: BjörnTeits- son, skólameistari Mennta- skólans á ísafirði og Kristinn Kristmundsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Á fundinum fluttu skóla- meistararnir Kristján Bersi Ól- afsson, Flensborgarskóla og Þór- ir Ólafsson erindi um innra starf framhaldsskólanna. Um þetta efni urðu mjög líflegar umræður á fundinum. Stjórninni var falið að taka upp viðræður. við menntamálaráðu- neytið um þetta efni og um sam- skipti skólanna við ráðuneytið. Blómabœndur Lækka verðið Blómamiðstöðin hf. sölusam- tök blómabænda, hefur lækkað heildsöluverð afskorinna blóma um allt að þriðjung. Þetta lága verð mun haldast fram eftir sumri. Ákvörðun þessi er tekin vegna stöðugra verðlags á aðföngum blómabænda og aukinnar hag- ræðingar í ræktun. Á undanförn- um árum hefur áhugi á blómum og notkun þeirra farið vaxandi, og vilja blómabændur mæta þess- um aukna áhuga á blómurn, með lækkuðu verði, segir í frétt frá þeim. Brúðubíllinn A ferö og flugi Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir með Lilla. Leikhúsið Brúðubíllinn á 10 ára afmæli í sumar og hefur und- anfarna daga verið að ferðast á milli gæsluvalla borgarinnar. Nú verða sýndir tveir einþáttungar, BrúðubíIIinn 10 ára og Úlfurinn og kiðlingarnir sjö. Einþáttungurinn Brúðubíllinn 10 ára er blönduð dagskrá, nýtt og gamalt efni frá fyrri sýningum. Ulfurinn og kiðlingarnir sjö er í leikgerð Helgu Steffensen, en Sigríður Hannesdóttir semur vís- urnar en báðar stjórna þær brúð- unum. Brúðurnar býr Helga til en þær eru af ýmsum gerðum eins og allir krakkar vita. Sumar þeirra kann- ast börnin við eins og Lilla, Gústa, ömmu og refinn. Nú er seinni untferð yfirreiðar Brúðubílsins hafin og á næstu vikum rnunu krakkarnir á þess- um stöðum eiga þess kost að hitta vini sína: 20. júní: Safamýri kl. 2 og Kambsvegi kl. 3. 23. júní: Barðavog kl. 10, Sæviðarsundi kl. 2. 24. júní: Rofabæ 1 kl. 10, Rofabæ 11 kl. 11, Vesturv. kl. 2. 25. júní: Tunguseli kl. 10, Faxas- kjóli kl. 2. 26. júní: Fífuseli kl. 10, Freyjugötu kl. 2. 27. júní: Suðurhólum kl. 10, Breiðholti kl. 2. 30. júní: Vesturbergi kl. 10, Hringbraut kl. 2. 1. júlí: Dala- landi kl. 10, Rauðalæk kl. 2, Gullteigi kl. 3. 2. júlí: Tunguvegi kl. 10, Stakkahlíð kl. 2, Hvassa- leiti kl. 3. Föstudagur 20. júni 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.