Þjóðviljinn - 20.06.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.06.1986, Blaðsíða 7
MODVIUINN Umsjón: Andrea Jónsdóttir Roland Gift söngvari Fine Young Cannibals er með fallegri mönnum. Hann kvað synda fjögurhund- ruð metra flugsund í einum rykk án þess að blása úr nös. Sterkur og góður söngvari, ættaður frá Hull. Meiriháttar stemmning ogspilerí . Listapopp ’86 eru bestu rokkhljómleikar sem haldnir hafa veriö síðan Led Zeppelin spiluöu í Laugardalshöll 17. júní 1970. Engin þeirraerlendu hljómsveitasem hérspiluöu nú á Listahátíð veröur þó talin slík tímamótahljómsveit sem Led Zeppelin, enda fara fáir ef nokkrir í fötin þeirra. Hins vegar komu þær verulega á óvart meö því aö vera jafnvel betri á hljómleikum en á hljómplötu. Einkum á þetta viö um Fine Young Cannibals sem fengu hvaö bestar viötökur og er þá mikið sagt. Áhorfendur í Laugar- dalshöll bæöi mánudags- og þriðjudagskvöld voru nefni- lega alveg frábærir- þakklátir, uppörvandi og afskaplega úthaldsgóðir, því að þaö er nefnilega ekki tekiö út meö sitjandi sældinni, jafnvel þótt maöur hafi sæti, aö vera viðstaddur, hvaö þá í góöu stuði, svo langa hljómleika á enda. Mér er nær aö halda aö þetta hafi verið glaövær- asta og huggulegasta rokksamkunda af þessari stærö sem hér hefur verið haldin - rúmlega fimm þúsundir voru í Höllinni fyrri kvöldið og a.m.k. þúsund fleiri þaö síðara. Stemmningin á tónleikunum var mögnuð. A stundum var allt að tryllast í salnum. Ljósm. Ari. Föstudagur 20. júnf 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.