Þjóðviljinn - 20.06.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 20.06.1986, Page 8
GLÆTAN Lloyd Cole, söngvari, textasmiöur og gítarleikari skosku sveitarinnar The Commotions. Hæverskan og séntiimennskan uppmáluö. einn, „algjörlega óþolandi, og kvartaði undan öllu, jafnvel vatn- inu!“. Og þetta orð virðist loða við hljómsveitina því að þeir úr hinum þrem sveitunum, sem undirrituð komst í návígi við, vildu sem minnst um Simply Red segja eða vita. En það verður ekki af þessu bandi skafið að það er alveg þrumugott og ekki skemmdi hljóðblöndunin fyrir. Simply Red áttu að fagna besta „sándinu“ á Listapoppi ’86 enda kvenmaður við stjórnvölinn. í>ó hefur aldrei verið betra sánd í Höllinni í heildina litið, nýju græjum Davíðs að þakka. Eins og áður sagði slógu Fine Young Cannibals í gegn á þjóð- hátíðardagskvöld og voru klapp- aðir þrisvar upp, alltaf við jafn mikinn fögnuð. Mjög gott hljóm- leikaband. Madncss voru síðastir á dagskrá og sjálfur borgarstjór- inn kynnti þá stutt og laggott, en hann hafði haft boð inni í Höfða fyrir hljómsveitirnar allar um daginn. Ekki var fullkomið sánd- ið hjá Madness, söngvararnir áttu í nokkurri baráttu við undir- leikinn og höfðu ekki betur. En Madness er mjög skemmtileg hljómsveit, ljúfmennskan lekur af hverjum tóni og ekki skeinma fyrir sérstakar og húmorískar hreyfingar og danstaktar fóst- bræðranna Suggs og Carls. Reyndar tókst Carl ekki á loft eins og músaamman í Dýrunum í Hálsaskógi í þetta skipti, því að ekki voru aðstæður til að taka til- heyrandi útbúnað með. En þetta var skemmtilegur endir á tvenn- um frábærum hljómleikum, þar sem allir kunnu sitt fag, á sviði, baksviðs og fyrir framan það. A Mick Hucknall, söngvarinn mikli í Simply Red. Myndirnar tók Ari. Vegna þjóðlegrar, meðfæddr- ar og áunninnar óstundvísi missti undirrituð af fyrsta þætti bæði kvöld, Bjarna Tryggva og Greifunum en náði í rassinn á Grafík og Rikshaw. Grafík virð- ist soldið vera að breyta um stíl, fara út í e.k. blöndu af Duran og Talking Heads. Ekki finnst mér það til bóta. bitnar á sjarmanum sem var aðall plötunnar „Get ég tekið cjens“. Annars var Grafík upp á sitt besta á mánudags- kvöldið, Helgi í góðu söngformi, en hljóðblöndun hefði mátt vera betri - t.d. drukknaði léttur trumbusláttur Abdus á köflum. Rikshaw er góð hljómsveit en ekki frumleg á heimsmælikvarða. Þeim tókst að ná upp ágætu sam- bandi við salinn í gegnum Ric- hard söngvara Scobie - hann minnir mann bara dulítið á Julian Lennon. Rikshaw eru rokkaðri og skemmtilegri á hljómleikum en á hljómplötu. Og þá er það útlenda liðið. Pessar fjórar bresku hljómsveitir eru svo ólíkar að ekki er hægt að bera þær saman. Allar stóðu þær undir því sem við var af þeim bú- ist og meira en það. Lloyd Cole and the Commotions sem voru fyrra útlenda bandið á mánu- dagskvöld, fluttu sitt efni óað- finnanlega, heldur hressilegar en á plötunni sinni. Nokkuð sérstök poppgrúppa og mjög bresk, hvað sem það nú þýðir. Simply Rcd sækir hins vegar fanga í banda- rískri sálartónlist og djass. Söng- varinn Mick „Red“ Hunckall hef- ur meiriháttar rödd, háa og sterka, og hljómsveitin er aldeilis frábær... það er að segja í spila- mennskunni... Starfsfólk í Höll- inni í kringum hljómleikana var ekki eins hrifið af framkomunni: „Montið lið og hrokafullt", sagði Madness- Madness... sveittir í hita leiksins og eftir veislu með borgarstjóra. Yndislegt lið- Suggs aðalsöngvari í flekkóttu fötunum og Carl Smith söngvari, dansari og saxisti í þeim röndóttu. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 9 Grammid 1. (-) Megas - Megas allur 2. (1) The Smiths - Big Mouth Strikes Again 3. (-) Fine young Cannibals - F.Y.C. 4. (4) Lioyd Coal and the Commotions - Easy 5. (3) Easter House - Inspiration Pieces 6. (5) Simply Red - Picture Book 7. (6) New Order - Shellshock 8. (10) Love Reed - Mistral 9. (9) Microdisney - The clock comes down the stairs 10. (10) Robert Wyatt - Old rotten Hat Rás 2 1. (3) Re-sett-ten - Danska fótboltalandsliöiö 2. (2) Svart-hvíta hetjan mín - Dúkkulísur 3. (1) Lesson in love - Level 42 4. (24) Funny how love is - Fine Young Canni- bals 5. (5) Holding back the years - Simply Red 6. (13) Spirit in the sky - DR and the Medics 7. (6) Invisible touch - Genesis 8. (10) Can’t wait another minute - Five star 9. (8) Bad boy - Miamy sound machine 10. (-) When tomorrow comes - Eurythmics

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.