Þjóðviljinn - 13.07.1986, Page 7
lítur hún á hana sem eðlilegt ástand?
Guðrún Agnarsdóttir,
þingmaður
Kvennaiistans
Herstöðin gerir
landið að eftir-
sóttu skotmarki
Guðrún Agnarsdóttir, þing-
maður Kvennalistans kaus að
skila skriflegu svari við þeim
spurningum sem lagðar voru
fyrir hana og fer það hér á eftir.
Ef marka má niðurstöður úr
skoðanakönnun, sem gerð var
sumarið 1983 af Ólafi P. Harðar-
syni, er ekki hægt að segja að
menn séu almennt sáttir við veru
bandarísks herliðs hér á landi.
Þar kom í ljós að 54% aðspurðra
voru annaðhvort afgerandi eða
frekar hlynntir. 30% voru frekar
eða afgerandi andvígir en 15%
töldu það ekki skipta máli.
Það er þó eftirtektarvert að
umræður hafa ekki orðið miklar í
þjóðfélaginu um hin auknu um-
svif herliðsins á undanförnum
árum. Umræðan geldur þess ef til
vill hve viðkvæmt málið hefur
verið og mikið notað til að gefa
mönnum flokkspólitískan stimp-
il. Auk þess er enginn vafi á því
að bandaríska herliðið hefur bor-
ið með sér efnahagslegan ágóða
hérlendis allt frá fyrstu tíð.
Vegna stórfelldra nýrra hernað-
arframkvæmda sem tengjast
auknum vígbúnaði á norðurslóð
hafa efnahagsleg áhrif herstöðv-
arinnar farið vaxandi og skilað
sér til fleiri einstaklinga. Þegar
svo er komið er hætt við að efna-
hagshagsmunir geti haft áhrif á
afstöðu manna.
Það er áhugavert að í áðurn-
.efndri skoðanakönnun er and-
staðan gegn herstöðinni meiri
meðal yngra fólks en eldra, það
er þeirra sem hafa að jafnaði
minni efnahagslega ábyrgð og
umsvif. í aldurshópnum 20-23
ára voru t.d. 39% meðmæltir,
37% andvígir og 24% töldu her-
stöðina ekki skipta máli.
Vera erlends hers í landinu,
einkum þegar við eigum ekki í
ófriði við aðrar þjóðir er óeðlileg
og stöðug ögrun við sjálfstæðis-
vitund þjóðarinnar. Það kemur
einnig fram í skoðanakönnuninni
að andstaða gegn herstöðinni er
mun meiri en gegn áframhald-
andi veru íslendinga í Atlants-
hafsbandalaginu og eru þó málin
skyld. Þar voru 53% meðmæltir,
13% andvígir en 34% sögðust
enga skoðun hafa. Þessar tölur
benda til þess að þótt menn kjósi
samflot með öðrum þjóðum í
hernaðarbandalagi finnst þeim
gegna allt öðru máli að hýsa er-
lent herlið í eigin landi.
Kvennalistinn telur að í veröld
nútímavopna veiti herlið enga
vörn. Engin þjóð geti tryggt ör-
yggi sitt umfram aðrar þjóðir
gegn þeim vopnarveldum sem
skáka hvort öðru í því ógnar-
jafnvægi sem sumir una við og
telja að varðveiti friðinn. Banda-
nsk hernaðarumsvif á íslandi eru
fyrst og fremst liður í víðtækri og
vaxandi vígbúnaðaruppbyggingu
á norðurslóðum, þangað sem
leikvangur ögrunartogstreitu
stórveldanna hefur flust. Þessi
umsvif veita fslendingum enga
vörn, enda hvergi gert ráð fyrir
slíku í hernaðaráætlunum, en
gera ísland miklu fremur að eftir-
sóknaverðu skotmarki sem þörf
yrði að dæma úr leik ef til styrj-
aldarátaka kæmi.
Landvinningastefna beggja
stórveldanna til að auka yfirráða-
svæði sín er öðrum sjálfstæðum
þjóðum óþolandi, bæði austan
hafs og vestan. Ein stærsta rétt-
læting fyrir veru bandarísks her-
liðs hér á landi er óttinn við það
að ella kæmu Rússar og tryggðu
sér þennan lykilhólma í Norður-
Atlantshafi. Það er að renna upp
fyrir æ fleirum að ótti og viðhald
óvinaímyndar er drjúgt eldsneyti
til að kynda undir og réttlæta víg-
búnaðarkapphlaupið.
Kvennalistinn tekur afstöðu
gegn vígbúnaði hvar sem er og
hvenær sem er. Við viljum draga
úr umsvifum herliðsins meðan
það er hér á landi því að aukin
hernaðarumsvif hvar sem er í
heiminum auka á vígbúnaðar-
kapphlaupið. Við viljum strangt
eftirlit með starfsemi herliðsins
og að stjórnvöld skýri undan-
bragðalaust frá framkvæmdum
þess og herbúnaði. Við teljum
mikilvægt að minnka áhrif her-
liðsins á íslenskt efnahagslíf svo
að tryggt verði að afstaða til þess
mótist ekki af efnahagshagsmun-
um. íslenskt atvinnulíf á að vera
óháð veru herliðsins.
Ég er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu
um herstöðina, segir Guðrún Agnars-
dóttir.
Varðandi spurninguna um
þjóðaratkvæðagreiðslu um veru
herliðsins í landinu þá hefur ekki
verið tekin afstaða til þess innan
Kvennalistans, en að mínum
dómi á hún sannarlega meiri rétt
á sér en t.d. þjóðaratkvæða-
greiðsla um bjór. Ef hún færi
fram yrði það að vera með næg-
um fyrirvara þannig að góður
tími gæfist áður til umræðu og
upplýsingamiðlunar.
Hersetan
afar
varasöm
Páii Pétursson, formaður
þingflokks
Framsóknarflokksins
„Það eru skiptar skoðanir
meðal Framsóknarmanna um af-
stöðuna til hersins, en það er Ijóst
að verulegur hópur manna innan
flokksins lítur veru hersins hérna
hornauga,14 sagði Páll Pétursson,
formaður þingflokks Framsókn-
arflokksins við blaðamann Þjóð-
viljans, er hann var spurður um
afstöðu Framsóknarflokksins til
veru bandaríska hersins hér á
landi.
„Það eru vissulega skiptar
skoðanir um þetta mál innan
flokksins og menn hafa verið
frjálsir að því að hafa sínar eigin
skoðanir á hermálinu. Það var
Framsóknarflokkurinn sem stóð
að stefnumörkuninni 1971, þegar
ákveðið var að láta herinn fara í
áföngum, en það er einnig vitað
að talsverður hópur Framsóknar-
manna léði nöfn sín á undir-
Hernám hugarfarsins hefur fært út
kvíarnar, segir Svavar Gestsson.
hefur ekki fengist til að taka það
stefnumál upp á nýjan leik og í
utanríkismálum hefur hann al-
gjörlega snúið við blaðinu. Þann-
ig að á seinni árum hefur það ver-
ið Alþýðubandalagið eitt sem
hefur verið með þessa afstöðu.
Afstaða Kvennalistans er hins-
vegar ekki alveg ótvíræð.“
Það hefur verið talað um að hér
skuli ekki vera her á friðartímum.
Hafa stjórnvöld svikið þá yfirlýs-
ingu?
„Þegar ísland varð aðili að Atl-
antshafsbandalaginu gáfu her-
námsflokkarnir þá yfirlýsingu að
hér skyldi aldrei vera her á friðar-
tímum. Þessi yfirlýsing var svikin
nákvæmlega tveim árum seinna
af sömu flokkum þegar að banda-
ríski herinn kom til landsins á
nýjan leik. Síðan hefur þeim
alltaf tekist að finna út að það
væru stríðs- og átakatímar. Við
bendum hinsvegar á að ísland er
skotmark svo lengi sem herstöðin
er hér. Herstöðin tryggir því ekki
öryggi þjóðarinnar heldur stefnir
því í aukna hættu."
En hafa herstöðvarandstæð-
ingar staðið sig í stykkinu?
„Ég er þeirrar skoðunar og veit
að svo er um marga fleiri her-
stöðvarandstæðinga, að starfið
hafi hvergi nærri verið nógu
kröftugt. Bæði flokkurinn og aðr-
ir sem hafa raunverulegan áhuga
á að reka herinn í burtu þurfa að
standa sig mikið betur en gerst
hefur. Það segir sína sögu að í
þjóðmálaumræðu undanfarinna
mánaða ber þessi mál mjög sjald-
an á góma þrátt fyrir þá útþenslu
á umsvifum hersins sem nú er en
hún er afleiðing af samningi sem
Steingrímur Hermannsson og
Geir Hallgrímsson gerðu við Ge-
orge Bush þegar hann kom hing-
að til lands strax eftir að núver-
andi ríkisstjórn tók við stjórnar-
taumunum.
Þrátt fyrir allt er engin ástæða
fyrir þá sem hafa áhuga á því að
losa Island við herstöðina að láta
deigan síga. Þvert á móti er kann-
ski aldrei brýnna en nú, þegar
sljóleikinn virðist vera að taka
völdin, að menn taki sér tak og
láti heyra í sér.“
—Sáf
Röskum ekki jafn-
vœginu í heiminum
Kjartan Jóhannsson,
þingmaður
Alþýðuflokksins
„Það hefur reynst okkur býsna
vel að hafa herstöðina á Keflavík-
urflugvelli og ég er þeirrar skoð-
unar, að einsog sakir standa í
heimsmálunum, sé engin ástæða
til að breyta því,“ sagði Kjartan
Jóhannsson, þingmaður Alþýð-
uflokksins.
„Ég hef trú á því að þetta
ástand muni vara um nokkra
hríð. Keflavíkurstöðin er fyrst og
fremst hlekkur í öryggiskeðju og
ég held að hvað eina sem raskaði
því jafnvægi sem nú er í heimin-
um stefndi þeirri ró sem ríkt hef-
ur í okkar heimshluta í hættu.
Skoðun Alþýðuflokksins er sú að
við eigum að vera í NATO og
herstöðin er hluti a>f samstarfi
okkar við önnur ríki Atlantshafs-
bandalagsins."
Þú talar um ró í okkar heims-
hluta en því hefur verið lýst yfir
að hér skuli aldrei vera her á frið-
artímum.
„Það er rétt að við höfum notið
friðar að undanförnu en spenna
ríkir í samskiptum stórveldanna
Ég er eindregin herstöðvaandstæð-
ingur, segir Páll Pétursson.
skriftalista Varins lands, þegar
hernum var send stuðningsyfir-
lýsing. Að einu leyti er þó afstaða
Framsóknarflokksins skýr, en
það er að því leytinu, að innan
flokksins er eindregin andstaða
gegn auknum umsvifum hersins.
Einsog er tel ég hinsvegar ekki
vera pólitísk skilyrði í landinu til
að láta herinn fara.“
Páll segist aldrei hafa farið
leynt með eigin skoðun á dvöl
hersins hér, hann sé eindreginn
herstöðvarandstæðingur. En hef-
ur hann þá áhuga á að láta fara
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið?
„Nei ég held að það yrði lítill
tilgangur með henni því ofurvald
þeirra fjölmiðla sem vilja um-
fram allt halda í herinn er slíkt að
fólk ætti erfitt með að mynda sér
sjálfstæða skoðun um málið.
Morgunblaðið og DV hafa ætíð
tekið málstað hersins og yrði því
mikil slagsíða á málflutningnum.
Hvað ríkisfjölmiðlana varðar þá
held ég að meira jafnvægi yrði í
málflutningi þeirra en hjá hægri
pressunni. Þar eru vissulega her-
námssinnar en einnig hernáms-
andstæðingar svo ég treysti þeim
frekar til að vera með heiðar-
legan málflutning."
Hvernig skilgreinir Páll Péturs-
son hugtakið friðartími?
„Það hefur nú viljað vefjast
fyrir mönnum að skilgreina það
hugtak og ég held að ég láti það
ógert. Mín afstaða til hersetunn-
ar er hinsvegar alveg ljós. Ég tel
að vera hersins hér sé okkur afar
varasöm og ég vildi sjá hann fara
sem allra fyrst.“ —Sáf
Herstöðin hefur reynst okkur býsna
vel, segir Kjartan Jóhannsson.
og þó ég sé eindreginn talsmaður
afvopnunar tel ég, að hún þurfi
að vera gagnkvæm. Á meðan
ekkert gerist í afvopnunarmálum
þurfum við að gæta þess að raska
ekki jafnvæginu í heiminum."
Er Alþýðuflokkurinn hlynntur
þjóðaratkvæðagreiðslu um her-
málið?
„Ég sé ekki tilganginn með því
núna. Ég held að hermálið sé
ekkert stórt deilumál núna. Ég er
hinsvegar á því að önnur mál ættu
að fara í þjóðaratkvæði einsog
t.d. bjórmálið og lífeyrissjóður
fyrir alla landsmenn.“
Hvað með aukin umsvif hers-
ins, stefna þau ekki þeirri hættu
heim að við verðum enn háðari
honum?
„Við teljum að þessi umsvif
séu nauðsynleg fyrir öryggi lands-
ins. Radarstöðvarnar eru sam-
eiginlegt öryggisatriði okkar og
hersins. Þá hef ég engan áhuga á
að herstöðin líti út einsog rusla-
haugur og það var svo sannarlega
kominn tími til að lagfæra ýmis-
legt á Keflavíkurflugvelli og á
það bæði við um flugskýlin og
stjórnstöðina. Helguvíkurfram-
kvæmdirnar eru einnig nauðsyn-
legar því miklir olíuflutningar
eiga sér stað til hersins og eigi
ekki að hljótast mengun og sóða-
skapur af þurfa aðstæður að vera
sem bestar. Hvað varaflugvöll á
Sauðárkrók varðar skal ég ekkert
segja um hvort það er rétt stað-
setning en það hefur verið ljóður
á flugsamgöngum til íslands að
hér er ekki nema einn alþjóð-
legur flugvöllur. Varaflugvöllur
er því öryggisatriði bæði fyrir
okkur og herinn."
—Sáf
Sunnudagur 13. júli 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7