Þjóðviljinn - 13.07.1986, Blaðsíða 11
Fjárstuðningur
mótaði stefnuna
BllBlWIÍW
Tvö mál, sem fljótt á litið virð-
ast lítið eiga sameiginlegt,
hafa verið töluvert í umræð-
unni að undanförnu. Annar-
svegar er hér átt við fjárstuðn-
ing fyrirtækja við stjórnmála-
flokka, sem komið hefur í
kjölfar Hafskipsmálsins og
hinsvegarsameining vinstri
aflanna.
Fjárstuðning til stjórnmála-
flokka hefur margsinnis borið á
góma í þjóðmálaumræðunni og
hefur vissum flokkum verið borið
á brýn að hafa þegið fé erlendis
frá. Sögusagnir um fjárstuðning
Norðurlandakrata við Alþýðu-
flokkinn hafa t.d. með reglulegu
millibili skotið upp kollinum en
kratar ætíð neitað slíkum áburði.
Þorleifur Friðriksson, sagn-
fræðingur hefur rannsakað tengsl
sósíaldemókrata á Norðurlönd-
unum við Alþýðuflokkinn og
flutti hann erindi um þau á ráð-
stefnu Norrænna verkalýðssagn-
fræðinga og áhugafólks um sögu
verkalýðshreyfingarinnar, sem
haldin var í Odda, húsi Hugvís-
indastofnunar Háskólans dagana
22.-25. júní. Það voru Menning-
ar- og fræðslusamband alþýðu og
Sagnfræðistofnun sem stóðu að
ráðstefnunni.
Erindi Þorleifs nefndist Fjár-
stuðningur Norrænna Sósíaldem-
ókrata við Alþýðusamband ís-
lands 1918-1939. Alþjóðahyggja
eða íhlutun.
Ólafur
samvinnunefndarinnar voru til-
tölulega magrar og dreifðar.
í þessu grúski mínu rakst ég á
skjöl sem vörðuðu samskipti
krata og Alþýðusambandsins við
norræna skoðanabræður. Höfuð-
stöðvar mínar voru í skjalasafni
verkalýðshreyfingarinnar í
Kaupmannahöfn en þar eru varð-
veittar miklar heimildir um ís-
lensku verkalýðshreyfinguna og
samskipti hennar við Norður-
löndin. Sum þessara skjala varða
innbyrðis viðræður Norrænna
sósíaldemókrata um stöðuna á ís-
landi, en þeir virðast hafa haft
verulegan áhuga á þróun mála
hér á landi og skirrðust þá ekki
við að blanda sér í málin ef þann-
ig horfði við.“
Erlend áhrif
á stefnu Krata
í erindinu rekur Þorleifur
tengsl Alþýðuflokksins og Al-
þýðusambands íslands við nor-
ræna systurflokka og sambönd.
Sérstök áhersla er lögð á fjármál-
atengsl og kannað hvort þau
kunni að hafa haft áhrif á stefnu
íslenskra jafnaðarmanna í ýms-
um málum einsog t.d. sambands-
lagamálinu 1918, inngöngu ASÍ í
Alþjóðasamband sósíaldemó-
krata 1927 og sameiningartil-
raunir Alþýðuflokksins og kom-
múnista á fjórða áratugnum.
Kemur þar fram hvernig fjármá-
laítök norrænna skoðanabræðra
Alþýðuflokksins höfðu áhrif á
viðbrögð flokksins og komu í veg
fyrir tilraunina.
Þar sem umræður um sam-
vinnu eða sameiningu þeirra afla
sem kenna sig við jafnaðar-
mennsku hafa enn einusinni
skotið upp kollinum báðum við
Þorleif að leyfa okkur að glugga í
erindið og segja okkur nánar frá
þessum rannsóknum. Það er
kannski von til þess að menn læri
af sögunni.
Erindið er liður í stærri rann-
sókn sem Þorleifur hefur unnið
að. „Ég hóf þessa rannsókn 1981
og og hafði hugsað mér að skoða
Norrænu samvinnunefndina,
sem Alþýðuflokkurinn á íslandi
gerðist aðili að 1932. Ég komst þó
fljótt að því að heimildir um störf
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur ‘
Fluga með
gyllta vœngi
Alþýðusamband íslands var
frá stofnun sambandsins 12. mars
1916 til 1940 hluti af Alþýðu-
flokknum. Margir af forystu-
mönnum ASÍ höfðu verið við
nám og störf í Danmörku og
kynnst starfi danskra sósíaldem-
ókrata á uppgangsárum þeirra,
meðal þeirra voru þeir Ólafur
Friðriksson og Héðinn Valdim-
arsson og má segja að þeir hafi
komið upp til íslands með sósíal-
ismann í farteskinu.
Þegar ASÍ var stofnað var fyrri
heimsstyrjöldin í algleymingi og
ísland því einangrað frá dönskum
áhrifum. Fyrstu tvö árin gætti því
erlendra áhrifa á starf ASÍ lítið.
í upphafi árs 1918 varð Sam-
bandsmálið aðalmál íslenskrar
þjóðmálaumræðu. í stríðinu
höfðu íslendingar þurft að taka
stjórn sinna mála í eigin hendur.
Þar sem íslendingar lentu á vald-
asvæði bresku krúnunnar kom
upp krafan um íslenskan sigling-
arfána. Árið 1917 voru raddir
orðnar háværar um nauðsyn þess
að íslendingar fengju eigin þjóð-
fána og sama ár samþykkti Al-
þingi íslenskan siglingarfána.
Þetta varð til þess að dönsk
stjórnvöld féllust á að taka upp
sambandsmálið að nýju. Það
hafði einnig áhrif að Danir áttu
óuppgerðar sakir við Þjóðverja
um Suður-Jótland, vonuðust til
13. júlí 1986
Héðinn
að endurheimta þau svæði að
stríði loknu og áttu þá erfitt með
að standa gegn kröfum íslend-
inga. Sovéska stjórnin hafði sett
fram kröfu um sjálfsákvörðun-
arrétt þjóðanna og Wilson
Bandaríkjaforseti tekið hana upp
í friðaryfirlýsingu sinni.
Alþýðuflokkurinn átti erfitt
með að gera upp hug sinn í mál-
inu. Þó taldi hann að nauðsynlegt
væri að ljúka því í eitt skipti fyrir
öll þar sem Sambandsmálið stæði
í vegi fyrir stéttabaráttunni. Fór
Ólafur Friðriksson til Kaup-
mannahafnar vorið 1918 í þeim
tilgangi að útskýra afstöðu ASÍ
fyrir þingflokki danskra sósíald-
emókrata og fá þá til að styðja
kröfur íslendinga í fánamálinu.
Dönsku sósíaldemókratarnir
lögðu mikla áherslu á sameigin-
legan ríkisborgararétt en sam-
kvæmt honum gátu danskir og ís-
lenskir verkamenn og atvinnu-
rekendur athafnað sig frjálst í
báðum löndunum.
í kjölfar ferðar Ólafs Friðriks-
sonar var kosin átta manna nefnd
sem í sátu jafn margir íslendingar
og Danir til að semja drög að
sambandslögum. Gekk Alþýð-
uflokkurinn að tillögu Dana um
sameiginlegan ríkisborgararétt
og var þeim legið mjög á hálsi að
vera dansklundaðir. Þá komu
jafnframt fram ásakanir um að
þeir hefðu selt sannfæringu sína
fyrir styrk úr flokkssjóði danskra
sósíaldemókrata. Þessu neituðu
Alþýðuflokksmenn og sögðu á-
sakanirnar vera rógburð.
6. júlí 1918 ályktaði ASÍ um
sambandsmálið og lagði áherslu á
að sameiginlegur fæðingarréttur
væri undirstöðuatriði að sönnu
þjóðasambandi. Dagblaðið Vísir
fullyrti að þessi ályktun væri
stuðningsyfirlýsing við Dani:
„Flugan er komin sunnan um haf
og hefur gyllta vængi.“
Lán til
stofnunar
Alþýðublaðsins
Þessum ásökunum var mót-
mælt en skömmu seinna ritaði
stjórn ASÍ dönskum jafnaðar-
mönnum beiðni um 15 þúsund
Stefán
króna lán til stofnunar dagblaðs.
(Tímalaun Dagsbrúnarverka-
manns var þá 75 aurar.) Lánið
var veitt sem styrkur og barst
hann til íslands haustið 1919.
Vikublaðið Dagsbrún var þá lagt
niður og Alþýðublaðið stofnað.
f erindi Þorleifs segir að þessi
styrkur ýti stoðum undir ásakanir
andstæðinga Alþýðuflokksins
um að samband væri á milli af-
stöðu jafnaðarmanna í sam-
bandsmálinu og danskra fjár-
framlaga, hinsvegar hafi engar
heimildir fundist sem sanna það
samband afdráttarlaust.
„Út af fyrir sig er ekkert óeðli-
legt við að danskir flokksbræður
Alþýðuflokksins hafi stutt starfið
hér heima því alþjóðahyggjan og
samhjálp verkalýðsflokka og
samtaka voru þýðingarmiklir
þættir í arfleifð sósíaldemókrata.
Danski flokkurinn var mjög öfl-
ugur um þessar mundir en sá ís-
Ienski rétt að taka sín fyrstu
skref. Fjárstuðningurinn var því í
hæsta máta eðlilegur að því til-
skildu að skilyrði og kvaðir
fylgdu ekki með í kaupunum.
Éngar heimildir sanna það af-
dráttarlaust en ekki er óeðlilegt
að menn dragi þá ályktun í sam-
bandi við sambandsmálið. Það er
hinsvegar ljóst að ákveðin skil-
yrði eru sett þegar Alþýðusamb-
andið þiggur fjárstuðning fimm
árum síðar.“
Kommúnistar
hreinsaðir út
Áhugi dönsku flokksforyst-
unnar á stefnu Alþýðuflokksins á
íslandi kom vel í ljós árið 1923.
Alþýðuflokkurinn fór fram á
10.000 króna lán vegna þingkosn-
inga um haustið. (Tímalaun
Dagsbrúnarverkamanns voru þá
1,20 kr.) Var honum heitið 5.000
króna láni að fengnum vissum
upplýsingum. í bréfi danska
flokksins til Jóns Baldvinssonar
er afstaða Dana ítrekuð; „... að
við berjumst gegn kommúnistum
í landi voru af öllu afli, og vegna
þessarar ákveðnu afstöðu okkar
hafa þeir ekki náð að verða ann-
að en næstum ósýnilegur sértrú-
arhópur hér í Danmörku. Þér
munuð einnig skilja að við viljum
ekki á nokkurn hátt veita komm-
ún-ískum áróðri stuðning annars
staðar. Því gerum við það að skil-
yrði að kosningabaráttan sem nú
stendur fyrir dyrum íslenska Al-
þýðuflokksins, verði háð á alger-
lega sósíaldemókratískum grunni
bæði í ræðu og riti. Okkur er ljóst
að það þýðir að enginn kommún-
isti verður á lista, og aðeins fólk
sem án efasemda samþykkir
stefnuskrá sósíaldemókrata verð-
ur boðið fram.“
Það hafði borist eyrum dan-
skra sósíaldemókrata að Ólafur
Friðriksson, sem var í framboði í
Vestmannaeyjum, væri orðinn
handgenginn kommúnistum.
Honum var kippt úr kosninga-
slagnum og Álþýðuflokkurinn
fékk aðstoðina.
Alþjóðasambandið
En það voru fleiri róttæklingar
en Ólafur Friðriksson í Alþýðu-
flokknum og héldu þeir áfram að
starfa innan flokksins þrátt fyrir
að flokkurinn ætti að hafa
„hreina sósíaldemókratíska
stefnu“. Andúð Dana á þessu
kom berlega í ljós á árunum 1924-
26, en þá var tekið íyrir alla fjár-
hagsaðstoð við ASI, þrátt fýrir
margítrekaða beiðni þar um.
Frá 1919 til 1924 hafði Alþýð-
uflokkurinn þegið að minnsta
kosti 27 þúsund krónur frá
dönskum sósíaldemókrötum en
eftir það daufheyrast þeir við
öllum óskum Islendinga og fjár-
reiður flokksins fóru stöðugt
hnignandi. Árið 1926 var svo
komið að flokkurinn var kominn
í nær botnlaust skuldafen og í
fjárbeiðni til danska flokksins er
farið fram á 50.000 krónur en
þeirri beiðni var hafnað.
í desember 1926 gekk Alþýð-
uflokkurinn í Alþjóðasamband
Sósíaldemókrata og samtímis
skerptist afstaða forystunnar til
vinstri arms flokksins.
Þorleifur segir að sú staðreynd
að ákvörðunina um inngöngu í
Alþjóðasambandið hafi borið
mjög skjótt að og án þess að ráð-
færst væri við aðildarfélög ASÍ ýti
stoðum undir þá kenningu að
Danir hafi sett aðild að Alþjóða-
sambandinu sem skilyrði fyrir
fjárhagsaðstoð. Eitt af grundvall-
aratriðum í utanríkissamskiptum
danska sósíaldemókrataflokksins
var að hafa aðeins náið samband
við aðildarflokka Alþjóðasam-
bandsins. Þessi stefna opinberað-
ist skýrt í samskiptum við Norska
verkamannaflokkinn á árunum
1918-1938.
Þá ákvað sambandsstjórn á
þingi haustið 1930 að losa Al-
þýðusambandið við „kommún-
íska óróaseggi".
Strax í kjölfar aðildar Alþýð-
uflokksins að Alþjóðasamband-
inu hófu Danir söfnun meðal að-
ildarflokka sambandsins. Danir
útveguðu sjálfir 33 þúsund
danskar krónur, 10 þúsund komu
frá Svíum og 7.200 kr. frá sex öðr-
Viðtal við Þorleif Friðriksson, sagnfrœðing,
um fjárstuðning Norðurlandakrata við
Alþýðuflokkinn fyrri hluta aldarinnar og
hvernig sá stuðningur hafði mótandi áhrif á
stefnu íslenskra krata
um löndum. (Tímalaun Dags-
brúnarverkamanns 1,20 kr.)
Að byggja hús
Alþýðuflokkurinn gerðist aðili
að Norrænu samvinnunefndinni
þegar hún var endurvakin 1932.
Eiginlegt starfssvið nefndarinnar
var ekkert og tilgangurinn sá einn
að tryggja að stjórnmálaleiðtogar
og forystumenn sósíaldemókrat-
ísku verkalýðssambandanna hitt-
ust reglulega. Norrænir sósíal-
demókratar héldu einnig ráð-
stefnur sósíaldemókratískra
verkalýðssambanda. Sumarið
1934 var slík ráðstefna haldin í
Stokkhólmi og sótti hana Oddur
Ólafsson, formaður byggingarn-
efndar Alþýðuhússins í Reykja-
vík. Átti hann að reyna að útvega
lán upp á 150 þúsund krónur til
byggingar hússins.
Að sögn Odds voru norsku
fulltrúarnir hlynntir lánveiting-
unni og einnig taldi hann að
sænsku fulltrúarnir hefðu verið
jákvæðir, hinsvegar var Nygaard,
formaður danska Alþýðusam-
bandsins andvígur því að Danir
veittu aðstoð.
Danir virðast hafa verið orðnir
þreyttir á sífelldum fjáraustri í
þennan litla flokk og einnig hefur
það haft áhrif á afstöðu þeirra, að
beiðnin var borin upp við fulltrúa
verkalýðssamtakanna en áður
hafði jafnan verið farin sú leið að
biðja flokksforystuna fyrst um
aðstoð."
íslenskir kratar voru þó ekki af
baki dottnir og í ársbyrjun 1936
ritaði Jón Baldvinsson Thorvald
Stauning, forsætisráðherra
Dana, bréf, þar sem hann gerir
grein fyrir því að það sé ekki bara
verið að fara fram á fjárhagsað-
stoð við byggingu Alþýðuhúss-
ins, heldur þarfnist allt prentverk
Alþýðublaðsins endurnýjunar
þar sem það sé úr sér gengið. Fer
hann fram á lán upp á 75 þúsund
krónur og segist hann ekki geta
séð að það sé bundið miklum erf-
iðleikum fyrir samtökin í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð, að út-
vega hvert 25 þúsund króna lán.
Út af fyrir sig er ekkert óeðlilegt við
það að norrænir flokksbræður hafi
stutt starf Alþýðuflokksins því alþjóð-
ahyggjan og samhjálp verkalýðs-
flokka og sambanda voru þýðinga-
miklir þættir í arfleifð sósíaldemókr-
ata. Fjárstuðningurinn var því í hæsta
máta eðlilegur að því tilskildu að skil-
yrði og kvaðir fylgdu ekki með í
kaupunum.
Á fundi Norrænu samvinnu-
nefndarinnar í Stokkhólmi 1936
hefur Iánsbeiðni Alþýðuflokks-
ins væntanlega borist í tal. Nú
snérust Norðmenn og Svíar gegn
henni en Danir tóku betur í hana.
Virðast þeir hafa hlaupið undir
bagga með því að útvega Alþýð-
uflokknum lán úr Arbejdernes
Landsbank. (Tímalaun Dags-
brúnarverkamanns 1,36 kr.)
„Það er ljóst að Alþýðuflokk-
urinn var þegar hér er komið
sögu tengdur dönskum sósíal-
demókrötum umtalsverðum fjár-
hagsböndum. Þvf vaknar sú
spurning hvort það hafi haft áhrif
á stefnumótun flokksins í þeim
afdrifaríku stjórnmálaátökum
sem framundan voru.“
Samfylking stöðvuð
Eftir kosningarnar í júní 1934
mynduðu Framsókn og Alþýðu-
flokkur „stjórn hinna vinnandi
stétta“. Stjórnarsamstarfið var
gott lengi framan af en í ársbyrj-
un 1937 var það orðið það stirt að
til þingrofs kom og boðað var til
nýrra kosninga.
í kosningabaráttunni boðuðu
kommúnistar samfylkingu vinstri
flokka og jókst fylgi þeirra úr 6%
í 8,5%, sem veitti flokknum einn
kjördæmakjörinn þingmann og
tvo uppbótaþingmenn. Úrslitin
voru túlkuð á þann hátt að verka-
fólk vildi samfylkingu.
Innan Alþýðuflokksins voru
skoðanir mjög skiptar um hvern-
ig svara bæri samfylkingartilboði
kommúnista. Hluti flokksmanna
vildi stjórnarsamstarfið feigt og
óskuðu viðræðna við kommún-
ista en þrátt fyrir það var gert
bráðabirgðasamkomulag við
Framsókn um áframhaldandi
stjórnarsamstarf. Héðinn Vald-
imarsson var einn þeirra sem
greiddi atkvæði gegn samkomu-
laginu.
„Það er athyglisvert að þá eins-
og nú hófust sameiningarumræð-
urnar með ályktun, sem sam-
þykkt var á fundi hjá Dagsbrún.
Á fundi Dagsbrúnar kvöldið áður
en samkomulagið var undirritað
var samþykkt tillaga frá Héðni
þar sem skorað er á stjórnir og
meðlimi Alþýðuflokksins og
Kommúnistaflokksins að ganga
þegar til endanlegra samninga
um tafarlausa sameiningu flokk-
anna í einn sameinaðan alþýðu-
flokk er starfi á lýðræðisgrund-
velli.
1937 eru sósíaldemókratar í
fyrsta skipti í stjórn á öllum
Norðurlöndunum og þá voru í
gangi samfylkingarviðræður um
öll Norðurlöndin. Samfylkingu
þessari var beint gegn fasisman-
um. Sósíaldemókratar höfnuðu
víðast slíkri samfylkingu og nor-
rænir skoðanabræður höfðu
þungar áhyggjur af þróun mála
hér.“
Um sumarið var haldinn fund-
ur Norrænu samvinnunefndar-
innar í tilefni af 25 ára afmæli
hennar og var tveim fulltrúum
ASÍ boðið á fundinn og tóku
.sænskir sósíaldemókratar að sér
að greiða ferðakostnað fyrir þá.
Það voru þeir Stefán Jóhann Stef-
ánsson og Jón Axel Pétursson
sem fóru á fundinn og höfðu með
sér lánsbeiðni upp á 100 þúsund
krónur sænskar.“
Lánið átti að nota til kaupa á
prentvélum og til að endurnýja
tækjakost Alþýðublaðsins. Svíar
virðast hafa frétt af sameiningar-
viðræðum Alþýðuflokksins og
Kommúnista og ekki Iitist á blik-
una. Skömmu eftir heimkomu
þeirra Stefáns Jóhanns og Jóns
Axels, skrifaði Anders Nilsson,
ritari sænska sósíaldemókrata-
flokksins, Stefáni bréf og innir
fregna af sameiningarviðræðun-
um. Jafnframt bendir hann á að
ef af sameiningu verði þá hafi það
í för með sér að Alþýðuflokkur-
inn verði að ganga úr Samvinnu -
nefndinni.
Bróðurlegar
leiðbeiningar
Stefán Jóhann svarar um hæl
og segir að flokksstjórnin hafi
ákveðið að vísa sameiningunni á
bug. Jafnframt biður hann Nils-
son um lög og reglur sænska
flokksins, sem gætu komið að
gagni á næsta flokksþingi, en þá
átti að endurskoða stefnuskrá Ál-
þýðuflokksins að sögn Stefáns.
Nilsson sendir reglurnar og lín-
ur með þeim þar sem afstaða
sænsku sossanna til kommúnista
er tíunduð. „Við höfnum skilyrð-
islaust öllu samneyti við komm-
únista. Stefna vor að berjast gegn
kommúnistum af krafti hefur
þannig sannað réttmæti sitt. Ein-
mitt vegna hversu ákveðið við
snérumst gegn þeim hafa áhrif
þeirra hér í Iandi orðið svo lítil
sem raun ber vitni um. Þess
vegna vonum við að jafnvel
önnur lönd muni taka upp sömu
baráttuaðferð.“
í svarbréfi Stefáns Jóhanns
kemur fram að sameiningarvið-
ræðurnar séu nú dottnar upp fyrir
vegna þess að kommúnistar
höfnuðu skilgreiningu sósíaldem-
ókrata á iýðræðishugtakinu.
Skömmu seinna fékk svo Alþýð-
uflokkurinn lánið frá Svíþjóð og
hafði það verið hækkað úr 100
þúsundum í 185 þúsund.(Dags-
brúnartaxtinn var þá 1,45 á tím-
ann.) Þá hafði Héðinn Valdi-
marsson verið gerður brottrækur
úr Alþýðuflokknum og stofnaði
hann ásamt stórum hluta verka-
lýðsarms Alþýðuflokksins og
Kommúnistum, Sameiningar-
flokk alþýðu Sósíalistaflokkinn.
Varla verður annað séð en sú
hækkun á sænska láninu úr 100
þúsundum í 185 þúsund krónur
hafi gagngert verið ætluð til þess
að framkvæma þá vafasömu hlut-
afjáraukningu í fyrirtækjum Al-
þýðusambandsins sem gerði það
að verkum að Alþýðuflokkurinn
og tryggir sósíaldemókratar
héldu eignum ASÍ eftir aðskilnað
flokks og verkalýðssambands
1940-1942.
Byggt á erindi Þorleifs Friðriks-
sonar, sagnfræðings; Fjárstuðn-
ingur Norrænna sósíaldemókrata
við Alþýðusamband íslands
1918-1939. Alþjóðahyggja eða
íhlutun. Auk samtals við höfund
erindisins
—Sáf
Sunnudagur 13. júlf 1986 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 11