Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 12

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 12
Lesmál leirburð Leirburður í kveðskap er al- þekkt fyrirbæri að fornu og nýju, stingur dálítið í augu eða eyru einsog hvert annað óbjörgulegt klastur, og oft hafður að skimpi og skopi. Fyrrum voru bæði meiriháttar bógar og umkomu- litlir meinleysingjar, af hærri stig- um sem lægri, allt frá Magnúsi Stephensen dómstjóra til Imbu Sveins, hafðir að skotspæni fyrir að ráðast í bragsmíðar sem þeir réðu ekki við, og var það oft ljót- ur leikur, einsog allur dárskapur tíðum vill verða, einkum við minni máttar. t>að stafar kannski engin teljandi ógn af leirburði, og það getur verið gaman að honum; en hann ber samtíðinni þeim mun lakara vitni sem honum er hærra hossað, því þegar til kastanna kemur er þar einungis að verki gamli dárskapurinn með öfugum formerkjum. Við því er ef til vill lítið að segja þótt mönnum takist miður til en skyldi, og engin leið að sporna við óhönduglegri fram- leiðslu af ýmsu tagi; en það er dónaskapur og annað ekki að mæla klúður upp í fólki. Það færist mjög í aukana að fjölmiðlar hampa ótrúlegasta hnoði sem á að heita vísur og kvæði, og engu líkara en þeir þykist vel hafa veitt þegar eitthvað slíkt rekur á fjörurnar, og viðhafa jafnvel gleðiþrungnar upphrópanir um að „ekki sé nú hagmælskan dauð úr öllum æðum“, ef ekki aðra hástafi skærari. Það gerist æ algengara að menn virðast halda að til þess að búa til vísu að gömlum og góð- um sið þurfi einungis að hafa ein- hvern einn staf tvisvar einhvers- staðar í línu og hinn sama fremst í þeirri sem eftir fer, og þó helzt oftar, hvað sem líður áherzluat- kvæðum eða bragliðum. Nýlega var maður nokkur að lýsa því af nokkrum fjálgleik í blaðaviðtali hve hann hefði alla tíð átt auðvelt með að láta standa í hljóðstaf. Blaðamaðurinn fékk í framhaldi af því að birta sýnishorn af kveð- skapnum, þarsem útkoman var sú að þar stóð helzt hvergi í hljóð- staf svo lag væri á. Þetta var auð- sætt þegar í byrjun, og hefði verið auðveit að láta sitja við lítið eitt, en í þess stað hélt blaðamaðurinn áfram að spotta viðmælanda sinn með því að fá hjá honum meira og meira úr fúlgunni handa al- þjóð til að dárast með. Sú var tíðin að þekking og siðferðis- þroski blaðamanna stóð á hærra stigi, að minnsta kosti á þessu sviði; einhverntíma hefðu vinnu- brögð sem þessi ekki þótt kurteis- leg, hvorki gagnvart viðmælanda né lesendum. En þau eru orðin siðvenja og helgast nú af hefð einsog svo margt sem manninn glepur. Ekki alls fyrir löngu var í út- varpsþætti um daglegt mál amazt við erlendri slettu í dægurlaga- texta. Það var góðra gjalda vert, ef flytjandi hefði ekki slysazt til að stinga uppá ákveðnu íslenzku orði í hennar stað; úr því varð því miður ofstuðlun, hreinasta stuðlahrúga sem lét engu skár í eyrum en slettan; bruðl af því tagi sem oft ætlar að sliga auglýsingar þegar þeim er ætlað að hafa sem mest seiðmagn. Hrœðslan við hið nýja í rómaðri ritgerð sinni „Til varnar skáldskapnum" í Tímariti Máls og menningar 1952 fjallaði Sigfús Daðason meðal annars um það sem hann kallaði eitthvert ömurlegasta fyrirbærið í umræð- um um nútímalist, hræðsluna „við það sem menn þekkja ekki, við hið nýja“. Síðan er liðið nokkuð á fjórða tug ára. Ljóðlist í ýmsum myndum hefur numið hér lönd og borið margvíslegan og mislitan ávöxt þráttfyrir ótrú- um Þorsteinn frá Hamri skrifar lega kotungslegan óhróður sem á hana var borinn um þær mundir sem Sigfús skrifaði ritgerðina; ýmislegt sem þá var hamazt gegn er fyrir löngu orðið að hefð, og meira að segja ekki örgrannt að sumt streymi þar einsog af sjálfs- dáðum líkt og stundum var haft á orði um gömul og gróin ljóðform. Svo mikið er víst að „hræðslan við hið nýja“ er ekki lengur fyrir hendi í svipuðum mæli. „Hið nýja“ er orðið „viðurkennt“. Að minnsta kosti bregður engum í. brún við neitt af því. En jafn- framt er athugandi hvort meira eða minna yfirborðsleg eða venjubundin kynni af svonefndri nútímaljóðlist hafa ekki vakið nýja hræðslu - við eitthvað sem menn þekkja ekki og vilja helzt að sé ekkert að trufla þá: að þessu sinni ekki hið „nýja“, heldur hið „gamla“! Því miður er það nefni- lega svo, að fordómar dafna hvarvetna, líka þar sem við vild- um sízt vita af þeim, meðal „æskunnar", „fólksins" eða „framsækinna afla“. Við erum öll full af þeim, fordómunum og ótt- anum gagnvart hinu ókunna, oft grundvallaratriðum sem kynni að kosta fyrirhöfn að fara að rýna í. Ég hef heyrt ungan höfund, margs góðs maklegan, tala af lít- ilsvirðingu um annan ungan höfund af því að hann gaf gaum að öldruðu fólki og lífsháttum til sjávar og sveita á fyrri tíð. Ein- kennilegar dylgjur hafa sézt á prenti í garð einhverra sem hafi látið „brageyrað yrkja fyrir sig“ og þeir meira að segja vændir um að vera ekki „heiðarleg skáld“. Ég nefndi áðan yfirborðsleg og venjubundin kynni af nútíma- ljóðlist. Slík kynni eiga alltaf á hættu að verða lítilþæg; allt getur orðið svo sjálfsagt og venjulegt að þorri manna hætti að gera til þess afgerandi kröfur, og þá er stutt í að mönnum sé í rauninni sama. Þetta gæti einmitt átt sér eldri hliðstæðu: um það leyti sem Sigfús Daðason skrifaði ritgerð sína kom oft fram að margir sem þóttust unna gömlum bragform- um höfðu í mesta lagi einhverja hugmynd um rím en varla heyrt stuðla nefnda. Það kom á daginn að í raun réttri nægði þeim að sjá rímorð á „réttum“ stað, og var kannski sama um skáldskap, en óttuðust það sem var í sköpun, var að verða til. En mönnum get- ur líka orðið órótt vegna þess sem einu sinni var og þeirra sanninda sem þar kunna að leynast, og það svo mjög, að þeir kjósi helst að gleyma því. Vonandi vofir ekki sú hætta yfir þeim sem jöfnum höndum þykjast spjallfærir um stuðlað mál og óstuðlað, að bera lágmarksskyn á hvorugt. Óvirðing við œskuna Er það kannski þögult fegins- andvarp hinna hræddu og lítil- þægu, að fremur fátítt mun nú orðið, eftir vitni kunnugra, að skólanemum sé ráðlagt, hvað þá gert að skyldu, að þefa af ís- lenzkri málfræði - og bragfræði, læra ljóð? Þeir fara því á mis við að kynnast einhverri lífmögnuð- ustu eigind móðurmálsins, sem kemur að dýrmætum notum hvort sem menn skrifa bundið mál með bragliðum, hljóðstöfum og rími eða blátt áfram óbundinn stíl, og hvort sem menn færa sér þær reglur í nyt eða ekki. Þekking á hljóðstöfum og hljómi þeirra er ekki síður þarfleg í því skyni að forðast þá, ef menn kjósa það heldur. Það er nefnilega líka til óbundinn leirburður, þarsem hugmynd, ef til vill góð og gild, jafnvel snjöll, verður að froðu og óskapnaði af því að höfundur vanrækir að hirða um hið innra líf þeirrar tungu sem hann hugðist kveða eða yrkja á, og er þar af leiðandi miður fær um að vinna úr efniviði sínum en ella. Sem betur fer býr víst enginn yfir alls- herjar uppskrift á því hvernig nærtækast sé að búa til sem bezt- an skáldskap, og skeytum mínum í þessum pistli er ekki fyrst og fremst beint að því sem gerir kröfu til að vera kallað skáld- skapur. Þar vinnur hver að vild og getu, sem enginn skyldi um dæma af hvatvísi; unnendur góðrar listar komast yfirleitt að raun um að bezt muni að hafa sem fæst orð um hið eina sem er allt og sker úr um skáldskapar- gildi. Einungis skal minnt á að alla hluti er unnt að vinna misvel, hvort sem um er að ræða skáld- skap, hversdagslegan texta eða afþreyingarefni. Grundvöllur þess að sæmilega sé að verki stað- ið er fólginn í hljóðan og samleik orðanna, ef menn á annað borð ætla verki sínu stærri hlut en stöku andvarpi eða upphrópun. Innsta takmark hverrar iðju er að hún verði um síðir vel af hendi leyst, og láti menn sem grunnfor- sendurnar séu ekki til er vart á góðu von; má til slíkrar yfirsjónar rekja margan rímböggul og óburðugt orðahröngl í mislöng- um línum. Þetta er ekki sízt hug - leiðinga vert nú, þegar svo virðist sem fleiri fýsi að sýsla við eldri bragform en var um nokkurt skeið. Það er ekki annað en van- virða við æsku landsins, sem er að ég hygg ljóðfús nokkuð, að nálg- ast hana ekki með lágmarks- fræðslu um ljóðtungu sína - óvirðing af sama tagi og sú sem gægist fram á ólíklegustu stöðum og lýsir sér í því að það eigi helzt ekki að stunda málvöndun, til dæmis í blöðunum - „vegna unga fólksins“. Unga fólkið er semsé eitthvert samsafn flóna - og á að vera það áfram. Vitnisburðir um þetta hafa meira að segja birzt á Þjóðviljanum, og hefur blaðið af því litla sæmd. Að minnsta kosti þarf enginn að segja mér að slíkt sé gott veganesti í átt til sósíal- isma, þjóðfrelsis eða bættra al- þýðukjara. Sem betur fer fyrir það blað var það líka í Þjóðviljan- um sem nýlega gaf að líta eftirfar- andi orð Páls Valssonar í pistli um útvarpið, „Gegn einhæfni - meiri vandvirkni“: „Það er mikið gaman að hlusta á Einar Ólaf Sveinsson lesa Njálu, en ég hef grun um að unga fólkið hlusti ekki. Af hverju skyldi það vera? Það veit auðvitað ekki hvers það fer á mis og það er stóra málið. Einhvers staðar er pottur brotinn og hlekkur rofinn í uppfræðslu ungdómsins. Fólk og þá aðallega ungt fólk verður að fá að vita af hverju það er að missa.“ Ég held að Páll Valsson hitti naglann á höfuðið. Einhversstað- ar er pottur brotinn og hlekkur rofinn. Glysvœdd gónmenning Gleymum ekki að uppfræðslan verst í vök gagnvart þeim skemmdarverkum sem átölulítið hafa helgað sér friðland - sem er ófriðarland, umgirt og varið af glysvæddri gónmenningu og ær- ustu, þarsem fram fara hermilæti ásamt óprúttnu gaspri um að þessa dýrð hafi nú ísland að leggja til heimsmenningarinnar; sem slík vitna þau raunar fyrst og fremst um skort á sjálfsvitund og sjálfsvirðingu og kunna um síðir að enda í sjálfsfyrirlitningu. Þannig fer þeim jafnan sem eng- an metnað hafa til að efla sjálf- stætt menningarframlag en seil- ast í þess stað eftir drafinu frá öðrum. Formælendur þess arna láta aö jafnaði duga að svara á þá leið að „fólkið" vilji þetta. Fólk- ið? Mikil ósköp. Eiturlyfjasali veit líka vel hvað fórnardýr hans vill í bráð og bili. Fjölmiðlar mættu gjarnan hugleiða hlutverk sitt. Ef þeir hafa ekki frumkvæði að menningarlegum þrifnaði, en álíta í þess stað að þeim beri fyrst og fremst að þóknast hverju og einu sem einhver ótiltekinn gróðafantur og subba hefur fund- ið upp að „fólkið“ vilji, er ekki á góðu von. Hvert verður þessi „vilji“ rakinn? Hvaða „fólk“ hef- ur lýst yfir án aðdraganda að það óski sérstaklega eftir því sem er illa gert? Það hangir margt miklu óþokkalegra á þessari spýtu, sem óskandi væri að harðsnúnir menn fjölluðu um í víðara samhengi; en úr því að þessar athugasemdir fljóta hér inn í lesmál um leirburð, má minnast þess að textaklúðrið sem fylgir ærustu- iðnaðinum er fyrir löngu orðið plága sem fær að darka einsog hún sé barasta góð og gild. „Allt í lagi, svona fyrir unga fólkið sko,“ segja hinir lítilþægu. Umburðarlyndi er gott, en vin- ur er sá er til vamms segir. Þessari hugleiðingu er ekki ætlað að „hafa vit fyrir fólki“, „skerða frelsi“, „leggja hömlur á æskuna", „boða afturhvarf til forneskju", „hræða fólk frá því að tjá sig einsog því langar“, eða hvernig þeir hljóða nú allir orða- lepparnir sem dynja gjarnan á hverjum þeim sem leyfir sér að æskja vandaðra vinnubragða. Þessi orð eru einungis sett á blað í þeirri einföldu trú að mannanna verk séu þeim mun þroskavæn- legri sem betur er að þeim staðið. Það er ekki flókin vizka. Offramleiðsla ó rugli Enginn hefur svo ég viti bent á neina höfuðprýði þess að stuðla rangt, og í því skyni hrykki skammt að vitna til Gríms Thomsens eða Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar, undan- tekninga sem sýna að það eru engir aukvisar sem geta leyft sér slík frávik án þess að innviði ljóðsins saki. Ég get alveg átt von á að einhver snúi svolítið útúr fyrir mér og segi að mér væri nær að leggja áherzlu á betri skáld- skap en gömul formsatriði. Slík athugasemd ætti rétt á sér ef ég væri hér að skrafa um skáldskap fyrst og fremst. Svo er ekki. En skáldskap færa menn í orð, og hér er ég einungis að minna á eitt at - riði af ótalmörgum sem sameigin- lega skera úr um vinnubrögð. Þeir sem ekki bera skyn á brag og stuðla ættu yfirleitt að stilla sig um að viðhafa slíkt svo nokkru nemi og leyfa heldur tærleik tungumálsins að njóta sín í friði fyrir einhverju hlálegu hljóð- stafakuðli. Þótt hendur verði festar á tiltölulega fáu af því sem mótar hughrif skáldskapar, eigum við eitt víst: að varla getur sakað að auðsýna tungunni þann LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Forstöðumannsstaða viö dagheimili/leik- skóla Hraunborg, Hraunbergi 10. Umsjónarfóstrustaða meö dagmæðrum, 75% starf. Fóstrustöður á eftirtalin heimili: Litlu dag- heimilin, Efrihlíð v/Stigahlíð og Garðaborg Bú- staðavegi 81, dagheimili/leiksk. Iðuborg Iðu- felli 6 og Grandaborg Boðagranda 9, og stóru dagheimilin Bakkaborg v/Blöndubakka, Lauf- ásborg Laufásvegi 53-55 og Sunnuborg Sól- heimum 19. Ennfremur á skóladagheimilið að Fornhaga 8. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar í síma 27277 og forstöðumaður viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. íbúð óskast til leigu í Hafnarfirði Tónlistarkennari óskar eftir 3-4 herbergja íbúð í lok ágúst. Mjög góðri umgengni heitið og skilvís- um greiðslum. Meðmæli. Upplýsingar í síma 52349. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.