Þjóðviljinn - 13.07.1986, Qupperneq 14
Síðustu myndirnar
af Baðstofunni
sem brann
■
Flestum mun enn ífersku
minni, laugardagurinn 21 sti
júní sl., þá er eldur kom upp í
gamla lönaðarmannahúsinu
við Tjörnina. Mönnum til mik-
ils léttis brann húsið ekki til
kaldra kola, en þeim mun
meiri eftirsjá var að bruna
leikbúningasafns Leikfélags
Reykjavíkur.
Hitt var á vitorði færri, að uppi
undir súð í þessu gamla húsi var
einstakt listaverk - eða listasafn
öllu heldur sem varð eldinum að
bráð. Baðstofa frá árinu 1926,
hvar Iðnaðarmannafélagið hélt
félags- og aðalfund og var þar
hvert einasta snitti; utan veggirn-
ir, útskorið af miklum hagleik og
næmi. Borð, bekkir, stólar,
lampar, dyrastafir, gluggakarm-
ar, allt var það útskorið og bar
verkið meistara sínum fagurt
vitni.
Sá var heldur enginn annar en
Ríkharður Jónsson myndhög-
gvari með meiru, einhver mesti
tréskurðarmeistari íslenskur er
við þekkjum. Hann var fyrsti ís-
lenski iðnneminn, sem nam hér
heima og því vel við hæfi, að
fundarsalir Iðnaðarmannafélags-
ins væru hans verk.
Hitt hefði og verið við hæfi, að
almenningi hefði gefist kostur á
því, að skoða þessa listasmíð, en
einsog er með svo margt annað
sem skylt á við menningu í þessu
landi, varð það aldrei. Aðeins
einu sinni kom til tals að svo yrði
og það ekki af góðu. Reykjavík-
urborg félst á það árið 1965, að
flytja baðstofuna upp í Árbæjar-
safn, þareð til stóð að rífa Iðnað-
armannahúsið, Búnaðarfélags-
húsið og Leikfélag Reykjavíkur
og byggja á grunninum ráðhús.
En það er víst aðeins of seint að
ætla nú að bjarga baðstofu Rík-
harðs undan skemmdum og gera
að safni. Það er eftir öðru í menn-
ingarmálum okkar að nú rjúka
menn upp til handa og fóta eftir
að listv.erkið er brunnið og vilja
bjarga. Pað hefur löngum viljað
brenna við að þá fyrst hugkvæm-
ist mönnum að eitthvað eigi að
gera í hlutunum, þegar listaverk-
in eru ónýt eða glötuð, húsin
grotnuð niður eða brunnin og
listamennirnir látnir. Það er þó
ekkert rangt við það, betra er
seint en aldrei. Því ber að fagna
hugmyndum um að lærisveinar
og/eða lærisveinar lærisveina
Ríkharðs heitins verði fengnir til-
að endurgera baðstofuna í sinni
upprunalegu mynd, enda eru all-
ar teikningar að henni til, svo og
ljósmyndir.
Þær myndir sem hér gefur að
líta úr baðstofunni, eru teknar af
Matthíasi Andréssyni, kennara
við Heimilisiðnaðarskólann, en
hann fór ásamt félögum sínum í
baðstofuna fyrir skemmstu, fyrst
og fremst til að mynda mynstrin í
útskurðinum, enda fæst hann við
útskurð í frístundum. Þetta eru
líklega síðustu myndirnar sem
teknar voru í baðstofunni þeirri.
Hhjv.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júlí 1986