Þjóðviljinn - 13.07.1986, Qupperneq 15
Utvarp
Okkar plan og útvarpsins
Hlutursvonefndrar
klassískrartónlistarer
gjarnan deilumál í dálkum
sem þessum. Ég mátil meö
aö halda mig við hefðina og
berja lóminn í samræmi viö
menningarþroskann.
Hvers vegna er öllu þessu
magni af draugþungri klassík
dembt yfir útvarpshlustendur?
Maður hefur kannski nýlokið við
að hlusta á góðan þátt og á sér
einskis ills von þegar allt í einu
maður er staddur í svo harmi
þrungnu verki að maður sér ekki
til sólar. Maður er skyndilega
gripinn þessari ósjálfráðu hlut-
tekningu sem ætlar mann lifandi
að drepa.
Sú tónlist sem ég er að amast
við er auðvitað vönduð og góð á
sinn hátt. Við ákveðin skilyrði er
hægt að njóta hennar. Oftast er
hún þó þannig að menn þurfa
nokkurn frið og einbeitingu til að
svo megi verða. En jafnvel þótt
menn hafi þessi skilyrði þá leyfi
ég mér að efast um að þorri fólks
vilji fórna þeim á altari klassískr-
ar tónlistar. Raunar er það mjög
lítill hluti fólks sem hefur brenn-
andi áhuga á þessari svokölluðu
æðri músík. Auk þess virðist
þetta fólk flest vilja velja sínar
tónlistarstundir sjálft í stað þess
að fara eftir stundatöflu útvarps-
ins.
Kjarni málsins er sá að þorri
fólks hefur ekkert gaman af þess-
ari hámenningarlegu músík.
Þorri fólks vill og hefur alltaf vilj-
að þá tónlist sem kölluð hefur
verið alþýðutónlist. Hluta þess-
arar tónlistar eru gerð ýtarleg skil
á Rás 2. Þar er þó fyrst og fremst
um að ræða þá músík sem vinsæl-
ust er meðal unglinga hverju
sinni. Almenningur er hins vegar
ekki tómir unglingar.
Svo ég komi mér nú að efninu
þá finnst mér músíksmekkur út-
varpsins gersamlega úr takt við
músíksmekk venjulegs fólks.
Tónlistarvalið er alltof öfga-
kennt. Það er eins og þessir
menningarráðunautar haldi að ef
fólk er ekki á kafi í klassík, þá
hljóti það að vera mjög upptekið
af vinsældarlistum unglinga.
Lítum á dagskrá útvarpsins. Ég
fyrir mína parta: Hvar er vönduð
rokktónlist? Hvar er allur djass-
inn? Hvar er þjóðlagatónlistin?
Hvar er hippatímabilið? Hvar er
blúsinn? Hvar er öll okkar
lágkúrulega afþreying?
Ef maður lítur síðan á fólkið í
landinu, þá kemur í ljós að hipp-
akynslóðin er komin á fertugsald-
ur, rokk kynslóðin á fimmtugs-
GARÐAR
SVERRISSON
aldur og djasskynslóðin á sex-
tugsaldur. Við erum einfaldlega
ekki þessir forngripir sem útvarp-
ið telur okkur vera. Okkur dauð-
leiðist þessi þunglyndislega klass-
ík. Við erum bara ekki á hærra
plani. Sorrý.
Að lokum mælist ég til þess að
Neytendasamtökin, eða jafnvel
hin önnum kafna verkalýðshreyf-
ing, bjóði nú ráðamönnum út-
varps í skoðunarferð um hljóm-
plötuverslanir borgarinnar. Þar
gæfist þeim kostur á að kynnast
því í hnotskurn hvert vandamálið
er. Okkar andans lítilmótleiki
blasir við í hverju horni.
G.Sv.
Sjónvarp
Álit atvinnurekandans
Til hamingju fréttastofa sjón-
varps og útvarps. Atvinnu-
rekandi ykkar hefur gefið til
kynna í skoðanakönnun aö
hann sé bara nokkuð ánægð-
ur með ykkur. Ykkur sé jú
bara treystandi. Hvað um
það, þessi umsögn setur nú
sjálfsagt vissa aðila á gat. Við
skulum vona að þessir aðilar
hafi vit á að gaspra ekki um of
í fjölmiðla í bráð.
Annars má nú alveg setja út á
sjónvarpsfréttir. Eitt er það sem
maður tekur eftir kvöld eftir
kvöld, dularfullt mat á erlendum
fréttum. Allt of oft vill það
brenna við að frétt verður frétt
vegna þess að það er „aksjón“ á
skjánum. Um þetta má finna ótal
dæmi. Eitt þeirra er prentara-
deilan í Englandi. Fréttir af henni
bárust helst ekki nema þegar
átök hófust utan við nýju prent-
smiðjuna hans Rupert Murdoch.
Undir blóðugum átökum og há-
reysti var svo þulið hversu margir
lögregluþjónar hefðu særst og
svo framvegis og svo rakin í stuttu
máli þróun þessa máls undanfar-
ið.
Nú er ég auðvitað ekki í stakk
búinn til að meta það hvort
fréttastofa sjónvarps leggur með
eðlilegum hætti fram það mynd-
efni sem henni berst. Við vitum
hins vegar að sjónvarpsstöðvar
víða um hinn vestræna heim
leggja það mat á hugarheim fólks
að það sé hasar sem fólk vill.
Hvort sem það er í fréttum eða
hverju því sem í sjónvarpi er sýnt.
En mér finnst fréttaflutningur
sjónvarpsins af prentaradeilunni
vera dæmi um hvernig ekki á að
segja fréttir. Mér þykir það af-
skaplega ótrúlegt að ekki skuli
hafa borist annað myndmál af
prentaradeilunni en óeirðamynd-
ir.
Auðvitað hefur það breyst
mjög til batnaðar að fréttatímar
sjónvarps eru að verða líflegri,
hressilegri. En það fæst ekki allt
með hressileikanum.
Hressileikinn var náttúrulega
nægur í útvíkkuðum íþróttaþætti
sjónvarpssins í síðasta mánuði og
atvinnurekandi sjónvarpsmanna
virðist hafa verið nokkuð ánægð-
ur með það ef marka má skoð-
anakannanir. Eftir miklar deilur
þar sem hvað eftir annað var búið
að lýsa yfir vilja þjóðarinnar
INGÓLFUR
HJÖRLEIFS.'i
varðandi knattspyrnuna ætti
þetta nú að vera orðið sæmilega
ljóst. En þó ég hafi fylgst með
hverjum einasta leik eins og ég
gat af allt að því sjúklegum
áhuga, sagði ég ekki orð þegar
fólk í kringum mig var að bölsót-
ast yfir þvf að fréttatíma og öðru
efni þyrfti að fresta vegna þessa
andskotans fótbolta. Nýlega var
það haft eftir einhverjum fót-
boltamanninum að knattspyrnan
væri annað og meira en trúar-
brögð. Sú kenning gengur nú
ekki hér uppi á klakanum, það er
auðvitað fullmikið þegar dag-
skrárliðir eru þurrkaðir út af
dagskránni eða frestað vegna fót-
boltans. En við þessu er bara
ekkert að gera!
IH
Hvernig litist mönnum á að fá
að sjá glænýja kvikmynd með
þeim James Dean og Marilyn
Monroe í aðalhlutverkunum?
Eflaust mæltist slíkt vel fyrir,
en því miður, hugsar lesandi,
slíkt er ógerlegt. Þau eru bæði
steindauð.
Það skal hér með upplýst að
það er vel gerlegt að fram-
leiða glænýja mynd með þeim
skötuhjúum og það án milli-
göngu spíritista eða annarra
sem eru í beinu sambandi við
astralplanið. Að undanförnu
hefur átt sér stað bylting í
tölvugrafík sem gerir það
mögulegt að endurskapa
þessi horfnu kvikmyndagoðá
skjánum og setja þau í hvaða
hlutverk semer.
Nýjar víddir
Þessi nýja tækni gerir í raun og
veru leikara óþarfa auk þess sem
óþarfi er að leita að heppilegum
upptökustöðum eða leggja mikla
vinnu í stúdíótökur. Umhverfi
jafnt sem leikara er hægt að
skapa á skjánum og bæði um-
hverfið og persónurnar eru svo
eðlilegar að áhorfandinn getur
ekki séð neinn mun á slíkri kvik-
mynd og ef hún hefði verið gerð
við þær aðstæður sem nú tíðkast
með manneskjum af holdi og
blóði í hlutverkunum.
En það eru fleiri en kvikmynd-
agerðarmenn sem njóta góðs af
þessari öru þróun tölvutækninnar
hún opnar nýjar víddir fyrir vís-
indamenn, bæði í læknavísindum
og ekki síður í verkfræði.
Verkfræðingar þurfa ekki
lengur að teikna sjálfir þá hluti
sem þeir eru að hanna hvort sem
það eru hús, bílar, brýr eða
eitthvað annað því tölvan sér um
Tölvugrafík
Myndin sýnir hvernig tölvumynd verður til. Fyrst er gerð beinagrind úr þráðum,
sem síðan eru litgreindir og myndin að lokum fínpússuð.
Leikarar
framtíöar
innar
tölvu-
teiknaöir
það og skapar þrívíddarmynd af
sköpunarverkinu.
Læknar geta gert grafískar
myndir af vefjum og vöðvum
líkamans og reynt áhrif nýrra
Myfja á þá. Tilraunakanínurnar
verða því óþarfar og geta dýra-
verndunarmenn andað léttara.
Dansandi belja
Tölvugrafíkin byggir á sömu
hugmynd og rastamynd í prent-
verki. Skjánum er skipt niður í
net af örsmáum punktum, röst-
unum. Stjórnandi tölvunnar
byrjar á því að búa til beinagrind
af myndinni þar sem höfuðlínur
fyrirmyndarinnar koma fram. Þá
er liturinn lagður á þræðina og
með reiknikúnstum eru réttir
skuggar og tónar í Iitnum fund-
nir. Að lokum er myndin svo fín-
pússuð.
Tölvurnar í dag geta líka ráðið
við hreyfingar. Bandaríski tölvu-
grafíkerinn Michael Girard bjó
t.d. til mynd af dansandi kú. Sjálf
beljan var dregin upp með ein-
földum Iínum en hreyfingar
hennar voru mjög þokkafullar.
En áður en myndin var teiknuð
hafði Girard rannsakað hreyfing-
ar beljunnar í langan tíma auk
þess sem tölvan var mötuð á
öllum fáanlegum upplýsingum
um líffærafræði kusu.
Kynþokkafulla
vélmennið
Annar bandarískur tölvugraf-
íker, Robert Abel, varð frægur
fyrir auglýsingamyndina „kyn-
þokkafulla vélmennið", en í
henni dansar málmgljáandi íbúi
frá Satúrnusi urn skjáinn og
kveikir líf í dósagúrku og öðrum
niðursoðnum ávöxtum. Grafík-
erinn rannsakaði hreyfingar ung-
rar dansmeyjar og bjó til tölvu-
prógram eftir danssporum henn-
ar. Tölvan var mötuð á þessu og
því varð vélmennið jafn
kynþokkafullt og raun ber vitni.
Lucasfilm, sem hefur náð langt
í gerð geimmynda hefur notað
þessa tækni og þeir hyggjast nota
hana mun meira í framtíðinni,
m.a. með því að endurlífga látna
leikara.
Tölvugrafíkerarnir eiga einna
erfiðast með að endurskapa nátt-
úruna einkum eru hreyfingar
einsog akur í roki, öldugangur
o.s.frv. erfiðar viðfangs því þess-
ar hreyfingar virðast ekki hlýta
neinum gefnum reikniformúlum.
Þetta er þó hægt en er óheyrilega
dýrt.
Hringir
Satúrnusar
Bandaríkska geimferðastofn-
unin NASA hefur tekið þessa
tækni í sína þjónustu og var tölv-
ugrafíkerinn James F. Blinn, sem
vann fyrir Lucasfilm, að sjón-
varpsþáttunum Alheimurinn,
sem Carl Sagan stjórnaði og
sýndir hafa verið hér á landi, ráð-
inn til þess af NASA að endur-
skapa á skjánum ferð geimfars í
gegnum hringi Satúrnusar. Var
tölvan mötuð af öllum upplýsing-
um sem geimferðastofnunin
hafði, m.a. frá ferðum geimfars í
gegnum hringina.
Það sem einkum stendur í vegi
fyrir þessari tækni er hversu
óheyrilega dýrt er að framleiða
tölvumyndirnar. f dag myndi slík
mynd í fullri lengd kosta um
milljarð íslenkra króna í fram-
leiðslu. Svo enn um sinn getur
leikarafélagið tekið því rólega,
það er nokkuð langt í það að
tölvumyndirnar leysi lifandi
leikara alfarið af hólmi.
—Sáf/Illustreret videnskab
Sunnudagur 13. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15