Þjóðviljinn - 13.07.1986, Qupperneq 16
Þá rigndi eldi og brennisteini
50 ár eru liðin íár frá þ ví að borgarastyrjöldin á Spáni braust út
Picasso sýningin á Kjar-
valsstöðum hefur tæpast farið
fram hjá neinum, enda mikill
fengur að fá hingað upp verk
eins þekktasta myndlistar-
manns þessarar aldar. Á sýn-
ingunni er ein lítil mynd í
gráum tónum á trönum. Leiðir
sú mynd ósjálfrátt hugann að
einu þekktasta málverki
meistarans, Guernicu, sem
hann málaði eftir loftárás
Þjóðverja á bæinn 29. apríl
1937.
Guernica skipar stórann sess í
sögu Baska. í bænum er eikartré
sem Baskar líta á sem heilagt tré.
Undir trjákrónunni sór Ferdín-
and böskum hollustueið árið
1476 og leiðtogar baska hafa ver-
ið útnefndir við tréð frá ómunatíð
til 1876 að þeir misstu sjálfstæði
sitt, en þing baska kom saman við
eikina.
Guernica var því tákn sem
þurfti að þurrka út sama hvað
það kostaði. Mánuði áður en loft-
árásin var gerð hafði Franco bæst
Iiðstyrkur frá Þjóðverjum. Her-
sveit Þjóðverja réð yfir
Messerschmitts-, Heinkels- og
Junkers flugvélum. Þótti tilvalið
að reyna áhrifamátt þessarar
flugvéladeildar og þótti Guernica
tilvalið skotmark, enda var bær-
inn skammt frá vígstöðvunum og
stór hergagnaverksmiðja staðsett
í honum.
Það var markaðsdagur og mikil
þrengsli í Guernica. Mánudagur-
inn 29. apríl 1937. Hundrað
manns biðu á brautarstöðinni
eftir lestinni til Bilbao. Lúðra-
sveit bæjarins lék fyrir dansi og
um kvöldið átti að sýna kvik-
mynd í bíóinu.
Rjúkandi víti
íbúar bæjarins voru 7000 en
auk þeirra var mikill fjöldi særðra
og flóttamanna af vígstöðvunum í
bænum.
Korter yfir fjögur síðdegis
flugu 43 þýskar sprengjuflugvélar
lágflug inn yfir bæinn. Vélbyssur
geltu og sprengjur féllu. A
nokkrum sekúndum breyttist
þessi friðsæli bær í rjúkandi víti.
Myndirnar
brenndar
í minnið
„Þetta var hryllingur sem eng-
inn sem ekki hefur upplifað hann
getur ímyndað sér,“ segir Kar-
mele, sem var fjórtán ára þegar
árásin var gerð. Hún var nýkom-
in á markaðinn að versla í matinn
fýrir kvöldið. „Sprengjur
sprungu allt í kring og fólk æddi
vitstola í átt til fjallanna í leit að
skjóli, en nýr hópur flugvéla kom
svífandi í lágflugi og vélbyssu-
hríðin skall á götunum. Jörðin
skalf og ég hentist ofan í kjallara-
inngang og setti hendur yfir
höfuð. Reykurinn sveið í augu og
ég lá þarna sem lömuð þar til ég
heyrði einhvern segja að Tómas
frá Catarro hefði verið drepinn.
Ég mátti ekki mæla, því Tómas
var faðir minn.“
f rúma þrjá tíma hélt árásin
áfram og eldsprengjum var hent
yfir rústirnar.
„Það rigndi eldi og brennisteini
yfir bæinn sem stóð í Ijósum
logum. Myndirnar eru brenndar í
minnið: Sundursprengdir asnar,
logandi, vælandi hundar, manns-
líkamar sundurtættir,“ segir Kar-
mele. Móðir hennar hafði einnig
lifað af árásina en húsið þeirra og
verkstæði föður hennar var að
engu orðið. Hver afdrif heimilis-
föðurins urðu hefur aldrei fengist
vitneskja um.
Hergagna-
verksmiðjan
stendur enn
Rúmlega 1500 íbúar létust í á-
rásinni og hátt í 1000 særðir voru
fluttir á sjúkrahús í nágrenninu.
Tveim dögum seinna hertóku
sveitir Francos bæinn.
Hergagnaverksmiðjan hafði
ekkert skemmst í árásinni og enn
þann dag í dag er hún stærsti
vinnustaðurinn í bænum. Alls
vinna þar 275 manns og er verk-
smiðjan, sem nefnist Astra,
stærsti útflytjandi hergagna frá
Spáni í dag; m.a. er mikið flutt út
til Suður-Afríku.
—Sáf/Ny tid
16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN
Sjúkraliðar - athugið
Viö Sjúkrahúsið á Egilsstööum eru lausar 3-4
stöður sjúkraliða, nú þegar eða frá 1. sept. nk..
Fljótsdalshérað er fagurt bæði sumar og vetur,
flugvöllur er við bæjardyrnar og skíðaland í Fjarð-
arheiði skammt undan. Við höfum grunnskóla,
menntaskóla og tónlistaskóla á staðnum, svo
eitthvað sé nefnt.
Er ekki tilvalið að breyta til og prófa að búa úti á
landsbyggðinni?
Hugsið málið og leitið nánari upplýsinga, það
kostar ekkert.
Hjúkrunarforstjóri, sími 97-1631.
Skrifstofan, sími 97-1386.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Grjótnáms Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboð-
um í að bora og sprengja í grjótnáminu í Seljadal,
moka efninu á bíl og aka því í inntaksop grjót-
mulningsstöðvarinnar við Sævarhöfða.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag-
inn 23. júlí nk. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikukjuvcgi 3 Sinn 25800
Útboð - Gangstétt
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í endurbyggingu
gangstéttar og lagningu snjóbræðslukerfis við
Strandgötu í Hafnarfirði (um 450 m2).
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverk-
fræðings, Strandgötu 6, frá mánudeginum 14. júlí
gegn kr. 5.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaqinn
22. júlí kl. 11.
Bæjarverkfræðingur.
Ertu fjölhæfur og áhuga-
samur?
Okkur vantar kennara að Grunnskólanum Hófs-
ósi. Kennslugreinar eru: íþróttir, smíðar og
danska. Gott húsnæði er í boði.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Svandís Ing-
imundardóttir í síma 95-6395 eða í síma 95-6346.
Efnagreiningarstjóri
Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að
ráða efnagreiningarstjóra á rannsóknastofu
stofnunarinnar.
Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í efna-
fræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Keldnaholti, 110 Reykjavík.